Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Fréttir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í DV-yfirheyrslu: Enginn glæpur að græða Guöni Ágústsson landbúnaöarráö- herra segir áhyggjuefni aö 90 prósent matvöruverslunar séu komin á tvœr hendur. Baugur og Kaupás séu komin í lykilstööu og fákeppni og samþjöpp- un einkenni verslunina í dag. Hverju svarar þú ráóherranum? „Hlutdeild þessara félaga er 75 pró- sent samanlagt. Á markaðnum eru mjög sterk félög svo sem Kaupfélag Suðurnesja sem er að kaupa verslanir á hverjum degi. KEA og Fjarðarkaup eru einnig mjög sterk. Samkeppni er því næg.“ - Eruó þiö ekki alltof stórir og ráö- andi á markaönum eins og ráðherr- ann bendir á? „Matvörumarkaðurinn er einn opn- asti markaðurinn í viðskiptalífinu. Það er mjög létt að komast inn á hann og ef menn standa sig ekki þá eru þeir strax slegnir af. Ef risarnir sofna þá eru nýir menn strax mættir inn völl- inn.“ - Karl faóir þinn, Jóhannes í Bón- usi, sagöi í eina tíö aö óheppilegt vœri aó einhver einn œtti meira en 10 pró- sent í smásöluversluninni. Er nokkuö sem réttlœtir það aö einhver einn ráói rúmum 50 prósentum? „Á þeim tíma sem Bónus var að byggjast upp einkenndist landslagið af mörgum heildsölum. Nú er allt annað uppi á teningnum. Erlendis er sífellt verið að sameina til að ná fram sem mestri hagræðingu og sama á við hér- lendis. Baugur er af algjörri lágmarks- stærð til að geta hagrætt verulega á matvörusviðinu. Það munar miklu hvort Baugur getur keypt 50 vöruteg- undir í gámum eða 300 vörutegundir. Það er verið að tala um 5-7 prósenta verðmun." - Var þetta þá skortur á framsýni hjá Jóhannesi í Bónusi? „Það eru einfaldlega breyttar for- sendur." - Bónus hefur í gegnum tíóina geflö sig útfyrir aö vera vinur litla manns- ins. Sú var tíö aö þiö lömduó á Sölu- félagi garöyrkjumanna og keyptuö allt sem hœgt var fram hjá þvi félagi og uppskáruð aödáun neytenda. Nú er svo aó sjá aö þió séuö komnir upp í bóliö hjá óvininum og þiö rekið sam- an fyrirtœkiö Ávaxtahúsió sem annast innflutning á grœnmeti og ávöxtum. Hvaó breyttist? „Við eigum með þeim Ávaxtahúsið að hálfu. Það er aðallega til að ná fram hagræðingu í innflutningi.“ - Er þaö trúveröugt að eiga sam- starf viö þann sem dafnaö hefur í skjóli ofurtolla á grœnmeti? Þiö segist haröir andstœöingar ofurtolla en þeir hljóta aó styöja þaö fyrirkomulag. „Við náum að auka veltuhraðann á grænmeti og ávöxtum með því að flytja inn heilu gámana, t.d. af appel- sínum, sem við kaupum þá beint af framleiðandanum. Baugur nær ekki slíkri hagkvæmni einn. Það eru engir samningar við Sölufélagið um annað en innflutning. Eftir sem áður berj- umst við af fullri hörku gegn ofurtoll- unum og við munum ekki klappa þeim sem það fyrirkomulag styðja. Ég bendi á hversu einir við erum í bar- áttunni þar sem Neytendasamtökin hafa verið mjög slöpp í að berjast gegn ofurtollum. Við höfum því miður tal- að fyrir daufum eyrum. - Getur þú sagt í fullkominni ein- lœgni að þetta samstarf sé ekki óþœgi- legt? „Ég hef sagt að þeir verði að sópa hjá sér og búa sig undir samkeppni. Samstarfið er ekki slæmt ef litið er til þess að við náum betri gæðum með innflutningi. Ég bendi þó á að ástand- ið í grænmetinu er nánast grín ef mið- að er við mjólkuriðnaðinn þar sem tveir aðilar skipta á milli sín mark- aðnum. Osta- og smjörsalan neitar t.d. að taka þátt í þeirri hagræðingu að láta vöruhúsið okkar dreifa í verslan- ir. Nei, það er ekki hagræðing er þeirra svar. Þeta geta þeir sagt í skjóli einokunar og okkur er gert að greiða sama verð og hver önnur smáverslun. Við kaupum fyrir 850 milljónir og greiðum sama verð og aðili sem kaup- ir fyrir 8,5 milljónir." - Er mikill munur á því aö skipta vió fyrirtœkin í mjólkuriönaói og önn- ur fyrirtœki? „Það er teljandi á fingrum annarrar handar