Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 I>"Vr onn Ummæli Á hraðferð í fákeppnina „Viö erum á alveg gríðar- legri ferð til fákeppni og sam- , þjöppunar á öllum i sviðum atvinnu- , lífsins. Þessi þró- un er í gangi um i allt þjóðfélagið. i Þessi litlu fyrir- i tæki sem stóðu sig vel gagnvart neytendum og bændum hafa dáið út og þríf- ast ekki í dag.“ Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra, í DV. Niðjar mannapa og apamanna „Niðjar mannapa og apa- manna hafa hleypt heimdrag- anum úr regnskóginum og eru löngu hættir að kannast við uppruna sinn þó hann berlega komi í ljós við fyrsta glas á bai'num." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Eylöndin í ASÍ „í dag blasir sú sýn við að ASÍ er þrjú aðskilin eylönd sem setja sér allt aðrar leikreglur en krafist er af þeim samböndum og stéttarfélögum sem ekki vilja vera innan þess- ara eylanda.“ Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðarsambands- ins, í Morgunblaðinu. Forsetar mega vera ást- fangnir eins og aðrir Ástin setur sér aldrei tak- mörk og ef forsetar verða ást- fangnir verða þeir að fá að vera það.“ Sr. Þórir Jökull Þorsteins- son, í Degi. Laun í upphafi aldar „Prósentutala ofan á verka- mannalaun er aldrei nema tí- undi hluti þess sem slík tala myndi gefa há- launafólki. Því ættu engin laun á íslandi, í upphafi nýrrar aldar, að vera lægri en 140 þúsund kr.“ Pétur Sigurðs- son, verkalýðsforingi á Vestfjörðum, í Degi. Heppin ríkisstjórn „Ríkisstjórn íslands hefur búið við einstakt glópalán þar til nú að stöðugleikinn er far- inn úr böndunum." Albert Jensson trésmiður, ÍDV. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarshúss: Enginn hörgull á verkefnum DV, Egilsstaðir: „t mínum verkahring verður m.a. að byggja upp Gunnarsstofnun og alla þá starfsemi sem þar á að fara fram, og þar með ná þeim markmið- um sem stefnt er að í reglum stofnun- arinnar. Einnig mun ég hafa umsjón með húsi Gunnars á Skriðuklaustri þó að starfsemin teygi sig víðar“, sagði Skúli Bjöm Gunnarsson er hann var spurður um nýja starfið sem hann tekur við í dag, en hann hefur sem kunnugt er verið ráðinn forstöðumaður Gunnarshúss á Skriðuklaustri. „Reglur Gunnarsstofnunar kveða á um margþætt hlut- verk hennar. Stofnuninni er ætlað að leggja rækt við bók- menntir með áherslu á verk Gunnars Gunnarssonar; að reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn; að stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi; að efla rannsóknir á austfírskum fræð- um; að stuðla að alþjóðlegum menn- ingartengslum og að standa fyrir sýn- ingum og öðmm listviðburðum. Það er þvi ekki fyrirsjáanlegur hörgull á verkefnum hjá mér á næstunni," seg- ir Skúli Bjöm. Aðsetur Gunnarsstofnun- ar er hið þekkta stóra hús sem Gunnar Gunnars- Maður þar verkum og lífshlaupi skáldsins. Hann kveðst m.a. vilja reyna að end- urskapa anda þess tíma er Gunnar bjó á Skriðuklaustri með því að koma stofunum í húsinu í sem næst upprunalegt horf. í því sambandi seg- ist hinn nýi forstöðumaður vonast eftir góðu samstarfl við afkomendur Gunnars enda sjái hann ekki að stofnunin geti í raun byggst upp og sinnt hlutverki sínu fullkomlega án þess. Skiúi Björn er íslenskufræðingur frá HÍ. Hann vinnur að mastersrit- gerð í íslenskum bókmenntum um _________________ þróun smásögunn- j ■ ar á íslandi. Hann UdgSinS hlaut einmitt bók- ----------------- menntaverðlaun son skáld byggði á m Skriðuklaustri í Fljótsdal 1939, en gaf ríkinu er hann flutti til Reykjavíkur 1948 með þeim skilmálum að það yrði hagnýtt með þeim hætti að til menningar- auka horfði. Skúli Björn segir að for- gangsverk- efni stofnun- arinnar sé að færa líf í húsið á Skriðu- klaustri þannig að menn geti kynnst Halldórs Kiljans fyrir smásagnasafn árið 