Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
9
Utlönd
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
o\\t mil/í him,
"Os
Smáauglýsingar
550 5000
Chile varar við
ólgu deyi Pino-
chet erlendis
Stjórnvöld í Chile segja að deyi
Augusto Pinochet, fyrrum ein-
ræðisherra, í útlöndum geti það
valdið mikilli pólitískri ólgu
heima fyrir. Réttarhöld hófust í
London í gær um hvort framselja
heri hinn 83 ára gamla Pinochet
til Spánar svo hann geti svarað til
saka fyrir glæpi sem framdir voru
í stjórnartíð hans. Réttarhöldun-
um verður haldið áfram í dag.
Óeirðir brutust út í Chile í
fyrrahaust eftir að Pinochet hafði
verið handtekinn í London.
Stjórnvöld í Chile hafa farið
fram á lausn harðstjórans fyrr-
verandi og höfða til hás aldurs
hans og meints heilsubrests.
Breska stjómin hefur hins vegar
ítrekað að málið sé í höndum
dómstólanna.
Viö upphaf málflutningsins í
gær voru pyntingarákærur á
hendur Pinochet lesnar upp og
var það ófogur lesning. Lögmaður
spænskra yfirvalda sem vilja fá
Pinochet sagði að pólitískir fang-
ar Pinochets hefðu verið lamdir
með spýtum, fengið rafstuð í kyn-
færin, verið kaffærðir, yflrheyrð-
ir naktir og bitnir af hundum, svo
eitthvað sé týnt til.
Naína Jeltsín ver
Æ fleiri Færey-
ingar stúdera
í Danmörku
Færeyskum nemendum hefur
fjölgað mjög í dönskum skólum,
að því er fram kemur í fréttabréfi
danska menntamálaráðuneytis-
ins. Á síðastliðnum tólf árum hef-
ur fjöldi færeyskra nemenda tvö-
faldast. Ástæðan mun að ein-
hverju leyti vera efnahagskrepp-
an í Færeyjum í byrjun áratugar-
ins þegar margir flýðu land.
Islenska
leit.is
leitarvélin á Netinu
bónda sinn og dóttur
Naína Jeltsín, eiginkona Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta, vísar á
bug ásökunum um að fjölskylda
hennar hafi þegið mútur eins og ný-
lega hefur verið haldið fram í fjöl-
miðlum. Forsetafrúin sagði jafn-
framt í sjónvarpsviðtali um helgina
að barnabörn hennar hefðu orðið
leið vegna ásakananna.
Samkvæmt frásögnum ýmissa fjöl-
miðla hefur yngri dóttir Jeltsínhjón-
anna, Tatjana Djatsjenko, þegið mút-
in frá svissnesku byggingarfyrir-
tæki sem fékk það verkefni að gera
endurbætur á byggingum í Kreml.
„Það særði mig mikið að heyra
þessar sögur um hana,“ sagði Naína
Jeltsín í viðtali við rússnesku sjón-
varpsstöðina ORT.
Auk Tatjönu hafa aðrir starfs-
menn rússneska forsetans verið
bendlaðir við mútuhneykslið. Yfir-
völd í Kreml hafa hins vegar vísað
því á bug að forsetinn, fjölskylda
hans og starfsmenn hafi verið
viðriðnir mútumálið.
„Dótturdóttir mín hefur spurt
mig áhyggjufull að því hverju hún
eigi að svara í skólanum. Ég hef
sagt henni að hún viti að við eigum
hvorki glæsihús né lystisnekkjur
erlendis," sagði forsetafrúin.
Tatjana, dóttir forsetahjónanna,
er sögð hafa keypt sér höll í Þýska-
landi. Auk ásakana um mútuþægni
eru hún og eiginmaður hennar
einnig talin viðriðin peningaþvott í
Bandaríkjunum. Rússneska mafían
er sögð hafa leiðbeint um
peningaþvottinn.
Þetta er i fyrsta sinn sem einhver
í fjölskyldu Borís Jeltsíns tjáir sig
um fregnir fjölmiðla af meintri
spillingu forsetafjölskyldunnar.
Naína er tiltölulega vel liðin meðal
almennings í Rússlandi. Vinsældir
Naína lagar skyrtuna á Borís bónda sínum í bústað þeirra við Moskvu. forsetans hafa hins vegar dalað
Símamynd Reuter mikið.
í sjónvarpsviðtalinu kvartaði
Naína yfir því að eiginmaður henn-
ar og börn hefðu verið dregin niður
í svaðið.
Rúmlega fimmtíu manns létu lífið í fjórum sprengingum í borginni Celaya í Mexíkó á sunnudag. Stjórnvöld hafa
handtekið fjóra menn og fjórir opinberir starfsmenn hafa verið kvaddir til að bera vitni í málinu. Fyrsta sprengingin
varð í ólöglegri flugeldageymslu en sú næsta á veitingahúsi þar sem eldur komst í gaskút.
Tripp stefnir
Hvíta húsinu
Linda Tripp, ritarinn sem hafði
næstum komið því til leiðar að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti missti
embætti sitt, stefndi í gær Hvíta
húsinu. Fullyrðir Linda Tripp að
starfsmenn Hvíta hússins hafi notað
leyniskjöl til að ófrægja hana eftir
að hún hafði upplýst um samband
Clintons og Monicu Lewinsky, fyrr-
verandi lærlings í Hvíta húsinu.
í stefnunni eru ellefu manns í
Hvíta húsinu nafngreindir, þar á
meðal Hillary Clinton forsetafrú. Er
forsetafrúin sökuð um að hafa dreift
út óhróðri um Tripp í kjölfar upp-
ljóstrananna. Linda Tripp stefnir
einnig bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu þar sem hún starfaði. Sakar
hún ráðuneytið um að hafa veitt
persónulegar upplýsingar um hana,
meðal annars ákæru um þjófnað írá
því að hún var ung.
Tripp stefnir Hvíta húsinu.
Símamynd Reuter
Aldraðir breskir
ferðalangar
deyja i rútuslysi
Tuttugu og sjö aldraöir breskir
ferðalangar týndu lifi í rútuslysi í
Suður-Afríku í gær. Á sjö dögum
hafa þá 59 manns látist í rútuslys-
um. Suður-afrísk stjómvöld og
skipuleggjendur hópferða hafa af
því töluverðar áhyggjur.
Rúta Bretanna, sem í voru 34
ferðamenn, fór út af veginum í
norðausturhluta Suður-Afríku og
rifnaði þakið af henni í látunum.
Tuttugu og þrír létu samstundis
lífið. Fjórir létust síðar af sárum
sínum og tveir eru þungt haldnir.
Draumurinn um
gos til bjargar
Löngunin í gosdrykki varð til
þess að tveir bræður á Taívan
misstu ekki kjarkinn á meðan
þeir höfðust við í 5 daga í húsa-
rústum eftir skjálftann mikla í
fyrri viku. Bræðrunum var bjarg-
að um helgina.