Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 Fréttir JDV Bónusmenn ævir vegna orða landbúnaðarráðherra í DV: Ráðherra er höfuð- paur ofurtollanna - segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að neytendur hafi fyrst og fremst við landbúnaðarráð- herra að sakast vegna uppsprengds verðs á grænmeti. Ráðherrann sé maðurinn á bak við ofurtollana. DV-mynd Hiimar Þór „Ráðherra hefur ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig. Hann ber ábyrgð á ofurtollunum sem eru ástæða þess að grænmetismarkað- urinn er jafnhár og raun ber vitni. Tollamir halda uppi verðlaginu," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, vegna þeirra orða landbúnaðaráðherra í DV í gær að fákeppni og samþjöpp- un í atvinnulífinu valdi honum áhyggjum. Vísað er til þess að græn- metismarkaðurinn sé að langmestu leyti kominn á eina hendi með því að Sölufélag garðyrkjumanna ráði nú Ágæti hf. og fleiri fyrirtækjum. „Ráðherrann er maðurinn sem heldur uppi óeðlilega háu verði á grænmetismarkaðnum vegna þess að við getum ekki flutt inn græn- meti á eðlilegu verði. Ofurtollarnir standa þar í vegi. Þegar styttist í ís- lensku uppskerana setja þeir magn- og vemdartolla á innflutninginn. Þannig að verðgrunnurinn er kom- inn fyrir íslenska grænmetið þegar þaö kemur inn á markaðinn," segir Guðmundur. „Það skýtur skökku við að ekki skuli óháður matsmaður fara í kæli- geymslur garðyrkjubænda þegar líða fer að lokum uppskerunnar. Hann ætti að taka út gæðin því það er oft á tíðum að lélegri vöru er haldið inni á íslenska markaðnum i skjóli verndartolla," segir Guð- mundur. Hann segir að um tíma í sumar hafi verið skortur á litaðri papriku og Bónus hafi viljað flytja inn þá vöru. Það hafi ekki veriö hægt vegna ofurtollanna. „Ég hefði þurft að borga 398 krón- ur á hvert kíló og 30 prósenta verð- toll að auki. Á meðan kostaði ís- lenska paprikan á milli 600 og 700 krónur sem er bara tóm della. Það liggur við að maður þurfi að kaupa papriku á Vísa raðgreiðslum. Bónus hefur barist fyrir því árum saman að ofurtollamir verði aflagðir en við höfum engu fengið áorkað. Þeg- ar okkur hefur fundist grænmetis- verð á markaðnum vera of hátt höf- um við því ekki getað leitað annað. Svo er þessi maður, Guðni Ágústs- son, með fullri virðingu fyrir hon- um, að setja sig á háan hest. Hann er ábyrgur fyrir öllu ruglinu," segir Guðmundur. Árum saman barði Bónus á Sölu- félagi garðyrkjumanna vegna einok- unarstöðu þess. Bónus stofnaði eig- ið fyrirtæki til að losna undan hæl SG og keypti inn sitt eigið græn- meti. Guðmundur er spurður hvort ekki sé óþægilegt fyrir Bónus að vera bendlað við hinn gamla óvin. „Við kaupum að hluta íslenskt grænmeti af Sölufélaginu . Það eina sem við tengjumst því er að eiga með því innflutningsfyrirtæki sem eingöngu á að flytja inn ávexti og grænmeti frá útlöndum. Menn mega aðeins líta til baka og huga að þeirri þróun sem orðið hefur á íslenska grænmetismarkaðnum. Þróunin er jákvæð og það hefur orðið neyslu- aukning á grænmeti. Sölufélagið á því líka jákvæðar hliðar þó það hafi með hjálp landbúnaðarráðherra haldið uppi verði. Við ætlum með sameiginlegu innkaupafyrirtæki að sýna fram á hagkvæmni þess að kaupa frá