Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 11
-O'V FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 Tónskáld fólksins Án efa er leitun að þeim íslendingi sem ekki þekkir eitthvað til sönglaga Sigfúsar Halldórssonar og hefur sungið þau með sinu nefi upphátt eða hummað þau innra með sér með tilheyrandi hoppum milli áttunda og öðrum tilþrifum. Það var því vel við hæfi að fyrstu Tibrár-tónleikamir í Salnum á þessu starfsári væru að mestu helgaðir lögum hins ástsæla Kópavogsbúa, auk þess sem tónleik- ana bar upp á afmælisdag tónskáldsins, 7. september. Tónleikamir vora haldnir undir hinni kunnuglegu yfirskrift Við slaghörpuna sem maður tengir náttúrlega beint við Jónas Ingi- mundarson. Jónas var lika mættur að slag- hörpunni með bláu bókina hans Sigfúsar, sem er til á svo mörgum heimilum, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu og Bergþóri Pálssyni baríton. Á efnisskrá tónleikanna var að finna flestar helstu perlur Sigfúsar sem þau Sigrún og Bergþór skiptu bróðurlega með sér eða sungu saman. Litla flugan, Vorsól, Söknuð- ur, Austurstræti, Islenskt ástarljóð, Lítill fugl, Játning og mörg fleiri lög fengu betri meðferð en maður er vanur að heyra i blæbrigðarikri og eðlilegri túlkun þeirra Sigrúnar og Berg- þórs og smekklegum leik Jónasar sem greini- lega hefur farið nokkrum sinnum áður í gegn- um bókina. Það sem þó stóð upp úr var flutningur Sig- rúnar á Ég vild’að ung ég væri rós sem var hreint afbragð, og ekki var laust við að maður fengi kökk í hálsinn undir hinu látlausa og fal- lega vögguljóði sem einnig var í flutningi Sig- rúnar. Hálfgleymda serenaðan sem heyrist ekki oft var líka einkar vel flutt. Flutningur Bergþórs á laginu Við Vatnsmýrina við texta Tómasar Guðmundssonar var litríkur og með þeim betri sem heyrst hefur og kraftmikil túlk- un hans á laginu í dag er ég ríkur var líka ógleymanleg þar sem hann hreint og beint holdgerði texta Sigurðar Sigurðssonar frá Arn- arholti. Efnisskráin eftir hlé var skemmtilega saman sett söngleikjaprógram sem hófst á tveimur at- riðum úr Óperadraug Andrews Lloyd-Webbers, Dúettinum Nú má nóttin víkja sem var innilega fluttur og sem áður laus við aila tilgerð. Bergþór söng svo Music of the night og gerði það frábær- lega og ekki skemmdi fyrir skemmtileg lýsing sem gerði það að verkum að manni fannst mað- ur vera kominn inn í miðja sýningu á söngleikn- 9; f w * : Þrístirnið Jónas Ingimundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson heillaði áheyrendur upp úr rauðu sætunum í Salnum með lögum Sigfúsar Halldórssonar. Tónlist Amdís Bjöik Ásgeirsdóttir um sjáifum. Suðurríkja- stemningin var svo allsráðandi í Can’t help lovin’dat man of mine úr Showboat Jer- ome Kems sem Sigrún söng ákaflega vel og Ol’man river sem Bergþór söng óborgan- lega. Sigrún fór létt með að rúlla upp glansstykki Bernsteins Glitter and be gay úr Candide en snerpan hefði mátt vera meiri í píanó- inu og skyggði það örlítið á. Bergþór fór svo á algerum kost- um i It ain’t necessarily so úr Porgy og Bess eftir Gershwin þar sem nostrað hafði verið við öll smáatriði bæði í leik og söng. Summ- ertime úr sama söngleik var líka fallega sungið af Sig- rúnu og sömu sögu er að segja um dúettinn Bess you is my woman now. Tónleikarnir verða endurteknir í kvöld og annað kvöld vegna gífurlegrar aðsóknar, og það er óhætt að segja væntanlegum áheyrend- um að þeir eigi góða skemmtun í vændum. Tí- brá fer vel af stað og vonandi gefa þessir