Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 10
vikuna 16.9-23.9. 1999
NR. 341
Mariah Carey er rosalega sæt og sexí.
Sérstaklega þegar hún syngur
Heartbreaker sem er lag sem fær hvaða
rokkara sem er til að éta æluna úr sér.
Hún verður ábyggilega í fyrsta sæti í
næstu viku. Þjóðin er í þunglyndi þetta
skammdegið og verður í því fram að
jólum.
Vikur á lista
MAMBO NO. 5
.LOU BEGA
T
COFFEE& TV t III
BURNING DOWN .TOM JONES & CARDIGANS. lll
LAST KISS 4 mmn
HANGIN AROUND THE CARDIGANS #m
AROUND THE WORLD . . . .RED HOT CHILLI PEPPERS t ii
LATELY 4 m
UNPRETTY t mmm
BLUE (DA BA DEE) . . . EIFFEL 65 t iiii
KING OF MY CASTLE . WAMDUE PROJECT i mim
11 WHEN YOU SAY NOTHING RONAN KEATING | mmi
12 IF YOU HAD MY LOVE . t mmm
13 SO PURE t mn
14 EVERYTHING IS EVERYTHING LAURYN HILL # mim
15 BILLS, BILLS, BILLS . . . 4 mm
16 HEYÞÚ 4 m
17 THERE SHE GOES . . .SIXPENCE NONE THE RICHER t ii
18 2 TIMES 4 iiii
19 BAILAMOS 4 mn
20 HEY LEONARDO .BLASSED UNION OF SOULS t iii
4* JIVIN' ABOUT 4 rniii
4* IF I LET YOU GO t iii
4 HEARTBREAKER fei
GEIMSKIPIÐ SÓL 4 mi
4 TELL ME IT’S REAL . . . f iiii
4/ Ml CHICO LATINO t iiii
JIVIN’ ABOUT 4 mim
4 SAGA tn
4 RENDEZ-VU 4 mi
4 SOMEDAY WE’LL KNOW 4 iii
4 LARGER THAN LIFE . . t ii
4 SITTING DOWN HERE . . i
4 FELL GOOD I DJ JURGEN & ALICE DEEJAY t ii
MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON 4 mmm
SING IT BACK MOLOKO i im
4SMOOTH .SANATANA & ROB THOMAS t iii
4 (YOU DRIVE ME) CRAZY BRITNEY SPEARS
4' STEAL MY SUNSHINE . . 4 iii
4 SUMMER OF OUR LIVES f ii
4 HIGHER THAN HEAVEN i
íslenski listinn er samvinnuverkefni
Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400
manns á aldrinum 14 til 35 ára, af
öllu landinu. Einnig getur fólk
hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í
vali listans. íslenski listinn er
frumfluttur á Mono á fimmtudags-
kvöldum kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi í Fókus. Listinn er
jafnframt enduríluttur á Bylgjunni á
hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn
er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV
sjónvarpsstöövarinnar. íslenski
listinn tekur þátt í vali „World
Chart" sem framleiddur er af Radio
Express í Los Angeles. Einnig hefur
hann áhrif á Evrópulistann sem
birtur er í tónlistarblaöinu Music &
Media sem er rekið af bandaríska
tónlistarblaöinu Billboard.
Hækkar sig frá Lækkar sig frá Stendur
síöustu viku í staö
Nýttá
listanum . síöustu viku
Taktu þátt í vali
listans í síma
550 0044
v
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV • Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimildaröllun og yflrumsjón með framleiðslu: ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiösla: Þorsteinn Ásgeírsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll ólafsson - Kynnir í útvarpi: ívar Guðmundsson
Hljómsveitin Tindersticks var að senda frá sér stúdíóplötu númer
fjögur, Simple Pleasures. Enn á ný fær sveitin brjálæðislega góða
dóma, enda spilar hún djúpvitra gáfumannatónlist sem höfðar til
gagnrýnenda. Fyrri plötur Jjfff ŒIki hafa allar endað á árslistum
blaðamanna og það má fastlega búast við því að sú nýja geri það iíka.
*.
Sfci'i'S, j. í- -
.
Það er útbreiddur misskilning-
ur að Tindersticks sé áströlsk
hljómsveit. Tónlist hennar er
reyndar mjög lík þeirri sem Ástr-
alinn Nick Cave hefur flutt með
hljómsveit sinni en Tindersticks
kemur frá Nottingham á
Englandi. Auk þess að minna á
rifna jakkafatapoppið hans Nicks
minnir tónlist Tindersticks á
menn eins og Jacques Brel, Leo-
nard Cohen og Scott Walker: yf-
irvegað gæðapopp með ljóðræn-
um textum um ástir og örlög og
Tindersticks er kannski, ásamt
hljómsveitinni Divine Comedy,
eina hljómsveitin í dag sem gerir
út á rómantík, dramatík og dep-
urð. Ekki tónlist - sem sagt - fyr-
ir stuðdýr eða harðjaxla, heldur
fyrir ljóðrænu lopakerlinguna í
sérhverri sál.
Ekkert er einfalt
eða auðvelt
Tindersticks telur sex manns
en aðalgúrúinn er söngvarinn,
Stuart Stables. Áður en Tinder-
sticks varð til árið 1992 hafði
hann spilað með nokkrum af með-
limum bandsins í indí-hljómsveit-
inni Asphalt Ribbons en litlum
sögum fer af afrekum þess bands.
Með annarri smáskífu sinni,
„Marbles", náði Tindersticks at-
hygli popppressunnar. Þá, líkt og
nú, þótti auðveldasta leiðin á topp
poppsins sú að vera með læti.
plötudómur
Hæverskan og lítillætið í meðlim-
um Tindersticks þótti þó ferskur
leikur og það má líkja sveitarmeð-
limum við Skotana í Belle &
Sebastian að því leyti að þeir
nenna einfaldlega ekki að eltast
við skottið á gjammandi popp-
hundinum.