útlöndum grænmeti í meira magni og á betra verði neyt- endum til góðs. Þeir munu njóta þess í haust þegar verndartollamir fara af innflutta grænmetinu. Svo byrjar aftur þetta sama ball næsta sumar þegar vemdartoliarnir koma aftur,“ segir Guðmundur. Hann segir enga ástæðu til að ætla annað en íslenskir garöyrkju- bændur spjari sig í samkeppni við erlenda kollega. „Það er engin þörf á því að vernda íslenska grænmetið fyrir innflutningi. Ef garðyrkjubændur verða ekki látnir spreyta sig í sam- keppni við erlenda vöru þá verður engin þróun. Islenska grænmetið ber af í gæðum og tilvalin útflutn- ingsvara. Það verður þó ekkert af slíkum útflutningi á meðan þetta ástand varir. Höfuðpaur þeirra sem í veginum standa er landbúnaðar- ráðherra," segir Guðmundur. Samþjöppun og fákeppni sem ráð- herra nefnir svo er alls staðar. „Það er alls staðar verið að hag- ræða í þjóðfélaginu og ég skil ekki þennan málflutning ráðherrans. Stjórnmálaflokkar hafa verið að sameinast. Er þá ekki ástæða til að krefjast laga þess eðlis að enginn stjómmálaflokkur megi vera með meira en 50 prósenta fylgi að baki. Ég hafna alfarið þessum kenningum um fákeppni," segir Guðmundur. -rt Önnur útgáfa Nokkru áður en KR-ingar fógnuðu langrþáðum íslandsmeistaratitili kom út vegleg bók í tilefni 100 ára afmælis- ins þar sem saga félagsins er rakin. Að þessari annars ágætu bók unnu meðai annarra Ellert B. Schram, Kjartan Gunnar Kjartans- son og Mörður Árnason. Yngri KR- ingum, sem ekki geta> yljað sér við minningar um gamla titla, og reyndar fleiri KR- ingum, finnst eðlúega leiðinlegt að nýjustu afrek KR-inga í meistara- flokki karla- og kvenna í knattspymu skuli ekki hafa komist í bókina. Því hefur heyrst að menn vilji ólmir selja upplagið hið snarasta svo prenta megi nýtt upplag, endurskoðað að sjálf- sögðu... r A stofnþingi Það er kannski að bera í bakkafull- an lækinn að fjalla hér um ágætan forseta vom, Ólaf Ragnar Grímsson, en hann hefur verið á allra vörum undanfarna viku. En gárungarnir áttu virkilega • erfitt með að hemja glottið þegar tilkynnt var um eina af fyrstu opin- beru uppákomum þar sem Ólafur er þátttakandi eftir margumtalað axlar- brot. Hann mun nefnilega halda ávarp á há- tíðardagskrá í Laugardalshöll í tengsl- um við Stofnþing Slysavamafélagsins Landsbjargar sem eru sameinuð sam- tök Slysavarnafélags íslands og Landsbjargar. Hátíðarstjóri verður Stefán Jón Hafstein... í salti í síðasta hefti af tímaritinu Sögu sem kom út á vormánuðum birtist grein eftir Guðmund J. Guðmunds- son sagnfræðing um útfærslu land- helginnar í 12 mílur. Þar komu fram nýjar upplýsingar um samskipti íslenskra og breskra ráðamanna. Greinin vakti tals- verða athygli og brást Björn Bjarna- son menntamála- ráðherra hart við á heimasíðu sinni. Nokkru síðar, í júlí, hringdi ung- ur blaðamaður á Morgunblaðinu til Guðmundar og tók við hann stutt við- tal um niðurstöður greinarinnar. Skömmu síðar hringdi blaðamaður- inn aftur í Guðmund og las fyrir hann viðtalið. Tók hinn ungi blaðamaður fram að annar ritstjóri blaðsins hefði þegar samþykkt viðtalið. Hinn væri i fríi en kæmi aftur næstu daga. Þá yrði viðtalið borið undir hann. Enn bíður Guðmundur eftir viðtalinu... Gúnter