Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Qupperneq 36
Vinningstölur miðvikudaginn 22.09. ’99 ' H Fjöldi Vinningar vinninga Vinningáupphœð 1. 6 at 6 2 48.530.490 2. s af 6* u. 0 4.049.450 3-SO|6 8 45.400 4.4 at 6 314 1.840 5-3 °i u. 629 390 • • Heildarvinning&upphœð 102.296.700 12 41 A félandi 5.235.720 L9TT0 jt_ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Kíló af hassi í Firöinum Þrír menn um tvítugt voru hand- teknir þegar lögreglan í Hafnarfirði ^ lagði hald á tæpt kíló af hassi i og við bíl sem lagt hafði verið við Reykjanes- braut sunnan Hafnarfjarðar um mið- nætti aðfaranótt miðvikudags. Lög- reglumenn á eftirlitsferð þótti bíllinn grunsamlegur og fóru fram á að leita í bílnum og þá fannst hassið. Menn- irnir höfðu reynt að koma hluta þess undan með því að henda því út í nátt- myrkrið en varð ekki kápan úr því klæðinu. Mennirnir þrír, sem hafa komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefna- neyslu, eru allir búsettir í Reykjavík og fékk Hafnarfjarðarlögreglan aðstoð kollega sinna úr Reykjavík við hús- rannsókn á heimilum mannanna auk annarrar tæknilegrar aðstoðar. Á heimilunum fannst ekkert en auk bilsins sem piltarnir voru á var lagt hald á annan fólksbíl í þeirra eigu. Bílamir hafa nú báðir verið afhentir eigendum sínum. Piltunum var sleppt eftir að hafa játað að eiga stóran hluta efnanna en svo virðist sem þeir segi annan eða aðra eiga hluta af hassinu. Auk efnanna voru á annað hundruð þúsund krónur gerðar upptækar og er upphæðin talin hafa átt að vera hluti af greiðslu fyrir hassið. -GAR Tölvunerðir og seðlaveski í Fókusi sem fylgir DV á morgun gefst lesendum kostur á að rýna i innihald veskis Magga Scheving. Hann er þrálátur safnari og er ekki einn af þeim sem hendir gulu debet- kortsmiðunum jafnóðum. Svo er viðtal við Dag Kára Pétursson kvik- myndagerðarmann en hann er höf- undur Thule-auglýsinganna og er nú með tvær stuttmyndir í Nordisk Panorama-keppninni sem haldin er í Háskólabíói. Fókus kíkir auk þess , m* í heimsókn í MH og Versló og reyn- ir að fá botn i það hvað breyttist í lífi ungs fólks í sumar. Gissur Sigurðsson, fréttamaður Bylgjunnar, hefur haft f ýmsu að snúast að undanförnu. Hann hefur m.a. verið við upptökur við sunnudagsleikhús Rfkissjónvarpsins. Þar leikur hann hinn ástsæla söngvara Hauk Mortens í ástar- og spennumynd sem Óskar Jónasson leikstýrir. Myndin er tekin við tökur í kirkjugarðinum við Suðurgötu í gær. DV-mynd Teitur Harka handrukkara í innheimtu fíkniefnaskulda: Handleggs- og fót- brutu rangan mann - neyddu hann til aö undirrita afsal á bíl föður síns „Sonur minn er búinn að vera undir lögregluvemd í allan dag. Þeir handleggs- og fótbmtu hann, auk þess að berja hann með þungu vasaljósi í andlitið. Hann er hepp- inn að vera á lífi,“ sagði faðir 23 ára manns sem lenti í klónum á hand- mkkurum fikniefnasala sem mis- þyrmdu honum á fyrrgreindan hátt. „Að auki óku þeir með son minn svona á sig kominn eitthvað upp í Breiðholt og neyddu hann þar til að skrifa undir afsal á bílnum sem hann var á en áttuðu sig ekki á að þetta var bíllinn minn. Þeir vissu heldur ekki að þeir vom að berja og rakka rangan mann vegna þess að skuldarinn er eldri bróðir hans sem því miður hefur komið sér í skuld vegna