Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Spurningin Hafa auglýsingar áhrif á hvað þú kaupir? Helgi Már Erlingsson, veröandi kerfisfræðingur: Já, þær hafa áhrif. Guðni Halldórsson matreiðslu- maður: Já, örugglega. Bento Costa veitingastjóri: Nei. Pétur Sigurðsson sjómaður: Þær geta gert það. Tryggvi Kristmar Tryggvason nemi: Já, það held ég. Grímur Zimsen nemi: Já, dálítið. Lesendur Jón Óskar og æviminningar Jón Óskar skáld við hús sitt á Ljósvallagötu á tali við ungar stúlkur. - Mynd- in er frá árinu 1978. Una Margrét Jónsdóttir skrifar: Þann 20. september sl. var á Rás 1 þáttur í umsjá Gunnars Stefánsson- ar sem las upp úr æviminningum fóður míns, Jóns Óskars skálds. Þar var m.a. sagt frá því þegar Jón Ósk- ar samdi texta við dægurlagið „Yes, my darling daughter". Af þessu til- efni birtist í lesendadálki DV bréf frá konu sem óskaði eftir því að textinn yrði birtur í blaðinu. Þann 27. sept. svarar Stefán Hermanns- son bréfinu og sendir blaðinu text- ann en ýmislegt hefur þar skolast til, enda tekur Stefán fram að text- inn sé birtur eftir minni. Það er raunar ekkert undarlegt þó að textinn hafi brenglast dálítið, hann hefur einkum lifað í munn- legri geymd og í söngbókum er hann sjaldan alveg réttur. Auk þess stendur þar oftast að höfundurinn sé óþekktur en það kemur til af því að faðir minn samdi textann undir dulnefninu „Gamli Nói“. Hann samdi textann árið 1941 að beiðni Jóns úr Vör sem þá var ritstjóri Út- varpstíðinda ásamt Gunnari M. Magnúss. Haukur Morthens söng textann í útvarp laugardagskvöldið 1. nóvember 1941 og var það „danslag kvöldsins" eins og þá tíðk- aðist. Hér er textinn í upprunalegri mynd, eins og hann birtist í Út- varpstíðindum. Mánaljóð: Máninn fullur fer um geim- inn/fagrar langar nætur./ Er hann kannski að hæða heiminn/hrjáðan sér við fætur?/Fullur oft hann er,/það er ekki fallegt, ó nei./Það er ljótt,/að flækjast þar, að flækjast þar/á fylliríi um nætur./Stjáni full- ur fer um stræti,/fagrar tungl- skinsnætur./Fullur ástar, ungrar kæti,/elskar heimasætur./Þannig oft hann er,/það er ekki fallegt, ónei./Það er ljótt,/því ein er hér, og önnur þar/og Efemía grætur. Þessi texti er ekki þýðing á enska textanum „Yes, my darling daught- er“, þótt saminn sé við sama lag. Fyrsta erindi enska textans er á þessa leið: Mother, may I go out dancing?/ Yes, my darling daught- er./ Mother, may I try romancing?/ Yes, my darling daughter./ What if there¥s a moon,/ mama darling,/ and it¥s shining on the water,/ mother, must I keep on dancing?/ Yes, my darling daughter./ What if he¥ll propose, mama darling,/ when the night is growing shorter,/ mother, what should be my answer?/ Yes, my darling daughter. Höfundur lags og texta er Jack Lawrence. - Faðir minn, Jón Óskar, var tvítugur þegar hann samdi Mánaljóðið. Fleiri dægurlagatexta samdi hann ekki á yngri árum en þeir Jón úr Vör lagfærðu stundum dægurtexta svo að þeir hentuðu bet- ur til söngs í útvarpið. Síðar á æv- inni samdi faðir minn hins vegar fleiri söngtexta, að beiðni ýmissa tónlistarmanna, en enginn þeirra hefur verið gefinn út. Til ríkisstjórnar og alþingismanna: Niður fýrir brauðfótaríkið Halldór Vigfússon skrifar: Mannlegt verðmætamat? Hvað er nú það? Gaspur í velferðarríki er stendur á brauðfótum manns, sam- anber hlutabréfasölu bankamála. Manngildið er metið í peningagildi og það að vera í réttum hópi svart- stakka með kúluhatt. Sjúkradagpeningar, örorkubætur og ellilaun eru skattlögð, 20 til 32 þúsund á mánuði. Það er verið að senda manneskjum skattheimtuseð- il, og það 6 ár aftur í tímann. Niður- læging skattheimtunnar er komin langt niður fyrir brauðfótaríkið í Mammonshugsunarhætti. Því neðar er ekki hægt að fara í skattheimtu. Þetta fólk heldur háum launum stjómmálamanna í velmegun. Það er 30% hækkun samkvæmt kjara- dómi. Þetta fólk þarf aðeins að leita eftir súpudiki hjá Samhjálp. Þið sem gasprið um velferðarrik- ið ættuð að hugsa ykkar ráð áður en þetta sama kerfi setur súpudiskinn á borðið hjá ykkur sjálfum vegna vanheilsu eða elli. Til skattstjóra og þjónustuliðs: Gleymið ekki að skatt- leggja súpudiskinn frá Samhjálp. Jarðganga þörfnumst við - en ekki til Siglufjarðar strax Halldór Guðmundsson skrifar: Auðvitaö þörfnumst við íslend- ingar jarðganga, og það á eins mörg- um stöðum og mögulegt er. Reyndar eru fjallvegir margir ófærir miðað við nútímatækni í samgöngum. Þetta sér maöur við að aka Vest- fjarðagöngin, og heldur betur við aö aka Hvalfjarðargöngin. Á Austflörð- um er gríðarlega mikil