Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 18
26 Gríðarlegar vinsældir Tae bc Nýjasta heilsurækt- aræðið: Hvað er Tae-bo? Nýjasta æðið í líkamsrækt- inni er án vafa Tae-bo. Petta er íþróttagrein sem sameinar kosti margra ann- arra og hefurfarið sigurfdr um heiminn undanfarin misseri. Tilveran ákvað að komast að því um hvað Tae-bo snerist. Blaðamaður leit inn í Tae-bo tíma og tók tvo iðkendur íþróttarinnar tali. Eftlr að Ásta prófaði Tae-bo nú í haust hefur hún ekki farið í pailaleikfimina sem hún stundaði í mörg ár. Ásta Jónsdóttir dagmóðir: TTae-bo er ný heilsurækt sem hefur öðlast miklar vinsældir á stuttum tíma, hér á landi sem annars staðar. Tae-bo er blanda af mörgum greinum, svo sem Tae Kwon Do, karate, boxi, ballett, svokölluðum hipp-hopp-dansi og þolfimi. Iðkendur kýla og sparka út í loftið eftir leið- sögn kennara og skokka þess á milli á staðn- um. Ekki er um að ræða flókin spor eða hopp eins og í þolfimi og því telja margir að þessi lík- amsrækt henti breiðari hópi en þolfimi gerir. Upphafsmaður Tae-bo er Bandaríkjamaðurinn Billy Blanks. Hann er með svart belti í karate (svokallað 7. dan), margfaldur heimsmeistari í karate og hefur unnið til tuga gullverðlauna á alþjóðlegum mótum í karate. Fyrir nokkrum árum fór hann að þróa Tae-bo í þeim tilgangi að laða fleiri kon- ur að sjálfsvamaríþróttum en flestir iðkendur þeirra eru karl- menn. Hundrað manns í fyrsta tímann Kolbrún í Baðhúsinu er annar tveggja Tae-bo-kennara Bað- hússins. „Við vorum með fyrsta tímann okkar um daginn og við fengum alveg ótrúlegar viðtök- ur. Um hund- rað konur mættu í hann og það var troð- fullt út úr dyrum. Við bjuggumst ekki við þessu en þetta kom okkur skemmtilega á óvart.“ En fýrir hverja er Tae-bo? „Þessi lík- amsrækt hentar öllum, bæði ungum og öldnum. Það er frábært að koma hingað að loknum erf- iðum vinnudegi, fá út- rás og fara svo end- umærð heim. Þeir , sem æfa Tae-bo sjá fljótt árangurinn, svo sem stinnari vöðva, betra þol, jaíhvægi og samhæfni í hreyfingum, og það er sennilega þess vegna sem þessi líkamsrækt hef- ur slegið svona í gegn,“ seg- Kolbrún. Tilveran hringdi í nokkrar aðrcir líkamsræktarstöðvar og komst að því að Tae-bo er mjög vinsælt og alls staðar virtist vera fullt út úr dyrum í tímun- um. Ein stöðin hefur jafnvel þurft að vísa fólki frá vegna þrengsla og í bígerð er að fjölga timunum frá því sem nú er. Blaðamaður Tilverunnar gat því ekki annað en lit- ið inn á tvær líkamsrækt- arstöðvar og séð með eigin augum um hvað málið sner- ist. Þrátt fyrir kyrrsetueðlið gat blaðamaður varla verið kyrr - enda frábær stemn- ing í tímunum. -HG \ Tengdamömmu finnst mjög gaman É g er búin að vera í þessu í þrjár vikur núna og finnst þetta mjög skemmtilegt," segir Ásta Jónsdóttir dagmóðir, en hún stundar Tae-bo í World Class. „Síðan ég byrjaði hefur hver tími verið fjölmennari en sá síðasti en í dag var þetta algjört met. Maður þyrfti helst að vera mættur klukku- tíma fyrr til að komast í tímann," segir hún og hlær. „Þetta er frá- bært. Ég tók mér hlé í líkamsrækt- inni i sumar og kom svo inn núna í haust. Ég hef alltaf verið mikið i pallaleikfimi og hef stundað hana í mörg ár en eftir að ég prófaði þetta núna í haust hef ég ekki haft mig í pallana, þetta er bara svo skemmti- legt og öðruvísi en allt annað. Mað- ur fær góða útrás í tímunum og ég finn árangurinn fljótt. í fyrsta Tae-bo tímanum sem ég fór í var ég ekkert búin að æfa og nýkomin frí- um allan líkamann. En þetta sýnir bara hvað þetta er góö líkamsrækt. Ég vildi bara óska að líkamsræktar- stöðvamar hefðu fleiri Tae-bo tíma því nú er þetta orðið svo vinsælt að maður kemst varla að.“ Er Tae-bo fyrir alla? „ Já, svo sannarlega. Ég er til dæmis héma með tengdamömmu minni og henni finnst þetta rosalega skemmtilegt. Þetta tekur vel á allan líkamann en maður getur líka gert þetta á auðveldan hátt ef maður vill. Þetta hentar öllum sem vilja skemmtilega og fjölbreytta líkams- rækt.“ -HG mu. Eftir tim- ann fekk svo harð sperr- að koma í þetta Birgir Björgvinsson stundar Tae-bo í Hreyfingu. „Ég byij- aði í þessu nýlega og mér líkar mjög vel. Það er mikil tækni í þessu og brennslan er rosa- leg. Maður svitnar mikið og líður vel á eftir. Það skiptir máli að gera þetta rétt, því þá fær maður mest út úr tímunum. Ef fólk er ekki í mjög góðu formi getur það tekið hlutina létt i byrjun og svo aukið brennsl- una eftir því sem þolið eykst. Kost- urinn við Tae-bo er nefnilega sá að það tekur alltaf meira og meira á eftir því sem maður öðlast meiri styrk og þol. Maður sníður bara lík- amsræktina eftir getu líkamans hverju sinni.“ Hvenær heyröir þú fyrst um Tae- bo? „Þaö var í sumar, í júní held ég. Svo kom þetta hingað og ég ákvað að prófa þetta. Ég er héma með vini mínum úr ræktinni, og það er ekki nokkur vafi á að ég mun halda áfram i þessu.“ Hefur þú stundað mikla líkamsrækt áður en þú byrj- aðir í þessu? „Já, ég er búinn að vera i spinning, þolfimi, lyftingum og öllu mögulegu en sérstaða Tae-bo er sú að allur líkaminn er tekinn fyrir, þetta er góð alhliða hreyfing og tæknin er t.d. meiri en í þolfimi og spinning. En þetta hentar öllum. Ég hef séð fólk á öllum aldri héma og ég held að Tae-bo eigi bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að þetta sé ekki einhver ný bóla sem springur fljótt. Ég hef talað við mjög marga sem hafa prófað þetta og allir em sammála um að þetta sé frá- bær líkams- rækt. Þetta endist, rétt eins og þolfimin. Ég vil bara hvetja alla til að koma í þetta." -HG Hvet alla til Birgir Björgvinsson segir að kostur Tae-bo sé aihliða þjálfun sem hver og einn getur sniðið eftir getu sinni. Birgir Björgvinsson tækniskólanemi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.