Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Page 22
* 26 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Sviðsljós * Kim er þjökuð af ofsahræðslu Kim Basinger er falleg og hæfi- leikarík og allt það, meira að segja búin að fá óskarsverðlaun. Hún þjáist engu að síöur af sjúk- legri ofsahræðslu og hefur gert allt frá barnæsku. Leikkonan fræga kemur fram í heimildar- mynd um sjúklega ofsahræðslu og segir þar frá reynslu sinni. „Það versta er óttinn við ofsahræðsl- una,“ segir hún. Hasselhoff er búinn að fá nóg Ýmislegt hendir til að sykur- púðinn David Hasselhoff sé búinn að fá nóg af strandvarðagellum og ætli að pakka sundskýlunni niður til eilífðamóns. David segir í við- tali við ameríska fréttastofu að hann hafi áhuga á að sinna öðru, enda búinn að leiða íturvaxnar stúlkur um ströndina í tíu ár. Vinningshafar í Inspector Gadget Tasknilegi spasjarinn REYKJAVÍK 2 máltíðir frá Hard Rock fyrir fjölskylduna (hám. 4) og 5 miða á myndina fyrir fjölskylduna. Þórdís Grétarsdóttir nr. 5312 Hjörtur Stefán nr. 97015 glæsileg Gadget úr. Sigrún Magnúsdóttir nr. 11721 Ólafúr Ólafsson nr. 10737 Hilmar Finnsson nr. 15678 Ingvar Ö. Amarson nr. 2354 Ásdís Hilmarsdóttir nr. 10440 20 Gadget lyklakippur. Tíffany Thiessen snýr sér að kvikmyndum Tiffany Amber Thiessen, sem þekktust er fyrir leik sinn i sjón- varpsmyndaflokknum Beverly Hills 90210, hefur að undanförnu varið meiri tíma við kvikmynda- tökur en fyrir framan sjónvarps- myndavélarnar. Leikkonuna fal- legu skortir nefnilega ekki tilboð. Hún þáði nýlega eitt af aðal- hlutverkunum í myndinni The Ladies Man þar sem hún mun leika á móti Tim Meadows og Will Ferrell. í myndinni leikur Tiffani konu sem er fangi í kærleikslausu hjónabandi. Nýlega lauk Tiffany vinnu við myndina I know what you screamed last summer. Mel C leysir frá skjóðunni: Robbie Williams sagði mér upp Loksins hefur Kryddpían Mel C leyst frá skjóðunni. Hún hefur nú viðurkennt að ástarsamband hafl verið milli hennar og poppstjörn- unnar Robbie Williams. Það tók sportkryddið hvorki meira né minna en tvö ár að viðurkenna að hún og Robbie hafi verið par. „Jú, við vorum saman en hann sagði mér upp,“ sagði Mel C í opin- skáu viðtali við blaðið Heat. „Robbie tók Nicole Appleton í All Saints fram fyrir mig,“ bætti Kryddpían við. Mel C og Robbie Williams hittust árið 1997 þegar þau voru bæði við störf í Bandaríkjunum. Samband þeirra varð hins vegar ekki langt. Breska pressan naut þess þó í lang- an tima að velta því fyrir sér hverngi samband söngkonunnar og söngvarins gegni. Þeir sem til þekkja segja að hin- Sumir segja að Mel C þurfi ekki að sjá eftir fýlupokanum Robbie. ar Kryddpíurnar hafi hjálpað Mel C þegar hún var í ástarsorg. Þær hafi aðstoðað hana við að jafna sig eftir skilnaðinn við Robbie. Mel C segir vinkonur sínar enn láta Robbie fá að finna fyrir því þegar þær hitti hann. Þar með sýni þær kraft sinn og samstöðu. Og Mel C leyndi ekki ánægju sinni er hún greindi frá hjálp vinkvenna sinna. Sumir myndu nú segja að stúlk- an hafi verið heppin að losna við Robbie miðað við hegðun hans hér heima á íslandi. Ekki sé ástæða fyrir hana að gráta þann kappa lengi. Það þykir ekki prúðmannleg hegðun að