tón- leikar tóninn fyrir það sem á eftir kemur. DV-mynd ÞOK Gyðinglegar uppsprettur JAM (Jewish Alt- ernative Movement) er ein þeirra hreyfinga sem gefur út plötur undir merki Knitting Factory Records í New York. Tónlist hreyfingarinnar er grundvölluð á gyð- ingahefðum af mismun- andi toga og er fram- reidd á ýmsan nýstárleg- an hátt. Tónlist þessi er oft lík tónlist frá Balkanskaganum, en er þó yfirleitt einfaldari í takttegundum og hryn. JAM hefur verið við lýði siðan í april 1998 og hafa margir af framsæknari djassmúsiköntum New York- borgar sýnt hreyfingunni áhuga eða tekið þátt í henni. Sérstak- lega hafa gyðingar tekið því opn- um örmum að geta byggt tónlist á hefðum sem eru þeim blóð- skyldar, ef svo má segja. Vert er að minnast á tvær ný- legar plötur frá JAM. Saxófón- og klarínettuleikarinn Matt Darriau hefur gefið út plötuna „Source" ásamt fjögurra manna „Paradox Trio“. Með honum leika Rufus Cappadocia á fimm strengja selló, Seido Salifoski á ýmiss konar slagverk og „íslandsvinur- inn“ Brad Shepik, sem hingað kom með Skúla Sverrissyni og Pachora, leikur á gítara og fleiri strengjahljóðfæri. Sjálfir segja þeir að platan kanni sameigin- lega undirstöðu Balkantónlistar og klezmer, sem er einn angi þessarar gyðinglegu hefðar. Auð- melt tónlist, flutt af snjöllum mönnum, og þótt mér falli betur Balkantónlist Pachora, þá er þetta þess virði að gefa því gaum. Hin platan nefnist „Keter“ og er píanistinn Uri Caine ábyrgur fyrir henni ásamt hljómsveit hans, Zohar. Auk höfuðpaursins eru það söngvarinn Aaron Bensoussan, „plötuspilarinn" DJ Olive, bassist- inn Emmanuel Mann, gítaristinn Adam Rogers, klarínettuleikar- inn Lefteris Boumias og slag- verksleikarinn Gilad sem mynda þessa hálfrafmögnuðu hljóm- sveit. Gyðingatónlistin er hér smituð af „Drum and bass“, og söngurinn er í stóra hlutverki, og úr verður athyglisverð blanda. Hljómplötur Ársæll Másson Guðríður til Hafnar Á sunnudaginn kemur, 12. september, verður leikrit Stein- unnar Jóhannesdóttur, Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms - sýnt í Hellig Kors Kirke í Kaupmannahöfn. Kirkj- an stendur við Kapelvej 38, rétt við hornið á Assistens-kirkju- garði á Norrebro. Sýningin er í boði íslendingafélagsins í Kaup- mannahöfn og Dansk-islandsk samfund og hefst kl. 19.30. Heimur Guðríðar var frum- sýndur á Kirkjulistahátíð i Reykjavík í júní 1995 og hefur síðan verið sýndur í kirkjum um land allt og í London. Var kominn tími á að fara til Hafnar með stykkið því þar kynntust þau einmitt, Guðríður og Hallgrimur Pétursson, þegar hún var á.leið heim úr ánauð í Norður-Afríku og Hallgrímur var fenginn til þess sem ungur guðfræðistúdent að kenna henni og fleiri fómarlömbum Tyrkja- ránsins kristin fræði eftir dvöl- ina í Barbaríinu. Sambúð þeirra hófst í trássi við lög og rétt en stóð til æviloka og hefur löngum vakið forvitni og jafnvel hneykslun þjóðarinnar. Margir Danir þekkja til Hall- gríms Péturssonar þvi sálmar eftir hann eru í dönsku sálma- bókinni. Einnig komu Passíu- sálmarnir út í nýrri rómaðri þýðingu séra Bjöms Sigur- bjömssonar fyrir fáum árum. Björn þýddi einnig Heim Guðríð- ar á dönsku og er leikritið kom- ið út hjá Skálholtsútgáfunni bæði á dönsku og íslensku. Margrét Guðmundsdóttir og Helga E. Jónsdóttir leika Guð- ríði á ólíkum æviskeiðum en Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki Hallgríms. Tón- list er eftir Hörð Áskels- son, búninga gerir Elín Edda Árnadóttir og höf- undur leikstýrir