Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 12
Nágrannafyrirtæki Keisarans viija kaupa hann burt frá sér. Þau vilja að vísu ekki, enn sem komið er, kaupa rekst- urinn heldur bara húsnæðið. Eigandinn sæti þá enn uppi með staðinn og kúnnana myndi vanta húsnæði undir barinn sinn. Besti barinn í bænum gæti því ailt eins flutt á næstu misserum. Fókus hefur að sjáifsögðu miklar áhyggjur af þessu og hringdi því í nokkra vaiinkunna einstaklinga og spurði þá einnar mikilvægrar spurningar: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Eg var x leita „Ég hef örugglega verið einhvers staðar keyrandi um í slabbi að leita mér að íbúð. Ég man nú ekki eftir að fréttin af andláti Jóns Páls hafl haft einhver sérstök áhrif á mig en þó verð ég að segja að það kom mér þó á óvart að hann væri látinn. Allt frá þeim degi þegar ég lenti við hliöina á Jóni Páli í sturtu í sundi hafði ég ailtaf litið mjög upp til hans. Hann var svo stór og stæltur og ég man hve mér fannst ég vera lítill, væskilslegur og mjór við hlið hans. Hann var ímynd hreysti og heilbrigði í mínum huga,“ segir Guðmundur Andri. Aflrauna- og kraftlyftingamaðurinn Jón Páll Sig- marsson varð bráðkvaddur þann 16. janúar 1993 við æfingar í líkamsræktarstöð sinni, Gym '80 í Reykjavík. Hann var aðeins 33 ára gamall þegar hann lést. Dánarorsökin var kransæðastífla. Jón Páll var í hópi fremstu kraftlyftingamanna heims og vann til fleiri titla á aflraunamótum en nokkur annar einstakling- ur. Hann hóf að æfa lyftingar hjá KR 17 ára gamall og kraftlyftingar ári seinna. Jón Páll varð þrisvar íslandsmeistari í þyngsta flokki í vaxtarrækt og tvisvar allsherjar íslandsmeist- ari í vaxtarrækt. Hann hóf þátttöku í krafta- mótum erlendis árið 1983 og vann titilinn „Sterkasti maður heims" fjórum sinnum. Þá vann hann titilinn „Sterkasti maður allra tíma" og þrisvar titilinn „World Muscles Power Championship". Hann var kjörinn íþróttamað- ur ársins hjá KR og einnig hjá íþróttafrétta- mönnum 1981. Margeir Steinar Ingólfsson skífuþeytir: Laugavegur 26 „Þú ert að tala um hverfispöbbinn minn, áttaðu þig á því," segir Dj. Margeir og ekki laust við væntum- þykju í rödd kauða. „Ég vil allavega halda honum í hverf- inu." Og það er ástæðan fyrir því að Margeir fór um hverfiö og leitaði að hentugu húsnæði. Laugavegur 26 er laus og Margeiri finnst sniðugt að koma Keisaranum bara fyrir þar. „Þetta er tveggja hæða staður og það væri hægt að koma dansgólfi fýrir uppi svo ég geti Dj-að." En hefuröu fariö á Keisar- ann? „Já. Ég fór með strákana í Basement Jaxx þarna inn á sín- um tíma. Þeir voru að fíla stað- inn í botn. Þegar við komum inn voru einhverjar konur að kyrkja hver aöra og Grænlendingur dauður í sófanum, þaö var s.s. mjög sérstakt væþ þarna inni," segir Margeir sem hefur ekki farið á staðinn síöan. En af hverju viltu halda honum í hverfinu? „Þetta er bara ekta bar til að vera við lestarstöð og okkar lestarstöö er auðvitaö Hlemmur." Þorlákur Eiríksson starfsmaður í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar: Kaffivagninn „Þaö húsnæði sem ég held að sé best til þessarar starfsemi fallið er kaffihúsið Kaffivagninn við Reykjavíkurhöfn," segir Þ GHHSHPI @ -9 Ú Siguröur Pálsson Annar þeirra er náttúrulega teiknimyndafígúra og því getur verið erfitt fyrir of jarðbundið fólk að tengja þessi tvö sómaskáld saman í fljótu bragði. En það er nú bara þannig að ef dregið er úr ýkjunum í andlits- dráttum Óðríks þá er hann bara nákvæmlega eins og Sigurður Pálsson ljóðskáld. Ótrúlegt að ein helsta steríótýpa ljóðlistarinnar í teiknimynd- um, Óðríkur, skuli vera tvífari ljóðsins á íslandi. Því eins og Dagur Sig- urðarson heitinn svaraði þegar hann var spurður út í stöðu ljóðlistarinn- ar á íslandi: „Er ekki búið að skipa Sigurð Pálsson í hana?