Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Side 23
Pitt og Fincher
eina feröina enn
Brad Pítt og leikstjórinn David Rncher gerðu
saman hina stórkostlegu Seven og á næst-
unni verður frumsýnd Rght Club þar sem
Rncher leikstýrir Pitt og Edward Norton í
kvikmynd sem sögð er í anda Seven og nú
eru þeir félagar að undirbúa þriðju kvik-
mynd s!na saman, The Mexican, og mun
þar vera um gamanmynd að ræða. Hvenær
þeir taka til viö gerð myndarinnar er óráðið
og verður varla á næstunni því Pitt er aö
fara að leika í Dlamonds, sem breski leik-
stjórinn Guy Ritchle (Lock, Stock and Two
Smoking Barrels) leikstýrir og fljótlega síö-
an í Waklng up for Reno í leikstjórn Billy
Bob Thornton (Sling Blade). Gatið sem þeir
félagar þurfa getur samt orðið áður en
langt um liður því Pitt og kærasta hans,
Jennlfer Aniston, hafa hætt við að leika í
Reno eins og ætlunin var.
Douglas vill
leika á móti
Zeta-Jones
Michael Douglas hefur hætt við að leika í
sakamálamyndinni The Score svo hann
geti leikið á móti sinni heittelskuöu
Catherine Zeta-Jones, en ekkert er samt
ákveðið í þeim efnum. i Score átti Douglas
áð leika háþróaöan þjóf sem hrellir íbúa
San Francisco. Leikstjóri myndarinnar,
Frank Oz, segir aö nú sé unnið í því að finna
annan leikara, Douglas er þessa dagana að
leika í Wonder Boy sem Curtis Hanson (LA
Confidental) leikstýrir en Catherina Zeta-Jo-
nes er að leika í The Tenth Victim sem Lee
Tamahori (Once Were Warrior) leikstýrir og
hefur nýlokið við að leika í High Fidelity,
rómantískri gamanmynd sem Stephen
Freárs leikstýrir.
Limbo var frumsýnd
á vel heppnaðri
Kvikmyndahátíð í
Reykjavík og hefur
nú verið tekin til
almennra sýninga
í Stjörnubíói.
Z3Z - ../vT ^ -'v '
Joe (David Straitharn) og Donna (Mary Elizabeth Mastrantonio) finna hvort
annað í auðnum Alaska.
Tom Cruise:
Nýjasta kvikmynd John Sayles,
Limbo, var sýnd í örfá skipti á vel
heppnaðri Kvikmyndahátíð í Reykja-
vík. Nú verður bætt um betur því
myndin verður tekin til almennra
sýninga í Stjömubíói í dag. Óhætt er
að mæla meö myndinni sem er ein-
staklega áhugaverð og lifandi og er
ekki síðri en Lone Star, sem er sú
kvikmynd Sayles sem hvað mesta at-
hygli hefur fengið.
Limbo gerist í Alaska og segir frá
kynnum tveggja manneskja sem eiga
við ýmis vandamál að stríða. Joe
(David Straitharn) er sjómaður sem
hefur í langan tíma beðið þess að eitt-
hvað vaknaði með honum sem myndi
gera það að verkum að minning um
atburð, sem skeði fyrir tuttugu og
fimm árum, hætti að ásækja hann en
hann telur sig hafa átt sök á því að
tveir dóu í sjóslysi. Þegar hann hittir
Donnu (Mary Elizabeth Mastranton-
io) er eins og eitthvað bresti innra
með honum og hann fer að líta tilver-
una bjartari augum. Donna hefur
einnig sín vandamál að glíma við.
Hún þótti eitt sinn efnileg söngkona
en mislukkuð ástarsambönd og
mislukkaður ferill hefur gert það að
verkum að hún hefur litla trú á lífinu
auk þess sem hún á í erfiðleikum
með uppeldi dóttur sinnar. Það er að-
eins þegar hún er á sviðinu og syng-
ur að hún finnur frið.
-HK
spádómum
Ferill Tom Cruise sem kvik-
myndaleikari er einstakur og
markast af því í upphafi að vera
sagður ekki hafa það til að bera að
verða kvikmyndastjarna. Gegn öll-
um spádómum varð Cruise alltaf
frægari og frægari. Það er ljóst að
til að standast slikt ádag sem því
fylgir að fá ávallt neikvæða um-
fjöllum þarf sterkan persónuleika
og mikla leikhæfileika. Tom Cruise
hefur margoft sannað að hann hef-
ur það sem til þarf. Síðasta dæmið
er Eyes Wide Shut. Hann þurfti á
mikilli þolinmæði og styrk að
halda til að þola álagið sem því
fylgdi að leika hjá Stanley Kubrick.
Það tók nærri tvö ár að leika í
myndinni og afsalaði hann sér
hvað eftir annað gylliboðum upp á
milljónir dollara til að geta haldið
áfram að leika í Eyes Wide Shut.