neita að taka við blóm- vöndum frá yngismeyjum sem beð- ið hafa með óþreyju eftir átrúnað- argoði sínu. Robbie var í fýlu þegar hann kom og einnig þegar hann fór. „Farið hefur fé betra,“ sögðu sumir. Alexander Már nr. 1020 Karen Lind Óladóttir nr. 15476 Jóhann P. Erlingsson nr. 080397 Kristin Guðlaugsdóttir nr. 6343 Díana P. Einarsdóttir nr. 15371 Petra L. Sigurðardóttir Hafrún Ö. Ásgrímsdóttir nr. nr. 15811 15785 Rúnar K. Heimisson nr. 14284 Lovísa Grétarsdóttir nr. 5300 Kolbrún Grétarsdóttir nr. 5300 Guðbjörg L. Hilmarsdóttir nr. 11397 Erla R. Jónsdóttir nr. 5986 Ármey Valdimarsdóttir nr. 6160 Elías Guðlaugsson nr. 6342 Vignir Jóhannesson nr. 12339 Lovísa L. Vilhjálmsdóttir nr. 15119 Sigríður Einarsdóttir nr. 15372 Sigtryggur Einarsson nr. 15373 Heiður Erla nr. 3594 Jón Gunnar nr. 11722 Krakkaklúbbur DV, Sambíóin og Hard Rock þakka ykkur fyrir þátttökuna í leiknum með Inspector Gadget. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Nei, þetta er ekki geimvera frá Júpíter eða Mars heldur ósköp sæt og venju- leg tískusýningardama f fötum frá hönnuðinum Boudicca. Stúlkan horfir á myndavélina gegnum risastært stækkunargler og þess vegna er hún svona. Banderas leikur ljóðskáldið Dario næstu kvikmyndahátíð í Cannes. Taka á myndina upp á þeim stöðum sem Dario dvaldi, meðal annars Níkaragva, Spáni, Chile, Argentinu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Dario fæddist árið 1867 og lést 1916. Spænski hjartaknús- arinn Antonio Bander- as mun leika aðalhlut- verkið í kvikmynd um ljóðskáldið Ruben Dario frá Níkaragva. Leikstjóri verður Spánverjinn Carlos Saura og er ætlunin að frumsýna myndina á Liam er hinn fullkomni pabbi Það munar ekki um það. Óláta- belgurinn Liam Gallagher úr rokksveitinni Oasis er algjör fyr- irmyndarfaðir. Svo segir að minnsta kosti eiginkonan Patsy Kensit. Þau eignuðust son fyrir stuttu. „Hann hefur farið á fætur um miðjar nætur og verið mér mikil stoð og stytta. Hann er virkilega ástrikur faðir," segir Patsy í viðtali við æsiblaðið Sun. Drengurinn var skírður Lennon, í höfuðið á Bitlinum og eftirlætis- goði Liams. Neve missti hárið af stressi Sjónvarpsleikkonan Neve Campbell missti hárið af eintómri streitu og vinnuálagi fyrir nokkrum árum. „Ég vann of mik- ið og svaf ekki nóg. Allt í einu fékk ég hárlausan blett á hnakk- anum og ég varð ofsalega hrædd,“ segir Neve i viðtali við kvennarit- ið Cosmopolitan. Þar viðurkennir leikkonan, sem fræg er fyrir þátttöku í þátta- röðinni Fimm manna partíi, einnig að hún hafi nánast fengið taugaáfall þegar hún var fjórtán og hafi orðið að hætta í skóla. Gwyneth í æs- andi undirfötum Leikkonan Gwyneth Paltrow er i friðum flokki kvenna sem kaup- ir undirfötin sín í hinni vinsælu búð Trashy Lingerie í Los Angel- es. Verslunin sérhæfir sig í kynæsandi undirtaui af öllum gerðum. Gwyneth keypti til dæm- is nýlega blondinukorsett, g- streng og pinnahæla - allt eld- rautt. Til hvers fylgdi ekki sög- unni. Daryl Hannah keypti sér aftur á móti allt í svörtu. „Þetta er oft eins og á vitfirringahæli,“ seg- ir Mitchell Shrier, einn eigandi verslunarinnar. Áhugasamir geta nú keypt vörur hennar á Netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.