Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Fréttir Steingrímur J. Sigfússon um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar: Selja ekki hundinn mörgum sinnum - sáttur en uggandi yfir veröbólgu, segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra Umræður um nýtt fjárlagafrum- varp rtkisstjórnarinnar hefjast á Alþingi á morg- un. Þótt almenn ánægja virðist meðal þingmanna um að gert sé ráð fyrir að tekjuaf- gangi sé skilað til niðurgreiðslu á skuldum hafa stjórnarandstæð- ingar ýmislegt við frumvarpið að athuga. Því er búist við snörpum umræðum um frumvarpiö á fyrstu dögum þings- ins. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði, segir í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja þegar afkoma ríkissjóðs sé góð. „Menn verða þó að hafa það í huga að þessi staða væri önnur ef ekki væri inni í myndinni mikil eignasala ríkisins, þar sem fyrirtæki hafa nánast ver- ið sett á útsölu. Því liggur mönn- um ósköpin öll á að bókfæra sölu á Fjárfestingar- banka atvinnu- lífsins fyrir ára- mót. Það er þó þannig að þessar eignir ríkisins selja menn ekki nema einu sinni. Þó að menn hafi á sínum tíma selt hund á ísafirði mörgum sinnum um borð í skip, þar sem hundurinn stökk jafnharðan í sjóinn og synti í land, þá leika menn það varla eftir með eignir ríkisins. Það þarf að huga að því hvemig ávinningurinn er til kominn og hvernig á að nota hann. Gallinn við þessa góðu afkomu ríkissjóðs er líka að hún er að miklu leyti til komin vegna mikils viðskiptahalla og þenslu í þjóðfélaginu. Það skilar ríkissjóði tekjuauka í gegnum veltu- og eyðsluskatta. Á slíkum tímum braggast ríkissjóöur. Á sama tima safna sveitarfélögin og heimilin skuldum þannig að það eru líka skuggahliðar á þessu. Það er athyglisvert að það bólar ekkert á tilraunum ríkisstjómarinnar í þessu fmmvarpi til að taka á þess- um þáttum. Svo er spurningin hvort ekki hefði þá átt að skila ein- hverju til þeirra sem hafa sannan- lega borið skarðan hlut frá borði undanfarin ár. Ég nefni þar hópa eins og elli- og örorkulífeyrisþega," segir Steingrímur og telur einnig að beita hefði mátt meira stjórn- tækjum hins opinbera til að jafna á milli þenslu á höfuðborgarsvæðinu og samdráttar á landsbyggðinni. Þokkalega sáttur Páll Pétursson félagsmálaráð- herra er nokkuð ánægður með frumvarpið. „Ég held að það megi segja að við séum þokkalega sáttir í ríkisstjórninni með fjárlagafrum- varpið. Það er margt mjög jákvætt í því. Niðurgreiðsla skulda er gíf- urlega mikilvæg, það hefur verið borgað mikið niður og enn verður bætt Auðvitað eru menn þó ugg- andi yfir verðbólgunni. Menn hafa þess vegna lagt á sig verulega sjálfsafneitun varðandi gerð frum- varpsins. Það verður frestað opin- berum framkvæmdum. Lands- byggðin lendir að vísu í einhverj- um niðurskurði en það verður reynt að skera meira niður þar sem þenslan er mest. Ég er þokka- lega sáttur við frumvarpið," segir Páil. -HKr. Hentistefna Margrét Frímannsdóttir, S- lista, segir að það sé gott mark- mið að skila tekjuafgangi. „Tekj- ur ríkisins hafa aukist árlega um milljarða í góðæri og það var tími til kominn að þess sæjust merki í fjár- lagafrumvarp- inu með tekju- afgangi. Hins vegar verð ég að segja það að þetta er henti- stefnulegt Margrét frumvarp. Frímannsdóttir. Maður sér ekki að það hafi verið farið í verkefni einstakra stofn- ana og ráðuneyta með það að markmiði að forgangsraða upp á nýtt. Tekjuaukinn felst ekki hvað síst í óbeinu sköttunum og þeir fara að langstærstum hluta til rík- isins. Menn höfðu stór orð um að segja sölumönnum fíkniefna stríð á hendur. Ég get ekki séð þess stað í frumvarpinu. Ég er búin að fara yfir bæði toll- og löggæslu og framlög til að sinna forvarnar- starfi hjá heilsugæslunni, þar er samdráttur á flestum sviðum," segir Margrét. -HKr. Komið var með slasaðan skipverja af japönsku túnfiskveiðiskipi tii hafnar f gær eftir langa sigiingu af miðunum. Maðurinn féll úr brú skipsins niður á dekk og slasaðist talsvert. Skipið var statt rétt innan við 200 mílna fiskveiðilög- sögu íslendinga og því tók siglingin í land þrjá daga. DV-mynd S Óskar Bergsson meö vantraust á Framsóknarfélag Reykjavíkur: Menn hætta að vera fram- sóknarmenn við Elliðaár „Eftir kosningamar i vor og þá út- komu sem Framsóknarflokkurinn fékk þá í Reykjavík taldi stór hópur fólks í flokknum að nauðsyn bæri til að gera ýmsar breytingar á innra starfi flokks- ins. Vantraustið á stjóm Aðalsteins Magnússonar, sem er ágætismaður, beinist ekki að honum persónulega," sagði Óskar Bergsson í samtali við DV i gær. Hin feikivinsæla hljómsveit Skítamórall skemmti ungmennum við góðar undirtektir á Hard Rock Café í gær. Hljómsveitin hefur átt annríkt undan- farna mánuði þar sem hún hefur riðið um héruð með Bylgjulestinni frægu og hrifið jafnt unga sem aldna upp úr skónum.