fikniefnakaupa," sagði faðir- inn sem ekki vill láta nafn síns get- ið af ótta við frekari aðgerðir hand- rakkaranna. Að sögn föðurins var fíkniefna- skuldin sem hér um ræðir um 300 þúsund krónur en með vöxtum sem í gildi era í fikniefnaheiminum var hún komin upp í 720 þúsund krón- ur þegar handrakkararnir létu til skarar skríða í miðbæ Reykjavíkur þar sem fómarlambið var statt á bíl föður síns. „Handrukkaramir létu sig þó hafa það að skfia drengnum heim alblóðugum og margbrotnum svona eins og maður sér í bíómyndum. Hann var skelfiléga á sig kominn," sagði faðirinn sem í gærkvöld var enn ekki búinn að endurheimta Daihatsu Charade-bifreið sína. Handrakkararnir vora tveir að verki og, að sögn fómarlambsins, þjálfaðir í austrænum bardagaað- ferðum. Lögreglan leitaði þeirra í gær en vildi aðspurð ekki tjá sig um árangur leitarinnar. -EIR Veðrið á morgun: Rigning eöa súld Á morgun, föstudag, er búist við norðlægri átt á landinu, 3-5 m/s, og víða dálítiili rigningu eða súld. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, hlýjast inn til lands- ins. Veðrið í dag er á bls. 37. Alþingi um mánaðamót Alþingi verður sett föstudaginn 1. október n.k. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flytur stefhuræðu sína 4. október og síðan verða umræður. Daginn eftir, 5. október, verður fiárlagafrumvarpið lagt fram. ísólfur Gylfi Pálsson, sem sæti á í forsætisnefnd, kvaðst búast við að eitt af stóru mál- unum á þingi nú yrði Fljótsdalsvirkj- unarmálið. Formaður Framsóknar- flokksins hefði boðað þingsályktunar- tillögu þar að lútandi. Þá yrðu efna- hagsmálin vafalaust ofarlega á baugi á þingi í vetur. -JSS Eitt mál til skoðunar „Við erum með eitt mál sérstaklega til skoðunar," sagði Thelma Halldórs- dóttir, lögfræðingur hjá Neytenda- samtökunum, aðspurð hvað liði máls- höfðum samtakanna á hendur fram- leiðendum campylobactermengaðra kjúklinga. Upphaflega leituðu um 25 manns til Neytendasamtakanna eftir að hafa sýkst af campylobacter. Viðkomandi vildu láta reyna á málshöfðun á hend- ur framleiðanda campylobactermeng- aðrar vöru. Thelma sagði að haldbær gögn yrðu að vera til staðar til þess að farið yrði í málaferli. Nú væri unnið að öflun slíkra gagna. -JSS Kviðstunginn reyndist gabb Maður hringdi úr GSM-síma í neyð- arlínuna rétt fyrir klukkan tvö í nótt og kvaðst hafa verið stunginn í kvið- inn inni á Gauki á Stöng. Sjúkrabíll og tveir lögreglubílar voru sendir með ofboði á staðinn en er þangað kom fannst ekkert fórnarlamb. Lögreglan hafði vitneskju um númer mannsins sem hringdi en var neitað um upplýs- ingar um eigandann af símafyrirtæk- inu. Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar og verður lögð þung áhersla á að koma höndum á manninn sem hringdi. -GAR Stúlkur með þýfi Tvær stúlkur, 15 og 16 ára, voru handteknar í Árbænum í gær vegna þýfis sem fannst í íbúð þeirra. Tvö sjónvarpstæki, myndabandstæki, hljómflutningstæki og áhöld til fiknefnaneyslu voru gerð upptæk. Stúlkurnar voru vistaðaðar í opnum klefum á lögreglustöðinni i nótt þar sem ekki var pláss fyrir þær á ung- lingaheimilinu að Stuðlum. -GAR MERKILEGA MERKIVELIN brothef pt-1200___ íslenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar i tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.