þörf fyrir jarðgöng milli byggðarlaga. Og enn vantar á samgöngubætur á Vest- íjörðum eigi byggðir þar ekki að fara í eyði á allra næstu árum. Ég á sérstaklega og kannski eingöngu við göng undir Dynjandisheiði og Hrafhseyrarheiði. Það var að mínu mati algjör óþarfi að skipa hóp manna í sér- staka nefnd til að fjalla um og skila skýrslu um hvemig bæta megi sam- göngur á milli Ólafsfjarðar og Siglu- ljcmðar með tilliti til hugsanlegra Q=[1©[1[R0[d)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn Lcsendur geta sent mynd af sér jMjB^bréfum sínum sem verða á lesendasíðu m-iurjoDDUR 'filt „Og enn vantar á samgöngubætur á Vestfjörðum eigi byggðir þar ekki að fara í eyði á allra næstu árum,“ segir m.a. í bréfinu. - Langferðabílar á Vest- fjarðaleið. jarðgangna. Ofangreindir landshlut- ar þyrftu fremur á jarðgöngum að halda. Enda veröur það líklega nið- urstaða nefndar þessarar að ekki verði ráðist í jarðgöng til Siglufjarð- ar að sinni, eða milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar yfirleitt. Jarðgöng eru helsti vonameist- inn í samgöngumálum okkar á landi hér í framtíðinni. Þau verður að byggja og leggja allt kapp á fjár- mögnun til þeirra framkvæmda. Það dugar lítt að huga að atvinnu- uppbyggingu í hinum dreifðu byggðum ef lélegar samgöngur hamla svo tíðum og ömm samskipt- um viðkomandi byggða við þéttbýl- iskjamana suðvestanlands. - Sam- göngurnar fyrst, önnur uppbygging kemur ósjálfrátt í kjölfarið. Ekki úr vasa ASÍ-manna J.M.G. skrifar: í DV nýlega segir formaður Efl- ingar að aðgerðir kennara í launamálum hafi verið ólöglegar. - Hún er liðin sú tíö þegar öll vopn vom góð til að vinna á Jó- hanni Bogesen. Opinberir starfs- menn vinna fyrir kaupinu sínu og sækja það ekki í vasa verka- manna. Léleg kjör félaga í ASÍ eru ekki ríkisstarfsmönnum að kenna. Þeir hafa aldrei unnið gegn hagsmunum þeirra sem for- maður Eflingar er i forsvari fyrir. Hann ætti því ekki að vera að troða skóinn af ríkisstarfsmönn- um. - Vinna frekar að bættum kjömm sinna manna. Þurfum ekki fleiri flugvelli Ásbjörn hringdi: Við íslendingar virðumst sifellt vera í einhverjum erjum við Eft- irlitsstofnun EFTA eða aðrar slík- ar, t.d. innan EES út af reglugerð- um sem við höfum þó undirgeng- ist að hlíta. Nú eru það tilmælin um að samræma flugvallarskatta í innanlands- og utanlandsflugi. Megnm við íslendingar því búast við kæm frá EFTA til sama dóm- stóls. Svar íslendinga er það eitt að svona samræming á flugvaUar- sköttum muni gera út af við inn- anlandsflug og seinka uppbygg- ingu flugvalia hér á landi. En þurfum við einhverja nýja fiug- velli? Ég tel svo ekki vera. Þeim má frekar fækka en hitt, líkt og hér í Reykjavík, og það er nú stærsti höfuðverkur okkar í flug- vallarframkvæmdum, og allsend- is að ástæðulausu. Brúðkaup á Bessastöðum? Hörður Sveinsson hringdi: Enn er mikið rætt um vinskap forseta íslands og erlendrar konu sem komin er inn í líf forsetans. Og að vonum þar sem landsmönn- um er ekki sama hvemig málin æxlast í hinu æðsta embætti landsins. í blaðinu Degi sá ég svör nokkurra að- ila sem spurð- ir voru hvað þeim fyndist um vináttu Ólafs Ragnars og Dorrit Moussaief. Flestir gáfu meira og minna sömu svörin: Þetta væri eðlilegur hlut- ur og þeir vonuðust eftir farsælu sambandi þeirra o.s.frv. Einn svarendanna og eina konan tók annan pól í hæðina, og viturleg- an. Hún sagði að forsetinn ætti aö fara varlega. Stutt væri síðan for- setafrúin lést, forsetinn hefði kynnst vinkonu sinni í mars sl., og ef hann ætlaöi að að eiga hana fyrir konu væri þetta í lagi. En fannst málið allt eins og sviðsett af auglýsingastofu, líkt og ferill forsetans hefði verið. Ég er sam- mála því. Mál þetta má alls ekki vera í lausu lofti. - En kannski á þjóðin brátt von á brúðkaupi á Bessastöðum? Handrukkari gengur laus Kristinn Sigurðsson skrifar: Nú hefur einn svokallaður „handrukkari" verið handtekinn, en látinn laus, því ekki þóttu efni standa til ákæra. Maður er gátt- aður. „Handrukkari", sem auk þess er óbótamaður eins og fram kom í fréttum að hann hefði mis- þyrmt manni sem ekki er vinnu- fær á næstunni á ekki að ganga laus fyrr en eftir afplánun viðeig- andi dóms. En lögregluyfirvöld, gagnstætt almenningi, voru ekki á sömu skoðun. Maður spyr sjálf- an sig hvort dómarar eða lög- regluyfirvöld séu ekki sjálf með lausa skrúfu. Svona illmenni ættu að loka inni og dæma til refsingar sem snarast. Ættu raunar að fá þungan dóm því þeir þjóna sölu- mönnum dauðans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.