Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Page 15
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 15 Landlaus höfuöborg Ekkert þessara vandamála heffli þurft að koma upp ef Reykjavík hefði ráð á sínu verðmæta landi í Vatnsmýrinni við upphaf nýrrar aldar, segir m.a. í grein Steinunnar. A fundi borgar- stjómar fimmtudaginn 16. september urðu þáttaskil í íslenskum stjómmálum. Þá var ákveðið að leggja eitt stærsta álita- og deilu- mál I skipulagssögu borgarinnar undir dóm almennings í sér- stakri atkvæða- greiðslu. Kosið verður um framtíð Reykjavík- urflugvallar í Vatns- mýrinni og það hvort yfirvöldum verði falið að finna annað flug- vallarstæði fyrir mið- stöð innanlandsflugs- ins en miðborg Reykja- víkur. Með þessari ákvörð- un sýnir Ingibjörg Sólrún Gisla- dóttir borgarstjóri að hún er í hópi klókustu og kjarkmestu stjórn- málamanna þessa lands og forystu- maður í fremstu röð. Borgarstjóm- arflokkm- R-listans á sömuleiðis heiður skilið fyrir að greiða götu lýðræðisins með þessum hætti. Reykvíkingum ber sá réttur að fá að segja álit sitt á því máli sem varðar mestu um framtíðarvöxt og þróun borgarinnar - því í Vatns- mýrinni liggur hennar verð- mætasta framtíðarland. Fyrirtæki úr borginni Reykjavík stendur á þeim tíma- mótum að hún þarf þetta land sárlega ef fjölþættar framtíðar- skyldur hennar sem höfuðborgar em tekn- ar alvarlega. Reykja- vík vantar ekki út- hverfaland, en land fyrir innbæjar- og miðborgarstarfsemi er orðið af svo skorn- um skammti að til stórvandræða horfír. Nægir að nefna þrjú nýleg dæmi sem varpa ljósi á þennan mikla vanda. Á lóð Landspítalans er gap- andi sár þar sem troða á nýjum bama- spítala í miklum land- þrengslum og and- stöðu við nágranna á meðan víð- áttumikið flugvallarsvæðið blasir við handan Hringbrautar. Þar ætti nýr og fullkominn Landspítali og háskólasjúkrahús að rísa. Landsíminn, stærsta fyrirtæki landsins á fjarskiptamarkaði í öram vexti, sótti um lóð undir nýj- ar höfuðstöðvar. Borgin bauð ónýtta lóð í út- jaðri Laugardals sem fyrri borgar- stjórn hafði ætlað undir tónlistar- hús. Allar líkur benda til þess að almannasamtökin Vemdum Laugar- dalinn muni ýta Landsímanum út af þeirri lóð en önnur lóð sem hentar þessu fyrir- tæki liggur ekki á lausu vestan El- liðaáa. Borgarstjórn leggur þó áherslu á að finna viðunandi lausn á málinu og á ella á hættu að missa fyrirtækið úr borginni. Listaháskólinn til Hafnarfjarðar? Og nýjasta vandamálið er að finna nýstofhuðum Listaháskóla stað i miðborginni. Ríkið á nú þeg- ar hús undir starfsemi hans, SS- húsið í Laugamesi sem aldrei var klárað. Á því húsi þarf að gera kostnaðarsamar breytingar til þess að það henti Listahákólanum og rektor skólans hefur sett fram ósk um að frekar en að fara í þær aðgeröir verði skólanum fundið húsnæði í námunda við hið nýja tónlistarhús sem áformað er að rísi við Reykjavikurhöfn. Þar með yrði skólinn í beinum tengslum við miðstöðvar allra helstu list- greinanna með Þjóðleikhúsið, Listasafn íslands, Listasafn Reykjavíkur, Errósafhið, Nýlista- safnið. Borgarbókasafhið og Is- lensku óperuna á næstu grösum auk mikillar flóru litilla gallería og leikhúsa, Háskóla íslands og Þjóðarbókhlöðu. Ljóst er að ekkert rúm er fyrir stóra nýbyggingu á svæðinu svo annaðhvort