Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1999, Qupperneq 28
Lifid cftir vinnu
•Ka barett
Fimm sætlr strákar stíga á sviöiö á Broadway
! kvöld og flytja fullt af Bee Gees-lögum í sam-
nefndri sýningu. Þeir taka öll þekktustu lög
þeirra Glbb-bræöra og meira til. Þegar allir eru
síðan orönir heitir í skónum eftir að hafa horft
> á þá snúa sér uppi á sviði stíga Trúbrot og
Shady Owens á stokk. Það þarf ekki aö lýsa
þeirri skemmtun. Ekki má heldur gleyma
Pónik og Einari en þeir leika líka fyrir dansi í
aðalsal. Þaö er til mikils að vinna meö mæt-
ingu þar sem Pónik og Einar spila elnungis í
þetta skipti.
Fyrir börnin
Viðskiptanetið stendur
fyrir allsherjar vörukynn-
ingu í Perlunni þar sem
fimmtíu fyrirtæki kynna
vörur slnar og þjónustu.
Pétur Pókus og Hattur
og Fattur skemmta.
Einnig verða hestar fyrir
bömin. Ókeypis aðgang-
ur.
•Opnanir
Nú verða opnaðar þrjár nýjar sýningar í sölum
Llstasafns íslands: sýning á verkum Helga
Þorgils Friðjónssonar og tvær sýningar á verk-
um úr eigu safnsins sem bera heitin; Nýja
málverkið á 9. áratugnum og Öræfalandslag.
Sýningin á verkum Helga Þorgils spannar 20
ára feril hans og er liður í þeirri viðleitni safns-
ins að sinna með sérstökum hætti því mark-
verðasta sem er að gerast í Islenskri myndlist
! samtínanum. Markmiðið með þessu úrvali
er að gefa yfirlit um listferil hans, draga fram
nokkur meginþemu og dýpka skilning okkar á
stööu hans! íslenskri og alþjóðlegri samtíma-
list.Sýningin Nýja málverklð á 9. áratugnum á
verkum í eigu safnsins er hugsuðsem vitnis-
burður um fjölbreytni og grósku íslenskrar
* málaralistar viðaldarlok. Á sýningunni verða
m.a. verk eftir Jðn Óskar, Daða Guðbjörns-
son,Jóhónnu Kristinu Yngvadóttur, Tuma
Magnússon og Krlstján Steingrím.Sýningunni
Öræfalandslagi er ætlað að varpa Ijósi á fram-
lag íslenskra myndlistarmanna til sjálfsimynd-
ar þjóðarinnar en þar eru sýnd verk lista-
manna sem voru (eru) bundnir islensku ör-
æfalandslagi sterkum böndum. Einnig má
kynna sér þessi mál á vefnum, www.lista-
safn.ls.
Alltaf eru þau á fullu spani, krakkarnirioneoo-
ne. Ekki nóg með að fatabúðin sé glæsileg,
heldur er galleríið það líka. í dag opnar einmitt
ný sýning í oneoone galleríinu. Að þessu sinni
' eru það listamennirnir Gabríella Friöriksdóttir
og Magnús Sigurðarson sem riða á vaðið.
Saman kalla þau sig maggoggabb ehf. og
heitir sýningin þeirra listir. Sýningin sam-
anstendur m.a. af málverkum og Ijóðum.
Oneoone galleríið er á Laugavegi 48b og eru
opnunartímarnir eftirfarandi: mánudagar -
föstudagar frá kl. 12-19; laugardagar frá
kl.11-16 og sunnudagar frá kl. 14-17. Sýning-
in stendur til 12. október og ef þú ert ekki
búin(n) að kikja i oneoone er kominn timi til.
í dag kl. 16 verður opnuö sýning á Ijósmynda-
verkum í nýjum sal félagsins íslensk grafík að
Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Salnum er
ætlað að vera vettvangur fyrir verk unnin á
pappír; grafik, teikningar og Ijósmyndlr , svo
eitthvað sé nefnt. Þeir sem sýna að þessu
sinni eru Elnar Falur Ingólfsson, Guðmundur
Ingólfsson, ívar Brynjólfsson, Spessi og Þor-
björg Þorvaldsdóttir. Öll sýna þau Ijósmyndir
r og hafa verkin ekki verið sýnd áður í Reykjavík.
Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags,
kl. 14 - 16, og stendur til 10. október. Að-
gangur er ókeypls.
Frakkinn Jean Posocco opnar sýningu á 40
vatnslitamyndum af hrauni og vatni í Lista-
kotl, Laugavegi 70, kl. 15. Sýningin stendurtil
10. október og er opin frá 12 til 18 virka daga
og 10 til 16 laugardaga.
Franski listapensillinn Jean Posocco opnar
sýningu á 40 vatnslitamyndum í Listakoti,
Laugavegi 70. Myndefnið er vatn og hraun og
myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Sýning-
in stendur til 10. október og er opin frá 12 til
„Aldurinn er ekkert fafl
inn aö bíta á Papana,"
segir söngvarinn Ingvar
Jónsson. Þaö munu þeir
sýna og sanna í vikunni
á Gauknum þar sem
þeir troöa upp
eftir sumarfrí.
