Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Huðrún byrjaði á aö setja skol í hárið á Tinnu sem er í mahóníkop- arbrúnum lit. Síðan var hárið blásið til og það greitt. Tinna er með mjög Ijósa húð og henni fara best hlýir, gulbrúnir og brúnir tónar. Þeir litir sem notaðir voru til að farða hana eru látlausir, léttglans- andi og tóna vel við háralit hennar. Þar sem húðliturinn er svo ljós þolir Tinna ekki mikla málningu. Kristin segir að konur sem hafa ljósa húð eigi að varast dökka liti því þeir verði of hörkulegir. Því notaði Kristín mUda liti og lítinn farða á Tinnu. Varaliturinn er brúngyUtur en það er klassískur lit- ur sem fer mörgum konum vel. Hann er ekki mjög áberandi og er fínn dagsdaglega. Kristín byrjaði á að hylja bólur og rauða bletti í húðinni og notaði tU þess stiftfarða og púð- ur. Til að skerpa augnabrúnirnar var notaður örlítiU augnskuggi því þær eru mjög ljósar. Á kinnarnar fór sólar- púður sem gefur frísklegt útlit og undirstrikar skarpar lín- ur í andliti Tinnu. Á varimar fór dökkrauðbrúnn varablý- antur og brúngyUtur varalitur. Yfir það var settur ljósbleik- ur glossvaralitur tU að lýsa varimar upp. -HG Ljós og tær húð - mildir litir Heilbrigt og eðlilegt útlit í fyrirrúmi í vetur Vetrartískan í förðun leggur áherslu á eðlUegt útlit. Það á ekki að sjást að konur séu málaðar heldur er frekar lögð áhersla á að útlitið sé heUbrigt," segir Kristín Ágústsdóttir, förðunar- fræðingur hjá NO NAME. „Við sjá- um þetta til dæmis í því hvernig farði er að koma núna. Þykka köku- meikið er að fara og stiftfarði er að í haust og vetur Þar sem nú eru árstíðaskipti fannst blaðamanni Tilverunnar rakið að kanna hvað væri nýjast í hártísku og förðun á komandi vetri. Við tókum hús á Guðrúnu Geirsdóttur, hárgreiðslumeistara hjá hárgreiðslustofunni Hárþingi, og Kristínu Ágústsdóttur, förðunarfræðingi NO NAME, til að at- huga hvað væri t gangi. Til að sýna lesendum á mynd hvemig nýjasta tísk- an í hári og förðun kemur út fékk Tilveran einnig þrjú módel til liðs við sig. Þær heita Fríða Björg Eðvarðsdóttir, 40 ára landslagsarkitekt, Olga Sigurðardóttir, 33 ára skrifstofukona, og Tinna Rún Ragnarsdóttir, 17 ára menntaskólanemi. Hér sjá lesendur afraksturínn. koma inn. Hann er í sams konar umbúðum og varalitir, nema stærri. Þessi faröi er blanda af púðri og farða og því gefur hann matta og eðlUega áferð og það er mjög auðvelt og fljótlegt að nota hann. Hann ver húðina líka betur en nokkuð annað gegn hitabreytingum." „Annars er tískan að miklu leyti tvískipt eftir því hvort um er að ræða dagförðun eða kvöldförðun. Á daginn er alveg hætt að nota vara- blýant og varaglossin em ríkjandi. Kvöldin eru alltaf ööruvísi. Þá ganga sterkari og dekkri litir og meira er gert fyrir augun en á dag- inn.“ Kristín segir að nú séu mjóar augnabrúnir á leiðinni út. Konur geti farið að safna augnabrúnum aft- ur og þær séu orðnar eðlilegri. „Vín- rauðir litir eru aUtaf mjög vinsælir á haustin en íslenskar konur eiga flestar að varast mjög dökka vara- liti. Þeir gera okkur grimmar og harðar. Núna era að koma mjög skemmtUegir litir, fallegir og bjart- ir, sem em með svokaUaðri hrímá- ferð. Þeir hafa svolitla sanseringu og brúnir og vínrauðir litir em áberandi. Það má samt segja að leif- ar sumarsins séu plómulitir og sterkbleikir litir. Svo er eldrauður klassiskur varalitur sem fer aldrei úr tísku.“ Glanspúður og lausir augnsKuggar En hvað með kinnaliti? Þeir hafa verið úti í nokkurn tíma. Eru þeir að koma inn aftur? „Já, að vissu marki. Kinnamar eiga núna að vera frísklegar en liturinn á ekki að vera afgerandi. íslenskar konur hafa flestar fremur hvíta húð og roða í kinnum og við þurfum ekki mikinn roða í viðbót. Sá litur sem kemur einna sterkast inn núna er bronslit- ur. Hann gengur hjá öllum og gefur fallegan blæ. Svo má nefna að glanspúður er eitt af því sem á eftir að vera áberandi í vetur. Það gefur frísklega og sportlega áferð sem gengur alveg ofan á bringu. Þetta er alveg nýtt og við eigum örugglega eftir að sjá þetta víða á árshátíðun- um í vetur. Lausu augnskuggarnir sem em að koma núna em mjög skemmtilegir og sniðugt að leika sér með þá og prófa að setja á augu, nef, kinnar og varir til að ná fram skemmtilegum blæbrigðum." segir Kristín að lokum. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.