Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 17
» í. . Fölk ef eínhvern veginn með ranghugmyndir um .^^arjí^ój)rrriaður er stimplaður doiisali og alls kon- ar sögur eru í gangi." segir Jón Halldór Pétursson. Insson •sche 911 e og Ferrari. Annað eru srvisportbílar!" landi er mikiö af snjó og af hraöahindrunum, eru þœttir ekki versti óvinur laeigandans? i má kannski segja það. bíll er til dæmis límdur turnar eins og tyggjó og lindranirnar geta verið og hann rekst stundum upp í. Hins vegar legg ég i á vetuma og því fær ekki að glíma við snjó- ur þú aö þú munir keyra Porsche þegar þú veröur ' karl meö hatt? á alveg örugglega eftir að irsche á gamalsaldri. Ég á íftir að eiga að minnsta inn Porsche, kannski allt svarar Grétar og af m af dæma er greinilegt n hlakkar til efri áranna. Þröstur Karelsson, 27 ára Fiat Barchetta Er til Fiat sem er sportbíll? „Já, ég á Fiat Barchetta, ‘96-mód- el. Hann er framhjóladrifinn með 1800 vél og er 130 hestöfl. Hann er alveg gríðarlega sprækur miðað við ekki stærri bíll enda er hann léttur, bara eitt tonn. Það er svona Porsche-filingur i honum. Þetta er eini bíllinn á landinu og það er mjög erfitt að fá svona bíl enda er hann eiginlega barn síns tíma.“ Af hverju átt þú sportbíl, Þröstur? „Það er bara ógeðslega kúl að eiga flottan, tveggja sæta blæjubíl. Það er mjög kúl og bara ógeðslega gaman,“ svarar Þröstur og setur upp gæjasvipinn. Ertu ekki bara aö biöja um ein- hverja athygli? „Það vekur náttúrulega athygli að eiga svona bíl, það er ekki spuming. Samt er ég nú ekki að leita að því, ég vil fyrst og fremst eiga góðan bíl og ég mun örugglega alltaf eiga einhvem sportlegan bíl. Það mun alltaf verða einn flottur kaggi á heimilinu." Hver myndir þú segja að vœri helsti ókosturinn viö að eiga sportbíl? „Helsti ókosturinn við að eiga sportbíl er að ég get bara tekið einn með á rúntinn. Það er bara besti vinurinn eða konan sem fær að koma með en það er í sjálfu sér alveg nóg,“ svarar Þröstur og bíð- ur Fókus á rúntinn. Jón Halldór Pétursson, 24 ára Corvette Coupé inn þinn lum í viku Haraldur Jóhann Þóroarson 21 árs BMW 850 Þú ert á svaka bil, er þaö ekki Halli? „Jú, ég er á BMW 850, ‘92-módel. Hann er með 12 sílendra vél og er 322 hestöfl. Hann er á 17“ felgum, með svaka pústkerfi og svo er eitt- hvað af græjum í honum.“ Þetta er verölaunabíll, er þaö ekki rétt? „Jú, hann vann Hljómgæða- keppnina í Laugardalshöllinni og var valinn sportbíll sýningarinnar á Akureyri nú í sumar,“ svarar Halli og er greinilega stoltur af tryllitækinu. Hann má líka vera þaö. Þetta er greinilega alvöru bíll en ég verö samt aö spyrja þig, af hverju áttu ekki bara fjögurra dyra Volvo? „Ég er að leita að adrenalíni og það fæ ég ekki á venjulegum fólksbíl.“ Bíllinn þinn er engin sláttuvél... feröu einhvern tímann úr fyrsta gírnum? „Já, blessaður vertu. Ég skal lofa þér því að hestöflin hafa verið reynd til hins ýtrasta." Hefur þú nœlt þér í stelpu út á bílinn? „Já, það hefur komið fyrir. Ég reyni samt að nota eitthvað annað en við skulum bara segja að bíllinn skemmi ekki fyrir. Ég er samt ekki með stelpu núna og því á lausu.