Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Afmæli Kristín Jóna Jónsdóttir Kristln Jóna Jónsdóttir húsmóð- ir, Hraunási 5, Hellissandi, er sex- tug í dag. Starfsferill Kristín fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hún hefur verið húsmóðir á Hellissandi frá því hún gifti sig. Hún er félagi í slysavarnadeild Helgu Bárðardóttur og einn af stofnendum Lionessuhreyfingar- innar Þernunnar á Hellissandi en hún er nú félagi í Lionsklúbbnum Þemunni. Fjölskylda Kristín giftist 26.5. 1962 Ragnari Olsen, f. 10.12. 1940, framkvæmda- stjóra hjá Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkis- hólmi. Hann er sonur Ola Olsen sjómanns og Þóru Gísladóttur, verka- konu úr Keflavík, sem er látin. Börn Kristínar og Ragnars eru Þóra Olsen, f. 29.12.1962, húsmóðir á Hellissandi, gift Óskari Skúlasyni, f. 4.11. 1959, útgerðarmanni, en son- ur þeirra er Bjarki Dag- ur Olsen, f. 15.4. 1995; Oli Olsen, f. 23.1. 1966, fiskverk- andi á Hellissandi, kvæntur Sig- rúnu J. Baldursdóttur, f. 6.10.1968, kennara á Hellissandi, og eru börn þeirra Ragnar, f. 24.1. 1995, og Margrét, f. 1.12. 1997; Jón- Björg Olsen, f. 7.3. 1972, verslunarmað- ur á Hellissandi, en maður hennar er Rögn- valdur Örn Jónsson, f. 13.9. 1971, fiskverkandi, og er dóttir þeirra Selma, f. 11.12. 1998; Karen Olsen, f. 11.11. 1976, nemi við Ferða- málaskóla íslands, bú- sett á Hellissandi. Systkini Kristínar eru Jenný Jónsdóttir, f. 22.9. 1926, hús- móðir í Reykjanesbæ; Aðalsteinn Elías Jónsson, f. 27.9. 1928, vél- stjóri á Hellissandi; Ingibjörg Jónsdóttir, f. 29.3.1930, húsmóðir i Reykjanesbæ; Andrés Pétur Jóns- son, f. 4.1. 1938, verkstjóri á Hell- issandi; Jóhann Gunnar Jónsson, f. 13.3. 1942, d. 16.1. 1947; Jóhann Gunnar Jónsson, f. 8.9. 1947, bú- settur í Texas í Bandaríkjunum. Foreldrar Kristínar voru Jón B. Oddsson, f. 6.6. 1905, d. 7.7. 1972, sjómaður og verkamaður á Hell- issandi, og Sólveig Andrésdóttir, f. 2.5. 1905, d. 25.12. 1990, húsmóðir og verkakona á Hellissandi. Kristín tekur á móti ættingjum og vinum á Gistiheimili Ólafsvik- ur, laugardaginn 9.10. milli kl. 18.00 og 22.00. Fréttir Karlamir á Ásrúnu RE prófa nýja línu: Ósýnilegri línu stefnt gegn þorskinum „Þessi lína hefur reynst mjög vel hjá Norðmönnum sem hafa tvöfaldað aflann eða jafnvel þre- faldað,“ segir Hjálmar Guðmunds- son, skipstjóri á línubátnum Ás- rúnu RE-277, sem er að prófa nýja nælonlínu sem uppmnnin er frá Lófóten í Noregi. Ásrún er gerð út frá Reykjavík af Jóni Ásbjörns- syni hf. Línan er bylting frá þeirri línu sem íslendingar hafa notað um árabil. Allt er sjálfvirkt um borð bæði við drátt og lagningu og er línan dregin inn á tromlu. Ló- fótenlína hefur nokkrum sinnum áður verið prófuð hér við land en án viðunandi árangurs. Áhöfnin á Ásrúnu hefur undan- farna daga farið í nokkra reynslutúra út á Faxaflóa. Hjálm- ar segir ýmis vandamál hafa kom- ið upp, svo sem að línan hafi vilj- að flækjast. Það sé þó smáræði ef í ljós komi að meiri afli fáist. „Það er ljóst að þessari línu fylgja ákveðnir ókostir. Það er til dæmis ekki hægt að vera með hana á slæmum botni. Kostirnir eru þeir að línan er ósýnileg í sjónum. Þá er hún lyktarlaus og fælir