Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 13 Fiskurinn er enn kjölfesta okkar Höfundur telur það ekki rétt hjá Jónasi Kristjánssyni að líkja Eyjabökk- um við Gullfoss. Kæri Jónas. í leiðara þínum í DV laugardaginn 4. septem- ber sl. ferðu háðulegum orðum um okkur ráða- menn í „þriðja heimi ís- lands“ eins og þú kallar þá landshluta sem liggja utan höfuðborgarsvæð- isins. Ég geri ráð fyrir því að þennan leiðara hafir þú skrifað í geð- vonskukasti, því ekki trúi ég að þú, ritstjóri sjálfs DV, sért vitgrann- ur. Það er ekki tUgang- ur þessa bréfs að leggja mat á gáfur þínar eða skort þar á, heldur að draga fram í dagsljósið ýmsar staðreyndir sem málatilbúningi þínum tengjast. Engin uppgjöf Það er þvættingur að við „ráða- menn“ islenskra fjarðabyggða höf- um gefist upp á hefðbundinni lífs- baráttu. Reyndar þvælist þetta hug- tak „hefðbundin lifsbarátta" nokk- uð fyrir mér þótt ég þykist vita að þar eigir þú við fiskveiðar og vinnslu. En hvað með það; fiskur og sú vinna sem honum tengist til sjós og lands er ennþá kjölfestan i sam- félögum okkar fjaröamanna og það átt þú að vita, góði minn. Það hefur greinilega farið fram hjá þér (fórstu ekki á sjávarútvegssýninguna?) að sökum mikilla tækniframfara í fisk- vinnslu auk tilkomu frystitogara, þarf færra fólk til fiskvinnslu í landi en þegar þú varst að alast upp fyrr á öldinni. Þar við bætist að erf- iðlega hefur gengið að fá íslendinga til að vinna í fiski og því hljóta ráðamenn þriðja heims íslands að leita nýrra leiða í atvinnusköpun. íslensk Miðlun ehf. er fyrirtæki sem ný- verið opnaði starfs- stöð hér á Stöðvar- firði (íslensk Miðlun Stöðvarfirði ehf.) við gífurlegan fögnuð okkar heimamanna (og utanrikisráð- herra). Þetta fyrir- tæki á reyndar í samkeppni við ann- að álíka fyrirtæki sem heitir Markhús- ið og er í eigu DV og Landssímans og kannski einhverra fleiri. Samt vil ég ekki trúa því að þú, ritstjóri frjáls, óháðs dagblaðs sért í fýlu þótt íslensk Miðlun láti meira að sér kveða en Markhúsið. Það ágæta fólk sem hjá íslenskri Miðlun starfar gerir fleira en að svara í síma fyrir „stórfyrirtæki ríka fólksins í Reykjavík". Með þessum frasa þínum ertu að mínu mati að gera okkur upp minnimátt- arkennd gagnvart þessu ágæta fólki, sem hefur náð þeim árahgri að verða ríkt. En, starfsfólk ís- lenskrar Miðlunar selur lika ýmsan varning í símasölu og væntanlega kaupir þá ríka fólkið í Reykjavík mest; það gerir skoðanakannanir og það er i gagnavinnslu ýmiss kon- ar. Starfsfólkið er ánægt í vinnunni því þar er lögð áhersla á góðan starfsanda, ef þú veist hvað það er. Tilkoma þessa fyrirtækis hefur auk- ið fjölbreytni í atvinnulífi staðarins en er það ekki einmitt það sem þarf? Gullfoss og Eyjabakkar Við vanmetum ekki gróðavæn- lega framtíð „grænnar ferðaþjón- ustu“, þú ofmetur hana gifurlega. Eigi ferðaþjónusta að vera græn, þarf að sigla túristimum hingað með skútum eða fljúga þeim í loft- belgjum og er hvorugur kosturinn góður. Þeir sem hingað kæmust (en affoll á leiðinni væru nokkuð há) þyrftu síðan að ferðast á reiðhjól- um, þeysa á hestum eða ganga um landið. Flugvélar og bílar eru slík- ir mengunarvaldar að varla geta þeir samrýmst hugmyndum um græna ferðaþjónustu. Ef gera skal út á ferðamenn þarf fólk og fyrirtæki til að þjóna þeim. Til þess að geta þrifist, þurfa sjopp- urnar, hótelin, barimir og fleiri staðir að vera starfræktir allan árs- ins hring og þá liggur í augum uppi að til staðar þarf að vera fólk með fulla vinnu til að geta keypt af þeim þjónustu þegar engir túristar eru á ferðinni. Þess vegna þarf að fjölga fólki á landsbyggðinni og þá ekki bara með auknum bameign- um, heldur með því að búa til störf sem laða fólk á svæðið. Að mínu mati skiptir ekki höfuðmáli hvem- ig það er gert, bara að