Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Side 11
UV FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1999
enning
Upp koma svik um síðir
Ibúar Latabæjar eru ósköp líkir
öðrum íslendingum. Þeir geta verið
harðduglegir, ræktað sinn garð og
stundað likamsrækt, en það er líka
tiltölulega auðvelt að afvegaleiða þá
og telja þeim trú um að tilbúnar
töfralausnir séu í raun mun hent-
ugri. Fyrir þeim þarf ekkert að
hafa, bara borga! Þetta vita óprúttn-
ir náungar mætavel og Glanni
glæpur sem birtist einn góðan veð-
urdag í Latabæ í gervi Rikka ríka
er einmitt einn slíkur. Hann þarf að
losna við birgðir af niðursuðudós-
um sem eru komnar fram yfir síð-
asta söludag og þegar bæjarbúar
sem bókstaflega geisla af heilbrigði
láta ekki ginnast grípur hann til
sinna ráða.
Glanna tekst ekki aðeins að
koma dósunum í verð heldur bætir
hann um betur og hefur framleiðslu _ ...
á svokölluðu orkudufti (sem reynd- L,uö)onsson
ar hefur þveröfug áhrif) og innan um‘
skamms er þessi óforbetranlegi skúrkur kominn
tO æðstu metorða í Latabæ. Hann horfir harla
kátur á þegar Halla hrekkjusvín og Solla stirða
eru settar í fangelsi fyrir óhæfuverk sem hann
hefur sjálfur framið eða skipulagt og ekki
minnkar gleðin þegar gamla bæjarstjóranum er
bolað frá og hann settur í embættið í staðinn. En
Glanni glæpur alías Rikki ríki gleymir að gera
ráð fyrir íþróttaálfmum fima sem er sérlegur
vinur Latabæjar og skundar nú á vettvang ...
Þessi nýja leiksviðsútgáfa af lífinu í Latabæ
er einfóld og boðskapurinn skýr. Framvindan er
ekki alltaf rökræn frekar en í ævintýrum og
íþróttaálfurinn Magnús Scheving birtist eins og
deus ex machina þegar á þarf að halda. Persónu-
lega fundust mér íbúar Latabæjar óþarflega
heimskir og „fattlausir" eins og börnin myndu
Krakkarnir í Latabæ heillast af Glanna glæp: Vigdís Gunnarsdóttir, Kjartan
, Linda Ásgeirsdóttir og Rúnar Freyr Gfslason í hlutverkum sín-
DV-mynd Teitur
segja en líklega er það með ráðum gert því ann-
ars væri lítil þörf fyrir íþróttaálfmn. En upp-
setning Sigurðar Sigurjónssonar er hugmynda-
rík og fjörleg. Bráðskemmtileg leikmynd Snorra
Freys Hilmarssonar vísar beint í teiknimyndir
Walts Disney og er sú vísun undirstrikuð enn
frekar i búningum, gervum og áhrifshljóðum.
Haninn sem tekur þátt í sýningunni minnir
hins vegar meira á Prúðuleikarana en sómir sér
samt vel í þessu fjölskrúðuga umhverfi. Tónlist
Mána Svavarssonar var létt og grípandi og féll
vel að söngtextum.
Alls taka tólf leikarar þátt í sýningunni. Allir
skila sínu með prýði en þar sem íbúar Latabæj-
ar eru fremur týpur en persónur er ekki boðið
upp á mikil leikræn tilþrif. Helstu karakterein-
kenni eru skýrt mörkuð í leik og búningum og
vægi persónanna ótrúlega jafnt.
Sá eini sem sker sig verulega úr
hópnum er Glanni glæpur sem
Stefán Karl Stefánsson leikur.
Glanni er auðvitað illmenni af
verstu sort en verður að sann-
Leiklist
Halldóra Friðjónsdóttir
færa íbúa Latabæjar um hið
gagnstæða eigi honum að takast
ætlunarverk sitt. Hann þarf þvi
að vera allt í senn, ógnvænleg-
ur, ísmeygilegur og sjarmer-
andi. Hlutverkið var sem klæð-
skerasniðið fyrir Stefán Karl og
hann fúllkomnaði tenginguna
við heim teiknimyndanna með
hreint makalausri líkamsbeit-
ingu.
Það hefur ekkert verið til sparað til að gera
þessa uppsetningu sem glæsilegasta. Útkoman
er litrík og hressileg sýning þar sem skemmt-
anagildið er haft í hávegum.
Þjóðleikhúsið sýnir:
Glanni glæpur í Latabæ eftir Magnús Schev
ing og Sigurð Sigurjónsson
Höfundur söngtexta: Karl Ágúst Úlfsson
Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir
Lýsing: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson
Leikbrúðugerð og brúðuleikur: Guðmunduj
Þór Kárason
Tónlist: Máni Svavarsson
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr
Hilmarsson
Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson
Orgelorgía
Tónlist
Jónas Sen
Mikil hátíðahöld hafa verið í Neskirkju
undanfarið enda glænýtt orgel vígt þar fyrir
skemmstu. Tónleikar hafa verið fjölmargir;
sumum hefur jafnvel þótt nóg um og kallað
orgíu. Á miðvikudagskvöldið var komið að
Reyni Jónassyni organista að spreyta sig og
flutti hann verk eftir Bach, Marcel Dupré og
Jón Ásgeirsson.
