Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þanþol okkar er ótrúlegt Við þolum bensínhækkunina og mundum hafa þolað enn meiri hækkun. Engin samtök eru um gagnaðgerðir í málinu, enda segir reynslan, að bensínnotkun sé óháð verðlaginu. í ýtrustu tilvikum geta menn sameinazt um að þeyta bílflautur en ekki um að nota strætó. Menn nota bíla sína jafnmikið, hvort sem bensínlítr- inn kostar 60 krónur, 80 krónur eða 100 krónur. Þess vegna er skynsamlegt fyrir olíufélög og íjármálaráðu- neyti að hækka bensínið sem allra mest. Það gefur mest í kassann og kostar bara tímabundið væl. Að vísu eru takmörk fyrir þanþoli arðrænds fólks, en þau mörk hafa ekki fundizt enn í benzíni. Þau hafa hins vegar fundizt á ýmsum öðrum sviðum. Með uppsprengdu verði á grænmeti í skjóli innflutningsbanns og ofurtolla hefur tekizt að halda grænmetisneyzlu í lágmarki. Erlendis er paprika matur, en hér er hún skraut, sem er sett á mat, enda kostar hún mánuðum saman um það bH 600 krónur kHóið. Sameiginlegt mat nógu margra neytenda er, að verð á papriku sé fyrir utan aUan þjófa- bálk og þess vegna kaupa menn lítið af henni. í einokunar- og fáokunarkerfinu, sem ríkir hér á landi, gagnstætt nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlants- hafsins, byggist velgengni okrara á því að teygja þanþol hinna arðrændu tH hins ýtrasta án þess að það bresti. í bensínverðinu hefur slíkt ekki gerzt enn. Samanburðarathuganir hafa leitt í ljós, að þanþol ís- lendinga er meira en nágrannaþjóðanna. Þess vegna eru neyzluvörur dýrari hér en í samanburðarlöndum, hvort sem þær eru innlendar að uppruna eða innfluttar. Kók er 30-156% dýrara hér en á meginlandi Evrópu. Áhugi okkar á afsláttarkjörum deyfir tiifmningu okk- ar fyrir eðlHegu verðlagi. Við hugsum svo mikið um af- stæðar tölur, að við missum sjónar á raunverulegum töl- um. Við fögnum því að geta kríað út 20% afslátt af vöru, sem er 80% dýrari en hún ætti að vera. Sá, sem kaupir slíka vöru, telur sig hafa sparað 20%, þótt hann hafi í rauninni tapað 25%. Með slíkum hugs- unarhætti fagna menn því að geta sparað 5% með því að dæla sjálfir bensíninu. Þeir fagna líka að geta sparað 5% með því að verzla í réttri verzlanakeðju. Svo mikH fáokun er komin í matvöruverzluninni, að samkeppnin felst í þröngu verðbHi miUi tegunda verzl- ana með tiHiti tH þjónustu. Þetta verðbH helzt miHi ára, en verðið á matvörumarkaðinum í heHd skríður upp á við í leit að efri mörkum þanþols neytenda. Okkur er svo ósýnt um að gæta hagsmuna okkar, að við fengumst ekki einu sinni tH að taka þátt í ódýrum bHatryggingum, sem Félag íslenzkra bifreiðaeigenda bauð. í þess stað sátum við sem fastast hjá gömlu kvöl- urunum og biðum þess, að þeir lækkuðu verðið. Af því að nógu margir sitja sem fastast, tekst trygg- ingafélögunum að drepa af sér nýju samkeppnina og fara síðan að láta tryggingagjöldin síga upp á við í nýrri leit að efri mörkum þanþols þjóðarinnar. Þetta er leikur greinda kattarins að heimsku músinni. í þessu ástandi er ástæðulaust fyrir íjármálaráðherra að gera því skóna, að ríkissjóður kunni að gefa eitthvað eftir af miUjörðunum, sem hann hefur grætt á hækkun bensínverðs á árinu. Hver verður tH þess að refsa ráð- herranum fyrir háa verðið í næstu kosningum? Bensínokur hefur ekki áhrif á hegðun kjósenda í