það gerist. Álver við Reyðarfjörð, kísilflögufa- brikka á Fáskrúðsfirði, tölvu- vinnsla á Stöðvarfirði eða hvað annað sem mönnum dettur í hug til að auka atvinnufjölbreytni og gefa sem flestum færi á að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Með öðrum orð- um: Gera vinnumarkaðinn sem lík- astan markaðinum í Reykjavík. Svo líkirðu Eyjabökkum við Gullfoss. Það er álíka og að líkja hesti við asna, en þá hlýturðu að þekkja í sundur. Mín vegna mega Eyjabakkar fara á kaf, en Gullfoss getum við verið sammál um að láta í friði. Ég skal samt játa það, að mér líst betur á virkjun Hafra- hvammsgljúfra en Eyjabakka ein- faldlega vegna þess hversu stór- kostlegt mannvirki sú stífla yrði. Það myndi draga til sín ferðamenn í meira mæli en einhverjir mýraflákar upp undir Vatnjökli. Það hefur Hoover-stíflan í Ameríku sannað. Aukinheldur yrði til stórt vatn sem prýða myndi sandblásna auðnina og vera uppspretta gróð- urs og dýralífs. Stöðuvötn geta ekki annað en prýtt hálendi íslands, sbr. Blöndulón sem er tvímælalaust fal- legasti staðurinn við Kjalveg að Hveravöllum sjálfum undanskild- um. Samkvæmt þinni röksemda- færslu erum við hér á fjörðum dæmd til þess að gera ekkert annað en að vinna fisk og þú lítur á það sem uppgjöf af okkar hálfu að við skulum leita nýrra leiða til að halda landinu í byggð. Þú líkir okk- ur við þriðja heims ríki af því við eram að fara inn á sömu braut og Reykvíkingar í atvinnumálum og telur okkur andlega fátæka fyrir vikið. Kannski ertu ekki svo greindur eftir allt saman. Björgvin Valur Guðmundsson Kjallarinn Björgvin Valur Guðmundsson oddviti Stöðvarhrepps „Svo líkirðu Eyjabökkum við Gull- foss. Það er álíka og að Hkja hesti við asna, en þá hlýturðu að þekkja í sundur. Mín vegna mega Eyjabakkar fara á kaf en Gullfoss getum við verið sammála um að láta í friði.“ Úrgangur sem inniheldur kvikasilfur Spilliefnanefnd tekst nú á við það verkefni að freista þess að tryggja að kvikasilfur berist sem allra minnst út í íslenska náttúru með úrgangi. Nýlega hefur nefndin látið vinna skýrslu þar sem skoðaðir eru þeir vöruflokkar sem innihalda kvikasilfur í innflutningi. Vinnu- hópur á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar hefur unnið að úttekt á magni kvikasilfurs sem fellur til í ýmsum úrgangi á Norðurlöndum. Af niður- stöðum nefndarinnar má draga þann lærdóm að lík- legt sé að á íslandi falli ár- lega til um 300 kg kvika- silfurs í formi úrgangs. Ef miðað er við að samsetn- ing vöruflokka sem inni- halda kvikasilfur sé svip- uð hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum má gera ráð fyrir að sam- setningin sé þessi: Amal- gam frá tannlæknastofum um 100 kg á ári eða 33%, rafhlöður um 60 kg á ári eða 20%, ýmis mæli- og stjómtæki um 100 kg á ári eða 33% hitamælar um 30 kg á ári eða 10 % en auk þessa ýms- ir ljósgjafar, rofar og liðar og úr- gangur frá rannsóknastofum. Fram á þennan dag hefur lítið verið vitað um hvernig þessum málum er hátt- að hér á landi. Aukin áhersla á um- hverfismál setur þetta mál hins vegar hátt á lista ásamt öðrum spilliefnum og mikilvægt er að ná tökum á því. í gildi eru reglugerðir um amalgammengað vatn og amal- gammengaðan úrgang frá tann- læknastofum þar sem þeim era lagðar skyldur á herðar að nota við- urkenndan hreinsibúnaö og um takmörkun á notkun rafhlaða og rafgeyma sem í era hættuleg efni, þar með talið kvikasilfur. Nauðsyn aðgerða Talið er að um fjórðungur þess kvikasilfurs sem til fellur í formi úrgangs hérlendis berist til forgunar í formi kvikasilfurs. Stór hluti fer þá saman við annan úrgang eða berst með öðrum hætti út í náttúr- una. Amalgam er flutt úr landi til endurvinnslu og spilliefnanefnd hefur komið upp kerfi til söfnunar á rafhlöð- um og greiðir fyrir flutning, söfnun og