Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Side 20
24 * FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Að fara holu í höggi er upplifun sem golf- áhugamenn gleyma seint enda tala þeir gjarna um draumahóggið í því sambandi. Tilveran fór í golf og hitti þrjá golfsnillinga sem allir hafa farið holu í höggi. Loksins, loksins, hrópuðu félagarnir - sem hafa strítt honum í 20 ár Eg var með landsliðinu í æf- ingabúðum á Spáni í fyrra- vetur og þetta gerðist síðasta daginn okkar. Við vorum komnir á 8. holu og ég hafði leikið fyrstu sjö holurnar afleitlega. Það var þvl að duga eða drepast og ég ákvað að slá fallegt högg. Holan stefndi beint á stöng og félagi minn Helgi Þórisson hrópaði strax að hún hefði farið niður. Mér fannst það ótrúlegt því það var vallarstarfs- maður að slá gras rétt hjá holunni og hann sýndi engin viðbrögð," segir Sigurður Pétursson, atvinnu- maður í golfi og marfaldur íslands- meistari, þegar hann lýsir sinni fyrstu holu í höggi. Þrátt fyrir langan feril í golfinu lét draumahöggið bíða eftir sér hjá Sigurði og hann hefur mátt þola endalausa stríðni félaga sinna í mörg ár. „Það má segja að ég hafi búið við tuttugu ára einelti og einna erfiðast fannst mér að ferð- ast með landsliðinu. Þá hafði Ragnar Ólafsson, frumkvöðull í stríðninni, það fyrir sið að ávarpa hópinn og spyrja hvern og einn hversu margar holur í höggi þeir hefðu gert. Hann endaði alltaf á mér með orðunum, „en þú, Siggi minn, hvað átt þú margar holur i höggi,“ segir Sigurður. Þá hefur Kjartan L. Pálsson far- arstjóri oft sagt söguna af Sigurði þegar hann sló óvart inn á púttæf- ingasvæði þar sem átján holur eru mjög þétt. „Kjartan er búinn að gera grín að mér i mörg ár og við árlega verðlaunaafhendingu fyrir holu í höggi lét hann þess ávallt getið að Sigurður Pétursson næði ekki einu sinni holu í höggi þótt holumar væm átján.“ Hissa í bæði skiptin Eftir draumahöggið á Spáni seg- ir Sigurður að margir félaganna hafi róast í stríðninni en þeir al- hörðustu hafi haldið áfram og nú legið honum á hálsi fyrir að geta ekki slegið holu i höggi héma heima. En Sigurður afgreiddi það mál á Beið í tuttugu ár eftir draumahögginu: Sigurður Pétursson golfleikari hefur mikið dálæti á tölunni þrettán og það var einmitt á þrettándu holu sem hann sló holu í höggi í sumar. DV-mynd Teitur meistaramóti Golfklúbbs Odds í sumar þegar hann sló holu í höggi á þrettándu holu. „Þetta var fal- legt högg en það var ekki fyrr en ég heyrði fagnaðarlætin að ég gerði mér grein fyrir að kúlan hafði farið niður. Það var afskap- lega góð tilfmning og ég varð ekk- ert síður hissa en í fyrra skiptið. Maður verður svolítið dofinn við þetta og mér varð á i bæði skiptin að gleyma að skipta um kúlu. Fyrri kúlunni týndi ég í skógar- jaðri á Spáni og þá seinni skemmdi ég í næsta höggi á eftir,“ segir Sigurður Pétursson golfleik- ari. -aþ Sigurður Dagsson hefur einu sinni farið holu í höggi: Sveif í lausu lofti fyrst á eftir Sigurður Dagsson er líklega best þekktur fyrir framúr- skarandi árangur sinn á knattspyrnuvellinum en hann stóð í marki Vals og landsliðsins um margra ára skeið. En Sigurður er liðtækur í fleiri íþróttum og sfðast- liðin sjö ár hefur hann stundað golf af miklum krafti. í sumar náði Sig- urður svo loks að slá draumahöggið þeg- ar hann fór holu í höggi á GR Open. „Þetta var náttúrlega snilldarhögg hjá mér,“ segir Sigurður og hlær. „Ég hitti boltann mjög vel og það eru engar ýkjur að höggið var fallegt þó ég segi sjálfur frá. Kúlan lenti um það bil einn og hálf- an metra frá og mér fannst hún óratíma á leiðinni í holuna. Ég var ekki al- veg viss fyrr en ég heyrði hróp og köll í félögunum," segir Sigurður Dagsson um draumahöggið. „Þetta var sérkenni- leg tilfinning og ég verð að viður- kenna að ég sveif svolítið í lausu lofti fyrst á eft- ir. Það er erfitt að lýsa þessu; þetta er óskap- lega gaman,“ segir Sigurður og bætir við hann hafi aldrei reiknað með að fara holu í höggi. „Ég var skjálfhentur í högginu á eftir en það einkennilega við þetta allt saman er að ég spilaði minn besta hring á ferlinum. Lánið lék við mig þennan dag- inn,“ segir Sigurður. Þeir sem fara holu í höggi þurfa að borga fýrir sig með því að bjóða félögunum upp á drykk. Sigurð- ur segir m e n n ______ stundum læðast með veggjum eftir holu í höggi. „Ég slapp sjálfur vel og bauð hollinu minu upp á bjór. Stundum lenda menn í því að bjóða öllum sem eru í skálanum upp á drykk. Það hafði náttúrlega enginn reiknað með þessu hjá mér og þess vegna var fögnuðurinn en meiri en ella,“ segir Sigurður Dagsson golfá- hugamaður. -aþ Sigurður Dagsson segir alla geta farið holu f höggi um leið og hann samgleðst félaga sín- um Sigurði Péturssyni, sem eins og kemur fram hér á sfðunni fór tvisvar holu í höggi á ár- inu. Sigurður vill þó minna nafna sinn Pétursson á að leiktímabilinu sé ekki lokið og aldrei að vita nema hann nái honum. DV-mynd E. Ól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.