1996, er þau voru veitt í fyrsta sinn. Skúli Björn hefur komið viða við í störfum. Hann hefur m.a. unnið að skógrækt á Fljótsdalshéraði enda fæddur og uppalinn þar eystra. Hann vann um skeið á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns og kom þar að útgáfu á Passíusálmum Hallgríms Pétursson- ar. Hann hefur starfað við blaða- mennsku og ljósmyndun, en síðustu misseri unnið við almánnatengsl og útgáfustörf í Reykjavík. Hann flutti austur á Hérað sl. vor og hefur síð- ustu mánuði unnið ásamt Sigurði Blöndal, fyrrv. skógræktarstjóra, að gerð yfirlitsbókar um skóga og skóg- rækt á íslandi. Kona Skúla Björns er Elísabet Þor- steinsdóttir, framreiðslumeistari frá Hallormsstað, og eiga þau átta mán- aða dóttur, Jóhönnu Malen. -SB w f i f t ■ % Hljómsveitin 8-villt leikur á Sauðárkróki í kvöld. 8-villt á Norðurlandi Hljómsveitin vinsæla 8- villt verður á faraldsfæti um helgina og leikur hún í kvöld í Mælifelli á Sauðar- árkróki. 8-villt er skipuð átta tónlistarmönnum, fjór- um stúlkum og fjórum pilt- um og sjá stúlkurnar um sönginn. Skemmtanir Skítamórall á Hard Rock Hljómsveitin Skítamórall heldur órafmagnaða tón- leika á laugardag og sunnu- dag á Hard Rock Café. Tón- leikamir hefjast kl. 16 báða dagana. Á sunnudagskvöld- ið verða svo rafmagnaðir tónleikar kl. 23 fyrir boðs- gesti. Strákarnir munu staldra við um miðjan dag- inn og árita veggspjöld og póstkort fyrir aðdáendur sína og gesti HRC. Myndgátan Kastar höndum til verks Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Solveig Faringer syngur í Nor- ræna húsinu í kvöld. Norræn sönglög í kvöld kl. 20.30 heldur óperu- söngkonan Solveig Faringer frá Svíþjóð og pianóleikarinn Gustav Djupsjöbacka frá Finn- landi tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir norræn tónskáld. Fyrst verða flutt 4 sönglög eftir Carl Collan, Adolf Fredrik Lindblad, C.H.F. Weyse og Waldemar Thrane Því næst fylgja lög eftir Carl Nielsen, Edvard Grieg, Jean Sibelius og Ture Rangström og tónleikunum lýkur með söngvum eftir Per Norgárd, Rolf Wallin, Kaiju Saariaho og Lars Johan Werle. Tónleikar Solveig Faringer kom fyrst fram sem söngkona á sviði ljóða- söngs 1973 og hefúr hún unnið sér nafn sem einn helsti ljóða- túlkandi Svíþjóðar. Á ópemsvið- inu hefur hún öðlast góða viður- kenningu og hafa gagnrýnendur verið ósparir á að lofa rödd hennar og dramatíska persónu- sköpun. Hún hefur sungið fjöl- mörg óperuhlutverk við Stora teatem í Gautaborg og Borgar- leikhúsið í Málmey. Solveig Far- inger hefur haldið söngtónleika víða um heim, sungið á Norður- löndum og komið áður til ís- lands. Bridge Því er haldið fram með góðum rökum að lítil framþróun hafi orðið í úrspili eða vörn í bridge síðustu hálfu öldina. Framfarir hafi einung- is orðið í sagnkerfunum. Sagnkerfi voru frumstæð á fyrri hluta aldar- innar en slæmir lokasamningar geri miklar kröfur til sagnhafa og vamarinnar. Skoðum hér eitt dæmi um skemmtilega vöm vesturs sem óvist er að fínnist við borðið nema ákveðin snilligáfa sé fyrir hendi. Spilið kom fyrir í tvímennings- keppni í New York á árum fyrri heimsstyrjaldar en Bandaríkjamað- urinn Charles B. Cadley sat í sæti vesturs. Það var í hlutverki vesturs að reyna að koma í veg fyrir að suð- ur fengi 10 slagi í fjórum spöðum: 4 D5 D94 ♦ KG76432 * 8 4 6 V ÁKG832 4 D1095 * 63 4 ÁK98742 «4 1065 4 - 4 ÁKD Vestur spilaði út einspili sínu í hjarta og austur tók þrjá fyrstu slag- ina á hjartalit- inn. Örlög varn- arinnar fólust í afköstum vest- urs. Cadley var með vörnina á hreinu. Hann henti tíguláttu og ás í annað og þriðja hjartað. Austur var með á nótunum og spil- aði tígli í fjórða slag. Sagnhafi gat ekki komið í veg fyrir að vestur fengi einn slag á tromp. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.