Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 31 DV Slökkvilið Akureyrar: Fréttir BIFREIÐASTILLIN6AR NICOIAI Bylting að fa þennan bil DV; Akureyri: „Það er algjör bylting fyrir okkur að fá þennan nýja bíl. Hann er mun fullkomnari en þeir bílar sem við höfum haft og með þeim allra full- komnustu hér á landi,“ segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, en slökkviliðið í bænum hefur tekið í noktun nýja og mjög fullkomna slökkvibifreið. Nýi bíllinn er af gerðinni MAN og er með tvöfóldu húsi fyrir 5 manns. Þar af geta fjórir reykkafarar at- hafnað sig í bílnum á leið á bruna- stað og verið tilbúnir til reykköfun- air þegar þangað er komið. Bíllinn tekur 2,5 tonn af vatni og 150 lítra af froðu, dæluafköst eru 3000 mínútu- lítrar á lágþrýstingi. „Þar sem bíllinn tekur fimm manns getum við sent með þessum eina bíl þann mannskap sem við þurfum í flestum tilfellum að hafa á brunastað. í bílnum er einnig allur sá búnaður sem þarf á brunastað en til þessa höfum við þurft að flytja búnaðinn með fleiri en einum bll,“ segir Tómas Búi. Nýi bíllinn kostar fullbúinn um 20 milljónir króna. -gk Viðar Þorleifsson varðstjóri við nýju slökkvibifreiðina. DV-mynd gk. Opið virka daga frá 10.30 til 18. Laugardaga 11 til 16. MORE * MORE A LIFE PHILOSOPHY MUS-ráðstefna í Eldborg: Markviss uppbygg- ing starfsfólks DV, Suðurnesjum: Nýlega var haldin í Eldborg í Svartsengi ráðstefna á vegum Mið- stöðvar símenntunar á Suðumesj- um um Markvissa uppbyggingu starfsmanna (MUS) og aðferðafræði. MUS er kerfisbundið verkefni til að skipuleggja menntun, þjálfun og annað sem lýtur að uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnun- ar. Sem hluta af verkefninu er greiningu fylgt eftir með uppbygg- ingu á markvissan hátt. MUS gefur þannig forráðamönnum og starfs- mönnum kost á að meta sjálfir þekkingar- og fæmiþörf fyrirtækis- ins og skipuleggja út frá þvi. Aðferðin er þróuð í Danmörku af Dansk Industri og ber nafnið „Stra- tegisk udvikling af medarbejdere" (SUM). Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að þróa hugmyndir og að- ferðir og undanfarin tvö ár hefur verið samstarf við aðila á Islandi um að laga aðferðina að íslenskum að- stæðum. John Vinsböl, verkefna- stjóri SUM, ræddi m.a. um hvernig aðferðin hefði reynst í Danmörku. Verkefninu var hrundið af stað af Starfsmenntafélaginu en síðar tók Mennt, samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla, við því. Verkið hefur verið unnið af verkefnahópi undir stjórn Oddnýjar Harðardóttur í Fjölbrautaskóla Suðumesja og Gylfa Einarssonar, Fræðsluráði málmiðnaðarins. Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum gerði í tilrauna- skyni þarfagreiningu á viðhaldsdeild Hitaveitu Suðurnesja og Kaupfélagi Suðurnesja. Fyrirhugað er að taka upp þessa þarfagreiningu með skipu- lögðum hætti á íslandi. -AG Frá MUS-ráöstefnu í Eldborg í Svartsengi. DV-mynd Arnheiður ÖxarQörður: Borun lýkur senn DV, Akureyri: Dýpkun borholunnar á Austur- sandi í Öxarfirði, sem unnið er að á vegum Orku ehf., gengur mjög vel og ná menn nú að bora rúmiega 100 metra á sólarhring. Jarðfræðingur á staðnum sem DV ræddi við í gær sagði að holan væri þá orðin um 1200 metra djúp en áformað er að bora 2000 metra nið- ur í jörðina. Því má reikna með að bomn ljúki eftir um vikutíma. Að því loknu verður holunni lokað og látið hitna í henni í vikur eða mán- uði þar til henni verður „hleypt upp“ og þá fyrst kemur í ljós hversu mikið og hversu heitt vatn fæst á þessum stað, en menn binda mjög miklar vonir við að þama finnist mjög mikið af vel heitu vatni í jörðu. -gk JIU-JITSU sjálfsvörn • Jiu Jitsu kennir þér að verjast á öruggan hátt ýmsum árásum eins og kýlingum kyrkingum og úlnliðsgripum og að ná stjórn á andstæðingum með mismunandi lásum. Komdu eins og þú ert. • Jiu Jitsu byggist ekki á líkamlegum styrk heldur 100% tækni. • Jiu Jitsu styrkir þig líkamlega og andlega • Jiu Jitsu eykur sjálfstraust þitt. • Jiu Jitsu hefur verið kennt á íslandi síðan 1991. Yfirkennari sensei: Alan Campbell 8. dan, National Coach of England NAMSKEIÐIN ERU HAFIN FRÍR PRUFUTÍMI! KOMDU OG PRÓFAOU! Ir ármann umf. bisk. Skógarseli 12, Reykjavík Sími 863 2801, 863 2802 Einholti 6, Reykjavík Sími 863 2801, 863 2802 Reykholti, Biskupstungum Sími 486 8699 Mánudaga Fimmtudaga kl. 19:30 Þriðjudaga kl. 19:30 Fimmtudaga kl. 21:00 Mánudaga kl. 19:30 kl. 21:00 Fimmtudaga kl. 19:30 VW Golf 1600, 5 d„ skr. 6.'98 silfur, ek.11 þ. km, ssk. Highline-pakki upph. V. 1.790.000. Einnig Golf 1600 comfort 3 d. 10'98 Plymouth Grand-Voyager 4x4 3800, 5 d.’97, blár, ek.67 þ.km, ssk. abs, crus. o.fl o.fl V. 2.950.000. Range Rover 2500 DTI, 5 d. skr.7,'97 dökkblár, ek.43 þ.km, ssk, 16“álf s/v dekko.fi. V. 4.500.000. BMW 525i, 4 d. '94 silfur, ek.144 þ.km, ssk. leður, abs. o.fl. o.fi. V. 2.270.000. MMC Pajero 2800 DTI 5.d. skr.06.’94 beis/blár, ek. 87 þ.km, ssk., 31“ álf. spoiler, cd o.fl. V. 2.150.000. Isuzu Traoper 2800 DT, 5 d„ skr.1’92, hvítur, ek.178 þ.km, bsk. 31“ o.fl. V. 850.000. Mjög gott úrval bíla á skrá og á staðnum OPIÐ VIRKA DAGA FRA KL.10-12 OG 13-18 LAUGARDAGA FRÁ KL.13-1G. B B ( RÍLASAUNnJ nöldur eftf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 VW Caravelle 4x4 2400 dísil, skr.4.¥97, grænn, ek.52 þ.km, bsk. 10 manna V.2.100.000. ..............-....—— < --

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.