Fyrst á efnisskránni var Fúga í g-moll
BWV 578 eftir Bach. Hún byrjaði vel, en er á
leið fór túlkunin að virka nokkuð litlaus,
e.t.v. vegna þess að dýpri raddir orgelsins
virtust helst til lágt stilltar. Einnig var eins
og Reynir væri nokkuð taugaóstyrkur, a.m.k.
lék hann ekki alltaf hreint. Sömu sögu er að
segja um næsta atriði efnisskrárinnar,
Prelúdíu, largó og fúgu í C-dúr BWV 545 sem
var líka eftir Bach. Prelúdían var að visu
bæði stórbrotin og tignarleg en largóið var á
hinn bóginn dálítið handahófskennt og hljóm-
aði stundum eins og lestur af blaði. Fúgan var
sömuleiðis ósannfærandi, túlkunina skorti þá
reisn og þann hátíðleika sem einkennir orgel-
verk Bachs. Reynir sýndi þó víða mikil tilþrif
og er greinilegt að hann er góður organisti, en
svona getur taugaóstyrkur farið illa með
marga.
Næst á dagskrá voru þrjár hugleiðingar op.
32 eftir Marcel Dupré (1886-1971). Þetta eru
snotrar tónsmíðar, sú fyrsta samanstendur af
fallegu hljómaferli er vefur sig utan um síend-
urtekinn tón og á endanum hljómar tónsmíö-
in eins og það sé á tali. Hinar hugleiðingam-
ar eru áþekkar og má lýsa þeim sem þrá-
hyggjukenndum útfærslum á einfoldum hug-
myndum. Hér var Reynir greinilega búinn að
ná sér á strik því hann lék öll verkin af
tæknilegu öryggi og listrænu innsæi og var
útkoman mjög áhrifarík.
í Vakna, Síonsverðir kalla BWV 645 eftir
Bach var túlkun Reynis sannfærandi,
kannski ögn líflegri en undirritaður hefur
vanist, en engu að síður ánægjuleg. Endirinn
var hins vegar dálítið snubbóttur; ef Reynir
hefði aðeins hægt á sér þá, hefðu lokin verið
hátíðlegri.
Siðasta atriðið á efnisskránni var Stutt
fantasía, kóralforspil og passacaglía eftir Jón
Ásgeirsson, ein tónsmíð í þremur köflum.
Þetta er sérstaklega vel heppnað tónverk, lit-
ríkt og margbrotið, og hápunktarnir afar fal-
legir. Sérstaka athygli mína vöktu síðustu
taktarnir í kóralforspilinu en þar var tónlist-
in einstaklega fógur. Reynir lék tónsmíðina
þétt og örugglega svo til allan tímann og var
þetta góður endir á tónleikunum.
Orgelið í Neskirkju er vel heppnað, og
hljómur þess hentar kirkjunni ágætlega. End-
urómunin í salnum er hæfileg og greinilegt
að orgelið býr yfir miklum túlkunarmöguleik-
um. Komu þeir vel fram á tónleikunum, enda
efnisskráin fjölbreytt og sýndi berlega ölíkar
hliðar orgelsins.
Heimsmynd okkar tíma
Á morgun kl. 15 verður vígður nýr
sýningarsalur við Skólavörðustíg 14 í
Reykjavík. Hann heitir Listasalurinn
Man og er samnefndur tískuverslun-
inni á hæðinni fyrir ofan enda rekinn
af sama aðila, Þorbjörgu Daníelsdótt-
ur. Fyrstur listamanna til að sýna í
Man er Hjörtur Marteinsson og er
þetta þriðja einkasýning hans.
Sýning Hjartar heitir Myrkurbil og
á henni eru lágmyndir og þrívíð verk
sem flest eru unnin í MDF-við. Þetta
er hart efni en Hjörtur sýnir þó að úr
því má skera út hinar fínlegustu
myndir. Milli þeirra eru skýr hug-
myndatengsl því Hjörtur er með verk-
um sínum að skapa heimsmynd sem
kallast á við fomar og nýjar hug-
myndir um eðli alheimsins. „Þetta
eru skrítin og dulúðug verk - ég held
að þú munir jafnvel hrífast af þeim,“
segir listamaðurinn hógvær. Hann
hefur áður unnið með hugmyndir
manna frá fyrri öldum, en á nýju sýn-
ingunni er hann kominn út í geiminn.
