Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 28
 36 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 DV nn Ummæli Lítilsvirðing „Mér fmnst ákvöröun ein- stakra fyrirtækja , að senda ekki út afkomuviðvör- un, þrátt fyrir / , að ljóst var að afkoman yrði , allt önnur en markaðurinn gerði ráð fyrir, vera lítilsvirð- ing við bæði hluthafa og Verðbréfaþingið." Gunnar Orn Kristjánsson, framkvæmdastj. SÍF, i Vidskiptablaðinu. Hækkunardansinn „Stjórnvöld hefðu átt að hætta að taka þátt í hækkunar- dansinum þegar rikið vau* búiö að ná þeim tekjum af bensín- sölu sem það ætlaði sér sam- kvæmt forsendum fjárlaga. Mér sýnist ríkið vera búið að fá sitt.“ Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna, í DV. Mikil yfirvinna „Hafi yfirvinnan minnkað er hún þó enn mjög mikil á hvaða mæli- kvarða sem not- aður er.“ Sólveig Péturs- dóttir dóms- málaráðherra, um laun lög- reglumanna, iDV. | Talnaleikur „Ég get ekki svarað þessum talnaleik dómsmálaráðuneytis- ins því ég hef engin gögn um hvernig hann er stundaður." Óskar Bjartmarz, form. Lög- reglufélags Reykjavíkur, i DV. Þjófnaður ef ekki er skilað? „Mér finnst kostulegt aö stilla þessu máli upp þannig að kennarar séu J nánast þjófar \ greiði þeir \ ekki meinta ofborgun til baka.“ Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðn- aðrsambands íslands, í Degi. Hundar í borg „Hundaeigendur þurfa ekki að venja hunda sína í um- gengni við mannfólkið sem býr | í borginni og þeir eru ekki skyldaðir á námskeið fyrir sjálfa sig og hundana sina. Þá tala ég af fullri virðingu fyrir hundunum." Ámundi Ámundason auglýs- ingastjóri, í DV. OKKCJf? S'írTNI'ST' 'SjE;MSRST F7E? KONlNlI f=fO V^RX=I E-INIF? NPlONJ - 'riÆZ'm L_E-TÐIN1 TIL_ iPESS FVPcTC7- 'P** KT?EIVr Agnar Már Magnússon djasspíanisti: Stefnan tekin á New York Jazzhátíð Reykjavíkur hófst í gær með tónleikum i Ráðhúsinu og tveim- ur athyglisverðum tónleikum um kvöldið. Hátíðin heldur áfram í kvöld og meðal þess sem er í boði eru tón- leikar á Sóloni Islandusi þar sem fram kemur Tríó Agnars Más Magnússon- ar. Agnar Már vilja margir segja að sé efnilegasti djasspíanisti landsins. Hann er nýkominn heim úr námi í Hollandi og hyggur á landvinninga í New York snemma á næsta ári. Agnar Már var fyrst spurður um trióið: „Tríóið er undir mínu nafni og auk mín skipa það tveir Þjóðverjar, Cord Heineking á bassa og Jens Duppe á trommur. Þéir voru báðir með mér við nám í Listaháskólanum í Amsterdam og við Cord kláruðum okkar nám í vor en Jens á eitt ár eft- ir. Við höfum síðastliðin tvö ár verið að leika í og kringum Amsterdam." Agnar hefur síðustu þrjú árin dvalið í Amsterdam en hafði áður verið við spilamennsku og nám hér heima: „Eg var meira og minna að spiia í funm ár með Stórsveit Reykja- víkur og shmdaði nám i FÍH-skólan- um, þá lék ég með popphljómsveitum á timabih og annað sem til féU.“ Agnar er spurður um muninn á Amsterdam og Reykjavík: „Það sem maður tekur eftir í Amsterdam er sú mikla hefð sem er fyrir djassinum og ég fann fljótt fyrir henni. Djass- inn er hátt skrifaður og þama er breiður hópur djass- manna sem hefur lengi verið í brans- anum, kann allt sem kunna þarf, og það var mjög gaman að kynnast þessu öllu, auk þess sem reynslan sem fékkst við að leika sjálfur og vera í skólanum var mikil. Agnar hefur tekið stefhuna á New York: „Það er planið að fara til New York upp úr áramótunum og fara í einkatima, skoða sig um og sjá hvem- ig landið liggur. Þótt samkeppnin þar sé vissulega gifurleg þá sakar ekki að reyna fyrir sér í stórborginni." Á tónleikunum í kvöld mun tríóið leika fjölbreytta tónlist: „Þar kennir ýmissa grasa. Við munum leika tón- list sem við höfum sjálfir verið að semja og svo höfum við verið að útsetja þekkta djass- standarda sem við ætlum að leika á tónleikunum. Þetta er tónlist sem við höfum gaman af að spila og vonandi aðrir að hlusta á.“ Agnar segist ekki gera mikið að því að semja eigin tónsmíðar: „Það kemur fyrir að maður sefjist niður og reyni við einhverjar hugmyndir sem em í kollinum. Það tekur dálítinn tíma fyr- ir mig að vinna úr þeim svo ég er ekki afkastamikið tónskáld, þetta em svona tvö til þrjú lög á ári. Áður en Agnar Már fer til New York er ýmis spilamennska fram undan hér á landi: „Ég mun leika í söngleiknum Rent ffam að áramótum og eitthvað mun ég kenna og sjálfsagt falla til ein- hver djasskvöld í borginni. Unnusta Agnars Más heitir Berg- lind Helga Sigurþórsdóttir: „Við höfum búið hvort í sinu landinu hingað til en planið er að hún komi með mér til New York.