Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Blaðsíða 16
æ v i m í n
ÖDD -
irn* i b 1 1 U m
Magnús
Geir
Þórðarson
1995: „Minn fyrsti bíll var
Honda Civic ‘89-módel. Hann var
lítill og nettur og entist alveg rosa-
lega vel. Það voru mjög góð kaup í
þessum bíl.“
1996: „Ári
seinna keypti
ég mér nýleg-
an Toyota
Corolla. Ég
hef ekki
hundsvit á bíl-
um en ástæðan
fyrir því að ég
keypti mér þennan
bíl var sú að hann var með geisla-
spilara. Það nægði mér alveg og
var eiginlega það besta við þann
bíl.“
1997: „Þetta ár keypti ég mér
íbúð og þurfti þá að fá mér ódýrari
bíl. Fyrir valinu varð eldri Toyota
Corolla. Þetta var algjör drusla og
í honum bilaði allt sem bilað gat.
Útvarpið var meira að segja ekki í
standi! Helvítis bílasalinn prang-
aði honum inn á mig.“
1997: „Ég var þvi ekki lengi að
losa mig við þetta hræ og keypti
mér Opel Corsa. Þetta er ekki töff
bíll, hann er svona ömmulegur.
Þessi bíll var eiginlega með sjálf-
stæðan vilja og bar mig ofurliði að
lokum!“
1999: „Það var keyrt á Opelinn
að næturlagi og stungið af. Ég
nennti ekki að gera við hann
þannig að ég trítlaði á bílasölu og
varð ástfanginn af Mitsubishi
Lancer. Ástæðan fyrir því að mér
leist svona vel á Lancerinn er
fyrst og fremst sú að í honum er
geislaspilari og kókstandur til að
geyma gos þegar maður er að
keyra."
r\ æ v i m í n
i b i 1 u m
Andrea
Róberts-
dóttir
lyrirsæta og nemi
1995: „Eftir að hafa níðst á bíl-
um mömmu og jeppunum hans
pabba keypti ég Daihatsu Char-
ade, einmitt af
mömmu. Ég
keyrði hann
nokkur hundr-
uð þúsund kíló-
metra og undir
lokin var bara
happa og
glappa hvort
hann fór í gang.
Hann endaði í
Vöku, þessi elska -
bíll með sál. Seinna eignaðist ég
ofdekraðan Benz, Volkswagen
Carmanghia ‘65 og Golf, allt bilar
sem ég átti í stuttan tíma.“
1999: „í dag á ég Land Rover
‘98-módel, á 35 tomma dekkjum og
læti. Þessi bíll er löðrandi ljóna-
steik í krókódílasósu. Stundum
keyri ég „óvart“ yfir hóla og læki!
Pínulítil torfæra blundar í mér,
það er að segja þegar ég er undir
stýri og fæ að ráða ... öllu.“
Sportbílar hafa aldrei notið mikillar
hylli hér á landi. Það er snjórinn,
vegirnir og allar hraðahindranirnar
sem gera jeppann að fýsilegri
töffarabíl. En nú í miðju góðæri og
verðandi óðaverðbólgu spretta
alvöru kaggar upp eins og gorkúlur.
Fókus fór á stjá og fann nokkra,
unga sem aldna, pilta sem allir eiga
það sameiginlegt að eiga bíla sem
flestir eru dýrari en þriggja
herbergja íbúð í vesturbænum.
Corvette
Þú ekur um á sportbíl, er þaó
ekki Jón?
„Jú, ég ek um á bíl sem Bílahöll-
in á. Þetta er ‘92-módelið af Cor-
vette með special Corvette 350 vél.
Bíllinn er einhver 300 hestöfl og
allur leðraður að innan. Þetta er
bara venjuleg Corvette.“
Þegar þú velur þér sportbíl,
hverju ertu þá aö leita eftir?
„Ég er nú í sjálfu sér ekki neinn
svaka sportbílamaður en jú, ég hef
nú gaman af þessu. En ef maður er
á sportbíl þá vill maður vitanlega
hafa hann mjög sportlegan í útliti.
Ég leita fyrst og fremst eftir útlit-
inu.“
Þú ert nú þekktasti rallkappi
landsins, skiptir hraöinn engu
máli?