“ Þorlákur Eiríksson. Hann sér fyrir sér aö vel væri hægt að sameina núverandi starf- semi Kaffivagnsins og starfsemi Keisar- ans. „Kaffivagninn myndi náttúrlega bara halda áfram aö selja sitt kaffi á daginn en svo myndi Keisarinn taka völdin þar á kvöldin. Kosturinn viö aö flytja Keisarann á þennan staö er sá aö þarna niðri viö höfnina væri hann ekki að trufla neina atvinnustarfsemi og væri ekki heldur inni í íbúöarhverfi," segir Þorlákur. Hann bætir viö aö þar sem vínveitveitingastööum fylgi yfirleitt mikið pissirí og æla þá sé ekki síöur góöur kost- ur aö hafa stað sem Keisarann niöri viö höfn þar sem hægt sé aö pissa og æla beint í sjóinn, enda taki sjórinn endalaust viö. En hefur Þorlákur einhvern tíma komiö inn á Keisarann? „Nei, þaö hef ég nú ekki þó ég veröi aö játa að mig hafi oft langaö til þess, svona fyrir forvitni sakir. Ég hef reyndar einu sinni komið inn í það húsnæöi sem Keisarinn er I núna en þaö var fyrir langalöngu og í fylgd meö fullorönum þegar staöurinn „Uppi og niðri" var og hét. Ástæöan fyrir þvl aö ég hef aldrei fariö á Keisarann er sú aö ég hef hreint og beint aldrei þoraö aö fara þangaö inn vegna ýmissa draugasagna um ofbeldi og fleira. Ég myndi allavega aldrei hætta mér þangaö inn einn. Aftur á móti finnst mér að þaö ætti alls ekki aö leggja staðinn niöur því einhvers staöar veröa vondir aö vera og þaö þýöir ekki aö senda þetta fólk á vergang. Þaö verður að finna nýjan staö fyrir Keisarann svo ekki skapist hreint og beint neyöarástand fyrir fastagesti staöar- ins," segir Þorlákur meö mikilli alvöru. „Ég myndi bara vilja flytja innihald staðarins eins og það leggur sig á Vog og leggja staðinn hreinlega niður. Bara lok, lok og læs," segir Hulda Bjarnadóttir ákveöin. Hún segist ekki sjá að Reykjavík sé nokkur sómi í því að hafa skemmtistað þar sem kalla þarf til lögreglu oft á sólar- hring en bætir við að hún sé reyndar enginn sérfræöingur í málefnum staöarins en þetta sé þaö sem hún hafi heyrt. Yröi ekki alltof kostnaöar- samt aö senda alia á Vog? „Kostnaðurinn er ekki vanda- málið. Aö losna viö þetta vandamál sem liðiö á Keisar- anum er er bara vel þess viröi." En nú eru kannski ekki allir fastagestir Keisarans tilbúnir aö leggjast inn á Vog: „Nei, þaö má vei vera, og þá held ég að besta lausnin sé aö flytja þá á krána Feita dverginn í Grafarvogi. Hann er langt frá mannabyggð en í stuttu færi viö Vog og einnig „Ég hef aldrei komið inn á Keisarann enda held ég mig yfirleitt meira nálægt Lækjar- torgi þegar ég fer út að skemmta mér. Ég myndi þó alveg þora að fara þangað inn og þaö ein. Aftur á móti held ég bara aö ég hafi ekkert þangað að sækja," segir Hulda. er stutt I sjóinn fyrir þá sem kjósa þá leið. Þaö mætti einnig bjóöa upp á rútuferðir milli Vogs og Feita dvergsins fyrir þá sem ekki eru alfarið tilbúnir í afvötnun," segir Hulda sem er greinilega búin aö þauihugsa þetta mál. En hversu vel þekkir Hulda Keisarann og hans gesti? Hulda Bjarnadóttir dagskrárgerðarmaður á FM: Vogur Feiti dvergurinn I 12 f Ó k U S 17. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.