Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. r Olíðandi samfélagsvandi í orði er jafnrétti milli kynjanna en svo er ekki á borði. Mikið hefur raunar áunnist í þeim efnum og staða kvenna er önnur og betri en áður var. Þátttaka kvenna í atvinnulífmu er almenn og stúlkur sækja sér ekki síður menntun en piltar auk þess sem margt hefur verið gert til þess að jafna aðstöðumun kynjanna. Enn er þó langt í land að konur sitji við sama borð og karlar hér á landi. Þátttaka kvenna í stjómmálum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum, mjakast upp á við en enn situr þar stór meirihluti karla. Sömu sögu er að segja úr atvinnulífinu. Þar eru stjórnendur upp til hópa karlar þótt þar séu sem betur fer undantekningar. í kjarasamningum er kveðið á um að sömu laun séu fyrir sömu vinnu en engin launung er á því að svo er ekki. Karlar hafa hærri raunlaun en konur. Þótt þetta hafi legið fyrir og upplýsingar í nýrri rannsókn á launa- mun kynjanna, sem unnin var fyrir Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur, komi því ekki á óvart er launamunur- inn sem rannsóknin sýnir þó sláandi. Hagfræðistofnun Háskóla íslands rannsakaði kjara- vísitölu VR á árunum 1990 til 1998. í þeirri könnun kem- ur meðal annars fram að um 29 prósenta launamunur er milli kynja í heildarlaunum, körlum í vil. Fyrir konur er hart við að búa. Raunhæfari samanburður er hins vegar ef tekið er tillit til starfsstéttar, vinnutíma, starfsaldurs og aldurs. Þá kemur í ljós að karlar hafa 18 prósenta hærri laun en konur. Karlar hafa hærri meðallaun en konur í öllum starfsstéttum og á öllum stigum menntun- ar. Munurinn er álíka mikill innan allra starfstétta og menntunarstiga. Könnun sem þessi er gagnleg og án efa innlegg í kom- andi kjarabaráttu. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að niðurstöður rannsóknanna veiti umræðunni um kjaramál nýjan grundvöll. Formað- urinn telur mikilvægt að hefja faglega umræðu um þenn- an launamun á vinnustöðunum. Undir það skal tekið. Umræðan verður að vera meðal fólksins sjálfs, karla og kvenna, því almennt orðalag í kjarasamningum tryggir jöfnuðinn ekki. Launamunurinn verður til á vinnumark- aðnum sjálfum. Það er allra hagur, karla ekki síður en kvenna, að launajöfnuður náist. Það er óumdeildur réttur kvenna að bera það sama úr býtum fyrir sömu vinnu og karlar, að teknu tilltiti til starfsreynslu, menntunar og ábyrgðar, og um leið hagsmunamál heimilanna í landinu. Aðalreglan er sú að fyrir hverju heimili eru tvær fyrirvinnur sem leggja vinnu sína jafnt til búsins. Kynbundinn launa- munur er samfélagsvandi sem ólíðandi er og því nauð- synlegt að leita nýrra leiða til bótar. Gunnar Páll Pálsson. forstöðumaður hagdeildar VR, leitar leiða í þessum efnum og vill nýja hugsun í kjara- samninga. Hann bendir á að hægt sé að setja í samninga ákvæði um að laun endurspegli vinnuframlag, ábyrgð, menntun og hæfni. Regla yrði að laun hvers starfsmanns yrðu metin árlega með tilliti til þessara þátta. Þetta telur forstöðumaðurinn að geti stuðlað að reglulegra starfs- mati og framleiðniaukningu og auk þess minni launa- munar, til dæmis milli karla og kvenna. Þessa hugmynd, sem og aðrar sem miða að sama marki, er vert að skoða enda er kynbundinn launamunur ekki náttúrulögmál. Ástandið lagast ekki nema gripið sé til aðgerða enda sýnir fyrrnefnd rannsókn VR að launa- bil milli kynjanna virðist fremur breikka en mjókka. Jónas Haraldsson Ríkisútvarpinu - sjónvarpi, sem hefur notið ríkisstyrkja, nauðungaráskriftar og auglýsingatekna, farnast iiia þrátt fyrir það. Seljum Ríkis- út varpið þá niður eða einka- væða. Sú viðleitni forsvars- manna RÚV að setja á fót nýja sjónvarpsrás í samkeppni við einkaaðila er sorglegt dæmi um hvernig menn leitast við að finna úreltum stofn- unum nýtt hlutverk og ný verkefni. Ríkisstofnanir og einkaframtak Fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva hefur starfað hérlendis um margra ára skeið og unnið til sín fjöl- marga hlustendur. Sama þróun á sjón- „Ríkisreknar útvarps- og sjón- varpsstöðvar skila ekki öðrum ár- angri en að draga úr samkeppnis- stöðu einkarekinna stöðva og sólunda fjármunum skattgreið- enda sem mætti hæglega nota í annað nytsamlegra. “ Kjallarinn Brynjólfur Þór Guðmundsson formaður Sambands ungra jafnaðarmanna Einhverra hluta vegna virðist svo vera að þegar ríkis- valdið hefur afskipti sín af einhverju er afar erfitt að draga úr þeim afskiptum síð- ar. Þannig er málum farið með útvarps- og sjónvarpsrekstur hins opinbera þar sem forráðamenn RÚV undirbúa nýja sjónvarpsrás þegar ef til vill væri réttara að undirbúa sölu stofnunarinnar. Tilvistarkreppa RÚV Ef til vill virkaði RÚV best þegar stofn- unin hafði einkarétt á útvarps- og sjónvarps- útsendingum. Með til- komu einkarekinna útvarps- og