Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 18
i8 menning
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 JD'V
Banvæn ást
Harmleikur er þegar góðir menn granda hver
öðrum og eiga ekki annarra kosta völ ef æra
þeirra á ekki að bíða hnekki. Þannig fór fyrir
Flosa forðum og þannig fer líka fyrir Þeseifi
konungi í Aþenu þegar hann hlýtur að trúa
fóstru konu sinnar en ekki syni sínum,
Hippólítosi. í veði er æra Fedru drottningar
sem hefur játað Hippólítosi ást sina af því að
hún heldur að Þeseifur sé fallinn. Þegar Þeseif-
ur kemur aftur óttast hún að Hippólítos komi
upp um hana og leyfir að smánarbletturinn falli
á hann saklausan - með hörmulegum afleiðing-
um.
Leikrit franska 17. aldar skáldsins Jean
Racine um Þeseif, Fedru, Hippólítos og Arisíu
prinsessu, sem Þeseifur hefur í haldi, er áhrifa-
mikil könnun á sjúkri ást. Fedra er ástarfikiil
sem eflaust gæti fengið þrepameðferð nú til
dags. Hún er trufluð á geði, haldin fordæmdum
tilfmningum. Hún á enga lífsgleði í kröm sinni,
enda þráir hún í aðra röndina að deyja. I hina
röndina þráir hún að sjálfsögðu að sameinast
þeim sem hún elskar svona hamslaust.
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóttir
Fedra er magnþrungið leikrit og texti þess
verður í þýðingu Helga Hálfdanarsonar hæfi-
lega upphafinn án þess að vera tilgerðarlegur,
hæfilega bundinn án þess að þrengja að merk-
ingu, og það var yndi að hlýða á leikara Þjóð-
leikhússins fara með hann undir stjóm Sveins
Einarssonar. Að mínu mati ber Hilmir Snær
Guðnason af í hlutverki Hippólítosar, kannski
vegna þess hve vel hann rennur saman við
persónu sína. Á sviðinu sjáum við lífsglaðan,
glæsilegan og ábyrgan ungan konungsson sem
ber tign sína eðlilega og orð hans urðu furðu
óbókleg í munni Hibnis, eins og fagurt mælt
mál. Þó að Halldóru Bjömsdóttur tækist ekki
alveg eins vel að gera mál Arisíu að sínu vora
atriðin milli þeirra tveggja það besta i sýning-
unni, einkum hið fyma þegar Hippólítos gefur
henni frelsi en bindur hana um leið við sig ást-
arböndum.
Aðalparið á sviðinu era þó ekki þau heldur
Fedra drottning sem Tinna Gunnlaugsdóttir
leikur og Önóna fóstra hennar. Anna Kristín
Hippólítos og Arisía: ástvinir í meinum. Hilmir
Halldóra Björnsdóttir í hlutverkum sínum.
Arngrímsdóttir leikur þann ógæfusama róg-
bera, rekin áfram af ást á drottningu sem hún
hefur fómað öllu lífi sinu fyrir. Anna Kristín
fór fimavel með hlutverk sitt, var hrygg og
glöð, sár og reið, hlægileg og harmræn - eins
og sú heilbrigða manneskja sem hún er i átök-
um við ofurefli. En Tinnu leyfist engin léttúð
eða tvíræðni, hún verður að vera innlifuð í
harminn frá upphafi
til enda og það er
kannski ofurmannlegt
á okkar tímum. Hætt-
an er sú að hún verði
fyndin óvart. Tinna
sneiddi hjá þeirri
hættu og átti innlifuð
og stórkostleg augna-
blik en þegar á leið
varð túlkun hennar
nokkuð einhæf.
Búningar eru úthugs-
aðir og sviðsmyndin ein-
fóld og smekkleg og hæfir
leikritinu prýðilega fram-
an af en mjög þrengir að
þegar Þeseifur konungur
snýr aftur. Arnar Jóns-
son lék hann af alvöru-
þunga og nokkrum hama-
gangi sem meðal annars
olli því að orðaskil heyrð-
ust stundum illa hjá hon-
um. Skemmtilegri var
leikur Gunnars Eyjólfs-
sonar í hlutverki Þera-
menes og afar áhrifarík
lýsing hans í lokin á af-
leiðingum rógsins.
Sviðssetning Sveins
Einarssonar er útúrdúra-
laus og leggur höfuðá-
herslu á textann. Okkur
hefur undanfarið verið
„spillt" með nýstárlegum
uppsetningum á sígildum
verkum og stundum nálg-
ast sýningin á Fedru
vandaðan leiklestur. En
leikritið er frábært og
enginn áhugamaður um
leiklist ætti að missa af
því að hlusta á Hilmi Snæ
fara með texta Racine og Helga eins og hann
hefði skrifað hann sjálfur.
Þjóðleikhúsið sýnir á Smíðaverkstæðinu:
Fedru eftir Jean Racine
Helgi Hálfdanarson þýddi
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir
Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Snær Guðnason og
DV-mynd S
Verður allt sem fyrr?