“ -HK Maður dagsins Jazzhátíð í Reykjavík: Tllraimaeldhús í Tjarnarbíói Tilraunaeldhúsið hóf göngu sína í vor á Café Thomsen og er kokkteill af stílum og stefnum í spuna. Þama leiða saman hesta sína ólíkir tónlistarmenn sem hafa haslað sér völl í rytmískri tónlist frá djassi til rokks, auk klassiskra tónlist- armanna. Tilrauna- eldhúsið verður á Jazzhátíð í Reykja- vík í kvöld og ann- að kvöld í Tjamarbfói. f kvöld koma fram þrír hópar. Orgelkvartettinn Apparat. í honum em Hörður Braga- son sem er þekktastur fyrir spilamennsku sina með Hringjum; Jóhannes Jóhann- esson úr Loocq og Canada. Úlfur Eldjám sem hefur ferð- ast með Stuðmönnum sem Úlfur skemmtari og Mús- íkvatur en hann kom fram á Tilraunaeldhúskvöldunum á Cafe Thomsen í vor. Níund. Hér er skáldið Sjón í kompaníi með Bjössa Biogen samplara og skífu- þeytara, trommaranum Birgi Bragasyni sem m.a. lék með Kombói Ellenar Kristjánsdóttm’ og Valdimar Kolbeini Sigur- jónssyni, bassaleikara í Funkmaster 2000. Spuna-glíma. Hér er Pabbi- Státá eða Lárus í 12tónum við stjómvölinn og fær á sviðið ýmsa þekkta hljóð- færaleikara. Þeir spinna tveir og tveir saman án þess að vita fyrir fram með hverj- um þeir koma fram. Tónleikar Hreinsaður af áburði Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. \ ■ • 1 . . j Leikarar og áhorfendur blanda geði saman við borðhaldið. Þjónn í súpunni í kvöld verður leikritið Þjónn í súpunni sýnt í Iðnó en leikritið hefúr verið sýnt lengi við góða að- sókn og er tekið upp á nýju leik- ári. Um er að ræða sprellfjöruga leiksýningu sem kemur ætíð á óvart. Leikurinn berst um víðan völl og alla leið út i Tjöm. Enginn er óhultur og ekkert er heilagt. Leikhús Leikstjóri er María Sigurðar- dóttir sem leikstýrir einnig Sex í sveit en sýningar á því hafa verið teknar upp aftur í Borgarleikhús- inu. Þjónn í súpunni gerist á veit- ingahúsi og er sýningargestum boðið upp á mat og drykk meðan á sýningu stendur og má segja að allur salurinn og rúmlega það sé leiksviðið. í salnum era bæði al- vöraþjónar, sem og leikarar. Leikaramir era Edda Björg- vinsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Kjartan Guðjónsson og Sigrún Edda Bjömsdóttir. Brídge Á Evrópumótinu á Möltu fyrr í sum- ar kom þetta spil fyrir í leik Austurík- is og Danmerkur í kvennaflokki. Sagn- ir gengu eins á báðum borðum, vestur gjafari og NS á hættu: * G8754 * K6 * K10874 * 3 ♦ 1092 * Á ♦ D95 * DG10872 * ÁD * G98532 * 3 * ÁK96 Vestur Norður Austur Suður pass pass 3 * 3 4* pass 4 * pass pass Dobl p/h Vömin gekk eins fýrir sig tvo fyrstu slagina. Útspilið lauf á kóng suðurs og litlum tigh spilað að heiman. Báðir vesturspilaramir settu ásinn en síðan skildu leiðir. Danska vömin spilaði áfram laufi sem sagnhafi drap á kóng og síðan var lauf trompað með sex- unni i blinduni. Sagnhafi gerði ráð fyr- ir að vestur ætti ÁD í hjarta fyrir doblinu og spaðakóngurinn hjá austri (annars hefði vestur opnað í upphafi). Sagnhafi henti því laufi í tígulkóng og svínaði spaða- drottningu. Vestur fékk á kóng, spil- aði hjarta og fékk lauf til baka og D107 í trompinu þriggja slaga virðL Spilið fór því 800 niður. Á hinu , borðinu ákvað austurríska konan að spila áfram tígli í þriðja slag. Danska konan Trine Bilde ákvað að henda spaðadrottningu í tígulkóng, spila spaða á ás, tók lauf- kóng og spilaði laufi. Vestur trompaði með sjöu, yfirtrompað á kóng í blind- um og spaði trompaður heim. Enn var laufi spilað og vestur trompaði með hjartatiu. Sjöundi slagur sagnhafa kom með því að trompa tigul frá vöm- inni og þannig voru níu slagir í húsi. Trine ákvað að spila næst hjartagosa frá G985 og vestur féll í gildruna þegar hún lagði drottninguna á þann slag (og austur ásinn). 800 + 790 gaf heila 17 impa í gróða. Þess má geta aö Danir töpuðu leiknum 10-20! ísak Öm Sigurðsson * K63 4* D1074 * ÁG62 * 54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.