Grass fær nóbelsverðlaunin: Lífsglaður bölsýnismaður I rökstuðningi Sænsku akademí- unnar fyrir því að veita þýska rit- höfundinum Gúnter Grass bók- menntaverðlaun Nóbels er sagt að hann hafi í bókum sínum teiknað gleymd andlit sögunnar í frásögum fullum af svörtum húmor. Nýjasta bók Grass, Mein Jahrhundert eða Öldin mín, sem kom út á þýsku í ár, skiptist í hundrað kafla, einn fyrir hvert ár aldarinnar. Hver kafli bók- arinnar er skrifaður utan um einn atburð sem gerðist á viðkomandi ári og Gúnter Grass fékk aðstoð sagnfræðingsins Olaf Mischer við að safna öllum heimildum um þenn- an tiltekna atburð. Meöal efnis sem rætt er í bókinni má nefna kyn- þáttahatur, ofbeldi og ofsóknir, enda öldin vettvangur hryðjuverka í stærri stíl en áður hafði þekkst. En bókin er ekki alsvört. Á öld- inni okkar hefur mannfólkið vissu- lega verið kúgað en það hefur líka risið upp og Gúnter Grass gleymir því ekki. Hann hefur alltaf verið baráttumaður og í nýlegu viðtali segist hann vera af ætt Sísyfosar, þess sem samkvæmt grískri goðsögn bisar endalaust við að koma sama steininum upp fjallshlíöina, en hann sé ánægður með það hlut- skipti. „Verst af öllu þætti mér að steinninn sæti kyrr uppi á brún- inni! Hugmyndafræði til vinstri og hægri hefur reynt að lofa okkur sælu- ríki þar sem við þurfum ekki lengur að strita við steininn en ég trúi ekki á slíka paradís." Öldin mín er ekki eig- inleg skáldsaga en þó hafa kaflarnir hundrað sameiginlegan stil og anda, ef svo má segja. Grass hefur látið hafa eftir sér að skáldsagan sé mella í heimi bókmenntagreina því við hana megi gera hvað sem er, og Gúnter Grass hefur að margra mati beðið helst til lengi eft- ir nóbelsverðlaununum. Reutermynd tilfellið sé að undir hinum hundrað frásögnum sé eitt sögumunstur sem hann hafl ekki vitað um fyrr en hann las bókina fullbúna. Gúnter Grass hefur að margra mati beðið helst til lengi eftir nóbelsverðlaun- unum. Hann er 72 ára í ár og varð heimsfrægur strax rúmlega þrítugur fyrir skáldsöguna Blikktromm- una (1959) sem nú er að koma út í íslenskri þýð- ingu, einhverja mögnuð- ustu skáldsögu þessarar aldar. En Blikktromman er líka óþægilega ögrandi saga og höfundurinn var ' yfirvöldum í landi sínu óþægur ljár I þúfu; það á sjálfsagt sinn þátt í biðinni löngu sem nú er lukkulega á enda. -SA Fasistar Hjörleifur Guttormsson fer mik- inn á vefsíðu sinni vegna þeirra tíð- inda að Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar gerði kröfu um að Hrafnkell A. Jónsson yrði gerður brottrækur úr stjórn Alþýðusam- bands Austurlands vegna skoðana sinna á virkjunar- málum. Segir hann þetta enn einn vitnisburðinn um það ótrúlega and- rúmsloft sem stór- iðjumálið hefur skapað eystra. Og hann spyr: „Eru ekki önnur verkefni nærtækari fyrir samtök verkafólks en að ganga í lið með þeim sem beita sér fyrir skoðanakúgun og sjá það helst tú ráða að berja á fjölmiðlafólki og þeim Austfirðingum sem ekki vilja orðalaust játast undir stóriðjutrú?" Hjörleifur segir múgæsingafundinn á Egilsstöðum hafa gefið tóninn en frumkvöðlar hans hafi valið fólki sem láti sér annt um náttúru landsins heitið umhverfisfasistar... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.