Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
33
Sport
DV
Sport
Fyrsta mark Ólafs
Ólafur H. Kristjánsson skoraði sitt fyrsta mark fyr-
ir AGF i dönsku A-deildinni í knattspymu á sunnu-
daginn þegar liðið tapaði, 1-2, fyrir Vejle á heima-
velli. Ólafur kom inn á sem varamaður á 56. mínútu
og minnkaði muninn þegar 6 mínútur vora eftir.
Tómas Ingi Tómasson byrjaði einnig á varamanna-
bekknum en lék allan síðari hálfleikinn.
Með þessum ósigri er AGF komið í fallsæti, er
næstneðst í deildinni eftir 9 umferðir með 6 stig, en
Esbjerg er neðst með 4 stig. Gömlu íslandsvinimir í AB unnu Viborg úti,
1-3, og eru komnir með fjögurra stiga forskot, eru með 21 stig en AaB og
Viborg koma næst meö 17 stig. -VS
Bjarni líklega til Fýlkis
Bjarni Jóhannsson verður mjög
líklega ráðinn þjálfari karlaliðs Fylk-
is í knattspyrnu í vikunni.
Bjami hefur undanfarna daga átt
fundi með forráðamönnum Árbæjar-
liðsins og að sögn þeirra er Bjami
efstur á blaði yfir hugsanlega þjálf-
ara hjá félaginu. Fylkismenn tryggðu
með glæsibrag sæti í úrvalsdeildinni
undir stjórn Ólafs Þórðarsonar en
hann er sem kunngt er tekinn við liði
ÍA. Bjami, sem nýverið hætti hjá
IBVeftir þriggja ára starf, er ekki
ókunnugur herbúðum Fyikis en
hann þjálfaði liðið i eitt tímabil, 1994,
í 1. deildinni en þá höfnuðu Fylkis-
menn i þriðja sæti deildarinnar.
Að sögn forráðamanna Fylkis
halda þeir öllum sínum mannskap að
því undanskildu að Ólafur Þórðarson
er horfinn á braut. Stefnan hjá Ár-
bæjarliðinu er að fá sterkan varnar-
mann tU liðs við sig og markaskor-
ara. -GH
Leikmenn Stoke standa
með Gary Megson
Leikmenn enska knattspymufélagsins Stoke City virðast mótfalinir því að skipt
verði um ffamkvæmdastjóra þó íslenskir aöilar kaupi meirihluta í félaginu. Eins og
kunnugt er, vUl íslenski hópurinn sem stendur að hugsanlegum kaupum gera Guðjón
Þórðarson að framkvæmdastjóra félagsins. Graham Kavanagh, miðjumaður Stoke,
sagði í viðtali við fréttavefinn Teamtalk í gær að leikmenn væru mjög ánægðir með
Gary Megson, sem tók viö liðinu í sumar, og þeir styddu hann aUir heils hugar. Það
væri líka kominn tími til að hætta að skipta um stjóra þvi hann hefði á undanfórnum
árum spUað undir stjórn sex mismunandi framkvæmdastjóra hjá félaginu. _yS
i r
Bland i P oka
HM-farar með
sýningu í dag
Elva Rut Jónsdóttir, Jóhanna Sigmundsdótt-
ir og Dýri Kristjánsson, sem öll taka þátt í
heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í
Kína í næsta mánuði, leika listir sínar á sýn-
ingu í íþróttahúsinu á Seltjamamesi í kvöld.
Þar koma einnig fram Halldór B. Jóhanns-
son og Jóhanna Rósa Ágústsdóttir sem kepptu
á heimsmeistaramótinu í þolfími fyrr á árinu
en þar hreppti Halldór bronsverðlaunin. Þau
taka þátt i Evrópumótinu í Birmingham í des-
ember.
Sýningin hefst kl. 20 í kvöld og aðgangseyr-
ir, 400 krónur á mann, rennur í ferðasjóð
Kínafaranna. -VS
Tveir með FH
Amar Ægisson og Ásgrímur H. Einarsson
hafa verið ráönir þjálfarar FH sem vann sér á
dögunum sæti í úrvalsdeUd kvenna í knatt-
spyrnu.
