Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 22
4
4
*
Costner nakinn
klipptur út
Fyrir nokkru spuröist að Kevin Costner
kæmi fram nakinn í nýjustu kvikmynd sinni
For Love of the Game og var ekki laust viö
að fiöringur færi um kvenkyns aðdáendur
hans. Nú er Ijóst að ekki verður af því þar
sem þúiö er að klippa út úr myndinni bað-
senu þar sem hann sést nakinn bæði að
framan og aftan (áður hefur nakinn bak-
hluti Costners sést í þremur kvikmyndum).
Það voru ráðamenn hjá Universal Picture
sem ákváðu þetta eftir að prufuáhorfendur
spuröu hvort þeir þyrftu endilega að sjá
typpiö á Costner. Ekki er Costner sammála
þessari skýringu og segir í viðtali að Univer-
sal skorti hugrekki til að láta hann sjást
nakinn og bendir á um leið að nokkur atriði
með Ijótu orðbragði hefðu einnig verið
klippt út til þess að myndin yrði ekki bönn-
uð innan þrettán ára. For the Love of the
Game er þriöja kvikmyndin þar sem
Costner leikur hafnaboltakappa.
Amerísk fegurð
Á kvikmyndahátíðinni í Boston og Toronto
hefur verið sýnd bandaríska kvikmyndin
American Beauty og hefur hún fengið mjög
góðar viðtökur. Meðal annars fengu Kevln
Spacey og Annette Bening verölaun sem
bestu leikarar í Boston og í Toronto er
myndin talin líkleg til verðlauna, en hátið-
inni lýkur 18. september. American Beauty
fjallar um miðaldra mann sem kominn er
með gráa fiöringinn og fær óviðráðanlegan
áhuga á vinkonu dóttur sinnar. Spacey þyk-
ir fara á kostum í hlutverki þess með gráa
fiðringinn. Annette Bening leikur stjórn-
sama eiginkonu hans. Thora Blrch leikur
dóttur hans. Leikstjóri er Sam Mendes.
American Beauty fer í almennar sýningar i
Bandaríkjunum um þessa helgi og er þeg-
ar farið að sþá henni óskarsverðlaunum.
Hryllingurínn
blífur
Nýja Bruce Wlllls-myndin The Slxth Sense
varð að gefa eftir efsta sætið á vinsælda-
listanum í Bandaríkjunum um síðustu
helgi. Sú kvikmynd sem vinsælust var um
helgina er Stlgmata, hryllingsmynd. I
þriöja sæti kom svo önnur ný kvikmynd,
Stlr of Echos, og þar með eru þrjár hryll-
ingsmyndir vinsælastar i Bandarikjunum
um þessar mundir. Stigmata er iyrsta kvik-
myndin í efsta sæti frá því fornfræga fyrir-
tæki Metro-Goldwyn-Mayer í þrjú ár eða allt
frá því The Blrdcage var frumsýnd. Aðal-
hlutverkiö i Stigmata leikur Patrlcla
Arquette, hárgreiðslukonu sem talin er
bera sár Jesú Krlsts. Kaþólskur prestur,
sem er sérfræðingur í kraftaverkum, er
sendur til að athuga hvað sé til i sögusögn-
um um stúlkuna. Auk Arquette leika í
myndinni Gabrlel Byrne og Jonathan
Pryce.
Sögukennari
tekinn í bakaríið
Teaching Mrs. Tingle hefur að
undanfornu verið á milli tannanna
á fólki í Bandaríkjunum og er
ástæðan sú að á síðustu stundu var
nafni myndarinnar breytt. Hún átti
að heita Killing Mrs. Tingle en
nafninu var breytt eftir fjöldamorð-
in í Littleton-menntaskólanum þar
sem tveir nemendur réðust gegn
öðrum nemendum og kennurum
með byssur að vopni. Framleiðend-
um Killing Mrs. Tingle þótti efni
hennar vera of nálægt nýliðnum at-
burði og reyndu að fá mýkri ímynd
með þvi að breyta nafninu. Ekki
dugði það því myndin hefur fengið
frekar dræma aðsókn, að minnsta
kosti miðað við það sem leikstjór-
inn og handritshöfimdur myndar-
innar, Kevin Williamson, á að venj-
ast.
í Teaching Mrs. Tingle segir frá
Leigh Ann Watson (Katie Holmes)
sem gengur yfirleitt allt í haginn.
Eitt vantar hana þó til að fá skóla-
styrk, það er A í sögu. Fljótt sér
hún að ljón er á veginum og það
ljón er sögukennarinn frú Tingle
(Helen Mirren) sem í tuttugu ár
hefur hrætt nemendur og stjómað
sögukennslunni í Grandsboro-
menntaskólanum af mikilli hörku.
