Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Side 14
3
llí fJ'/UJlrJ
íslenska kvikmyndin Ungfrúin góða
og húsið, sem er fyrst í röð nokkurra
íslenskra kvikmynda sem sýndar
verða á næstu mánuðum, verður
frumsýnd föstudaginn 24. september.
Efni myndarinnar er sótt í smiðju
Halldórs Laxness en dóttir skáldsins,
Guðný Halldórsdóttir, vann handritið
og er jafnframt leikstjóri.
Ungfrúin góða og húsið segir frá
tveimur systrum um síðustu aldamót
sem eiga fátt sameiginlegt annað en að
vera af finasta fólki héraðsins. Sú
yngri var send til Kaupmannahafnar
að nema handverk en kemur til baka
ólétt sem verður til þess að hjólin fara
að snúast henni í óhag. Eldri systirinn
tekur af henni ráðin undir því yfir-
skini að bjarga heiðri hússins og fjöl-
skyldunnar. Úr verður mikil átaka-
saga milli systranna.
Upptökur hófust síðastliðið haust í
Flatey á Breiðafirði þar sem gerð var
útileikmynd af þorpinu Eyvík. Að því
loknu var haldið til Svíþjóðar þar sem
upptökur fóru fram í kvikmyndaveri í
Trollháttan og loks var tekið upp í
Helsingor og Kaupmannahöfn sem
ásamt Eyvík eru aðalsögusvið mynd-
arinnar.
í helstu hlutverkum eru Tinna
Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Gísla-
dóttir, Rúrik Haraldsson, Egill Ólafs-
son, Helgi Björnsson og Helga Braga
Jónsdóttir. Einnig leika skandinavísk-
ir leikarar í í myndinni, Ghita Norby,
Reine Brynolfsson, Agneta Ekmanner
og Björn Floberg, allt eru þetta stór
nöfn á Norðurlöndum.
Sagan um Ungfrúna hefur verið
þýdd á öll helstu tungumál og gefin út
víðs vegar um heim. Sagan var skrif-
uð 1933 og kom fyrst út í smásagna-
safninu Fótatak manna og síðan end-
urútgefin í Þáttum. Síðastliðið sumar
var Ungfrúin gefin út ein og sér í
kilju. -HK
h aÝ
Penthouse Pet of the Year
verður á landinu um helgina
ásamt drykkjuhópi á vegum
vodkaframleiðanda. Ætlar að
fara upp á jökul til að láta taka
myndir af sér og svo á að skella
sér á Astró annað kvöld. Strák-
ar: Á Astró, annað kvöld!
Ný Kringla er að spretta upp
í góðærinu líkt og fyrri Kringl-
an sem spratt upp í síðasta góð-
æri. Þessi er
að vísu við-
bygging við
f y r r i
Kringlu og
mun valda
því að ekk-
ert toppar
Kringluna.
Nema þá
helst hann
Einar Bárðarson, fram-
kvæmdastjóri Hard Rock Café.
Kauði er alveg að verða geð-
veikur í nýja starfinu og er nú
að láta gera risastóra afsteypu
af Fender Stratocaster raf-
magnsgítarnum. Afsteypan
verður ljósaskilti, vegur 2
tonn, 10 metrar á hæð og 4,8
metrar á breidd. Kauði mun
kveikja á gitamum á sama tíma
og nýja álman í Kringlunni
verður opnuð, 14. október.
íslenska MTv, Popptíví, fer í
loftið annað kvöld eins og við
frá síðustu viku. í
fyrstu verður
ekki sent út læf
því aðstand-
endur stöðvar-
innar vilja ekki
klúðra neinu.
Fókus fór samt
á stjá og reyndi
að finna út
hvort einhverjar stjömur væm
viðriðnar stöðina. Ekkert
fékkst upp úr
neinum en
samkvæmt
mjög óáreiðan-
legum heimild-
um eru þeir
Skjöldur
herrafatakaup-
maður og Svali
á FM orðaðir við stöðina. Þetta
fékkst ekki staðfest og forvitnir
lesendur verða bara að stilla á
Áttuna annað kvöld. Þá sjálði
líka að þessi leiðindaauglýsing
sem tók hálfan skjáinn hverfur.
Hjúkk!
Hið mikla kvikmyndahaust
er nú dautt og tröllum gefið.
Það er Ung-
frúin góða
og húsið
hans Lax-
ness eftir
viku en ann-
að er bara i
tómu tjóni.
Það er búið
að fresta öllu
fram undir jól og eiginlega óvíst
hvenær nokkuð gerist en í upp-
hafi var rætt um sjö til átta
myndir í haust. Ástæða tafanna
er rakin til Hrafns nokkurs
Gunnlaugssonar. Hann er bú-
inn að vera í henglum með
Myrkrahöfðingjann greyið.
Óheppnin virðist elta hann á
röndum og í erfileikum gengur
að klára hljóðið í myndinni. En
allir sannir íslendingar búast
við einhverju hljóðveseni þegar
þeir mæta á íslenska mynd. Eða
hvað?
14
f Ó k U S 17. september 1999