„Við skulum ekki tala um hraða,
það er alveg bannað. Við tölum um
orku! Sportbíll þarf vissulega að
hafa orku en fyrst og fremst þarf
hann að vera flottur, en öflug vél
skemmir ekki fyrir.“
Fœrðu kannski útrás fyrir ork-
una í rallinu?
„Já, ég fæ það og kannski þess
vegna er ég frekar að leita eftir fal-
legu útliti."
Heldurðu aö þú munir alltaf
keyra um á sportbíl?
„Nei, það hugsa ég ekki. Ég fæ
alla útrásina í keppnum og því
hugsa ég að ég muni ekki alltaf
eiga sportbíl. Það er ekkert atriði
fyrir mig. Ég hef samt gaman af
þessu en þarf ekkert að eiga sport-
bil dags daglega," segir þessi mesti
rallsniUingur þjóðarinnar að lok-
um.
Hákon Orri Ásgeirsson, 24 ára
Mitsubishi Eclipse GSX
Mikiö er hann fallegur bíllinn
þinn.
„Já, takk fyrir það. Þetta er ‘95-
módel af Eclipse GSX með 2,0 lítra
vél og hann er einhver 300 hestöfl. Ég
er búinn að gera allan andskotann
fyrir hann, alls konar dútl.“
Ertu ekki ánœgöur meö hann?
„Jú, ég er það. Hann hefur öll þau
þægindi sem ég er að leita eftir. Hann
er með þægileg sæti og innréttingu
og hann er mjög kraftmikill. Það eina
sem vantar er farangursgeymslan en
maður verður nú að fórna ein-
hverju,“ svarar Hákon glaðhlakka-
lega.
Segðu mér, Hákon, er ekki bara vit-
leysa aö eiga svona bíl á þessu landi?
„Nei, nei. Á íslandi er mikið af
hraðahindrunum og þær eru mjög
leiðinlegar en snjórinn finnst mér
mjög skemmtilegur. Ég er með drif á
öllum hjólum og dríf mest af þeim
sem ég þekki. Það er ekkert sem
stoppar mig, nema kannski skaflar.
Snjórinn er ekkert vandamál.
Þannig að ég myndi nú ekki segja að
það væri vitleysa að eiga svona bíl
og svo virkar hann ágætlega á stelp-
urnar.“
Helduröu aö þú munir einhvern
tímann fá þér venjulegan fólksbíl?
„Já, það held ég en það er mjög
langt þangað til. Ég vona nú að ég
vaxi einhvern tímann upp úr
þessu. En núna er ég með bíladellu
og hana mun ég eflaust alltaf hafa
en hún á kannski eftir að taka á
sig aðra mynd,“ svarar Hákon að
lokum.
Grétar J. Jónstei
28 ára Pot
Jœja Grétar, þú átt svaka Porsch
Porsche er þaö ekki? bara gi
„Jú, ég á Porsche 911, ‘74-mód- Á ís
el en hann er allur uppgerður. mikiö
Hann er með 2,7 lítra vél og er þessir
150 hestöfl. Ég setti á hann sportbi
túrbó-lúkk og smíðaði á hann „Þaí
sílsana og einnig stuðarana úr Minn
leir og hannaði þetta allt sjálfur. við gö
Það eru bara til tveir bílar í hraðal
heiminum með þetta lúkk. Þessi erfiðar
bíll gefur nýju sportbílunum aðeins
ekkert eftir,“ svarar Grétar og bílnun
glottir enda greinilega stoltur af hann i
bflnum sem hann hefur eytt inn.“
fleiri hundruð vinnustundum í Held
að gera upp. um á
En Grétar, segöu mér, er eitt- gamall
hvaö vit í því aö eiga sportbíl á „Ég
íslandi? eiga Pc
„Það er ekki spuming. Ég hef alltaf <
alltaf átt sportbíl og bara verð kosti e
að eiga sportbíl annars verð ég litrófið
bara dapur. Þetta er bara orðin svipnu
rútína. í rauninni eru bara tvær að han
gerðir af sportbílum á íslandi,
16
f Ó k U S 17. september 1999