Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Fréttir Formannskvalir Fjölskyldutengsl í stóra fíkniefnamálinu: Faðir hins eftirlýsta verk- stjóri eins gæslufangans - lögreglan frystir 51 milljón Ljónheppnir yngri flokkar Fylgið hrynur af Samfylkingunni samkvæmt nýjustu skoðanakönnun DV. Þar á bæ eru menn því orðnir æði örvæntingarfullir og jafnvel þeir sem harð- ast hafa barist gegn því að Ingibjörg Sólrún Glsladóttir borgar- stjóri yrði forystu- maður eru nú smám saman að gefa eftir. Ljóst er að Jón Bald- vin Hannibalsson sendi- herra æílar að klára sinn tíma í Was- hington, dvelja þar næstu tvö ár við „framhaldsnám" og kemur því vart tU greina. Og nýjasta vonarstjarnan, Sig- urður G. Guðjónsson, virðist fremur vUja kljást við Kolkrabbann í dómsal en á þingi. Sjá menn því ekki annan kost vænni í stöðunni en að sættast á Ingibjögu Sólrúnu sem leiðtoga Sam- fylkingarinnar... Pólitískur frami flár Umhverfisvemdarsinnar, sem segja að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hafi selt sannfær- ingu sína fyrir ráð- herrastól, hafa furðað sig á ummælum Sivjar í Eyjabakkamálinu undanfarið. Einn þeirra, Gunnar H. Hjálmarsson, setti eftirfarandi saman: Sökkva Eyjabökkum á, ég annað varla merki. Það er mikil sorg að sjá Siv að níðingsverki. Sannfæringu selja má, svignar burðarsperran. Fórnar því sem annast á umhverfisráðherrann. Pólitískur frami flár fær hér æðsta gildi. Heggur mikið svöðusár sá er hlífa skyldi. Flokkur eða flokkur í lögum um tekjuskatt og eignaskatt er kveðið á um hvaða frádrátt frá tekj- um af atvinnurekstri fyrirtæki mega nýta sér. Undir þessa heimild falla m.a. gjafir og framlög til stjórn- málaflokka. í Vef-Þjóð- viljanum mátti í gær lesa efasemdir um að styrkur til Samfylk- ingarinnar rúmaðist innan ákvæða fyrr- nefndra laga og var vísað í frétt DV á mánudag þar sem samfylkingar- menn sögðu hver á fætur öðrum, þar á meðal Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, að Samfylkingin væri ekki enn orðin stjómmálaflokkur. Er fullyrt að fyrirtækin sem hafa styrkt Samfylk- inguna fjárhagslega frarn að þessu þurfi að greiða tekjuskatt af framlög- um sínum. „Nema Samfylkingunni takist að sannfæra skattayfirvöld um að hún sé stjómmálaflokkur í skatta- legum skilningi þó hún sé það ekki í raunveruleikanum." Reyndar fréttist í vor að einhverjir flársafnarar fylking- arinnar hefðu farið á stúfana í nafni gömlu flokkanna. En það er vist sama hvaðan gott kemur... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is Faðir starfsmanns Samskipa í Kaupmannahöfn sem lögreglan hefur lýst eftir og leitar var verkstjóri Guð- mundar Ragnarssonar í gámalosunar- deild skipafélagsins í Reykjavík en Guðmundur var sem kunnugt er hnepptur í gæsluvarðhald í stóra fikniefnamálinu. Þessir tveir starfs- menn Samskipa gegndu lykilhlut- verki í fikniefnasmyglinu sem að lík- indum hefur staðið lengi í gámum fé- lagsins á leiðinni: Kaupmannahöfn - Reykjavík; annar starfaði við ferm- ingu gámanna ytra, hinn losaði þá hér heima. Sverrir Þór Gunnarsson, einn fimm- menninganna í gæsluvarðhaldi: Eigur hans hafa verið kyrrsettar á meðan á rannsókn fíkniefnamálsins stendur. Verkstjórinn sem hér um ræðir hef- ur sjálfvUjugur tekið sér frí frá störf- um í gámadeild Samskipa á meðan á rannsókn málsins stendur en ekkert bendir til að hann sé á nokkurn hátt viðriðinn fíkniefnasmyglið. Annar sonur hans var sumarafleysingamað- ur í gámadeildinni við Holtabakka en sá var hættur störfum þegar fikni- efnamálið kom upp. Að sögn Jóns Snorrasonar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra þá voru það upplýsingar úr bankakerf- inu og frá fjármálastofnunum um grunsamlegar peningafærslur sem urðu til þess að verulegur skriður Jón Snorrason hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra: - Reynt að koma eignum undan. komst á rannsókn fíkniefnamálsins. Með tilvísan til nýrra laga hefur lög- reglan lagt hald á, kyrrsett eða fryst verðmæti sem talin eru nema 51 millj- ón króna og tengjast beint eða óbeint fimmmenningunum sem nú sitja í gæsluvarðhaldi. Er um að ræða á ann- an tug bifreiða, fasteignir, gjaldeyri og lausafé. Þá hefur hald verið lagt á bankareikninga með verulegum inn- stæðum og mögulegt peningaþvætti í tengslum við málið rannsakað. „Við höfum rösktuddan grun um að ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma eignum undan í þessu máli og því skiptir miklu að rannsóknin gangi hratt og vel fyrir