síður fiskinn frá, svo sem gerist með gömlu línuna," segir Hjálmar. -rt Eins og sjá má eru flóknar græjurn- ar um borð í Ásrúnu RE. DV-mynd Sveinn Þorvaldur Guðmundsson, sem um árabil var skipstjóri Akraborgarinnar sem sigldi á milli Akraness og Reykjavíkur, mun þann 1. október taka við sem yfirhafnarvörður við Akraneshöfn af Davíð Guðlaugssyni en Þorvaldur hefur und- anfarna mánuði ieyst Davíð af í veikindaforföllum hans. Frá sama tíma verður Davíð hafnarvörður. Á myndinni hér að ofan sést Þorvaldur, hæstráðandi við Akraneshöfn, við stjórn Akraborgar fyrir áratug. Ó1 barn í sjúkrabíl: Fæddi barn viö hring- torg DV, Akranesi: Kona fæddi bam í sjúkrabíl á leiðinni á Sjúkrahús Akraness í síðustu viku. Konan, Guðrún Sig- urjónsdóttir, segir í samtali við Skessuhorn að hún hafl vaknað klukkan hálffjögur og þá var allt að fara af stað, Hún fæddi stúlku- barn sem kom í heiminn nákvæm- lega þegar sjúkrabíllinn renndi inn í Akranesbæ við hringtorgið sem Skagamenn kalla í gamni „spæleggið". „Ég hafði verið í réttum daginn áður og ekki fundið fyrir neinu. Viö ætluðum fyrst að fara á okkar eigin bíl en ákváðum síðan að bíða eftir sjúkrabílnum. Hann var kominn um fímmleytið og þremur korterum síðar var stúlkan fædd,“ sagði Guðrún. Pabbinn, Eiður Ólason, var að sjálfsögðu viðstadd- ur fæðinguna og veitti góðan stuðning. „Þetta gekk allt saman mjög vel. Örn Ingason læknir sem tók á móti barninu, hélt reyndar að við myndum hafa það á sjúkrahúsið á Akranesi en svo lá þeirri litlu svona mikið á,“ sagði Guðrún. Hún segir að þetta hafi verið heil- mikil upplifun. „Sérstaklega eftir á,“ bætir Guðrún Sigurjónsdóttir viö. -DVÓ Til hamingju með afmælið 4. október 80 ára Guðjón Þórhallsson, Túngötu 24, Grenivík. Katrín Sæmundsdóttir, Laugamesvegi 62, Reykjavik. Ragnheiður Stefánsdóttir, Hringbraut 90, Reykjavík. 70 ára Tryggvi Jónasson, rennismíðameistari, Hásteinsvegi 56A, Vestmannaeyjum. Eiginkona hans er Jóna Margrét Júlíusdóttir. Hann er að heiman. Sigurlaug Zophoniasdóttir, Hrauntungu 3, Kópavogi. 60 ára Anna María Tómasdóttir, Háeyrarvöllum 24, Eyrarbakka. Ásta Guðrún Tómasdóttir, Rauðalæk 23, Reykjavík. Baldur Erlendsson, Asparfelli 6, Reykjavík. Grétar Guðjónsson, Grænukinn 26, Hafnarfírði. Jón Bergmann Ingimagnsson, Löngubrekku 21, Kópavogi. Þröstur Ólafsson, Bræðraborgarstíg 21b, Reykjavík. 50 ára Agnar Magnússon, Jóruseli 16, Reykjavík. Guðmundur J. Bjömsson, Suðurvegi 3, Skagaströnd. Hróar Pálsson, Hagaseli 22, Reykjavik. Inga Herdís Harðardóttir, Smárabraut 21, Höfn. Kristján Gunnlaugsson, Flúðaseli 46, Reykjavik. Sigmundur Steingrímsson, Hróaldsstöðum, Vopnáflrði. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Hraunbrún 12, Hafnarfirði. Sigrún Höskuldsdóttir, Álftamýri 54, Reykjavik. 40 ára Ágústa Kristín Steinarsdóttir, Bæjargili 67, Garðabæ. Dagný Elfa Bimisdóttir Hraungerði 7, Akureyri. Halldóra D. Kristjánsdóttir, Efstuhlíð 12, Haftiarfirði. Hrafnhildur Gísladóttir, Reynihvammi 6, Kópavogi. Jóhann Þór Sigurðsson, Reynigrund 45, Akranesi. Magnea Auður Gísladóttir, Lyngrima 9, Reykjavík. Sigurbjörg Linda Reynisdóttir, Langholtsvegi 194, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.