Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Qupperneq 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Afmæli Guðlaug Björnsdóttir Guðlaug Björnsdóttir, læknarit- ari á hnédeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, Hvassaleiti 26, Reykjavík, er sextug i dag. Starfsferill Guðlaug fæddist á Vopnafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Laugum í Þingeyjarsýslu 1956. Guðlaug var búsett á ísafirði 1960-88 og starfaði þá á ýmsum stöð- um, síðast sem fulltrúi á skrifstofu verkalýðsfélagsins Baldurs. Á meðan Guðlaug bjó á ísafirði sinnti hún ýmsum félags- og trúnað- arstörfum fyrir verkalýðsfélagið Baldur. Hún flutti suður 1988 og hefur verið læknaritari á sjúkrahúsi Reykjavíkur síðan en hún er löggilt- ur læknaritari frá 1990. Fjölskylda Guðlaug giftist 31.12. 1957 Rúrik Sumarliðasyni, f. 8.2. 1932, umsjón- armanni í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann er son- ur Sumarliða Guð- mundssonar, f. að Mið- húsum í Vatnsfjarðar- sveit 30.9. 1888, d. 11.11. 1959, sjómanns í Bolung- arvík, og Maríu Frið- gerðar Bjarnadóttur, f. á Eyri við Mjóafjörð 7.10. 1892, d. 23.2.1966, hús- móður. Börn Guðlaugar og Rú- riks eru María Friðgerð- ur, f. 21.3.1958, viðskipta- fræðingur, gift Pétri Snæbjömssyni hótelstjóra og eiga þau saman tvær dætur, Þuríði, f. 5.9.1984, og Ástríði, f. 8.9. 1989; Hel- ena Snæfriður, f. 29.7. 1960, tón- menntakennari, gift Jóni Pétri Kristjánssyni húsasmið en böm þeirra era Rúrik Fannar, f. 17.10. 1985, og Guðrún, f. 14.3.1990; Hulda Rós, f. 2.3. 1964, lögfræðingur, gift Lárusi Finnbogasyni, löggiltum endurskoðanda en synir þeirra eru Láras Sindri, f. 28.2.1992, og Arnar Heimir, f. 26.3. 1994. Systkini Guðlaugar eru Halldór, f. 5.4. 1930, bóndi í Engihlíð í Vopnafirði; Arnþór, f. 20.6.1931, búsettur á Ak- ureyri; Sigurður, f. 5.11. 1932, bóndi í Háteigi, Vopnafirði; Metúsalem, f. 3.8. 1935, húsasmíða- meistari í Reykjavík; Einar Magnús, f. 20.4. 1937, d. 13.4. 1978, var bóndi á Svínabökkum, Vopnafirði; Þórarinn, f. 3.10. 1945, vélvirki í Hafnarfirði. Foreldrar Guðlaugar voru Bjöm Vigfús Metúsalemsson, f. 29.5. 1894, d. 2.12. 1953, bóndi á Svínabökkum í Vopnafirði, og Ólafla Sigríður Einarsdóttir, f. 22.8. 1899, d. 30.3.1990, hjúkrunarkona. Ætt Björn var sonur Metúsalems, b. á Svínabökkum Jósefssonar, b. á Svínabökkum, Jónssonar, b. á Refsstað, Péturssonar, afa Sigfúsar Eymundssonar, ljósmyndara og bóksala. Móðir Metúsalems var Ingunn Sigurðardóttir, b. á Egils- stöðum, Sigurðssonar og Arnþrúð- ar Jónsdóttur. Móðir Björns var Guðlaug Pálsdóttir, silfursmiðs á Eyjólfsstöðum, bróður Þórunnar, ömmu Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra, föður Gylfa, fyrrv. ráð- herra, og Vilhjálms, fyrrv. útvarps- stjóra. Páll var sonur Sigurðar, umboðsmanns á Eyjólfsstöðum, Guðmundssonar, sýslumanns í Krossavík, Péturssonar. Móðir Páls var Ingunn Vigfúsdóttir, pr. á Valþjófsstað, Ormssonar og Berg- ljótar Þorsteinsdóttur, pr. á Krossi, Stefánssonar. Móðir Guðlaugar var Helga Benjamínsdóttir, Þor- grimssonar og Guðrúnar Vigfús- dóttur, b. í Fremraseli, Tómasson- ar. Ólafía var dóttir Einars Magn- ússonar, skútusjómanns á Bíldu- dal, og Sigríðar Oddsdóttur. Guðlaug Björnsdóttir. Katrín Gunnarsdóttir Katrín Gunnarsdóttir leiðbein- andi, Höfðastíg 6, Bolungarvík, er fertug í dag. Starfsferill Katrín fæddist í Reykjavík en ólst upp i Garðabæ frá fimm ára aldri. Hún lauk stúdentsprófum frá MR 1979, lauk námi við Bankamanna- skólann 