Arnar hefur þjálfað FH undanfarin tvö ár
með góðum árangri. Ásgrímur hefur þjálfað 2.
flokk kvenna hjá Stjömunni undanfarin ár en
hann stjómaði liði Þróttar frá Neskaupstað í
efstu deUd 1993 og 1994. -VS
¥ Ryder-bikarinn
f ígolfl:
Colin Montgomerie og Jose Maria Olazabal urðu fyrir óskemmtilegri reynslu í baráttunni við Bandaríkjamenn
um Ryder-bikarinn í golfi. Framkoma áhorfenda og leikmanna bandaríska liðsins var til skammar. Reuter
Dónaskapur
- Bandaríkjamanna hefur vakið mikla athygli
Sigur og tap hjá
Jóhanni á HM
Jóhann Marel Viðarsson hefur leikið tvo
leiki á heimsmeistaramóti 21 árs og yngri í
snóker sem nú stendur yfir í Kaíró í Egypta-
landi.
Jóhann tapaði fyrst, 0-4, fyrir Ian Baker frá
Ástralíu en vann síðan M.H. Jamaldeen frá Sri
Lanka, 4-2. Jóhann er íslandsmeistari í þessum
flokki og þetta er hans fyrsta mót á erlendri
grundu. _ys
Slæm hegðun áhorf-
enda og leikmanna
bandaríska liðsins á
Ryder-bikarnum í golfi
um liðna helgi hefur
vakið mikla athygli.
Langt er síðan kylfíng-
um hefur verið sýndur
annar eins dónaskapur á
golfmóti og leikmenn
Evrópuliðsins máttu
þola.
Strax á fyrsta degi
tóku bandarískir áhorf-
endur upp á því að kalla
ókvæðisorð að Colin
Montgomerie í þeirri
von að trufla leik Skot-
ans. Það tókst þeim ekki
en framkoma áhorfend-
anna var einstök og gæti
dregið dilk á eftir sér.
Um þverbak keyrði
síðan á lokadegi mótsins
er Justin Leonard setti
niður langt pútt á 17.
flötinni. Leikmenn
bandaríska liðsins og
eiginkonur þeirra létu
þá sem óð væm enda lík-
ur á að Leonard hefði
tryggt bandaríska liöinu
sigur. Spánverjinn Jose
Maria Olazabal átti hins
vegar sitt pútt eftir og
gat því jafnað og fellt
holuna. Framkoma
Bandaríkjamanna var
slík að menn trúðu vart
sínum eigin augum.
Montgomerie og 01-
azabal voru mjög undr-
andi á framkomu áhorf-
endanna og bandarísku
kylfinganna.
„Hreinn viðbjóður“
Sam Torrance, aðstoð-
arliðsstjóri Evrópu, sagði
framkomu Bandaríkja-
manna hreinan viðbjóð
og þeim til minnkunar á
allan hátt.
í gær kepptust banda-
rísku kylfingarnir við að
biðjast opinberlega af-
sökunar á framkomu
sinni og þar var Ben
Crenshaw, liðsstjóri
bandaríska liðsins,
fremstur í flokki.
Ljóst er að framkoma
Bandaríkjamanna er lit-
in alvarlegum augum í
golfheiminum. Golfið
hefur ætíð verið sú
íþrótt þar sem ómæld
virðing er borin fyrir
andstæðingnum og hefur
þá einu gilt hvort um er
að ræða áhorfendur eða
leikmenn. -SK
Bandarísku kylfingarnir urðu sér til ævarandi skammar er þeir fögnuðu pútti
Justins Leonards á 17. flötinni. Reuter
Brynjar Björn var góður gegn Malmö
Brynjar Bjöm Gunnarsson átti góðan leik með Örgryte gegn Malmö í
sænsku A-deildinni i knattspyrnu í gærkvöld. Lokatölur mðu 1-1 og átti
Brynjar þátt i marki Örgryte. Sverrir Sverrisson lék allan leikinn fyrir
Malmö og stóð sig vel. Hammarby vann Elfsborg, 2-1, og var Haraldi Ingólfs
syni skipt út af á 65. mín. Þórður Þórðarson var ekki í marki Norrköping
sem vann Halmstad, 4-0. Örebro tapaði gegn Frölunda, 0-1. -SK/-
inni í borðtennis á laugar-
daginn. Hann lék tvo leiki,
vann annan sem var gegn
fjórða besta manni Dana,
en tapaði hinum. Virum
var danskur meistari fyrir
tveimur árum.