„Maður sér fullt af hljómsveit-
um rísa og hníga: einn daginn eru
þær hetjur og þann næsta út-
brunnin skör. Við ákváðum
snemma að ráða öllu sjálfir og
höfum aldrei farið eftir fólki sem
segir: Allir aðrir gera þetta svona
og þess vegna ættuð þið að gera
það líka.“
Hér talar söngvarinn. Hann er
að því er virðist nokkuð sæll fjöl-
skyldumaður þó samkvæmt text-
unum mætti halda að hann væri
lífskvalinn ástarþræll.
„Lífíð er ekkert einfalt eða auð-
velt þó maður eigi fjölskyldu,"
segir hann og bætir við drama-
tískt: „Ekkert er einfalt eða auð-
velt.“
Sú náttúrlegasta
Lag sem hljómsveitin tók upp
með leikkonunni Isabellu Rossell-
ini varð nokkuð vinsælt hér á
landi og eflaust mun Simple Plea-
sures kveikja í mörgum. Platan er
styttri og hnitmiðaðri en fyrri
plötur, gerir meira út á soul-áhrif-
in og er hlustendavænni. Síðasta
plata, „Curtains", reyndi mjög á
þolrif meðlima og um tíma leit út
fyrir að Tindersticks-sagan væri
öfl. Stuart telur þó krísuna hafa
bjargað bandinu: „Hljómsveitin
komst á þann punkt að það var
annað hvort að hætta eða koma
sterkari og þróaðri upp.“
Hvernig þróaðist nýi Tinder-
sticks-hljómurinn?
„Við höfum alltaf verið að þró-
ast í þessa átt en á Curtains lent-
um við i hálfgerðri blindgötu og
fundum enga leið út. Við vorum
þjakaðir af því sem við töldum
vera stöðnun en gátum sem betur
fer talað okkur út úr vandamál-
inu í staðinn fyrir að gefast upp.
Fyrir vikið er nýja platan algjör-
lega sú náttúrulegasta sem við
höfum gert. Við fundum nægt
sjálfstraust til að vera við sjálfir."
Hva, voruói þá aö þykjast á hin-
um plötunum?
„Nei, ég segi það kannski ekki,
en við höfðum málað okkur út í
hom og vorum týndir í ákveðnum
stíl. Öll lögin á nýju plötunni eru
byggð á sterkum tilfinningum. Á
síðustu árum höfum við gengið i
gegnum margt, bæði sem hljóm-
sveit og í einkalifinu. Ég held að
það sé greinilegt þegar hlustað er
á plötuna. Það er bæði fæðing og
dauði í þessari plötu, og fullt af
því sem er á milli."
-glh
r §
Áki & Starkaður ★ ★★
Unffskðid í stn§i
Þessi plata, sem er unnin af tví-
menningunum Áka og Starkaði
frá Keflavík, er dæmi um hvað
getur gerst þegar ungir menn með
ímyndunrafl komast í hljóðver. Á
henni blanda þeir saman ólikum
poppafbrigðum og fá til liðs við
sig ólíka söngvara og músíkanta.
Útkoman er misjöfn að gerð og
kannski gæðum, en flestir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi. Hljóð-
færaleikarar á plötunni eru fjöl-
margir (auk hefðbundinna popp-
hljóðfæra er notast við tölvur,
lúðrasveit og strengjakombó svo
eitthvað sé nefnt) en söngvarar
eru helstir þau Heiða úr Unun,
Sigurður Ó. Pálmarsson úr Texas *
Jesús, Stefán Karl Stefánsson
leikari og trúbadorinn Magnús
Sigurðsson.
Tónlistin er mjög fjölbreytt og
þegar best tekst til er þetta bara
skrambi skemmtilegt efni. Opn-
unarlagið „Bros yfir bugaðar var-
ir“ er t.d. fínt djasspopp í anda
Kombós EUenar. Heiða syngur
það og gerir vel. Hún nýtur sín
vel í svona tónlist. Lögin sem Sig-
urður syngur minna bæði svolítið
á Texas Jesús; „Algengir en sak-
lausir draumar gamalla manna“
(flott nafn á lagi!) er 80’s skrípólag
með helíum bakröddum og „1.
maí“ er lúðrasveitarþrumari.
Gott mál fyrir okkur sem söknum
Texas Jesús. „Komdu með Kristi
á kvumm og kvukk“ er grúví el-
ektró smellur og „Sál tér sortna"
(hitt lagið sem Heiða syngur) er
ljúft strengjapopp.
Önnur lög eru heldur síðri. „Al-
exander 2000“ er meinlaust
menntaskólapönk, „Nelja" hljóm-
ar eins og Stuðmenn með Egil í
karakter (slæmt!), Þyrnirós er
kannski ágætt á Bylgjuna, en ...
Textarnir eru líka margir
Tónlistin er mjög fjölbreytt
og þegar best tekst til
er þetta bara skrambi
skemmtilegt efni.
skemmtilegir. Þeir fjalla um
klassísk viðfangsefni eins og t.d.
að vera ungur og ástfanginn (Bros
yfir bugaðar varir) eða gamall og
graður (Algengir en saklausir
draumar gamalla manna) og eru
vel yfir meðallaginu í poppheim-
um. Er nýtt ungskáld í fæðingu?
Á heildina litið er hér ágæt af-
urð á ferðinni. Það hefur örugg-
lega verið gaman að gera þessa
plötu og stundum tekst strákun-
um að smita mann af andagift-
inni.
Trausti Júlíusson
10
f ÓkllS 17. september 1999