verður að rífa eldri byggingar til þess að koma skólan- um fyrir eða að rýma einhverja stórbyggingu og borgarstjóri hefur komið með tillögu um að Tollhús- ið fái nýtt hlutverk. Menntamála- ráðherra hefur ekki veitt svar við þeirri uppástimgu en er að athuga flutning skólans í hús Bæjarút- gerðarinnar sálugu í Hafnarfirði! Vandræðamálum af þessu tagi á eftir að fjölga en ekkert þeirra hefði þurft að koma upp ef Reykja- vik hefði ráð á sínu verðmæta landi í Vatnsmýrinni við upphaf nýrrar aldar. Steinunn Jóhannesdóttir Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Reykjavík stendur á þeim tíma- mótum að hún þarfþetta land sár- lega ef fjölþættar framtíöarskyld- ur hennar sem höfuöborgar eru teknar alvarlega. Reykjavík vant- ar ekki úthverfaland, en land fyrir innbæjar- og miöborgarstarfsemi er oröiö af svo skornum skammti aö til stórvandræöa horfír.u Hetjur upplýsinga- samfélagsins Þessi góðlega amma var hættu- legur njósnari, stóð í þessu blaði nýlega. Þetta átti að vekja undrun og óhug og sýna andstæðumar, amman var að visu góðleg en þó ill þar sem hún hafði njósnað fyrir vondu kallana áram saman. í nafni þjóðernis eða stjórnmála Svarthvít heimsmynd kalda stríðsins er að baki þessum njósn- afréttum sem íslenskir fjölmiðlar éta upp eftir öðrum. Njósnarar era auðvitað vondir. Nú segja málsat- vik mér annað. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé hin ágætasta kerl- ing sem vann sitt starf af trú- mennsku og í sjálfboðavinnu árum saman. Tryggð hennar var að vísu ekki við málstað þjóðemis- ins heldur kommúnismans en ekki sé ég neitt glæpsamlegt við það. Skiptir ekki frekar máli hvaö er gert en hvort það er gert í nafni þjóðernis eða stjómmálastefnu? Njósnir gömlu konunnar höfðu það eitt í för með sér annað en að Sovétríkin gátu þróað kjamorku- vopn sem þau notuðu aldrei. Sennilega var kjarnorkuvopna- eign þeirra mikið happ fyrir heim- inn og kom í veg fyrir notkun kjarnorkuvopna í hemaði. Ég held að engum þyki miður nú að aldrei kom til kjarhorkuátaka þó að ýms- ir hafi hvatt til þeirra þá. Lærdómsrík viðbrögð Viðbrögð breska íhaldsins era lærdómsrík. Þar heimta menn að kerla verði sett i fangelsi. Með hvaða rökum? Jú, Pinochet hafl ver- ið handtekinn og hann sé þó eng- inn bófi á við svona njósnara. Sem er alveg hár- rétt frá sjónar- horni kalda stríðsins því að Pinochet var einn af góðu gæjunum sem kom á frjáls- hyggju og bjargaöi Chile frá kommúnisma. Því skilja breskir íhaldsmenn ekki að hann sé í haldi en kerling- in ekki. Þau morð og pyntingar sem Pinochet er sakaður um skipta þá engu því að samkvæmt hugs- unarhætti kalda stríðsins mega góðu mennimir drepa þá sem era skilgreindir sem vondir, hvort sem það era ungling- ar, óléttar konur eða aðrir. Samkvæmt hugs- unarhætti kalda stríðsins eru njósnar- ar vondir, þ.e. njósn- arar hinna. Njósnar- ar okkar era auðvit- að hugdjarfar hetjur. Samkvæmt hugsun- arhætti kalda stríðs- ins er það eina sem skiptir máli fyrir hvern menn vinna. - Þessu er ég ósammála. Yfir glæpamönnum í þjónustu ríkisstjóma á að sjálfsögðu að rétta. En njósnarar eru engir glæpamenn heldur starfa við þekkingarleit og miðlun upplýs- inga sem er nauðsynlegt starf. Njósnarar ættu að vera hetjur i upplýsingasamfélaginu sem mönn- um verður nú