Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Page 3
meömæli Kauptu bjórtunnu fyrir helgina. Fáóu þér svo svona einfalda og netta dælu og byrj- aöu að djúsa. Ekki halda aö þetta sé ekki fyrir þig þó þú sért ekk- ert að halda partí! Það er kúl að vera með bjórtunnu inni í eldhúsi, sérstaklega I bullandi verðbólgu. Sharp MD-MS702H er mini-diskaspilari vikunn- ar, þrusugræja sem ætti að hanga utan á öllum almenni- legum mann- eskjum. Geisla- spilarar eru bara stofustáss og eiga hvorki að vera f bíl né á líkama. Þá fer bara allt að hiksta og geislaspilarinn verður ónýtur mjög fljótlega. En mini-diskaspilarinn er þannig að þú mátt missa hann og það hefur engin áhrif á spilunina. Eina vesenið er að það er enn ekki seld tónlist á mini-diskum en það er náttúrlega hneyksli. Finndu úlpuna þína. Núna. Það er kalt úti og það verður kaldara með hverri mínútunni sem líður. Eftir nokkrar vikur verður allt f frosti og tómri steypu. Hvar er úlpan þfn? Sagan segir að bílaumboðin fari með notaða bíla Ifkt og hundaeigandi fer meö hvolpa sem hann getur ekki selt. Hann lógar þeim því það er ómögulegt að gefa hvolp sem á að selja. Þá lækkar verðið og svo framvegis. Þaö er af þessari ástæðu sem Fókus mælir meö þvf að allir þeir sem eigi gamlan bíl setji hann í brota- járn. Þú munt aldrei selja bflinn oggetur alveg eins sett hann f brotajárn og reynt að láta eins og verðbólgan hafl gleypt drusluna. En síðan færðu þér auðvitað nýjan bíl með óverð- tryggðu láni - f sjötfu prósenta verðbólgu hverfur það mjög fljótt. Strákarnir í Maus eru að fara að gefa út fjórðu plötuna sína í næsta mánuði. Þeir þjófstarta samt með smáskífu sem gefin verður út á Fókus vefnum á www.visir.is í dag. Það er því ekki seinna vænna en að skella sér á vefinn og lóda inn ókeypis smásögu. Fókus tók drengina samt tali og fékk að vita um hvað smáskífan fjallar og hvað er fram undan. /gE' X i |mjmV/j wm . ■ \ \ 3 ? mm&uÆ . .. I 'm \ M „Við erum að ná að gera tónlistina okkar eins og okkur sýnist en þurfum auðvitað að vinna með þessu. En það er gjald- ið sem maður borgar fyrir að gera það sem manni sýnist. Þá er maður að græða minni peninga og þarf að vinna með.“ „Við stefnum á áð koma skífunni út um miðjan október," segir Birg- ir Örn Steinarsson, söngvari Maus, um væntanlega plötu. „Hún ætti allavega að vera tilbúin fyrir 20. október. Platan er tilbúin. Við eigum bara eftir að raða henni saman og gera kover.“ Og hvaó á barnið aö heita? „Við erum ekki alveg komnir með nafn enn þá. Ég hef komið með aragrúa af hugmyndum sem allar hafa verið púaðar niður af hinum hljómsveitarmeðlimunum en við erum að leita og gefumst ekkert upp. Að velja nafn á plötu er líka eitthvað sem við gerum alltaf síðast," segir Birgir en platan sem um ræðir er fjórða plata Maus. Plata fyrir íslendinga „Fyrir mig er þessi plata per- sónulegri og textarnir meira í ætt við smásögur. En þó þetta sé per- sónulegt þá er ég ekkert vælandi á plötunni," segir Birgir og á við að persónulegir textar geti þýtt eitt- hvað annað en þunglyndi og ein- tómt svartnætti. Hvað meö heiminn? Á ekkert að sigra hann? „Þetta er íslensk plata gefln út fyrir íslendinga. Þannig höfum við alltaf haft það og ég held að allt annað sé bara vitleysa." Ó Internet, ó Internet En hvað sem því líður öllu sam- an þá er Maus framúrstefnuleg hljómsveit. Nýrómantíkerar og þekktir meðal annars fyrir frum- legu textana sína