Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Síða 24
♦ # Heiladingull = 50 Því miöur er dingullinn þinn ekki meira viröi en kókómjólk- urferna. Þetta er mjög sorglegt þar sem heiladingullinn er mjög mikilvægt líffæri. Meöal annars sér hann um vöxtinn. Það er hann sem ákvarðar hvort þú veröur dverg- ur, risi eða einhvers staðar þar á milli. Þess vegna er hann nú seldur. I breskum líkhúsum var hægt aö fá hann fyrir fimmtíukall, löglega, og var hann nýttur sem eins konar uppspretta hormóna fyrir fólk sem vildi hafa áhrif á vöxt sinn. Þessi markaður er að visu hruninn núna I Bretlandi út af kúariðunni. Viö Islendingar ættum því að eiga góðan möguleika á því að taka yfir þennan markað. Hárið = 5.000 I Brasilíu stunda krimmarnir það að ráðast á stúlkur úti á götu og klippa af þeim taglið. Þeir selja þetta svo út í heim og sem dæmi má geta þess að gott tagl fer á fimm þúsund kall hér á landi. Það er notað í hára- lengingar en stærsti kúnnahópur þeirra fagmanna sem framlengja hárið eru vist innfluttu strippararnir. Hjartað = 180.000 Það vekur eflaust athygli að hjartað er soldið vanmetið. Það kostar ekki nema hundrað og áttatíu þúsund kall að fá gott hjarta úr einhverjum bláfátækum Hondúra. En rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þessi upphæð erfreistandi fyrirglæpamenn- ina í Hondúras. Talið er að þeir hafi slátrað allt upp undir eitt þúsund börnum til að rífa úr þeim hjörtun. Samt sem áður er það kúltúrsjokk fyrir saklausa íslendinga að hjarta sé bara á svipuðu verði og skikkanleg ferðatölva á tilboði. Lifur = 1.800.000 Það er mjög auðvelt að verða sér úti um lifur. Þeir alk- ar sem nenna ekki að hætta að drekka og eru kannski með ónýta lifur ættu að íhuga að fjárfesta f kínverskri alþýðulifur. Hún er að visu rosalega vinsæl vara en það er samt tiltölulega auðvelt að kaupa hana ef þú átt skitnar átján hundruð þúsund krónur. Nýra = 300.000 í mars síðastliðnum komst upp um mann sem hafði keypt sér nýra á svörtu og borgað þrjú hundruð þúsund kall fyrir - en það sem vekur mesta athygli er að læknirinn sem sá um málið fékk tvær og hálfa millu fyrir ómakið. Svo gerð- ist það í Bretlandi fyrir nokkrum árum að upp komst um glæpamenn sem buðu Tyrkjum tvö hundruð og fimmtíu þúsund kail fyrir nýrað. Og síðan var það Flórída-búinn John Curtis sem auglýsti annað nýrað falt f dagblaði. Það sem hann vildi fá fyrir það var 45 feta snekkja. En greyið karlinn neyddist til að draga auglýsinguna til baka þvf það er kolólöglegt að selja nýrað úr sér. Það getur verið að þú sért uppfullur af hlandi og drullu en þau líffæri sem hindra að þú subbir allt út eru mjög mikils virði. Það er hægt að græða vel á því að selja líkama sinn. Einkavæddu þig og láttu framboð og eftirspurn ráða því hvort þú gengur heill tíl skógar. Láttu gera tilboð í þig og: Auga = ———- 54Ö.000 í Brasilíu er mjög algengt að glæpaklfkurnar ráöist á fórnarlamb sitt, bara úti á götu, og rífi úr þvf augað með teskeið. Þetta gerir það að verk- um að auga sem nota á í varahluti er mjög auðvelt að nálgast. Þess vegna er það ekkert svo dýrt, og þó, við erum að tala um sæmilegasta bílverð fyrir bara annað augað. Seldu kroppinn Lungun = 1.500.000 ............................—.... í febrúar f fyrra komust önderkover-löggur (gerðar út af Vestur- löndum) að því að kfnversk stjórnvöid stunduðu það að selja lungun úr föngum sem biðu eftir aftöku. Eitt aðalsönnunargagn- ið sem löggurnar fundu voru skjöl sem í stóð m.a. að lungu úr reykingalausum krimma seldust á eina og hálfa milljón. Briskirtill = 600.000 --------------------------------------------- Viö erum þá enn og aftur að tala um kfnverska alþýðubriskirtla. Önnur bris eru ekkl f boði f dag og þvf er það vel athugandl að Island gerist út- flytjandi á arískum hriskirtlum. Það er án efa eftirspurn eftir slíku ef marka má verðið. Sex hundruð þúsund kall stykkið. bíllinn...ferðalagiö...fjallahjóliö...hljómtækin...töluan...og allt hitt...tryggðu þitt hjá TM 24 f Ó k U S 17. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.