Guömundur var síðan
mættur á fyrsta stigamót
tímabilsins sem haldið var
í TBR-húsinu á sunnudag-
inn og þar sigraði hann
Kristjún Jónasson, félaga
sinn úr Víkingi, af öryggi i
úrslitaleik, 21-14 og 21-11.
Markús Árnason og
Bjarni Bjarnason uröu í
3.4. sæti. Tryggvi Áki
Pétursson sigraði í 1.
ílokki, Tryggvi Rós-
mundsson í 2. flokki og
Gisli Antonsson í eldri
flokki en allir þessir koma
úr Víkingi.
Brynjar Valdimarsson
sigraði Sumarliöa Gúst-
afssoti, 5-2, í úrslitaleik í
meistaraflokki á fyrsta
stigamóti vetrarins i
snóker sem fram fór á
sunnudaginn. Þeir Ásgeir
Ásgeirsson og Magnús Jó-
hannesson urðu í 3.4.
sæti. Jóhannes R. Jó-
hannesson sigraði í 1.
flokki og Börkur Sigurös-
son í 2. flokki.
Arnar Grétarsson lék síð-
ustu 25 mínúturnar með
AEK þegar liðið tapaði, 1-2,
fyrir Panathinaikos í 2.
umferð grísku A-deildar-
innar i knattspymu í fyrra-
kvöld.
Helgi Sigurösson var ekki
í liði Panathinaikos, sem er
með 6 stig á toppnum
ásamt Olympiakos og Et-
hnikos Asteras.
Rosenborg sigraði Trom-
sö, 2-1, í undanúrslitum
norsku bikarkeppninnar í
knattspymu á sunnudag-
inn. Tryggvi Guömunds-
son lék fyrri hálfleikinn
með Tromsö en Árni Gaut-
ur Arason var ekki i
markinu hjá Rosen-
borg, sem mætir
Molde eða
Brann í úr-
slitaleikn-
Þrjú rauð
Kevin Campbell tryggði Everton sætan sigur
gegn erkifiendunum í Liverpool í ensku A-deildinni
í knattspymu gærkvöldi. Campbell skoraði eina
mark leiksins á 5. mínútu. Leikmenn Everton börð-
ust eins og grenjandi ljón allan tímann og tókst
heimamönnum ekki að finna glufur á sterkri vöm
gestanna.
Spennustigið var hátt hjá leikmönnum beggja
liða og það kom ekki á óvart þegar upp úr sauð und-
ir lokin. Sander Westerveld, markvörður Liverpool,
og hinn ungi Francis Jeffers lentu í slagsmálum á
74. mínútu og fengu að launum rautt spjald og rétt
fyrir leikslok fauk Steven Gerard út af fyrir að
brjóta mjög illa á Campbell. Everton hefur komið á
óvart í upphafi leiktíðar og er í 5.-7. sæti með 16
stig en Liverpool er í 13.-14. sæti með 10 stig. -GH
Sander Westerfeld, markvörður Liverpool, og Francis
Jeffers í liði Everton slást á Anfield í gærkvöld. Reuter
Leist vel á Ulleström
Knattspymumaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson, sem sló í gegn með Grindavíkurlið-
inu í sumar, kom frá Noregi í gær en þar var hann að skoða aðstæður hjá norska A-
deildarliðinu Lilleström. Grétar kom heim með tilboð í farteskinu en norska félag-
ið vill gera við hann fiögurra ára samning.
„Ég ætla að gefa mér tima til að skoða tilboöið vel. Mér leist mjög vel á
klúbbinn og finnst þetta spennandi kostur en ég vil þó frekar semja ti'
þriggja ára. Ég myndi segja að líkurnar væru meiri heldur en minn;
að ég taki tilboðinu," sagði Grétar í samtali við DV í gær. Það er
fleira sem hangir á spýtunni hjá Grétari. Sænska A-deildarlið
ið Trelleborg hefur sett sig í samband við Sandgerðinginn
og eitt enskt A-deildarlið er með hann í sigtinu. Þá hafe
borist fyrirspurnir frá enskum B- og C-deildarliðum.
