Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 36
fe Vinningstölurlaugardaginn: 25. 09.’: 18 20 28 30 32 (>f ái®ltiSSÉÍ Jókertölur r vikunn.ir: Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 0 2.000.390 2. 4 af 5+s3» 2 151.770 3. 4 af 5 59 7.120 4. 3 af 5 1.628 600 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Landbúnaðarráðherra um ofurtolla á grænmeti: Engar breytingar á ofurtollunum - stjórnvöld skoði málið, segir Katrín Fjeldsted „Það eru í gildi alþjóðlegir samn- ingar um þessa tolla, svokallaðir GATT-samningar, sem gerðir voru í utanríkisráð- herratíð Jóns Baldvins Hanni- balssonar og staðfestir af Al- þingi. Ný lota ^ um þessa tolla, svokölluð VTO- lota, er að hefjast og tekur sjálfsagt einhver ár þannig að allt er þetta í vinnslu. Það eru þó engar breytingar uppi vegna þessara mála,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, spurður um hugsanlegar breyting- ar á háum tollum á innfluttu græn- meti. -i'fefer Talsverðs titrings hefur gætt á grænmetismarkaðnum vegna sam- þjöppunar í þeim geira sem hefur leitt til þess að einn aðili, þ.e. Sölu- félag garðyrkjumanna, hefur nú Guðni Agústs- son landbúnað- arráðherra. á borðinu núna um 90% markaðshlutdeild. Guðni Ágústsson lýsti áhyggjum sínum vegna þessarar samþjöppunar og hugsanlegra verðhækkana henni samfara í viðtali við DV á fimmtu- daginn. Orð ráðherra vöktu sterk viðbrögð meðal grænmetisseljenda og lýsti Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, því yfir að ráðherra bæri sjálfur ábyrgð á háu grænmetisverði þar sem skip- unin um ofurtolla á innflutt græn- meti kæmi frá landbúnaðarráðu- neytinu. Fákeppnin hættuleg „Stóryrði framkvæmdastjóra Bónuss í minn garð eru mér ekkert áhyggjuefni. Þau orð dæma sig sjálf. Sannleikanum verður kannski hver sárreiðastur. Eitt sinn töluðu þeir Bónusmenn um að enginn ætti skilið að hafa meira en 10% af markaðnum. Ég ætla ekkert að deila við þá og óska þeim vel- famaðar og vona bara að þeir mis- noti ekki sína sterku aðstöðu sem þeir hafa í dag,“ sagði Guðni. Katrín Fjeldsted læknir og þing- maður Sjálfstæðisflokksins var sammála Guðna um að samþjöpp- unin á grænmet- ismarkaðnum væri áhyggju- efni. „Verð á grænmeti og ávöxtum er alltof hátt hérlendis og öll fákeppni býð- Katrín Fjeldsted Ur heim hætt- þingmaður. unni á enn hærra verði. Út frá læknisfræði- legu sjónarmiði flnnst mér að verð á grænmeti og ávöxtum hérlendis ætti að vera mun lægra en það er því við íslendingar borðum alltof lítið af þessum fæðutegundum mið- að við almenn manneldismarkmið. Mér finnst einnig að stjómvöld verði að skoða hvort ekki sé hægt að breyta eða bæta þessi mál og þar með taka til athugunar þá tolla sem nú eru lagðir á innflutt grænmeti,“ sagði Katrín. -GLM Banaslys á Reykjanesbraut Flutningur Skelfisks til Þórshafnar: Ekkert ákveðið - segir Jóhann A. Jónsson Banaslys varð á Reykjanesbraut, rétt sunnan Hvammabrautar í Hafn- arfirði, um kl. 21.30 á laugardags- kvöldið. Fimmtíu og þriggja ára gamall maður var á gangi eftir Reykjanesbraut og varð fyrir bifreið sem ekið var til suðurs. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Ökumann bjfreiðarinnar sakaði ekki. Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði hefur málið til rann- sóknar og er ekki hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -GLM Seinheppinn dópsali Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl við venjubundnar hraðamælingar á Hellisheiði um helgina. Ökumaður- inn hafði hins vegar alvarlegri glæp en hraðakstur á samviskunni því i bílnum fannst talsvert magn am- fetamíns og marijúana. Maðurinn mun vera þekktur flkniéfnasali. —* -GLM í síðustu viku var 18 starfsmönn- um hjá Skelfiski ehf. á Flateyri sagt upp vegna áforma um samein- Skel ÍS við bryggju á Flateyri. ingu við sambærilegan rekstm' á Þórshöfn. Starfsfólkinu var um leið boðið að flytjast með rekstrin- um til Þórshafnar þangað sem skip fyrirtækisins, Skel ÍS, færi í næsta mánuði. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, sagði í samtali við DV í gærkvöld að menn hefðú verið að ræða um að kanna þennan mögu- leika. „Það er þó ekkert byrjað í sjálfu sér og ekkert hefur verið ákveðið. Við þekkjum ekki þetta skip enn þá en erum að fara að kynna okkur það. Við vorum í þessari vinnslu og höfum verið að skoða hvernig best verði staðið að þessu til framtíðar. Við erum nú að láta smíða fyrir okkur 300 tonna skip í Kína sem kemur í febrúar og vinnslan hjá okkur er tilbúin í slaginn." -HKr. MANUDAGUR 4. OKTOBER 1999 Lokaumferð DV-Sport-heimsbikarmótsins í torfæruakstri fór fram við Grindavík á laugardaginn. Ragnar Víðir Kristinsson á Galdragul fékk tilþrifa- verðlaun keppninnar fyrir þessa veltu sína. Nánar á bls. 29. DV-mynd JAK Veðrið á morgun: Skúrir um allt land Búist er við suðvestanátt, 8-10 m/s. Skúrir verða víðast hvar á landinu, síst þó austanlands. Hitastigið verður á bilinu 5 til 11 stig. Veðrið í dag er á bls. 45. TerkÍ^^aTJerkÍvbjIT brother pt-i2qq_ Islenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentboröar Prentar I tvær línur Verð kr. 6.603 • Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.