1980 og stundaði nám í al- mennri bókmenntafræði við HÍ 1992. Katrín var bankaritari við Lands- banka íslands, Múlaútibú, 1979-83, starfaði við Bröste-Umboðið 1983-90, var framkvæmdastjóri þar 1985-90, starfaði hjá O. Johnson & Kaaber 1990-92, á Skrifstofu jafnréttismála 1996-97, var innkaupastjóri Kötlu ehf. 1999 og er leiðbeinandi við Grunnskóla Bolungarvíkur frá 1999. Katrín var formaður UMSF Stjörnunnar í Garðabæ 1983-85, sat í stjórn UMSK 1984-86 og formaður 1985- 86, sat í stjórn ÍSÍ 1986-94, var formaður unglinganefndar ÍSÍ 1986- 92 og formaður fræðslunefndar ÍSÍ 1992-94. Hún var varaformaður Heimdall- ar 1985-86, sat í stjórn Hvatar 1987- 91, var formaður fjölskyldu- málanefndar Sjálfstæðisflokksins 1997, varaborgarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík 1990-94, sat í stjóm Sjálfstæðisfélags Bessa- staðhrepps 1995-99 og formaður þess 1997-99 og hefur átt sæti í ýms- um nefndum á vegum Reykjavíkur- borgar, Bessastaðahrepps og á veg- um ríkisins. Fjölskylda Katrín giftist 7.12.1991 Guðmundi J. Hallbergssyni, f. 28.9. 1967, sendi- bílstjóra. Hann er sonur Hallbergs Guðmundssonar, hárskera og öku- kennara, og Sigurlaugar Guð- mundsdóttur húsmóður. Katrín og Guðmundur skildu 1996. Dóttir Katrínar með Bjarna Bene- diktssyni saltfisksútflytjanda er Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, f. 31.10. 1978, en unnusti hennar er Bjarki V. Guðnason. Synir Katrínar og Guðmundar Hallbergssonar eru Hallberg Brynj- ar Guðmundsson, f. 8.7. 1992; Axel Darri Guðmundsson, f. 15.9. 1993; Guðmundur Jóhann Guðmundsson, f. 15.9. 1993. Alsystkini Katrínar eru Kristinn H. Gunnarsson, f. 19.8. 1952, alþm. í Bolungarvík, en kona hans er Aldís Rögnvaldsdóttir og eiga þau fjögur börn; Sigrún B. Gunnarsdóttir, f. 7.9. 1954, BA í ensku og leiðbein- andi, búsett í Keflavik, en maður hennar er Hjörleifur Ingólfsson og eiga þau eitt barn en Sigrún á tvö börn fyrir; Karl Á. Gunnarsson, f. 26.9. 1955, framkvæmdastjóri FMS á Ísafirði-Bolungarvík, búsettur í Bol- ungarvík, en kona hans er Guðlaug Bemódusdóttir og eiga þau þrjú böm en Karl á tvær dætur af fyrri sambúð; Guðrún J. Gunnarsdóttir, f. 6.10. 1957, hjúkrunarfræðingur, búsett í Vestmannaeyjum, og á hún tvö börn; Hafsteinn H. Gunnarsson, f. 22.8. 1965, lífræðingur, búsettur í Garðabæ, en hann á eina dóttur. Hálfbræður Katrínar, sammæðra, eru Gunnar I. Birgisson, f. 30.9. 1947, alþm. og formaður bæjarráðs Kópavogs, búsettur í Kópavogi, en kona hans er Vigdís Karlsdóttir og eiga þau tvær dætur; Þórarinn Sig- urðsson, f. 26.4. 1950, tölvunarfræð- ingur, búsettur í Hafnarfirði, en kona hans er María Sif Sveinsdóttir og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Katrínar eru Gunnar H. Kristinsson, f. 1.11. 1930, fyrrv. hitaveitustjóri, og Auðbjörg Brynj- ólfsdóttir, f. 1.11. 1929, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík og Skotlandi en hafa búið i Garðabæ frá 1964. Ætt Gunnar er sonur Kristins, bif- reiðarstjóra í Reykjavík, Kristjáns- sonar, múrara og steinsmiðs. Móðir hans var Anna Sigríður Þorfínns- dóttir en hún var fyrri kona Krist- jáns. Móðir Gunnars var Karólína Ágústína Jósepsdóttir, sjómanns á ísafirði, Sigmundssonar, Hagalíns- sonar, Jóhannessonar, I Kvíum í Jökulfjöröum. Móðir Karólínu var Ásdís Sigrún Kristjánsdóttir Auðbjörg er dóttir Bárðar Lárus- sonar, sjómanns, Halldórssonar, pr. á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Móðir Auðbjargar Dagmar Frið- riksdóttir, Jónssonar