þau skipti sem forstjórar Osta- og smjörsölunnar og Mjólkursamsöl- unnar hafa komið í verslanir okkar til að kanna hvort eitthvað megi betur fara. Ég hef aldrei séð þessa menn. Aðrir framleiðendur eru í stöðugu sambandi. - Nú er Baugur orðinn stœrri en SlS var í smásöluverslun. Landbún- aðarráóherra benti á þaö í DV aó all- ir hafl agnúast út í Sambandiö en nú segi enginn oró. Hverju skiptir hvort markaösráóandi blokk heitir Baugur eöa SÍS? „Það sem varð SÍS að falli var að það átti það enginn. Við urðum bara stórir af því að við stóðum okkur. Neytendur velja okkur á hverjum degi og það eru þeir sem gerði okkur stóra." - SÍS bjó á sínum tíma viö ímynd- arkreppu og hafói fólk á móti sér. Bónus hefur veriö meö ímynd sem vin- ur litla mannsins en nú eru dœmi um aö ólíklegasta fólkfari aó versla í KEA-Nettó meö þaö pólítíska markmiö aó styöja viö frjálsa samkeppni. Hverju svararöu þessufólki? „Þetta er fráleitt sjónarmið. Þessir aðilar hafa aldrei komið með neitt nýtt í verslunarrekstri. Sagan sýnir að kaupfélög hafa aldrei verið neyt- endavæn" - En ef fólk skynjar ykkur sem risa án jarósambands er þaö þá ekki vandamál? „Við gerum reglulega kannanir meðal fólks og fylgi við okkur hefur ekki dalað. Fólk skynjar verslanir Baugs sem gæðaverslanir. 10-11, Ný- kaup, Bónus og Hagkaup eru hver á sínu sviði með mjög gott orðspor." - Eruö þiö ekki orónir svo ríkir aö þiö hafiö misst jarösambandió? Hugs- ar ekki fólk þar sem þú birtist á blaóamannafundi nýbúinn aö kaupa Fjárfestingabankann, meó Orca-hópn- um, aö þú hljótir aö hafa grœtt ein- hver ósköp á Bónusi? „Það hefur enginn grætt eins mikið á Bónusi og neytandinn. Við verðum varir við þessa umræðu og það er skiljanlegt að upp komi spumingar þegar fyrirtæki kemst í þessa stærð- argráðu. Við ætlum hins vegar að sýna fram á að þetta fyrirtæki muni tryggja lágt vöruverð á íslandi til frambúðar. Neysluvísitalan i matvöru hefur hækkað minna heldur en al- mennt verðlag síðan Baugur var stofnaður. Við ráðum hins vegar ekk- ert við grænmetisverðið sem stjómast af ofurtollum. Ég er með jarðsam- bandið í lagi og heimsæki að jafnaði 5 til 6 verslanir daglega" - En eruö þiö ekki einfaldlega orðn- ir alltof ríkir? „Viðhorf fólks gagnvart því að fyr- irtæki hagnist er sem betur fer orðið breytt. Það er enginn glæpur að græða svo sem fólk áleit gjarnan fyrir 5-6 ámm. Nú kemur það öllum til góða ef hagnaður næst. Þjóðfélagið hagnast vegna þess að hagnaðinum er skOað út til neytenda, starfsfólks og almennings. Ég vil ekki meina að yhrheyrsu Haukur Lárus Hauksson Reynir Traustason menn missi jarðsambandið við að eignast einhverjar milljónir króna." - Má ekki segja aó þú sért flugrík- ur einstaklingur? „Hvað meinið þið með flugríkur? Ég átti ekkert þegar ég lagði 450 þús- und krónur í Bónus fyrir 10 áram en þeir peningar hafa ávaxtað sig ágæt- lega.“ - Hversu mikiö hafa þeir ávaxtaó sig? „Ágætlega." - Orcahópurinn, sem þú ert einn af, hefur bersýnilega gengió gegn Davíö Oddssyni forsœtisráóherra sem hefur gagnrýnt ykkur harkalega. Nýlega vakti Davíö athygli á því aö sam- þjöppun í matvörugeiranum vœri alltof mikil og ástœóa til aö skoóa nánar. Hvíla augu Davíös á þér og þínum fyrirtœkjum? „Það er furðulegt að forsætisráð- herra skuli koma með þessi skot á þessum tíma í byrjun september þeg- ar það eina sem ekki haföi hækkað á milli mánaða var matur og drykkjar- vörur. - Eruö þiö þá ekki ábyrgir aö hluta fyrir veróbólgunni? „Davíð er á mis við réttar upplýs- ingar um hagstjórnina. Það vekur at- hygli mína að Davíð virtist ekki hafa uppgötvað að hagstjórnarhraðlestin er farin út af sporinu. Hann leitar nú sökudólga á röngum stöðum." Einn af viöskiptavinum Bónuss, Karl Ólafsson kartöflubóndi, segir einokun vera skollna á og vísar til ráöandi markaösdeildar ykkar. Hann segir