Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Síða 2
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis sem skaffar Odincovumönnum vinnu:
Skellti nánast á
formann Eflingar
- Útlendingaeftirlitið sett í málið
„Það hefur engin ósk borist hing-
að um undanþágu til að Lettamir
fái að vinna hér,“ segir Halldór
Björnsson, formaður stéttarfélags-
ins Eflingar, um atvinnumál lett-
nesku sjómannanna af Odincovu.
Eins og fram kom í gær starfa sjó-
mennirnir hjá verktakafyrirtæki í
Reykjavík og hafa undanfarið mætt
til vinnu eldsnemma á morgnana og
unnið langt fram á kvöld við loka-
frágang á húsi íslandspósts við
Höfðabakka. Þeir hafa fengið greitt
í reiðufé enda hafa þeir ekki leyfi
lögum samkvæmt til að starfa á ís-
landi. Lettarnir hafa verið um borð
í skipi sínu allt síðan í febrúar eða
um 8 mánaða skeið vegna þess aö
þeir hafa ekki fengið laun greidd.
Þeir hafa fengið aðstoð frá mörgum
í formi matargjafa. Meðal þeirra
sem hafa hjálpað þeim em forsvars-
menn Byrgisins, meðferðarheimilis
fyrir unglinga, sem hafa gefið þeim
að borða.
Halldór Björnsson kannaði at-
vinnumál Lettanna í gær eftir að
frétt DV birtist enda starfa þeir á fé-
lagssvæði Eflingar. Hann segist
hafa haft samband við fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins sem
hafi ekkert viljað um málið tala að
öðru leyti en því að hann hafi sagt
Odincovumenn voru að vinna í húsi íslandspósts í gærmorgun. Hörkuduglegir en slitnir, sagði framkvæmdastjór-
inn. DV-mynd S
Lettana vera að dunda eitthvað hjá
sér.
„Hann nánast skellti á mig. Við
munum í samráði við lögmann okk-
ar rita Útlendingaeftirlitinu bréf
þar sem við förum fram á að það
kanni málið. Það er venjuleg af-
greiðsla frá okkar hendi þegar
svona mál koma upp,“ segir Hall-
dór.
í dag áformuðu lettnesku sjó-
mennirnir að grípa til mótmæla-
stöðu framan við húsnæði Sjóvár-
Almennra sem þeir telja brjóta á sér
vegna þess að félagið gengur að veði
í skipinu Erlu sem er í eigu sama
útgerðarmanns og hefur verið kyrr-
sett í Kanada. -rt
Varaformaður Neytendasamtakanna:
Fullviss um að
grænmeti er urðað
- til að viðhalda háu verði
„Við höfum þær upplýsingar
um að urðun hafi átt sér stað, að
ekki er minnsta ástæða til að ve-
fengja þær. Þetta eru algjörlega
haldbærar upplýsingar og meira
að segja staösetningar á því hvar
urðun fór fram,“ segir Jón Magn-
ússon, varaformaður Neytenda-
samtakanna, Hann fullyrðir að
dreifingaraöilar stjórni markaðs-
verði með því að fleygja grænmeti
og halda þannig uppi háu verði.
Dreifingaraðilar hafa sagt það
uppspuna einan að þeir fleygi
grænmeti. Það
eina sem urðað
sé af vörunni sé
skemmt græn-
meti. Aðspurður
hvort þessir að-
ilar segi þá ósatt
segir Jón.
„Já, það er
rangt. Þessir að-
ilar hafa haldið
uppi verði með
því að fleygja grænmeti."
-rt
Jón Magnús-
son.
Tillaga um Fljótsdalsvirkjun:
Borgarstjórn krefj-
ist umhverfismats
„Ég treysti því
að fyrir þessu máli
sé meirihluta-
stuðningur í borg-
arstjóm," segir
Ólafur F. Magnús-
son, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks,
en Ólafur hyggst
leggja fram tillögu
í borgarstjórn um Ólafur F. Magn-
að hún skori á Al- ússon.
þingi að sjá til þess
að fram fari lög-
formlegt umhverfismat vegna Fljóts-
dalsvirkjunar.
Ólafur segir að þrátt fyrir að hann
leggi tillöguna fram i eigin nafni viti
hann til þess að hún njóti stuðnings
innan hóps borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. „Þetta mál er þverpólitískt
og það er mikilvægt að menn láti ekki
flokksbönd ráða ákvörðun sinni held-
ur fylgi sannfæringu sinni,“ segir
hann og bendir á að skoðanakannanir
hafi sýnt að það sé vilji yfir 80% þjóð-
arinnar, og sömuleiðis íbúa Reykja-
víkur sem eigi 45% í Landsvirkjun, að
Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt
mat.