verk- inu. ‘ ★ ★ íenmng íi Aukaverðlaun til kvenna Eins og menn muna ef til vill lýsti þjóð- leikhússtjóri eftir höfundum fjögurra leikrita í viðbót við þau sem unnið höfðu verðlaun í leikritasamkeppninni vegna 50 ára afmælis leikhússins. Samkvæmt reglum má ekki opna umslögin með dulnefmmum nema hjá þeim sem vinna til verðlauna og þess vegna óskaði Stefán Baldursson eftir því að höfund- ar fjögurra verka, sem hann nafngreindi, gæfu sig fram við hann, leikhúsið hefði áhuga á þeim. Það vom fjórir karlmenn sem áttu sjálf verðlauna- verkin - Ragnar Arnalds, Benóný Ægisson, Þórarinn Eyfjörð og Andri Snær Magnason - og því er nokk- ur huggun harmi gegn fyrir kvenþjóðina að þrjár konur voru meðal þeirra sem áttu þessi „aukaverk". Eitt þessara „eftirlýstu" verka, Dísa, er eftir Jónínu Leósdóttur og annað, Fimm á Fagurey, eftir systurnar Ið- unni og Kristínu Steinsdætur. Karlmenn eiga þau tvö sem þá era eftir: Alzheimer in love er verk Hallgríms Helgasonar og Seggur að kveldi eftir Bjöm Th. Bjömsson. Aðrir sem sendu verk i samkeppnina eru beðnir að vitja verka sinna á skrifstofu Þjóð- leikhússins, Lindargötu 7. Erótísk kokkabók Talandi um konur I þá em væntanlegar í I haust frá Máli og 1 menningu tvær' „kvennabækur" sem' beðið er eftir. Ör.nur er1 Afródíta eftir Isabel' Allende, tveggja ára gömul' bók um matargerðarlist og ást. Eiginlega er þetta erótísk kokkabók, skreytt málverkum og sögulegum myndum, en þar em líka margar sögur um ættingja Isabel og fleira fólk. Þýðandinn er Tómas R. Einarsson. Hin bókin er Áður en þú sofnar eftir Linn Ullmann, sem spáð er að verði næsta alþjóð- lega bókmenntastjarna Norðurlanda. Hún er þekkt menningarblaðakona á Norðurlöndum og fæddist með þær silfurskeiðar í munni að vera dóttir leikkonunnar Liv Ullmann og sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman. Skáldsagan hennar fékk geysimik- ið umtal þegar hún kom út í Skandinavíu en þótti líka virkilega góö á eigin forsendum. Af Isabel er það einnig að frétta að út er komin á spænsku ný skáldsaga eftir hana sem hefur fengið prýðilegar viðtökur. Hún kemur á íslensku að ári. íslensk bókaskrá Grúskurum er bent á að íslensk bókaskrá ársins 1998 er komin út á vegum Landsbóka- safns Íslands-Háskóla- bókasafns. Alls reyndust hafa komið út á því ári 1796 rit, 200 fleiri en árið áður. í ritinu er líka skrá yfir ný blöð og tímarit sem hófu göngu sína 1998 og skrá um landakort og myndbönd. Bókaskránni fylgir í sérstöku hefti íslensk hljóðritaskrá þar sem skráð er nákvæmlega allt efni sem gefið var út á hljómplötum, geisla- diskum og snældum. Efni beggja þessara rita er í tölvukerfinu Gegni, en ritin fást sjálf í af- greiðslu safnsins í Þjóðarbókhlöðu og helstu bókabúðum. ÍHandverk & Hönnun fær fé Ákveðið hefur verið að þeirri starfsemi sem rekin hefur verið undir nafhinu Hand- verk & Hönnun verði haldið áfram með fjár- hagslegum stuðningi frá forsætisráðuneyti, félagsmálaráðimeyti og Framleiðnisjóði land- búnaðarins til fjögurra ára, þ.e. 1999-2002. Þá fer fram endurmat á verkefninu. Markmið starfseminnar er að efla hand- verk, bæta menntun og þekkingu handverks- fólks og stuðla að aukinni gæðavitund í greininni. Sunneva Hafsteinsdóttir hefur | verið ráðin framkvæmdastjóri og er skrif- stofan á Amtmannsstíg 1 í Reykjavík. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir mmmmmmmmmwmmm ÍSUENSK BÓKASKKÁ Hu■t.rhmJ* h-tömá!KMUvjfin 199H 1f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.