sjónvarps- stöðva hefur stofnun- in átt í síellt meiri vandræðum með að réttlæta tilveru sína. Líklega vegna þess að í ljós hefur komið að einkaaðilar eru allt eins vel færir um út- varps- og sjónvarpsrekstur og op- inberir aðilar. Það, að stofnunin hefur farið hallloka fyrir öörum útvarps- og sjónvarpsstöðum, þrátt fyrir styrki úr ríkissjóði og tekjur af skylduáskrift auk auglýsinga- tekna, hlýtur að vera vísbending um að ríkisreknir fjölmiðlar eru tímaskekkja. Þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru svo famir að keppa við einkaaðila á mjög svo ójöfnum forsendum hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé rétt að leggja varpsmarkaði hefur gengið hægar en virðist í fulium blóma núna. Þannig horfum við upp á að veriö er að setja á fót hverja sjónvarps- stöðina á fætur annarri sem allar eru reknar á grundvelli þess hversu vel þær ná að lokka til sín áhorfendur og auglýsendur. Á móti þessu stendur Ríkisút- varpið - sjónvarp sem hefur notið ríkisstyrkja, nauðungaráskriftar og auglýsingatekna. Þrátt fyrir það farnast því illa, og starfsmenn jafnt sem aðilar utan stofnunar- innar kvarta undan þeim ramma sem stofnunin starfar innan. Vissulega má einstaka sinnum réttlæta inngrip ríkisvaldsins í at- vinnustarfsemi. í dag er hins veg- ar ekkert sem réttlætir það að rík- ið sé í samkeppni við einkaaðila á fjölmiðlamarkaði. Einkaaðilar hafa sýnt og sannað að þeir eru færir um að reka sín fyrirtæki á þessu sviði hagkvæmar og betur en forráðamönnum opinberra stofnana tekst innan þess þrönga ramma sem takmarkar möguleika þeirra til nýjunga. Ef til vill hefur ríkisrekin sjón- varpsstöð átt rétt á sér þegar Sjón- varpið tók til starfa á sjöunda ára- tugnum. En sá tími er liðinn. Rík- isreknar útvarps- og sjónvarps- stöðvar skila ekki öðrum árangri en að draga úr samkeppnisstöðu einkarekinna stöðva og sólunda fjármunum skattgreiðenda sem mætti hæglega nota í annað nytsamlegra. Það er kominn tími til að breyta. Sjónvarpið sömu leið Þess vegna segi ég að það er kominn tími til að selja RÚV. Ríkisreknir fjölmiðlar hafa beð- ið skipbrot á undanfórnum árum og lausnin á vanda þeirra er ekki að setja á fót nýja sjón- varpsrás til að berjast við einkaað- ila. Það er kominn tími til að Ríkis- útvarpið -- sjónvarp fari sömu leið og ýmis fyrirtæki og stofnanir sem hið opinbera hefur átt í heild eða að hluta. Sú leið liggur til einka- rekstrar þar sem einkaaðilar fá tækifæri til að þróa fyrirtækið í þá veru að það verði álitlegur kostur en dagi ekki uppi sem minnisvarði um forsjárhyggju þeirra stjórn- valda sem svara ekki kalli tímans. Brynjólfur Þór Guðmundsson Skoðanir annarra Flugvallargjöld í uppnámi „Við lítum svo á að verði okkur gert að hafa sama gjald í innanlandsflugi og millilandaflugi sé það mjög íþyngjandi fyrir innanlandsflugið sem rekið er af veikum mætti. Væri gjald fyrir millilandaflug hins vegar lækkað, myndu þær tekjur sem þarf ekki vera til staðar. Þar með er þessi tekjuöflun stefnt í uppnám. Við erum því í nokkrum vanda ... Ef flugið verður af þessum tekjum er öllum þeim framkvæmd- um sem fyrirhugaðar eru varðandi flugvelli, endur- byggingu þeirra og annað slíkt, stefnt í voða. Það gengur ekki.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í Mbl. 30. sept. Þolum allan samanburð gagnvart EES „Ég tel að þetta hafi verið í öllum aðalatriðum í eðlilegum farvegi... Við erum alltaf að aðstoða ráðu- neytin í þessum málum og þoka þeim áfram. Það er enda á okkar ábyrgð í utanríkisráðuneytinu að sam- ræma þessi mál og standa fyrir því gagnvart Evr- ópusambandinu. Þetta hefur skánað hjá okkur ís- lendingum en við erum þó ekki í fyrsta sæti. Það eru mörg lönd innan Evrópusambandsins, sem eru langt á eftir okkur að koma ýmsu á sem þeim ber að gera. Við þolum því að mínu mati allan samanburð í þessu efni.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra í Degi 30. sept. Innanlands- og utanlandsflug tengjast saman „Innanlandsflug og utanlandsflug mun tengjast meira og meira saman, ekki síst með stórfjölgun ferðamanna til landsins. Skipuleggjendur ferðaþjón- ustu, ekki síst á landsbyggðinni, munu keppast við að fá ferðamennina beint til staða, s.s. ísafjarðar, Akur- eyrar, Mývatns, Egilsstaða, Hornafjaröar og Vest- mannaeyja með flugi frá Keflavík, sé þess kostur. Suðurnes munu tengjast höfuðborgarsvæðinu meira og meira með samfelldri byggð og bættum samgöng- um ... Húsvíkingar aka upp í Aðaldal til að komast í flugvél og enginn segir neitt... Eða hvað skyldu marg- ir af þeim sem nú fljúgja milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja nýta sér göng út í Eyjar? Eftir yrði í flug- ið, kannski álíka hópur og nú keyrir fyrir Hvalfjörð?" Reynir Ingibjartsson framkvæmdastj. í Mbl. 30. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.