Alltaf í jafn ^
góðum sköpum
Búast má við þrusutónleikum hjá
hinum íslensku Pöpumá miðviku-
dags- og fimmtudagskvöldið. Sveitin
er að koma úr mánaðarsumarfríi og
eru því hljómsveitastrákamir sól-
brúnir og endurnærðir og hreinlega
klæjar í að komast aftur á sviðið á
Gauki á Stöng. Þeir munu þó alls
ekki spila einhverja Mallorcamúsík
heldur að sjálfsögðu halda uppi
írskri stemningu eins og þeim ein-
um er lagið.
„Það er ekki heldur ótrúlegt við
munum taka einhver lög af okkar
nýju breiðskífu sem er nú í
vinnslu," segir Ingvar Jónsson,
söngvari hljómsveitarinnar, og hæt-
ir við að aðdáendur sveitarinnar
geti farið að hlakka til jólanna því
stefnt er á að platan komi út i jóla-
pakkaflóðinu. Titill skífunnar er
ekki enn kominn á hreint en strák-
arnir brjóta stíft hausinn þessa dag-
ana í Stúdíó Sýrlandi.
„Eitt er víst að ef nafnið verður
ekki smellið þá verður koverið það
allavega,“ lofar Ingvar.
„Skífan mun innihalda eitthvað
meira af popplögum en verið hefur
og frumsamið efni verður áberandi."
Paparnir hafa verið í bransanum
í 14 ár en að þeirra sögn er aldurinn
ekkert farinn að bíta á þá.
„Við eru alltaf jafn kátir og í góðum
sköpum,“ segir Ingvar sannfærandi.
Þess má að lokum geta fyrir allar
þær einstæðu mæður sem ekki fá
bamapössun og komast af þeim sök-
um ekki á tónleikana á Gauknum þá
verður tónleikunum á fimmtudags-
kvöldið varpað í gegnum Netið á vef-
síðunni. www.xnet.is.
18 virka daga og 10 til 16 á laugardögum.
1 Listasafni ASÍ er sýning á verkum Daða Guö-
björnssonar. Á sýningunni eru 20 ollumálverk
þar sem reynt er að lýsa hinum flókna nútíma
á Ijóðrænan og persónulegan hátt, án þess að
reyna að einfalda myndmálið og kveðja þannig
öldina á tímum þar sem orðið myndlist á ekki
neina sérstaka merkingu. Sýningin stendur til
3. október og er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 14-18.
Bikarar nefnist sýning Kolbrúnar S. Kjarval á
leirmunum sem opnuð verður í Stöðlakoti við
Bókhlöðustig kl. 15. Sýningin stendur til 3.
október og er opin alla daga frá kl. 14-18.
•Síöustu forvöö
Jóhann Vlðarsson er islandsmeistari í snóker.
Hann ætlar, annan laugardaginn í röð, að
leika snóker í búðinni hjá Sævari Karll, út-
skýra gang leiksins og sýna leikni sína (Trick
shots). i búðinni er búið að koma fyrir 9 feta
billiard-borði, 200 kílóa þungu, þannig að
þetta er ekkert platsjóv. Á laugardaginn er
opiö til kl. 16.
•Feröir
Land Rover-eigendur ætla saman í blltúr í dag.
Lagt verður af stað frá Bifrelðum og Landbún-
aðarvélum Grjóthálsi 5, kl. 9. Eftir að hafa
keyrt ýmsar krókaleiðir er áætlað að blltúrinn
endi i Húsafelll þar sem verður grillað. Þátt-
taka tilkynnist til BHL. Um 200 Land Rover-
áhugamenn víðs vegar af landinu hafa boðað
komu s!na.
Sunnudagur
19. september
•Krár
l/’Sunnudagur, hvíldardagurinn sjálfur, er kjörinn
til að sökkva sér! mellonkollí hugsanir. Hvaö er
þá betra en að blúsa með Andreu og Blúsmönn-
um hennar? Við leggjum til aö allir eyði deginum
í íhugun, athugið stöðu ykkar í lífinu. Með Blús-
mönnum Andreu fáið þið síðan oplnberun. Ójá,
þetta gerist allt á Gauk á Stöng.
Vírus leikur á Kaffl Reykjavík eitthvað fyrir þá
sem ekki fengu nóg af útstáelsi um helgina.
Það er enginn annar en Guðmundur Rúnar
Lúðvíksson sem tekur upp gítarinn og leiðir
áhorfendur í trans á heimsmælikvarða. Hvar
annars staðar en á Kringlukránni?
Góða skemmtun
Stendur þu
fyrir einhverju?
Sendu upptýsinyar i
e-mad fokus@toKus.is / fax 550 5020
Ifókus
vefur á vísir.is
allt sem þú þarft að vita
- og miklu meira til
Lífið eftir vinnu
nákvæmur ieiðarvísir
um listir og afþreyingu
f Ó k U S 17. september 1999
£
V