Leikrit Jökuls Jakobssonar hafa
gengið í endumýjun lífdaga á undan-
fomum áram og er uppsetning Leik-
félags Akureyrar á Klukkustrengj-
tun nýjasta sönnun þess. Jökull
skrifaði verkið að frumkvæði norð-
anmanna og var það frumsýnt í
Samkomuhúsinu 1973. Leikritið er
því hugsað fyrir lítið svið og aðeins
gert ráð fyrir einni sviðsmynd. Að
því er ýjað í samtölum persóna að
ytri umgjörð verksins sé Akureyri
en í reynd er það ekki bundið einum
ákveðnum stað auk þess að vera
nánast tímalaust og meðal annars
þess vegna sem það hefúr elst jafh
vel og raun ber vitni.
Líkt og í öðram verkum Jökuls
era það persónumar og samskipti
þeirra sem allt snýst um. Bygging
verksins er klassísk og sömuleiðis
sú aðferð að kynna til sögunnar ut-
anaðkomandi gest sem hrindir at-
burðarásinni af stað. í Klukkustrengjum er
orgelstillarinn þetta hreyfiafl og kemur dvöl
hans á heimili frú Jórunnar rækilegu róti á
vanabundna tilvera heimilisfólksins og fasta-
gestanna sem koma í smákökur og sérrí á
sunnudögum. Frú Jórann er sannfærð um að
orgelstillarinn sé frelsarinn endurfæddur,
Læla dóttir hennar verður einfaldlega ást-
fangin af honum og Rannveig sér í honum
gamla elskhugann sem hún getur ekki
gleymt. Þó þeir Haraldur og Kristófer banka-
gjaldkeri séu allt of sjálfhverfir til að verða
snortnir af þessum unga manni fer ekki hjá
því að áhrif hans á kvenfólkið snerti þá líka
og á það ekki síður við um Eirík kærasta
Lælu sem fær óvæntan keppinaut. Sjálfur er
orgelstillarinn steinhissa á öllu fjaðrafokinu
sem koma hans veldur enda ætlar hann sér
ekkert annað en að stilla kirkjuorgelið eins
og hann margtekur fram.
Klukkustrengir er fyrst og fremst gaman-
leikrit þó að vissulega sé einnig slegið á al-
Ingibjörg Stefánsdóttir og Árni Pétur Reynisson í hlutverkum sín-
um f Klukkustrengjum. Mynd Páll A. Pálsson
varlegri strengi. Yfir vötnunum svífur
ljúfsár tregi og þótt persónurnar bíði að ein-
hverju leyti skipbrot er alls ekki hægt að
segja að örlög þeirra séu harmræn. Valgeir
Skagfiörð leikstjóri velur þá leið að undir-
strika húmorinn en gætir þess jafnframt að
draga hvergi úr þeirri kynferðislegu undir-
öldu sem gætir svo mjög í samskiptum per-
sónanna. Leikurunum gekk undantekninga-
litið vel að koma þessum áherslum til skila
og leikurinn var í flestum tilvikum jafn og
góður. Túlkun Árna Péturs Reynissonar á
Eiríki var stirð og sömuleiðis vantaði dálít-
ið upp á tilfinningalega dýpt hjá Ingibjörgu
Stefánsdóttur sem gerði engu að síður margt
vel. Líklega má kenna um reynsluleysi því
Leiklist
Halldóra Friðjónsdóttir
bæði hafa nýlokið námi eins og
María Pálsdóttir sem fór með
hlutverk Rannveigar. Reynslu-
leysið háði henni hins vegar
hvergi og henni tókst auðveldlega
að gera Rannveigu að trúverðug-
um og heilsteyptum karakter.
Samleikur Maríu og Sigurðar
Karlssonar var sérlega góður og
Ingibjörg á sinn besta sprett í at-
riði þar sem þær tvær kljást um
orgelstfilarann á skrautlegan
hátt. Sigurður þurfti lítið að hafa
fyrir Haraldi og Aðalsteinn Berg-
dal fór á kostum í hlutverki
Kristófers. Kristófer er ekki bara
hallærislegur og fyndinn í með-
förum Aðalsteins heldur tekst
honum að líka að gera hann
aumkunarverðan og þar með
mannlegan. Þá er aðeins eftir að
nefna Sunnu Borg sem lék Jór-
unni af skörungsskap. Snobbið og
smáborgaraskapurinn komst vel til skila,
sem og frekjan en einnig þráin eftir lífs-
fyllingu sem Jórunn vonast til að fá hjá
Haraldi þegar orgelstillarinn bregst. Það
var helst að tilgerðin í hreyfingum Jór-
unnar væri einum of yfirdrifm.