tíðrætt um. Lofsverð iðja Njósnarar eiga eflaust meiri þátt í því en flestir aðrir að koma í veg fyrir gjöreyðingarstyrjöld seinustu áratugina. Með starfi sínu hafa þeir veitt stjórnvöldum þekk- ingu um hinn meinta andstæðing og komið í veg fyrir óþarfa hræðslu og sefasýki. Jafnframt hafa þeir hjálpað stjórnvöldum að taka réttar ákvarð- anir. Njósnarar eru skyn- samleg fjárfesting fyr- ir stjómvöld og yfir- leitt til góðs fyrir heimsfriðinn. Hefðu Bandaríkja- menn varpað sprengj- um á kínverska sendi- ráðið í Serbíu ef þeir hefðu haft góða njósn- ara þar í landi? Auð- vitað ekki. Sennilega hefðu þeir aldrei farið í hið tilgangslausa stríð við Serba sem gerði ekkert til að bæta ástandið á þessu svæði. Þekking er sjaldnast til skaða. Það er ástæöulaust að horfa á heiminn gegnum svarthvít gler- augu löngu horfins stríðs þar sem njósnarar eru ýmist hetjur eða bófar. Njósnarar era bara fólk sem starfar við þekkingaröflun. Það er lofsverð iðja og nauðsynleg þang- að til stjómvöld hætta öllu leyni- makki og fara að vinna fyrir opn- um tjöldum, í anda hins frjálsa upplýsingasamfélags. Ármann Jakobsson „Njósnarar eru skynsamleg fjár- festing fyrir stjórnvöld og yfir- leitt til góös fyrir heimsfriöinn. Heföu Bandaríkjamenn varpaö sprengjum á kínverska sendiráö- iö i Serbíu ef þeir heföu haft góöa njósnara þar í landi? Auö- vitaö ekki.“ Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur Með og á móti Á að flytja Reykjavíkur- flugvöll til Keflavíkur Hann verður að fara „Flugvöllurinn verður að fara úr Vatnsmýrinni ef höfuð- borgin á að geta þróast með hagkvæmum hætti. Kefla- víkurflug- völlur kemur auðvitað vel til greina sem innan- landsflugvöll- ur og því myndi fylgja margvíslegt hagræði ef innanlands- flugið og ut- anlandsflugið stað. Það er ekki nema rúm- lega hálftima akstur milli Keflavíkur og höfuðborgar- svæðisins. En flutningur til Keflavíkur hefði það auðvitað í fór með sér að tvöfalda þyrfti Reykjanesbrautina. En það era fleiri kostir i stöðunni, til dæmis Kapelluhraun, i ná- grenni Straumsvíkur, þar sem tO stendur að kanna aðstæöur fyrir nýjan snertiflugvöll. í KapeUuhraunr® gætu menn kannski mæst á miðri leið.“ Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfund- ur. væri á sama Höfuðborg lands- byggðar- innar Oddur Helgi Hall- dórsson, í bæjar- stjórn Akureyrar. „Málið er náttúrlega að við teljum Reykjavík vera höfuð- borg allra landsmanna og því er ekkert vit í að flytja flugvöUinn tU Keflavík- ur. Reykja- vík hefur skyldum að gegna gagn- vart lands- byggðinni og á því að sinna þessu hlutverki. Það getur tU dæmis komið upp að við hér á Akureyri erum kosnir í nefnd á vegum ríkisins og nú getum við bara hoppað upp í næstu vél til að fara á fundi. Ef viö þurfum að fara fyrst til Kefla- víkur og svo að keyra i bæinn þá er þetta ferðalag kannski búið að breytast í fimm, sex klukkutíma. Gg í ljósi þess að það tekur bara fjóra tíma að keyra tU Reykjavíkur myndi Akureyrarflugið fljótlega leggj- ast niður ef þetta yrði að vera- leika. Þar sem Akureyrarflug- ið er einn af homsteinum inn- anlandsflugsins er í raun ekk- ert vit i að flytja flugvöUinn tU Kefiavíkur." -MT Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskUur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.