kaupmanns og Jónínu, ættaðrar frá Mjóafírði og Seyðisfírði (Bræðraborg). Kjörforeldrar Auðbjargar Brynjólfur, sjómaður, Einarsson í Reykjavik og Guðrún Jónsdóttir. Ingibjörg Benediktsdóttir Ingibjörg Benedikts- dóttir sjúkraliði, Lauf- vangi 7, Hafnarfirði, er ' fimmtug í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún stund- aði nám við Flensborg- arskólann, stundaði síð- ar nám við Sjúkraliða- skóla íslands og lauk sjúkndiðaprófí 1983. Þá stundaði hún nám við Ingibjörg Benediktsdóttir. Myndlistarskólann á Akureyri og stundar nú nám við Myndlistar- skóla Reykjavíkur. Ingibjörg var búsett í Noregi 1973-78 þar sem hún starfaði við geð- sjúkrahús. Hún hefur síðan stundað sjúkra- liðastörf á Vífilsstöðum, á Kristnesi og á dvalar- heimilinu Hlíð. Fjölskylda Ingibjörg giftist 14.4. 1972 Sigmundi Sigfússyni, f. 26.7. 1945, geðlækni. Hann er sonur Sig- fúsar Björgvins Sigmundssonar kennara og Önnu Frlmannsdóttur, húsmóður og saumakonu en þau eru bæði látin. Ingibjörg og Sigur- mundur skildu 1999. Synir Ingibjargar og Sigmundar eru Marjón Pétur Sigmundsson, f. 5.4. 1969, þjónn í Hafnarfirði; Sig- fús Þór Sigmundsson, f. 9.9. 1973, nemi í stjórnmálafræði við HÍ; Benedikt Sigmundsson, f. 10.11. 1980, nemi við VMA; Haraldur Sig- mundsson, f. 10.11. 1980, nemi við VMA. Systkini Ingibjargar eru Harald- ur Benediktsson, f. 11.10. 1953, kokkur í Hafnarfirði; Benedikt Benediktsson, f. 25.3. 1958, sendi- bílstjóri í Hafnarfirði; Viðar Bene- diktsson, f. 1.2. 1959, múrari í Hafnarfirði; Bima Benediktsdótt- ir, f. 31.1. 1964, ritari í Hafnarfirði. Foreldrar Ingibjargar: Benedikt Kjartansson, f. 16.3. 1929, málara- meistari í Hafnarfirði, og Soffía Haralds Haraldsdóttir, f. 6.1. 1934, d. 28.2. 1984, húsmóðir. Til hamingju með afmælið 21. september 90 ára Klara Vémundsdóttir, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Valdemar Andrésson, Mýrargötu 18 A, Neskaupstað. 85 ára Ragna Kemp, Klyfjaseli 22, Reykjavík. 75 ára Áslaug K. Sigurðardóttir, Nesvegi 45, Reykjavík. Freyja Kristófersdóttir, Vesturbergi 52, Reykjavík. Steinunn Jóhannesdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 70 ára Guðbjörg Karlsdóttir, Ölduslóð 26, Hafnarfirði. Ingibjörg Pálsdóttir, Laufvangi 1, Hafnarfírði. Magnús Magnússon, Hagaflöt 8, Garðabæ. Svava Valdimarsdóttir, Hrísmóum 1, Garðabæ 60 ára Helga Kress. Ásvallagötu 62, Reykjavík. Hörður Þ. Ásbjörnsson, Njálsgötu 23, Reykjavík. 50 ára Eygló Einarsdóttir, Breiðvangi 41, Hafnarfirði. Ingigerður Magnúsdóttir, Ásholti 6, Mosfellsbæ. Kristín Magnúsdóttir, Merkurteigi 8, Akranesi. Kristín Vilhjálmsdóttir, Staðarhrauni 4, Grindavik. Lárus Einarsson, Dalatanga 4, Mosfellsbæ. Matthías G. Gilsson, Hjalteyrargötu 1, Akureyri. Páll Eðvarð Sigurvinsson, Bárðarási 21, Hellissandi. Reynir K. Guðmundsson, Grettisgötu 60, Reykjavík. Sigurjón Halldórsson, Sæbóli 28, Grundarfirði. 40 ára Ásbjöm E. Ásgeirsson, Granaskjóli 34, Reykjavik. Barbara Nogal, Bárðarási 8, Hellissandi. Bergþóra Andrésdóttir, Kiðafelli, Mosfellsbæ. Birgir Már Guðnason, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi. Björg Ándrésdóttir, Þingási 23, Reykja’vík. Gísli Ragnar Gunnarsson, Lindasmára 1, Kópavogi. Guðbjartur K. Ingibergsson, Kaldaseli 2, Reykjavík. Helga Berg, Glæsibæ 17, Reykjavík. Magnús Guðjónsson, Fellasmára 1, Kópavogi. Snjólaug Guðrún Kjartansdóttir, Vesturbergi 41, Reykjavík. Tómas Árdal, Grenihlíð 12, Skagafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.