Leikmynd Vignis Jóhannssonar var
einföld og stílhrein og þjónaði sínu hlut-
verki vel. Þessi uppsetning á Klukku-
strengjum markar engin timamót enda
ákaflega hefðbundin að öllu leyti. Ágætt
leikrit og vönduð vinna allra sem að sýning-
unni standa tryggja hins vegar leikhúsgest-
um notalega kvöldstund í Samkomuhúsinu.
Leikfélag Akureyrar sýnir í Samkomuhúsinu:
Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson
Hljóömynd: Kristján Edelstein
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson
Leikstjórn: Valgeir Skagfjörð
Eftirminnileg og raunsönn
Brotahöfuð Þórarins Eldjáms kemur á
markað í Bandaríkjunum í þessum mánuði
en þegar hefur birst lofsamleg umsögn um
hana í Publishers Weekly, al-
þjóðlegu upplýsingariti um
bókaútgáfu og bóksölu sem
gefið er út í Bandaríkjunum. í
gagnrýni blaðsins segir að
sagan nái fostum tökum á les-
andanum, hún gerist á myrk-
um tímum í fiarlægu, köldu
landi en sé í raun thnalaus
þannig að aðalpersónan, Guð-
mundur Andrésson, og vand-
ræði hans verði „afar eftir-
minnileg og einstaklega raunsönn". Banda-
rískir bóksalar taka mið af Publishers
Weekly þegar þeir panta bækur og því
skiptir miklu að fá góða umsögn þar.
Brotahöfuð kom út fyrr á þessu ári í
Englandi og Vaka-Helgafell hefur einnig
gengið frá samningum um finnska útgáfu
hennar. Skáldsagan var tilnefnd til
Aristeion-verðlaunanna, Bókmenntaverð-
launa Evrópu, í fyrra og komst þar í úrslit
og var lögð fram af íslands hálfu til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs i ár.
Bemard Scudder þýðir Brotahöfuð á ensku
en svo skemmtilega vill til að hann var til-
nefndur til Aristeion-verðlaunanna um leið
og Þórarinn en í hópi þýðenda.
Ósamkvæmni
Forræðishyggjan er í öndvegi í nýju
bamaleikriti í Þjóðleikhúsinu, Glanna glæp
í Latabæ, enda eins gott,
hinn almenni borgari í
þeim bæ hefur engan
sjálfstæðan vilja. Al-
menningur hlýðir í
blmdni þeim sem frekast-
ur er, borðar grænmeti
og gerir leikfimisæfingar
undir stjóm íþróttaálfs-
ins og hættir snarlega
allri hollustu undir
stjórn Glanna glæps.
Dósagosið og orkuduftið hans Glanna eru
fordæmd í verkinu, leikritið gengur beinlín-
is út á það, svo og sælgæti sem Glanni not-
ar til að teyma þá veiklunduðustu á asna-
eyrunum. Um leið er vandlega komið til
skila að best af öllu nammi séu gulrætur
sem maður ræktar sjálfur.
Svo koma áhorfendur inn úr hléi, klyfiað-
ir skrjáfandi sælgætispokum - enda ekki
annað í boði í sjoppunni.
Væri nú ekki sniðugt hjá leikhúsinu að
sefia upp skilti yfir sælgætissölunni: í dag
er ekki nammidagur, og selja mjólkur-
drykki og grænmeti í staðinn fyrir
súkkulaðið, karamellumar og lakkrísinn?
Þá væri boðskapurinn meira en orðin tóm.
Dýr Degas
Um þessar mundir stendur yfir sýning á
verkum franska impressjónistans Degas á
Ordrupgaard í Charlottenlund í Danmörku.
Gífúrlegar varúðarráðstafanir vora gerðar
þegar málverkin vora flutt milli safna og
fylgdu þeim bæði lifverðir og lögreglulið.
Meðalflutaingskostnaður á hvert málverk
er talinn nema um einni milljón króna. Ja,
dýr mundi Degas allur, hefði einhver sagt.
En sýningin fær hinar bestu umsagnir og
hangir uppi til 28. nóvember.
nys
Lloyd-Webber og Irland
Unglingar, trúardeilur og fótbolti er efni
söngleiks, The Beautiful Game, sem
breska tónskáldið Andrew
Lloyd-Webber er að vinna
að um þessar mundir og
verður frumsýndur á
næsta ári. Meðhöfundur
Andrews er Ben Elton
sem meðal annars samdi
leikritið Poppkorn sem
Þjóðleikhúsið sýndi vorið
1998.
Söguþráður verksins
mun verða byggður á ævi IRA-mannsins
Bobby Sands sem svelti sig í hel í fangelsi
1981. Hann var félagi í Star of Sea fótbolta-
klúbbnum í Belfast þar sem mótmælendur
og kaþólikkar léku saman fótbolta í trássi
við fiandskap trúfélaganna, og fótbolti leik-
ur stórt hlutverk í verkinu. Kjarni þess er
þó að sýna hvemig skinhelgi, hatur og trú-
arofstæki getur eyðilagt líf fólks.
wmmmmmm