Þegar hún ásakar Leigh og tvo
bestu vini hennar um að hafa
svindlað á prófinu ákveða þau að
taka til sinna ráða og sanna sak-
leysi sitt og það verður ekki
gert með neinum venjulegum
aðferðum.
Kevin Williamson hefur átt
mikilli velgengni að fagna á
undanförnum árum. Ævintýr-
ið hófst þegar hann skrifaði
handritið að Scream, sem nán-
ast innleiddi táningahryllings-
myndir að nýju. Hann skrifaði
einnig handritið að Scream 2
og I Know What You Did Last
Summer. Auk þess á hann
heiðurinn af því að hafa kom-
ið á koppinn vinsælustu sjón-
varpsseríunni vestanhafs,
Dawson’s Creek. Katie Holmes leikur Leigh Ann Watson sem
-HK nauðsynlega þarf að fá góða einkunn í sögu.
bíódómur
Sam-bíóin - Eyes Wide Shut ★ ★★
Angist draumsins
Eins og gjarnan er til-
fellið með myndir
Kubricks vekur þessi
með manni óræðar til-
fmningar. Hann gerir
myndir sínar af ná-
kvæmni og formfestu,
hver myndrammi skipt-
ir máli og hvert orð sem
látið er falla virðist
skipta máli. Oft er svo-
lítið erfitt að horfa á
slíkar myndir, maður
ókyrrist og langar að
brjótast út úr spenni-
treyjunni. Svo koma
kaflar sem fá mann til
að hætta að brjótast um
og fylgjast með dáleidd-
ur. Eyes Wide Shut er
þess háttar draumleik-
ur, dans á mörkum
ímyndunar og veru-
leika, ferðalag inn i und-
irheima vitundarinnar
þar sem engir vegvlsar
frnnast. Sagan gerist i
New York um jólaleytið.
Hjónin Cruise og Kid-
man eru læknishjón sem
boðið er til veglegrar
veislu þar sem tvö
súpermódel reyna að
draga Tom á tálar meðan Nicole
verst ásókn ungversks aristókrata.
Kvöldið eftir deila þau hjónin og
Nicole segir honum að stuttu áður
hafi hún verið reiðubúin að yfirgefa
hann fyrir ókunnan mann sem gerði
hana ósjálfbjarga með augnaráðinu
einu saman. Um nóttina er Tom boð-
aður að dánarbeði eins skjólstæð-
ings síns þar sem dóttir hins látna
lýsir yfir ást sinni á Tom. Honum
tekst að smeygja sér burt en heldur
út í nóttina þar sem tekur við
martraðarkenndur leiðangur inn í
skuggadali kynóranna. Eftir þetta
ræður læknirinn vart fór sinni, það
er líkt og dýr næturinnar finni lykt-
ina af ástandi hans og sogist því að
honum. Læknirinn getur lítið annað
gert en brugðist við hverju sinni en
því dýpra sem hann kafar því meira
verður um spumingar en færra um
svör.
Cruise virðist á köflum, líkt og
persónan sem hann leikur, á afar
þunnum ís. Hann á spretti innan um
en of oft er einfaldlega erfitt að trúa
á þennan brosbjarta leikara í jafn
skuggalegri veröld og hér er til sýn-
is. Hins vegar er Kidman afbragö,
hún virðist stöðugt búa yfir nýjum
hliðum til að sýna okkur, en hlut-
verk hennar er miklu minna.
Leiðarstef Kubricks, afmennskun
og sálarleysi, eru í forgrunni sög-
unnar. Læknirinn hefur hingað til
talið sig hafa fast land undir fótum:
góða fjölskyldu, gott starf og góð
efni. Yfirlýsing konu hans verður
hins vegar til að kippa undan hon-
um fótunum og steypa honum ofan i
hyldýpi ópersónulegra samskipta
við skuggaverur sem virðast þrifast
á holdlegum fýsnum án tilfinninga-
tengsla.
I lokin býður Kubrick okkur upp
á einhvers konar úrlausn en við
finnum að ekki eru öll kurl komin
til grafar. Þetta kristallast í síðustu
setningu verksins sem á yfirborðinu
virðist bjóða hjónakomunum upp á
leið út úr martrööinni en virðist
þegar betur er að gáð aðeins blekk-
ing. Um leið er Eyes Wide Shut ein
„mannlegasta" mynd hans, við flnn-
um fyrir samkennd hans með aðal-
persónunum en það aftrrar honum
ekki frá þvf að fylgja bölsýnni sann-
færingu sinni allt til enda.
Leikstjórn: Stanley Kubrick.
Handrit: Stanley Kubrick og
Frederic Raphael.
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Nicole
Kidman.
Ásgrímur Sverrisson
22
f Ó k U S 17. september 1999