og frábæra heimasíðu. Þeir ætla ekki að gefa framúrstefnuna upp á bátinn og ætla nú að verða fyrstir íslenskra hljómsveita til að gefa singul út á Fókusvefnum á www.visir.is. Hvaó fáum við að heyra á vefn- um? „Lagið heitir strengir og fjallar um karlinn sem strengjabrúðu. Því eins og við vitum þá ráða stelpurn- ar alltaf öllu,“ segir Birgir en hægt verður að nálgast lagið á Netinu, ókeypis, fram að næsta fostudegi. Annars munu strákarnir síðan opna nýja heimasíðu á útgáfudegi nýju plötunnar. Hún verður í stíl við albúmið og er auðvitað á www.maus.is en það er annars hægt að finna allar heimasíður ís- lenskra hljómsveita á Fókusvefn- um. Loggið ykkur inn. -MT liggur í loftinu Sumarið liggur ekki lengur í loftinu, ekki heldur hjá léttklæddu stelpunni sem prýddi TAL-auglýs- ingar sumarsins. Módelpían Anna Rakel Róbertsdóttir er komin úr bikiníinu og yfir í lopavettlingana og okkur er spum: Hvað liggur eiginlega í loftinu í vetur? „Það er rosalega mikið í bígerð hjá mér sem ég má bara ekki tala um núna. Ég get þó sagt ykkur frá þvi að ég er byrjuð í spænsku og fé- lagsfræði í MH og það sem liggur aðallega í loftinu hjá mér í vetur er bara að standa mig vel í skólan- um,“ segir Anna Rakel með sann- færingarkrafti. „Ég held að þetta verði frábær vetur og spái 15 metra úrkomu á sekúndu." Hún segir þetta í gegnum TAL- símann sinn, Nokia 6110, sem er með blágrænni framhlið sem skipt- ir um lit eftir því hvemig ljósið fellur á hann. Sumarið var að hennar sögn bara fínt þrátt fyrir að hún hafi ekki farið í eitt einasta ferðalag eða útilegu í sumar. Aug- lýsingin fyrir TAL er síður en svo fyrsta auglýsingin sem Anna Rakel leikur í. Frá því að mamma Önnu byrjaði að vinna á auglýsingastofu þegar hún var 7 ára gömul hefur Anna Rakel jafnt og þétt setið fyrir í hinum ýmsu auglýsingum. Það má því eiginlega segja að Anna hafí komist inn í módelbransann fyrir klíkuskap, svona i byrjun. En hvað finnst svo TAL-stelpunni svona almennt um farsímanotkun? „Fyrst fannst mér voða fyndið að sjá fólk vera að tala i símann i strætó en svo núna er ég náttúr- lega líka farin að gera það. Þetta er auðvitað voða hentugt ef maður hefur ekki tíma til að stoppa og leita að einhverjum peningasíma. Þetta er alveg framtíðin . . . (bla,bla,bla...),“ segir Anna sem greinilega hefur ekki bara setið fyrir í auglýsingum TALs heldur líka fengið alla heimspeki þeirra með sér. -SI Við könnumst öll við hana. Léttklæddu stelpuna í TAL-auglýsing- unum sem spáði léttskýjuðu og fimmtán stiga hita í allt sumar. Nú er hún farin úr bikiníinu, komin í lopavettlingana og ■ spáir snjóþungum vetri. FJUJi Hrafn Jökulsson: 6 Geri ekki tilkall til ís- lensku bókmennta- verðlaunanna Það er alltaf einhver ríkari en þú 8 Poppið: Tinder- sticks með 10 nýja breiðskífu Hvar á Keisarinn að vera? Hjá öryrkjunum eða á Vogi 12-13 Valdimar Örn Flygenring: Ólæknandi 15 Land Rover bóndi Hver á hvaða bíl? 18 Dragðu línu á milli bíls og manneskju Ertu bfladellukall? 20 Eða hjátrúarfullur bílaeig- andi? Bíó: Tom Cruise náði toppnum öfugt við alla |3 spádóma Seldu kroppinn: Vill einhver kaupa heiladingul á 50-kall? 24 * \| Lííid eftir vinnu »ick Of It All Helgi Þorgil Rokkstokk upphaf meiksim f í gódum sköpun tverjir voru^ f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók ÞÖK af Hrafni Jökulssyni. 17. september 1999 f ÓkllS 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.