Tom Cruise fæddist 3. júlí 1962. í
byrjun ferilsins var hann orðaður
við hinn svokallaða „Brat Pack“
hóp ungra leikara sem þóttu efni-
legir og héldu hóp-
inn. Staðreyndin var
að Cruise var aðeins
með á yfirborðinu og
tók litinn þátt í villtu líf-
erni kollega sinna, en í
þessum hópi voru mest
áberandi, auk Cruise, Judd
Nelson, Emilio Estevez,
Molly Ringwald, Andrew
McCarthy, Ally Sheedy, Rob
Lowe og Demi Moore. Það eru að-
eins Cruise og Demi Moore sem
hafa náð þeim stalli að geta kallast
kvikmyndastjömur.
Eftir að hafa leikið unglingahlut-
verk sýndi Tom Cruise að hann gat
haldið uppi kvikmynd í Top Gun
og Days of Thunder og átt í
fullu tré við Paul Newman í
The Color of Money,
Dustin Hoffman í
Rain Man og Jack
Nicholson í A
Few Good
Men. Tvisvar
bíódómur
Sam-bíóin - Inspector Gadget ★ i<
Næstum því vélmenni
Ferillinn:
Endless Love 1981,
Taps 1981, Losin’ It
1982, Risky Business
1983, All the Right
Moves 1983,
The Outsiders 1983,
Legend 1985, Top
Gun 1986, The Color
of Money 1988,
Cocktail 1988, Rain
Man 1988, Born on
the Fourth of Juiy
1989, Days of Thund-
er 1990, Far and
Away 1992, A Few
Good Men 1992, The
Firm 1993, Interview
with the Vampire
1994, Jerry Maguire
1996, Mission:
Impossible 1997,
Eyes Wide Shut 1999.
Útsala Útsala Úísala
Sumar teiknimyndaseríur eiga
aðeins að vera teiknimyndaseríur
og ekkert annað, þannig er það með
Inspector Gadget. Þessi bjargvætt-
ur er fígúra sem gengur upp í
teiknimynd en ekki í leikinni mynd
vegna þess að fáránleikinn í sam-
bandi við persónuna er kominn út
yfir öll mörk. Eins og John Brown
eða Gadget lögregluforingi kemur
fyrir í Inspector Gadget er hann of
mennskur til að geta verið vél-
menni og of tæknilegur til að geta
verið mennskur.
í upphafi kynnumst við hinum
mjúka öryggisverði John Brown
(Matthew Broderick), sem dreymir
um að verða hetja. Hann hefur
tvisvar sótt um starf í lögreglunni
en jafnoft fengið neitun. í tilrauna-
stöðinni þar sem hann vinnur er
Brenda (Joely Fisher) ásamt foður
sínum að vinna að lokafrágangi á
vísindalegri uppgötvun sem sam-
ræmir getu vélmennis og manns.
Óviljandi lendir Brown í miðju at-
burða þar sem glæponinn Sanford
Scolex (Rupert Everett) nær að
stela uppgötvun Brendu og í mátt-
vana tilraun sinni til að skerast í
málið er Brown nánast sprengdur í
loft upp. Á sjúkrahúsinu er honum
tjaslað saman og Brenda sér að
þama er komið hið fullkoma til-
raunadýr og eftir aðgerð þar sem
allt annað en skurðlæknaáhöld eru
notuð verður Inspector Gadget til.
Inspector Gadget er tækniundur
eins og við er að búast frá snill-
ingnum Stan Winston (Jurassic
Park, Aliens, Terminator II). En
eins og svo oft hefur sannast er lít-
ið varið í tæknibrellurnar ef ekkert
kjöt er á beinunum og fljótt verður
maður leiður á öllum brellunum
vegna þess að það er nánast ekki
boðið upp á neitt annað. Handritið
er uppfullt af klisjum og aulabrönd-
urum og greinilegt að dagskipunin
hefur verið að láta tæknimennina
um að skila árangri. Matthew
Broderick kemst slysalaust frá sínu
tvöfalda hlutverki. Það sama verð-
ur ekki sagt um Rupert Everett sem
hvorki er fyndin fígúra né sannfær-
andi stórglæpon. Nýliðinn í leik-
stjórastéttinni, David Kellogg, kem-
ur úr auglýsingabransanum og ef
hann getur ekki gert betur en þetta
ætti hann að hverfa á gamlar víg-
stöðvar hið fyrsta.
Leikstjóri: David Kellogg. Handrit:
Kerry Ehrin og Zak Penn. Kvik-
myndataka: Adam Greenberg.
Tónlist: John Debney. Aðalleikar-
ar: Matthew Broderick, Rupert
Everett og Joely Fisher.
Hilmar Karlsson
Allt aá 4*0 /o
aFsláttur aF
kassagíturum
SöngkerFi frá 49.000
Trommusett Frá 45.000/
Rafgítarar frá 9.000
Rafbassar frá 15.000
Pokar frá 990
TXh'irtrk Lau9ave9‘ ^ ~ sími ^2 212^
ui Ldnnn gsm 895 9370
17. september 1999 f ÓktlS
23