förgun. í löndum Evrópusambands- ins hygg ég að menn vinni að því að banna innflutn- ing á rafhlöðum sem innihalda kvikasilfur. Þessar rafhlöður era að mestu framleiddar í Asíu. Sjálfsagt er hjá okkur íslendingum að stiga þetta skref samhhða Evrópubanda- laginu og banna innflutning. Nú er svo komið að hitamælar án kvikasilfurs geta í flestmn tilvikum leyst hina af hólmi sem innihalda kvikasilfur og vaknar þá sú spum- ing hvort ástæða sé til að leyfa inn- flutning kvikasilfursmæla. í inn- flutningi er ekki gerður greinamun- ur á mælum eftir innihaldi en heppi- legt gæti verið að aðgreina i tollskrá þá sem innihalda kvikasilfur til að auðvelda eftirlit. Ljósgjafar sem innihalda kvika- silfur era flúrperur og halógenperar. Flúrperur era t.d. notaðar til al- mennrar lýsingar í húsum, götulýsing- ar, ylræktar og á sólbaðstofum en halógenperur eru notaðar til götulýs- ingar og flóðlýsing- ar. Viðfangsefni spilliefnanefndar næstu mánuði er að taka á kvikasilfurúrgangi í ákveðnum þrepum. Þegar því marki er náð hefur nefndin komið böndum á þau efni sem lögin um spilliefnagjald ná til. Þar með er þó ekki fullur sigvur unninn. Mikilvægt er að þróa löggjöfina, ná til fleiri spilliefna og gera alla meðhöndlun úrgangs skilvirkari og efla vitund almennings í þessum stóra mála- lokki. Guðm. G. Þórarinsson „ Viðfangsefni spilliefnanefndar næstu mánuði er að taka á kvika- silfurúrgangi í ákveðnum þrepum. Þegar því marki er náð hefur nefndin komið böndum á þau efni sem lögin um spilliefnagjald ná til. Þar með er þó ekki fullur sigur unninn. Mikilvægt er að þróa lög- gjöfína, ná til fíeiri spilliefna Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur Með og á móti Kennarar endurgreiði ofgreidd laun Hópur kennara í Reykjavík hefur á undanförnum árum fengið ofgreidd laun sem nemur tugum þúsunda. Reykjavíkurborg krafði þá um end- urgreiðslu á hluta ofgreiðslunnar en samþykkti jafnframt að greiða þeim kennurum til baka sem fengu van- greidd laun. Seinna féll borgln frá kröfunni um endurgreiðslu en vís- aði til siðferðls kennara og hvatti þannig til endurgreiðslu. Eirikur Jónsson, formaóur Kennara- sambands íslands. Skýrar reglur „Um endurgreiðslur launa gilda ákveðnar reglur. Ef laun eru ranglega greidd og upphæðin það há að báðir aðilar eiga að geta séð að hún er röng þá ber launþega að endurgreiða vinnuveit- anda sínum. Reglur eru álíka skýrar þegar um er að ræða tiltölulega lága upphæð í hverjuin mánuði á löngu tímabili eins og í til- viki kennara. Hafi villan við- gengist lengi og leitt til þess að kennarar tóku við þeim laun- uin sem þeir fengu útborguð í góðri trú eru skýr ákvæði um það að vinnuveitandinn hefur ekki rétt til endurkröfu. Það gildir í þessu tilviki og kennur- um ber þvi ekki skylda til að endurgreiða þennan mun.“ Skilaboð til nemenda? „í fyrsta lagi eiga kennarar að vera færir um það starfs síns vegna að lesa eigin launataxta. Þeir eiga jafnt og aðrir launþegar að fylgjast með sínum laun- um. Hafi þeir fylgst með sínum launa- töxtum en samt tekið við of háum launum þá efast maður um getu þeirra til að kenna börnum gott siðferði. Þeim hlýtur því að hafa ver- ið ókunnugt um málið og þeir ekki skilið kjarasamninga sína sem hljóta því að vera mjög flóknir þvi állir sem einn mis- skildu þá. Þegar í ljós kom að þeir höfðu fengíð ofgreidd laun áttu þeir að sjálfsögðu að end- urgreiða. Þeir áttu að bjóðast til þess að fyrra bragði að end- urgreiða hin ofteknu laun. Annars eru þeir að sýna mik- inn siðferðisbrest með þvi að segja að þeir ætli að hirða oftekið fé. Getur verið að þetta séu skilaboðin til nemenda?“ -rt Pétur Blondal alþingismaöur. Kjallara- höfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta að- sent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.