Grétar er 21 árs gamall. Hann hefur tvö undanfar-
in ár leikið með Grindavík í úrvalsdeildinni en
fram að því lék hann með Reyni úr Sandgerði,
auk þess sem hann lék um tíma með
skoska B-deildarliðinu Sterling Albion
-GH
Siggi brotinn?
- verður sendur í frekari rannsókn
Sigurður Jónsson, landsliðsfyrirliði í knatt-
spymu, er að öllum líkindum með brotið bein í
fæti eftir að hann meiddist í leik með Dundee
United gegn Hearts í skosku A-deildinni í
knattspymu á laugardaginn.
Sigurður var borinn af velli á 72. mínútu og
óttast var í fyrstu að um mjög alvarleg meiðsli
væri að ræða, jafnvel slitna hásin. Svo reyndist
ekki vera, en bein við tá virðist vera í sundur.
Hann verður sendur í frekari rannsókn og það
á að skýrast síðar i vikunni hversu alvarleg
meiðslin eru og hve lengi hann verður frá
keppni.
Dundee United á ekki leik fyrr en þann 12.
október, þannig að næsti leikur Sigurðar ætti
að vera landsleikurinn mikilvægi gegn Frökk-
um í París þann 9. október. Miðað við stöðu
mála virðist ólíklegt að hann verði leikfær og
það er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið, ekki
síst vegna þess að Eyjólfur Sverrissón verður
væntanlega einnig fiarri góðu gamni.
-VS
Fýlgst
er með
Hemma
- Wimbledon og Tottenham með
landsliðsmanninn í sigtinu
Bland í noka
Tvö félög úr ensku A-
deildinni í
knattspymu, Wimbledon og
Tottenham, hafa augastað á
íslenska landsliðsmannin-
um Hermanni Hreiðarssyni
sem leikur með Brentford
i C-deildinni.
George Graham,
framk væmdastj óri
Tottenham, og Sam
Hammam, eigandi
Wimbledon, voru
mættir á leik
Brentford við
Preston á laugar-
! daginn til að fylgj-
ast með Her-
manni.
Á fréttavefnum
Teamtalk var í gær
sagt að
Helgi Kolviösson og félagar í Mainz
unnu sinn fyrsta leik í þýsku B-deildinni
á tímabilinu þegar þeir iögðu Hannover,
1-0, um helgina. Helgi lék allan leikinn i
vörn Mainz sem komst upp í 12. sætið
með 6 stig en á toppnum eru Númberg og
Aachen meö 13 stig.
Eiður Smári Guöjohnsen fékk góða
dóma fyrir frammistöðu sína með Bolton
í 3-2 sigrinum á Nottingham Forest í
ensku B-deildinni i knattspyrnu
á laugardaginn. Eiður krækti í
vítaspyrnu sem Bolton jafnaði
úr, 2-2, og átti síðan þátt í sigur-
markinu á lokamínútunni sem
Neil Cox skoraði.
Lúrus Orri Sigurösson, landsliösmaður
í knattspymu, meiddist í leik WBA við
Crystal Palace i ensku B-deildinni á laug-
ardaginn. Hann lék þó leikinn á enda og
talið er að hann verði leikfær um næstu
helgi.
Kári Gunnlaugsson er hættur störfum
sem knattspymudómari en lokaverkefni
hans var bikarúrslitaleikur KR og ÍA á
sunnudag þar sem hann var aðstoðar-
dómari. Kári hefur verið alþjóðlegur að-
stoðardómari undanfarin ár en þar er
aldurshámarkið 45 ár og hann nær því
siðar á þessu ári.
Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki fer
fram i kvöld. Þá mætast í Keflavík heima-
menn og Njarðvík. Leikurinn hefst
klukkan 20 og rennur aliur ágóði af leikn-
um til LAUF, Landssamtaka áhugafólks
um flogaveiki.
Kjartan Guöjónsson og Sigriöur Sig-
uróardóttir, GKG, sigruðu í hjónakeppni
Samvinnumferða-Landsýnar í golfl sem
haldin var á Spáni á dögunum. Þau léku
á 59 höggum. Leifur Gunnarsson og
Ingibjörg Sigursteinsdóttir, GV, komu
næst á 60 höggum og Gunnlaugur Ósk-
arsson og Lovísa Hermannsdóttir, GSE,
léku á 63 höggum.
