Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 32
 M * FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Dorrit Moussaieff átti erfiðar stundir er hún beið með forsetanum eftir aðstoð í Landsveit í gær. Biðin var Iðng og tár blikaði á kinn í Ijósaskiptunum. Komið var með forsetann í þyrlu á Sjúkrahús ■Reykjavíkur um háiftíuleytið i gærkvöld og fylgdi Dorrit fast á eftir í fylgd forsetabílstjórans. DV-myndir GVA og Pjetur. Líðan eftir atvikum: Átta bak við rimla í stóra fíkniefnamálinu: Hafnardeildin handtekin Dorrit nær dottin - reið óbeisluðu Líðan forseta íslands er eftir atvik- um eftir að hann axlarbrotnaði við að falla af hestbaki í útreiðartúr við Leirubakka í Landsveit um kvöldmatar- leytið í gær. Minnstu mun- aði að Dorrit Moussaieff, vin- Brotin gleraugu kona hans, féUi Dorrit- DV-mynd GVA einnig af baki er hún reið óbeisluðu hrossi á stökki berbakt i gerði. Forsetinn og Dorrit voru að strjúka hrossi í gerðinu þegar Dorrit skellti sér á bak með þeim af- leiðingum að hrossið stökk af stað og stöðvaði ekki fyrr en í stóði allfjarri. Um tíma var Dorrit runnin niður á síðu hestsins en tókst að rétta sig af. Sýndi vinkona forsetans þar að hún er ekki óvön hrossum en hún missti gleraugu sín sem brotnuðu. Læknar bæklunardeildar Sjúkra- húss Reykjavikur sátu á fundi í morg- un þar sem röntgenmyndir af axlar- «4 broti forsetans voru til skoðunar. Sjá nánar „Dorrit felldi tár... “ á bls. 2. -EIR Herbjörn Sigmarsson, 35 ára, og Gunnlaugur Ingibergsson, 27 ára, sem eftirlýstir voru um alla Evr- ópu vegna gruns um aðild að stóra fíkniefnamálinu, voru teknir höndum á götu i Kaupmannahöfn síðdegis í sunnudag. Tvímenning- arnir, sem höfðu verið eftirlýstir síðan 11. september sl. eða í fimmt- án daga þegar þeir voru handtekn- ir, voru leiddir fyrir dómara í Danmörku í gærmorgun og úr- skurðaðir í gæsluvarðhald uns krafa íslenskra yflrvalda um fram- sal verður til lykta leidd. Hvorug- ur mannanna mun hafa mótmælt framsalskröfunni og verða þeir því fluttir heim eins fljótt og unnt er. Hefur DV heimildir fyrir því að Herbjörn verði fluttur til landsins i kvöld. Veittu ekki mótspyrnu Sigurgeir Sigmundsson hjá al- þjóðadeild rikislögreglustjóra sagði við DV í gær að tvímenningamir hefðu verið handteknir úti á götu í miðborg Kaupmannahafnar en sag- ist ekki geta lýst kringumstæðum nánar. Þó virðist ljós að Herbjöm og Gunnlaugur veittu ekki mót- spymu við handtökuna og þess má geta að þeir vora ekki handteknir við Aðaljámbrautarstöðina. Eins og fram kom í DV á dögun- um hermdu heimildir að Herbjöm og Gunnlaugur, sem starfaði hjá Samskipum í Kaupmannahöfn, hefðu yfirgeflð Danmörku og haldið suður á bóginn eftir að sjö kílóa hasssending sú sem þeir er gmnað- ir um að hafa komið fyrir í gámi á leið til Islands fannst við leit toll- gæslu og lögreglu. Tveir menn frá íslensku lögreglunni héldu til Kaup- mannahafnar mánudaginn 13. sept- ember og leituðu í borginni ásaunt dönskum kollegum sínum að mönn- unum tveimur fram til fostudagsins 18. september en án árangurs. Ekki liggur fyrir hvar mennimir hafa dvalið á meðan leitin að þeim stóð yfir. Alls sitja nú átta manns í gæslu- varðhaldi grunaðir um aðild að stóra flkniefnamálinu. -GAR Sj ávarútvegarisi: Gunnar Orn verður forstjóri Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri SÍF, verður einn forstjóri hins nýja sjávarútvegsrisa sem verður til við samruna Sambands ís- lenskra fiskfram- leiðenda og ís- lenskra sjávaraf- urða. í gærkvöld náðu viðræðu- nefndir ÍS og SÍF samkomulagi um samrana. ÍS rennur inn i SÍF sem ræður um tveimur þriðju í hina nýja fyrirtæki sem verður stærsta útflutningsfyrir- tæki íslendinga. Samruni undir þessum formerkjum er túlkaður sem sigur fyrir Friðrik Pálsson, stjórnar- formann SÍF. Friðrik, sem áður var forstjóri SH, glímdi um árabil við stjómendur ÍS og var ýmsum brögð- um beitt í þeim slag. Mikil hækkun hefur orðið á hluta- bréfum ÍS síðan i ágúst þegar gengi þeirra var 1,55. Þann 24. september var gengið 2,44 sem bendir til þess að um innherjaviðskipti hafi verið að ræða vegna áforma um samruna. -rt Gunnar Örn Kristjánsson. Veðrið á morgun: Þurrt og bjart fyrir austan Á morgun verður suðvestanátt, 8-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt og fremur bjart veður austanlands framan af degi. Hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig. Veörið í dag er á bls. 45. reyklaust flug með Nicotinell .UTIBU I APOTEK .ISUÐURHESJA MERKILEGA MERKIVÉLIN brother PT-igQa. Islenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar i tvær línur Verð kr. 6.603 H Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.