kosn- ingum. Því er ráðherranum óhætt að létta sér starfið með því að þenja bensínverðið sem allra mest. Jónas Kristjánsson Laugardaginn 4. september birt- ist viðtal í DV við Stefán Jóhanns- son fjölskylduráðgjafa undir yfir- skriftinni „Foreldrar eiga ekki báðir að vinna úti - jafnréttisbar- áttan hefur skaðað fjölskylduna". Tekið er fram að Stefán sé með masterspróf í fjölskylduráðgjöf frá University of America. Eftir lestur viðtalsins hvarflar að manni að eitthvað sé bogið við ríkjandi við- horf í skólanum þeim. Alið á sektarkennd „Jafnréttisbaráttan hefur auð- vitað haft mjög skaðleg áhrif á fjöl- skylduna, það er augljóst. Mamma er ekki lengur heima að ala upp barnið sitt. Bamið er alið upp af félögum, vinum og götunni," segir Stefán m.a. í viðtalinu. Lausnina telur hann felast í því að annað foreldrið sé alltaf heima og það fer ekki milli mála, hvort þeirra ber ábyrgðina í því efni að hans mati. „Á heimilum sem það gerist að mamman er heimavinnandi áð hugsa um bömin en pabbinn úti- vinnandi sér maður allt öðruvísi böm,“ segir Stefán. Fram kemur að hann rekur ráðgjafarstofu og Lausn ráðgjafans er ekki lausn, segir Kristín Halldórsdóttir. Ráðvilltur ráðgjafi? Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir fyrrverandi alþingiskona eru einmitt helsti steinninn í götu kvenna til að velja sér þann farveg í lífinu sem þær kjósa og hent- ar best þeirra hæfileik- um. Bæði einstciklingar og samfélag hafa bmgðist seint og illa við réttindabaráttu kvenna. í bjarma nýrr- ar aldar bera konur enn að meirihluta ábyrgðina á heimili og bömum og er haldið niðri fjárhagslega af þeim sökum. Þær fá umtalsvert lægri laun en karlar og því borgar sig oft ekki fjárhags- lega að vinna utan „Þessi steinrunnu viðhorf sem fram koma í viðtalinu og eru því miður ótrúlega lífseig hér sem annars staðar eru einmitt helsti steinninn í götu kvenna til að velja sér þann farveg í lífinu sem þær kjósa og hentar best þeirra hæfileikum viðskiptavinirnir em fyrst og fremst hjón og sambýlis- fólk. Varla er það oftúlkun kvenfrels- iskonu, en við lest- ur viðtalsins fer ekki hjá því að mað- ur sjái fyrir sér hvernig ráðgjafinn elur á sektarkennd viðmælendanna og þá fyrst og fremst konunnar og boðar henni að nú hafi j afnréttisbaráttan gengið of langt, hún skuli bara gjöra svo vel og gerast manni sínum undirgefin og hætta að hugsa um sjálfa sig, gerast heimavinnandi og gæta bús og bama. Þá verða væntan- lega allir ham- ingjusamir - nema kannski konan. Steinrunnin viðhort Skyldi ráðgjaf- anum og fleirum með svipuð viðhorf cddrei hafa dottið í hug að snúa megi við fullyrðing- unni um að jafnréttisbaráttan sé skaðleg fjölskyldunni? Þessi stein- runnu viðhorf sem fram koma í viðtalinu og eru því miður ótrú- lega lífseig hér sem annars staðar heimilis vegna hárra gjalda á leik- skólum og kostnaðar vegna ferða og fleira. Þetta er miskunnarlaust notað gegn konum og langanir þeirra lítilsvirtar. Karlmaðurinn situr fyrir með sitt nám og sitt starf og öðlast sífellt meira forskot meðan minnimáttarkenndin og vansældin eykst hjá konunni. Og samfélagið tapar. Er þetta ástand líklegt til að skapa góðar uppeldis- aðstæður og tryggja farsæld og hamingju barnanna? Skref til baka Ráðgjafinn fer villur vegar. „Lausn“ hans er ekki lausn. Kon- ur hafa