sig,“ sagði Jón Snorrason. -EIR Varaði bréflega við kynþáttafordómum Eggert Magnússon, formaður Knattspymusambands íslands, sendi forráðamönnum allra 1. deildar liða í knattspymu bréf í fyrra þar sem var- að er við hættunni á kynþáttafordóm- um á leikvelli knattspyrnunnar í landinu. Áminning Eggerts til liðanna var áréttuð bréflega í ár. „Ég sá ástæðu til að senda þetta bréf frá mér tvö ár í röð vegna frétta sem við höföum um fordóma í garð júgóslavneskra leikmanna hjá ís- lenskum liðum. Slíkt á ekki að líðast og ef brögð verða á og við fáum erindi vegna þessa þá munum við bregðast hart við. Þetta hefur verið landlægt vandamál i breskri knattspyrnu og þar hafa menn þurft að taka til hend- inni,“ sagði Eggert Magnússon í sam- tali við DV frá London þar sem hann var staddur á leið til Sviss á fund evr- ópska knattspymusambandsins. Stjórn hlutafélagsins Fram hf. mun í dag funda um atvik er varð í leik Fram og Víkings um síðustu helgi þar sem tiltekinn leikmaður Víkings lagði Hollendinginn Marcel Oerlemans í liði Fram i einelti og kallaði í sífellu negra og þræl. Marcel var vísað af velli í leiknum þegar þolinmæði hans brast og hann slengdi hendi til þessa leikmanns Víkings. Gert er ráð fyrir að stjórn Fram muni vísa málinu til Knattspyrnusambands íslands með kæm á leikmann Víkings. -EIR Mikilvægasta starf Iþróttafélaganna er æskulýðsstarfið. Með ötulu bama- og ung- lingastarfi búa félögin unga liðsmenn undir lífsbaráttuna, gleði og sorgir, það að kunna jafnt að sigra og taka ósigri. Þetta vita KR-ing- ar manna best. Þeir vita jafnframt að á misjöfnu þrífast börnin best. Til þess að geta sinnt ung- lingastarfinu af heilum hug og búið börnin und- ir lífið var því bragðið á það ráð að kaupa hverfis- krána Rauða Ijónið sem er til húsa á bæjarmörk- um Reykjavíkur og Seltjamamess, í miðju KR- hverfinu. Það hefur sýnt sig tvær undangengnar helgar að kaupin vora heillaráð. Ungir og aldnir KR-ing- ar söfnuðust á Rauða ljónið þegar KR-ingar lögðu Víkinga að velli og náðu þar með langþráðum ís- landsmeistaratitli. Þar skemmtu kynslóðirnar sér saman, drakku bjór og kannski eitthvað sterkara. Krakkamir sáu hvernig þeir fullorðnu veröa þegar gleðin tekur völdin og erfitt var að hafa algera stjóm á þeim veigum sem slæddust ofan í háls og háls þótt aldur leyfði það tæpast. Þá var gleðin og samkenndin ekki minni um síðustu helgi þegar KR-ingar kórónuðu feril sinn í íslandsmótinu, lögðu Keflvíkinga og tóku á móti fslandsbikamum. Þá var kátt í höllinni eða öllu heldur á Rauða ljóninu. Standið var ekki síðra en í Kattholti í gamla daga þegar grísinn var fullur, hænurnar fullar og jafnvel Emil lika. Eins var það með KR-ingana. Karlamir vora full- ir, konumar vora fullar og jafnvel krakkamir líka. Sæmi lögga á Nesinu sagði að íþróttaandinn hefði verið svo yfirþyrmandi að ekki varð við neitt ráðið. Þannig fengu krakkarnir að kynnast því, í gegnum íþróttafé- lagið, hvemig lífið er í raun og veru. Þeir ganga þvi ekki að því gruflandi hvemig ástandið er hjá þeim fullorðnu í gleð- inni. Með þátttöku sinni í íþróttum hefur ungvið- ið því öðlast óvæntan og snemmborinn þroska. Nú er ein fótboltahelgi eftir og enn er KR í aðal- hlutverkinu. KR keppir nefnilega við Skagann um helgina til úrslita um bikarinn. Mikið er í húfi enda getur karlalið KR fylgt í kjölfar kvennaliðs félagsins og unnið tvöfalt og það á aldarafmæli félagsins. Takist það má reikna með talsverðri gleði á vellinum og ekki síður á Rauða ljóninu. Þar geta hinir ungu enn lært af þeim fullorðnu. Fari hins vegar svo að KR tapi leiknum er ekki síður ástæða til þess að hittast á Rauða ljón- inu og drekkja sorgum sínum. Það yrði ekki síð- ur lærdómsríkt fyrir liðsmenn yngri flokkanna. Ungdómurinn verður nefnilega að læra hvort tveggja í íþróttunum, að fagna sigrinum og taka ósigrinum - og drekkja honum ef ekki vill betur. Dagfari Kvennaveldi Á dögunum var haldinn merkur fundur í bæjarráði Borgarbyggðar. Að honum loknum hafa könumar öll völd í bæjarráði og þær hafa einnig forseta bæjar- stjórnar. Guð- mundur Guö- marsson, sem hefur átt setu í bæjarráði Borgarbyggðar, baðst lausnar frá störfum í bæjarstjórn vegna búferlaflutninga. Við störfum hans tók Kolfinna Þ. Jóhannesdótt- ir. Fyrir voru í ráðinu Guörún Fjeld- sted fyrir Sjálfstæðisflokkinn, formað- ur bæjarráðs, og Guðrún Jónsdóttir fyrir Borgarbyggðarlistann, forseti bæjarstjórnar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.