„Ég trúi ekki öðru en að borgar-
stjóm vilji endurspegla vilja íbúanna
í málinu. Hálendið er sameign þjóðar-
innar og því eiga íbúar Reykjavíkur
hagsmuna að gæta. Samþykki borgar-
stjórn tillöguna setur hún þrýsting á
Alþingi að fara að nútímalegum og
lýðræðislegum kröfum," segir Ólafur
F. Magnússon.
-GAR
Það fór vel um Sigríði Höskuldsdóttur þegar hún var á ferð með mömmu
sinni, Sigríði Ólafsdóttur, í haustlitadýrðinni.
DV-mynd ÞÖK
Lögreglan spurð
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra hefur óskað eftir að lög-
reglan skýri
gagnrýni sína á
ákvæði laga sem
heimilar verj-
endum meintra
sakamanna að-
gang að rann-
sóknargögnum í
sakamálum. Lög-
reglan telur að þessi heimild geti
stórspillt rannsókn sakamála. RÚV
greindi frá.
Spillir ekki rannsókn
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
telur ekki að það spilli lögreglu-
rannsókn stóra fíkniefnamálsins
þótt sakborningar fái að sjá rann-
sóknargögn. Sjónvarpið sagöi frá.
Fá ekki gögnin
Verjendur hinna grunuðu í
stóra dópmálinu fá málsgögn ekki
aíhent næstu 3 vikur, samkvæmt
úrskurði Hæstaréttar. Hæstirétt-
ur hefur þar með staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur.
Frávísun
Hæstiréttur vísaði í gær frá
kröfu grænmetisinnflutnings- og
sölufyrirtækjanna Banana, Ágæt-
is og Sölufélags garðyrkjumanna
um að húsleit Samkeppnisstofn-
unar hjá fyrirtækjunum yrði
dæmd ólögleg og gögnum sem
hald var lagt á yrði skilað.
Ómar settur áfram
Utamákisráðherra hefur að til-
lögu þriggja manna nefndar um
málefni Flug-
stöðvar Leifs Ei-
ríkssonar fram-
lengt setningu
Ómars Kristjáns-
sonar i embætti
forstjóra Flug-
stöðvarinnar um
ár, til 1. október
2000. Jafnframt hefur ráðuneytið
ákveðið að falla frá því að skipa í
embætti forstjóra Flugstöðvarinnar
á grundvelli auglýsingar frá 30.
mars sl.
Halli sjúkrahúsanna
Halli sjúkrahúsanna tveggja í
Reykjavík og heilbrigðisstofnana
úti um landið er talinn verða
rúmlega 2,4 milljarðar króna á ár-
inu. Fjárhagsvandinn er til skoð-
unar í heilbrigöis- og fjármála-
ráðuneyti. Mbl. sagði frá.
Fjara hreinsuð
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
hreinsuðu fjöruna í Eiðisvík á Geld-
inganesi í gærmorgun. Stöð 2 hafði
vakið athygli á miklum skolp-
óþverra á þessum stað fyrr í vik-
unni. Bylgjan greindi frá.
Hitakærar örverur
íslenskar hveraörverur ehf. fá
sérleyfi til hagnýtra rannsókna á 28
hverasvæðum landsins, Stofnað
verður nýtt hlutafélag um rekstur-
inn. Deilur urðu um málið seint á
síðasta ári þegar fyrirtækið sótti
um einkaleyfi. Mbl. sagði frá.
Fisksölustríð
Dagur segir samruna SÍF og ÍS
hafa komið stjórnendum SH f
opna skjöldu og nú sé búist við
meiri hörku á fisksölumörkuðum
en nokkru sinni fyrr.
Siðareglur á sjó
Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra vill
að sjávarútveg-
urinn setji sér
siðareglur til
að mæta aukn-
um kröfum
meðvitaöra
neytenda.
Þetta kom
fram á Fiskiþingi í gær.
90 aura hækkun
Bensínlítrinn hækkaði um 90
aura á miðnætti hjá OLÍS að sögn
Samúels Guömundssonar, for-
stöðumanns hagdeildar Olíuversl-
unar íslands, vjð Morgunblaðið.
-SÁ