___________________DV-mynd S Vantraust á stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur var borið upp á laugardag og fellt með fimm atkvæða mun á fundi þar sem yfir fímmtíu mættu, þar á með- al þingmenn Reykjavíkur, Finnur Ing- ólfsson og Ólafur Öm Haraldsson. „Þama er á ferðinni óánægjuhópur og hann stór. Við töpuðum 30 prósenta fylgi í kosningunum og Finnur var með næstflestar útstrikanir frambjóðenda í alþingiskosningunum. Aðeins Árni Johnsen fékk fleiri, munurinn var bara sá að Árni vann kosningasigur," sagði Óskar í gær. Óskar Bergsson segir það sérkenni- legt fyrir flokk sem er svo sterkur úti á landi að svo virðist sem menn séu ekki lengur framsóknarmenn þegar þeir koma að Elliðaánum. „Það hefur ekki verið haldið nógu vel á spöðunum í höf- uðborginni, við ætluðum að breyta þessu og urðum að fara þessa leið,“ sagði Óskar Bergsson í gær. Ekki náð- ist í Finn Ingólfsson í gærkvöld. -JBP Föst á Sprengisandi Kalla þurfti út þyrlu Landhelgis- gæslunnar auk björgunarsveita til að aðstoða fólk sem fest hafði bíl sinn í læk skammt norðan við Nýja- dal á Sprengisandi. Fólkið, sem var á norðurleið, reyndist vera á illa búnum jeppa sem fraus fastur í læk sem hann þurfti að fara yfir. -GLM Stuttar fréttir i>v Sáttatilraun Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hyggst beita sér fyrir því á næsta ári að gerð verði tilraun með þá nýjung að gefa fólki kost á sáttaumleitun- um í forsjár- og umgengnismál- um hjá embætti sýslumannsins i Reykjavik. Segir hún mikilvægt að foreldrum sem eiga í forsjár- og um- gengnisdeilum verði hjálpað að finna lausn á þessum vandmeðfórnu málum. Mbl.is sagði frá. Ríkið dæmt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða menntaskólakennara rúmar sex milljónir króna vegna flártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi. Nefnd sem fjallar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins komst að þeirri niðurstöðu að menntamála- ráðuneytið hefði ekki haft rétt til að segja kennaranum upp tíma- bundið. Bylgjan greindi frá. Langir samningar betri Rafiðnaðarsambandið (RSÍ) telur að kjarasamningar til lengri tíma séu frekar til þess fallnir að stuðla að stöðugleika og stígandi kaup- mætti en stuttir samningar. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- þykkt var á kjaramálaráðstefnu sambandsins. Mbl. is greindi frá. Efast um lagalegt leyfi Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna, efast um að yfir- völd hafi laga- legt og siðferði- legt leyfi til að veita starfs- mönnum ís- lenskrar erfða- greiningar heimild tii að kynna sér 30 sjúkraskrár á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Hann ætlar að taka málið upp á Alþingi og finnst eðlilegt að leyfið verði tekið aftur. Sjúkrahús Reykjavíkur hefur ákveðið að afmá nöfn og kennitölur af þeim 30 sjúkraskrám sem starfsmenn ís- lenskrar erfðagreiningar fá að skoða þar. RÚV greindi frá. Kröfuréttur Ekki er útilokað að umsækjend- ur um stöðu forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eigi kröfurétt á hendur stjórnvöldum vegna tafa á veitingu stöðunnar. Þetta er mat lögmanns BHMR. Sjónvarpið greindi frá. Svikult hnoss Maður sem hafði óskað eftir nán- ari kynnum og frekari þjónustu listdansmeyjar eftir dans hennar á nektarstað í Reykjavík taldi sig hafa verið svikinn í þeim viðskipt- um. Maðurinn greiddi á bar skemmtistaðarins 25.000 krónur fyrir hina umbeðnu þjónustu. Þar sem hann taldi sig hins vegar hafa verið svikinn um þjónustuna kærði hann til lögreglu. Hannes Hlífar meistari Hannes Hlífar Stefánsson varð i dag íslandsmeistari í skák. Bar hann sigurorðafHelga Áss Grétarssyni og var þetta fjórða einvígis- skák þeirra. Skákmennirnir gerðu jafntefli í fyrstu skákinni, Helgi vann aðra skákina, en Hannes tvær síðustu. Visir.is greindi frá. Leiðrétting í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur í Helgarblaði DV var ranglega rætt um að Hrannar Pét- ursson hefði vikið úr borgarstjórn meðan málefni fyrirtækis hans væru í rannsókn. Hér var að sjálf- sögðu átt við Hrannar B. Arnars- son og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir afsökunar á þessum mistök- um. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.