Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 4
Jón Gnarr er fallegur í dag en hann
var miklu fallegri þegar hann fermd-
ist, blessaður.
Jón Gnarr
nneð meira
ii i; rs iti /Hl
Tvíhöfði hefur endurnýjað
starfssamning sinn við Fínan mið-
il. Strákarnir ætla að diskóast á X-
inu fram á næstu öld og sjá svo til
með framhaldið. Aðdáendur Sig-
urjóns og Jóns eru að vonum
ánægðir. Allir hinir vona auðvitað
að piltarnir verði komnir í djeilið
áður en ný öld kemur. Það eru
ágætis líkur á því þar sem
drengirnir gefa ekkert eftir og
lenda að öllum líkindum í dómara
áður en þeir ná að kaupa jólagjaf-
irnar fyrir þessi jól. Það væri nú
sorglegt en sem betur fer heyrast
jákvæðar fréttir af Tvíhöfðanum
líka. Yflrhöfuðið, Jón Gnarr, er
víst að koma með nýtt prógram:
Ég var einu sinni nörd. Um er að
ræða uppistand sem spannar einn
og hálfan tíma og byggist standur-
inn á æfi Jóns frá þvi hann var lít-
ill drengur og til dagsins í dag.
Sýningamar hefjast í lok septem-
ber eða byrjun október og úr her-
búðum Jóns fást þær fréttir að
staðsetning nördakvöldanna - sem
verða ei fleiri en þrjú - sé ekki
komin á hreint. En fyrir allra
hörðustu aðdáendur Jóns, þá
sendi kauði frá sér þessa fréttatil-
kynningu: „Ef þú vilt ekki... áttir
ekki... vilt ekki aftur.. eða óskar
eftir fleiri upplýsingum um þetta...
Þá vil ég endilega fá að heyra af
því svo að ég geti kippt því í lag.“
Fókus lætur hann kippa því í lag
sem allra, allra fyrst.
(itlM
Ingibjörg Stefánsdóttir er kom-
in heim eftir aó hafa lært bæói
jóga og leiklist í Ameríku. Nú
þreytir hún frumraun sína á
sviói Leikfélags Akureyrar.
Fyrir fjórum árum seldi
Ingibjörg Stefánsdóttir
allt sitt hafurtask og hélt
til Bandaríkjanna til þess
að læra leiklist. Nú er
stelpan komin aftur á
klakann, sprenglærð og
komin upp á svið hjá
Leikfélagi Akureyrar.
Fókusi lék forvitni á að
vita hvað lífið hefði gert
henni og fann út að það
var meira en bara að
kenna henni að leika.
Sólargeislinn Ingibjörg Stefáns-
dóttir er ekki lengur sama fáfróða
sveitastelpan og í Veggfóðri. Eftir að
hafa eytt síðustu fjórum árum í leik-
listarskóla í Ameríku er hún nú kom-
in til baka á klakann heldur betur
reynslunni ríkari.
„Þetta er mjög þekktur leiklistar-
skóli í New York sem ég var i og það
hafa tveir aðrir íslendingar stundað
nám í þessum sama skóla,“ segir Ingi-
björg sem getur stolt veifað prófskír-
teininu. Hún segist hafa kunnað vel
við sig i New York og eignast þar vini
fyrir lifstíð.
„New York er alveg frábær borg.
Þar er mikið líf og skemmtileg menn-
ing. Eina neikvæða við borgina er
verðlagið. Það er svo mikið af freist-
ingum og mikið sem er hægt að gera
þar þannig að stundum fannst mér
erfitt að vera þar og eiga engan pen-
ing,“ segir Ingibjörg sem kom algjör-
lega auralaus til landsins.
Jóganám í L.A.
En Ingibjörg var ekki bara að læra
að leika í Ameríku. Eftir að leiklistar-
náminu í New York lauk lá leiðin til
Los Angeles þar sem hún fór í jóga-
kennaranám.
„Ég kynntist jóga í leiklistarskólan-
um og féll gjörsamlega fyrir því. Fólk
verður bara að prófa þetta, þetta er al-
veg ofboðslega gott. Mér liður miklu
betur bæði andlega og líkamlega eftir
að ég byrjaði í jóganu," segir Ingibjörg
og dæsir. Planið var einnig að freista
gæfunnar í Los Angeles en þar sem
erfitt reyndist að fá atvinnuleyfi
hrökklaðist Ingibjörg til baka til ís-
lands.
„Ég segi ekki að manni hafi ekki
dottið ýmis ráð i hug til að verða sér
úti um þetta leyfi,“ segir Ingibjörg
hlæjandi og bendir á að ein leiöin til að
verða sér úti um atvinnuleyfi í Banda-
rikjunum sé að giftast innfæddum.
Einhleyp á Akureyri
Ingibjörg er þó hvorki komin með
Ameríkana né nokkurn íslending upp
á arminn.
„Það er svona þegar maður er á
mildu flakki, þá er erfitt að binda sig.
Ég hef bara ekki haft tima fyrir ást-
ina,“ segir hin 27 ára gamla Ingibjörg.
En af hverju ertu komin til Akureyrar?
„Ég var einungis búin að vera einn
dag á landinu þegar Valgeir Skag-
fjörð hringdi í mig bauð mér að leika
unglingsstúlku í leikritinu Klukku-
strengjum eftir Jökul Jakobsson.
Þessi stúlka sem ég leik er að upplifa
ástina í fyrsta sinn og er svolítið
„týnd“ í lífinu. Mér leist strax mjög
vel á handritið, leikstjórann og fólkið
sem ég átti að vinna með þannig að ég
gat ekk sagt annað en já við þessu til-
boði,“ segir Ingibjörg.
Voru það ekki mikil viðbrigöi að
komafrá Ameríku til Akureyrar?
„Jú, jú, en ég hef mjög gaman af
breytingum og því að takast á við nýja
hluti. Akureyri er líka alveg rosalega
fallegur bær og ég er mikill náttúru-
dýrkandi þannig að þetta á mjög vel
við mig,“ segir Ingibjörg alveg heilluð.
Nú ertu búin aó leika i þremur bíó-
myndum og taka þátt í Eurovision fyrir
íslands hönd. Ertu jafnstolt af öllu því
sem þú hefur tekiö þér fyrir hendur?
„Það er auðvitað ýmislegt sem ég
hefði viljað að hefði komið öðruvísi út
en það þýðir ekkert að vera að svekkja
sig á því. Gert er gert og öllu sem ég
hef tekið mér fyrir hendur hef ég lært
ofboðslega mikið af.“
Hvað tekur við þegar starfi þínu hjá
Leikfélagi Akureyrar lýkur?
„Ég er bara opin fyrir öllu, hvort
sem það er leiklist eða söngur. Mig
langar líka til þess að fara aftur utan
og læra meira jóga. Kannski reynir
maður jafnvel aftur við atvinnuleyfið í
Ameríku enda treysti ég mér alveg til
að leika á ensku þótt ég sé með smá-
hreirn," segir Ingibjörg.
Þess má að lokum geta fyrir aðdá-
endur Ingibjargar að það verður hægt
að berja hana augum á fjölum Leikfé-
lags Akureyrar í byrjun
október þegar sýningar
á Klukkustrengjum
hefjast.
-snæ
4
f Ó k U S 17. september 1999