aö verslunin leggi gífurlega mik- iö á og sé aó greióa meó hagnaöinum stríö undanfarinna ára á markaön- um. Hverju svararöu oröum kartöflu- bóndans? „Okkar verslanakeðja er mjög vel rekin og er að skila hagnaði af mat- vörasölu sem nemur 1,3 prósentum fyrstu 6 mánuði þessa árs. í saman- burði era matvörufyrirtæki í Englandi að hagnast á sömu þáttum um 7 prósent." - Er ekki gagnrýni Karls óþœgileg fyrir ykkur og munuö þiö hœtta aó skipta viö hann? „Þetta er furðulegar ásakanir og standast ekki. Það er Bónus sem held- ur í honum lífinu og kaupir af honum framleiðsluna. Við munum ekki refsa honum og höldum áfram að kaupa af honum á meðan hann býður góða vöru.“ - Gagnrýni Karls beinist aó Sölufé- laginu og tengslum ykkar. Hann segir SG beita þvingunum á verslanir til aö fá þá til aó kaupa af sér en hafna ein- yrkjunum. Þekkió þiö þessa hlió á þeim? „Ég veit ekki hvað Sölufélagið ger- ir við minni félaga á markaðnum og ætla ekki að svara fyrir þá. Sölufélag- ið þarf á okkur að halda en því er ekki að neita að þeir hafa mjög sterk tök. Hvar eigum við að fá gúrkur annars staðar en hjá þeim? Það þarf að leyfa vemd á íslensku grænmeti en hætta með ofurtolla. Sölufélagið getur nýtt sér það svigrúm sem er vegna ofur- tollanna. Vandinn er sá að grænmetis- framleiðendur eru ofverndaðir." Matvöruverö hefur hœkkaö umfram aðra vöru um sem nemur 6 prósent- um. Sérstaka athygli vekur aö munur- inn á lœgsta veröi Bónuss og öörum verslunarkeöjum hefur minnkaö. Hvernig skýrir þú þetta? „Ef menn horfa á markaðinn sl. 4 ár þá sveiflast það mjög hvar Bónus lendir í samanburðinum. Munur hæsta og lægsta verðs á matvöru- markaði er mjög mikill. Þama er ein- faldlega um að ræða sveiflu milli kannana." - Mun fólk þá ekki sjá þaó í rwestu verökönnun aö enn hafi dregió sam- an? ‘,,Nei.“ - Alþekkt er aö forstjórar olíufélag- anna hafa samráö um verðheekkanir og félögin hœkka venjulega samdæg- urs. Er einhvers konar samráö milli Baugs og Kaupáss sem ráöa stœrstum hluta markaöarins? „Við erum ekki með neitt samráð og það eru engir kaffifundir. Við for- stjóri Kaupáss tölumst ekkert við. Það þarf ekki nema að skoða verðlagið og hversu breitt bilið er tfi að sjá að svo er ekki. Það er í raun fáránlegt að ráð- ast á grænmetisgeirann þegar litið er tfi þess hvað olíufélögin og fleiri í við- skiptalífínu era að gera.“ - Af hverju getur ekki Nýkaup farió í verðstríó viö Bónus? Eruö þiö ekki einfaldlega búnir aó raóa verslunum ykkar niöur á veröskalann þar sem hver á sitt sœti? „Allir sem selja cocoa-puffs eru í samkeppni. Það er þó ljóst að þær verslanir sem meira er lagt í þurfa ákveðið tfi að standa undir sínum fjárfestingum og sínum glæsilega búnaði.“ - Þiö boöuöuö stórlœkkaö lyfja- verö meö hagstœöum samningum viö erlenda aðila. í Morgunblaöinu bar talsmaöur erlenda aöilans þetta til baka og sagöi enga samn- inga vera til staöar. Voruö þió aö blekkja neytendur? „Þeir sögðu ekkert samkomulag vera komið á og það erum við mjög ósáttir við. Þetta mál er enn í gangi og takist þetta munum við geta sniðgengið heildsala og þar með fellt út millilið. Það vantar í lyfjaiðnaðinn þá hagræðingu sem átt hefur sér stað í matvælaiðnað- inum. Það verður að fækka milli- liðum þar. - Er þessi lyfjainnflutningur í uppnámi? „Það skýrist á næstu vikum en til framtíðar litið munum við lækka lyfjaverð í landinu veru- lega.“ - Hversu mikilli lœkkun lyfja getur þú lofaö neytendum? „Við höfum gert ráð fyrir 5 tfi 10 prósenta lækkun.“ - Hvar mun Jón Ásgeir næst dúkka upp í viöskiptalífinu? „Við horfum fyrst og fremst á okkar möguleika erlendis. Þegar eru 9 verslanir komnar af stað i Ameríku undir merkjum Bónuss. Við höfum yfir að ráöa góðri þekkingu á þessum rekstri sem við getum heimfært yfir á aðra markaði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.