Þá var haldiö punktamót SL f karla-
flokki og sigraði Kjartan Guöjónsson,
GKG, með 31 punkt, Guðmar Sigurös-
son, GSE, kom næstur með 30 og Jón
Björnsson, GO, þriðji með 23 punkta. f * .
kvennaflokki sigraði Sigríöur Siguróar-
dóttir, GKG, með 34 punkta. Ester Krist-
jánsdóttir, GV, kom næst með 29 punkta
og Jólianna Sveinsdóttir, GSE, þriðja
með 26 punkta. í nýliðaflokki sigraði
Ólafur Pálsson, GÚ, með 30 punkta.
Brentford vildi fá í kringum
200 milljónir króna fyrir
Hermann en félagið keypti
hann frá Crystal Palace fyr-
ir ári fyrir 90 milljónir
króna. Hann er dýrasti leik-
maður í sögu Brentford og
var jafnframt dýrasti leik-
maður í ensku D-deildinni í
fyrra.
Hermann var á dögunum
valinn besti leikmaður C-
deildar á fyrstu vikum tíma-
bilsins en hann er langstiga-
hæstur í einkunnagjöf
nefndar á vegum Carling,
styrktaraðila neðri deild-
anna í Englandi. Hann hefur
þegar skoraö tvívegis fyrir
Brentford í deildinni á þessu
tímabili en liðið hefur byrj-
að mjög vel og hefur ekki
tapað leik til þessa. -VS
Wimbledon hyggst mót-
mæla brottvísun Johns
Hartsons í leik liðsins við
Tottenham á sunnudag.
Hann var rekinn af velli
með sitt annað gula spjald,
fyrir meint olnbogaskot
þegar hann stökk upp til að
skalla.
Á upptökum frá leiknum
er ekkert athugavert að sjá
og Wimbledonmenn vilja
að spjaldið verði ekki talið
með.
Jim Smith, framkvæmda-
stjóri Derby, vill kaupa
ítalann Benito Carbone
frá Sheffleld Wednesday.
Steve Bruce, framkvæmda-
stjóri Huddersfield, hefur
ákveöið að leggja skóna á
hilluna og stjórna liði sínu
frá hliðarlínunni.
Steve Bruce, sem lék lengi
með Manchester Vnited,
er 38 ára og hefur spilað
937 leiki á farsælum ferli.
„Ég var valinn lélegasti
leikmaðurinn á æfingu um
daginn og þá sá ég að það
væri tími kominn til að
hætta,“ sagði Bruce.
Alex Manninger, mark-
vörður Arsenal, meiddist á
úlnlið I leik liðsins við
Watford á laugardag. Það
bendir því allt til þess að
David Seaman fái stööuna
á ný þegar liðið mætir
Barcelona í meistaradeild-
inni annað kvöld.
Það kom i hlut varnar-
mannsins Steve Stuntons
að taka við hlutverki
Westervelds í marki Liver-
pool þegar markvörðurinn
var rekinn af leikvelli.
-VS/-SK
Auður áfram
í Stjörnunni
Auður Skúladóttir
verður áfram þjálfari
og leikmaður kvenna-
liðs Stjömunnar í
knattspymu. Frá þessu
var gengið í gærkvöld.
Jörundur Áki Sveins-
son veröur áfram þjálf-
ari Breiðabliks og
Rakel Ögmundsdóttir
og Margrét Ólafsdóttir
leika áfram með Blik-
unum.
-SK/-ih
Þorvaldur næsti
þjálfari KA-manna?
Við höfum á undaníornum dögum verið í viö-
raoðiuri við Þorvald Örlygsson og ég er bara
nokkuð bjartsýnn á að hann verði næsti
þjálfari félagsins. Það er stefnt að því að
gera við hann tveggja ára samning. Von-
andi verður gengið frá þessu máli í vik-
unni,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, for-
maður knattspyrnudeildar KA, í samtali
við DV í gærkvöld. Stefán sagði að ef
þetta gengi allt saman eftir myndi Þor-
í valdur að öllum líkindum verða spilandi
þjálfari. -JKS