Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
41 *
Myndasögur
Veiðivon
Min skoðun er -sú að EKKERT meðlæti þurfi með GÓÐRI I
STEIK! }
íaÍM I) \
'mih. 1 / /
BUILS
• rH
e
e
s
Þeir eru vígalegir við Hvolsá í Dölum, Örn Hafsteinsson, Guðmundur Örn
Guðmundsson og Ægir Már Kárason. Veiði lýkur í henni næsta föstudag.
DV-mynd G. Bender
Hvolsá og Staöarhólsá:
15 laxar
1110 bleikjur
- fréttir úr Dölunum
„Noblerinn hefur verið sterkur í
bleikjunni í sumar hérna fyrir vest-
an og þá sérstaklega sá svarti. Ég
hef veitt mikið af bleikju á þá
£lugu,“ sagði Sigurdór Sigurdórsson
en hann var við veiðar í Hvolsá og
Staðarhólsá í Dölum um helgina.
Veiði lýkur í ánum á fóstudaginn en
veiðimenn sem voru í gær við veið-
ar voru búnir að fá nokkrar bleikj-
ur og sumar þeirra vænar.
Umsjón
Gunnar Bender
Ámar hafa gefið 15 laxa og voru
tveir þeir stærstu 12 punda. Klapp-
aríljótið hefur gefið helminginn af
þessum 15 löxum. Bleikjurnar vora
1110 og voru þær stærstu 5 pund.
Flugan hefur verið sterk í silungn-
um en best hafa gefíð Ármótahylur
og Húshylur.
944 laxar veiddust
í Laxá í Dölum
Við skulum aðeins líta á lokatöl-
ur úr nokkrum veiðiám í Dölunum
í viðbót og renna í laxveiðiámar
þar. Veiði er lokið í Laxá í Dölum
og veiddu síðustu veiðimennirnir 36
laxa.
„Við vorum þarna undir það síð-
asta og hollið fékk 36 laxa. Hann var
14 pund hjá okkur sá stærsti. Lax-
inn var mjög dreifður um ána,“
sagði Girnnar Bjömsson en hann
var einn af þeim sem var i þessu
holli í Laxá í Dölum. „Mér fannst
áberandi hvað við sáum mikið af
ekki mjög legnum fiski,“ sagði
Gunnar enn fremur.
Lokatölur úr Laxá vom 944 laxar
og hann er líklega 18 pund sá
stærsti. Menn eru ekki búnir að
lesa sig í gegnum veiðibókina en
vegna nýs fyrirkomulags í veiðibók-
um getur verið erfitt að sjá hvaða
lax er stærstur.
145 laxar
á þurrt í Fáskrúð
„Við vorum að loka Fáskrúð í »
Dölum og lokatölur vom 145 laxar.
Vð fengum einn lax þegar við hætt-
um. Það var ekki mikið af fiski í
ánni,“ sagði Eiríkur St. Eiríksson
og bætti við: Þeir stærstu sem
veiddust voru þrír 13 punda en það
er mikið af seiðum víða um ána og
þau eiga eftir að skila sér seinna,"
sagði Eiríkur í lokin. Haukadalsá í
Dölum endaði í 674 löxum og
Flekkudalsá í 132 löxum.
-------^----------------
jjrval
- 960 síður á ári -
fróðleikur og skemmtun
sem lifir mánuðum og
árumsaman
Blaðbera vantar I
Fákafen - Faxafen - Skeifuna
Laugaveg - Bankastræti.
Upplýsingar á afgreiðslu DV
W 1 í síma 550 5000.