„Heimsmynd okkar tíma er mikið
til umræðu nú i aldarlok," segir
Hjörtm-, „og mig langar til að taka
þátt í þeirri umræðu. Mér þykir gam-
an að fabúlera um það sem við teljum
okkur skilja þó að við getum ekki út-
skýrt hvers vegna hlutimir em eins
og þeir em - til dæmis eru myndir af
svartholum á sýningunni minni. Ég
vil vera I hlutverki þess sem veltir
fyrir sér eðli hlutanna. Sannur ný-
listamaður er sá sem er stöðugt vak-
andi og skynjar hvert smáatriði hvers
andartaks. Fyrir honum verður allt
að list.“
Sýning Hjartar stendur til 17. októ-
ber og verður Listasalurinn Man op-
inn á verslunartíma á virkum dögum
en kl. 14-18 um helgar.
Silungakvintett
í Hafnarborg
Tríó Reykjavíkur byrjar sína árlegu
tónleikaröð í
Hafnarborg,
menningar- og
listastofnun Hafn-
arfjarðar, með
tónleikum á
sunnudaginn kl.
20. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari
og Peter Máté pianóleikari, en tveir gest-
ir leggja þeim lið á tónleikunum, Hávarð-
ur Tryggvason kontrabassaleikari og Sig-
urbjörn Bernharðsson fiöluleikari. Á efn-
isskránni verða tvö verk eftir Rossini,
dúó fyrir selló og kontrabassa og kvartett
fyrir tvær fiðlur, selló og kontrabassa.
Loks verður fluttur kvintett fyrir píanó
og strengi eftir Schubert, hinn sívinsæli
„Silungakvintett".
Alain Lefévre í Salnum
Áhugamenn um tónlist eiga úr vöndu
að ráða því á sunnudagskvöldið kl. 20.30
verða líka tónleikar í Salnum í Kópavogi.
Þar leikur kanadíski píanóleikarinn Ala-
in Lefévre glæsilega efnisskrá en hann
hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið
heimsathygli fyrir leik sinn, hlotið ein-
róma lof og fjölda viðurkenninga. Tón-
leikamir marka upphaf Kanadadaga á ís-
landi en þeir munu standa yfir dagana
3.-7. okt. 1999.
Sálmarnir endurteknir
Við bendum
á að á sunnu-
daginn kl. 17
verða tónleikar
Sigurðar Flosa-
sonar saxófón-
leikara og
Gunnars
Gunnarssonar
organista,
Sálmar lífsins,
endurteknir í
Hallgrímskirkju vegna fjölda áskorana.
Tónleikarnir voru á Jazzhátíð Reykjavík-
ur 12. september og heilluðu áheyrendur
gersamlega. Gagnrýnandi DV endaði um-
sögn sína á Bravó! og umsjónarmanni
menningarsíðu þótti sem hann hefði
heyrt rödd guðs sjálfs í barítónsaxófónin-
um.
Þungar áhyggjur
Leikskáldafélag Islands lýsir þungum
áhyggjum sínum yfir þeirri þróun sem
blasir við í íslensku sjónvarpi, þar sem
fjölgun sjónvarpsstööva og aukinn út-
sendingartími hefur leitt til þess að i
heild hefur hlutur íslensks dagskrárefnis
minnkað stórlega frá því sem var í upp-
hafi. Á aðalfundi félagsins var samþykkt
að beina því til stjórnvalda að kannað
verði hvort ástæða sé til að færa í lög
ákveðin skilyrði um hlutfall innlends efn-
is í íslenskum sjónvarpsstöðvum.
Sé miðað við Ríkisútvarpið - sjónvai'p,
Stöð 2 og Sýn nemur heildarhlutfall ís-
lensks dagskrárefnis af dagskrám allra
stöðvanna innan við 15 af hundraði. Ein-
ungis RÚV-Sjónvarp heldur nokkum veg-
inn sama hlutfalli og í byrjun eða um 27
af hundraði. Leikskáldafélagið skorar á
sjónvarpsstöðvamar að auka hlut inn-
lends efnis í dagskrám sínum, enda hæp-
ið að kalla þær sjónvarpsstöðvar íslensk-
ar sem til dæmis sýna margfalt meira
efni frá Bandaríkjunum en íslandi.
Einning skorar Leikskáldafélag íslands
á stjómendur Ríkisútvarpsins að setja
hið fyrsta á stofn leiklistardeild við Sjón-
varpið, með sérstakan fjárhagsramma, til
að tryggja vöxt og viðgang þessarar vin-
sælustu tegundar íslensks dagskrárefnis.
Breyttur sýningartími
Frá og meö deginum í dag verður tekm
upp sú nýbreytni í Borgarleikhúsinu að
sýningar á fostudags- og laugardagskvöld-
um munu hefjast kl. 19 í stað 20 áður.
Sýningar á miðvikudags- og fimmtudags-
kvöldum munu eftir sem áður hefjast
klukkan 20.00.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Verkið Myrkurbil á samnefndri sýningu Hjartar Marteinssonar
í nýjum sýningarsal, Listasalnum Man.