“ Til aö ná í dömu þarf bíllinn vœntanlega að vera í finu standi. Hvaö helduröu aö þú eyöir miklum tíma í aö dúlla viö hann? „Það er slatti skal ég segja þér. Ég bóna hann svona að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þegar maður gerir þetta svona oft þá er maður enga stund að þessu,“ segir Halli að lokum og kitlar í puttana enda stendur bónbrúsinn álengdar. Þú ekur ekki um á neinni druslu, Jón? „Nei, ég á ‘95-módelið af Corvette Coupé. Þessi bíll er með 350 LTl vél og einhver 330 hestöfl. Það eina sem ég er búinn að gera fyrir hann er að setja hann á 17“ krómaðar álfelgur." Hver er helsti kosturinn við þaö að eiga sportbíl? „Þetta er bara æðislega gaman. Það er gaman að eiga kraftmikinn, flottan bíl. Gaman að keyra svona bíla og ég hata eiginlega venjulega fólksbila,“ svarar Jón og hlær. Eiga sportbílaeigendur eitthvaö sameiginlegt? „Þetta eru allt töffarar. Strákur sem er ekki töffari og kaupir sér sportbíl verður töffari. Það er ekk- ert flóknara en það. Þeir sem eru á sportbíl eru stimplaðir töffarar." Myndir þú segja aö þaö vœri öf- und út í þennan hóp. Ert þú til dœmis öfundaóur? „Já, það er ekki spuming. Svo er þessi hópur ofsóttur, til dæmis af löggunni. Maður er stoppaður fyrir aö brjóta umferöareglurnar? „Ég veit það ekki. Kannski á þessi hópur bara auðveldara með að brjóta reglurnar af því að meiri kraftur er til staðar. Hámarkshrað- inn er nottla fáránlegur, til dæmis á þjóðveginum,“ segir Jón að lok- um og hristir hausinn. ekki neitt en látinn vera þegar maður er að keyra bílinn hennar mömmu. Löggan mætti slappa að- eins af. Fólk er einhvem veginn með ranghugmyndir um þennan hóp, maður er stimplaður dópsali og alls konar sögur em í gangi.“ En er þetta ekki hópurinn sem er r\ æ v i m í n QUD « i ' -I ■ ■ i b 11 u m Margrét Sigurðar- clóttir einkaþjálfari og vaxtarræktarkona 1996: „Þetta ár varð ég þrítug og ákvað að taka bílprófið. Síðan keypti ég mér Daihatsu Charade ‘91-módel. Að keyra hann var eins og að keyra traktor og ég kunni aldrei vel við hann.“ 1997: „Síðan fékk ég mér Nissan Sunny ‘91-módel. Hann var öllu skárri.“ 1998: „Núna á ég gamlan Mitsubitsi Lancer. Hann er mjög vel með far- inn og í rauninni algjör draumur í dós. Samt verð ég að viðurkenna að mig langar í mótorhjól og stefnan er að taka mótorhjólapróf einhverja næstu daga. Ég er meira fyrir hrað- ann og leðrið." r\ æ v i m i n ITt i b i 1 u m Ingólfs- dóttir uðlakona 1969: „Eftir að hafa lært á ljótasta bíl íslands keypti ég mér Fiat lús sem var þá mikið á götun- um. Þetta var alveg einstaklega góður bíll.“ 1973: „Þegar ég var eigin- lega búin að keyra lúsina út keypti ég mér Fiat 127, ‘73 módel.“ 1980: „Keypti mér minn þriðja Fiat og nú pólskan. Þetta var al- gjör dós á lausamöl og ég var alls ekki sátt við hann.“ 1989: „Þetta ár keypti ég mér minn uppáhaldsbil, hvítan Skoda. Þetta var æðislegur bíll með frá- bærum sætum. Ég sakna hans sár- lega. Tvímælalaust minn uppá- haldsbíll." 1992: „Keypti mér Fiat Pöndu. Ég fór einn góðan kollhnís á hon- um þegar ég var á leið til Hafnar í Homafirði til að halda málverka- sýningu." 1993: „Til að komast heim frá málverkasýningunni þurfti ég að fjárfesta í bíl. Fyrir valinu varð rauður Peugeot. Hann var hvorki heilsusamlegur fyrir mig né um- hverfið.“ 1994: „Ég keypti mér Ford Escort. Þessi bíll var leiðinlegur í stýri.“ 1996: „Þetta ár keypti ég Toyota Corolla og borgaði fyrir hann 280 þúsund krónur. Fyrir utan Skodann er þetta einhver besti bíll sem ég hef átt.“ 1998: „Keypti mér Ford Escort. Ástæðan var fyrst og fremst sú að hann var alveg eins á litinn og húsið mitt.“ 1999: „Nú ek ég um á öðrum Ford Escort en verð þó að viður- kenna að mig langar í Toyota Corolla." 17. september 1999 f Ókus 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.