alla þessa öld smátt og smátt verið að sækja sjáifsagðan rétt sinn á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Sú barátta hefur verið eins og klifur upp hála og bratta fjallshlíð, þrjú skref upp á við og síðan runnið eitt skref til baka. Samt er maður alltaf jafn hissa að rekast á fomeskjulegan hugsunar- hátt af því tagi sem fram kemur í viðtalinu. Ánægjulegt væri ef fjölskyldu- ráðgjafar væru almennt í takt við tímann og legðu höfuðáherslu á samábyrgð hjóna, ekki aðeins gagnvart börnunum, heldur einnig gagnvart hvort öðra. Foreldrar eiga að sjáifsögðu sameiginlega að tryggja öryggi og hamingju bama sinna, veita þeim góð uppeldisskil- yröi, ástúð, aga, stuðning og sam- verustundir. En þau eiga ekki síð- ur að styðja og styrkja hvort ann- að, veita hvort öðru svigrúm til menntunar, starfa og félagslífs og vinna að jöfnum rétti og jafnri stöðu kynjanna bæði innan heimil- is sem utan. Að öðrum kosti skað- ar fjölskyldan jafnréttisbaráttuna! Kristín Halldórsdóttir Skoðanir annarra Kennarar semji við ESB „Svo virðist sem kennarar og samningamenn þeirra hafi einhverja óútskýrða snilligáfu þegar kemur að samningum um kaup og kjör. Þeir hafa fengið gífurleg- ar hækkanir á laun sín undanfarin ár, þeir hafa síðan ekki staðið við eigin samninga og sagt upp störfum til að fá enn meira og nú hefur þeim tekist að fá það í gegn að þurfa ekki að borga til baka laun sem þeir fengu ofgreidd. Vefrit Grósku leggur til að þessir sömu samningamenn verði settir í samninganefnd íslands við ESB þegar sótt verður um aðild - þeim tekst vafa- laust að ná ótrúlegum samningum þar eins og hér.“ Groska.is 7. september Skattahneyksli ríkisstjórnarinnar „Vörugjald á bensín er 97% á innkaupsverð. Inn- kaupsverðið er nú um 12 krónur. Nú á að afnema 97% vörugjaldið en leggja þess í stað á vörugjald sem verð- ur um 10,50 krónur. Með þessum breytingum á vöru- gjaldi á bensíni er tryggt að íslenskir bifreiðaeigend- ur munu ekki njóta þess sem áður ef innkaupsverð á bensíni fer niður fyrir 10 krónur. Þá munu þeir tapa á þessari breytingu. Vegna íslenskra ofurskatta á bensín hefur það hækkað um yfir 10 krónur á þessu ári. Nú býður ríkisstjómin heilar 2 krónur í afslátt af þessum auknu áhrifum skattheimtunnar. En afslátt- urinn verður að hækkun ef heimsmarkaðsverð á bensíni lækkar! Þegar bensínlítrinn verður kominn niður í 6 krónur á heimsmarkaði verður vörugjaldið, sem nú er 97%, orðið 175%. Þetta skattahneyksli rík- isstjórnarinnar, sem á stóran þátt í þeirri verðbólgu sem nú mælist, ætti að verða hverri ærlegri stjórnar- andstöðu til framdráttar. Því miður lofuðu stjórnar- andstöðuflokkarnir því hins vegar fyrir kosningamar í vor að hækka skatta á bensín." Vef-Þjóðviljinn 8. september Ekkert mál að finna útgerðarmenn sem greiða auðlindagjald „íslenzka þjóðin á fiskimiðin og hún getur sjálf ákveðið að þeir einir skuli fá aðgang að þeim, sem eru tilbúnir til að greiða fyrir þann aðgang. Það er alveg víst, að þótt einhverjir útgerðarmenn eigi erfitt með að sætta sig við að greiða slíkt gjald verða engin vandamál því samfara fyrir eigendur auðlindarinnar að finna útgerðarmenn, sem verða tilbúnir til að greiða sanngjamt gjald fyrir þann aögang." Úr forystugreinum Morgunblaðsins 8. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.