Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 DV nn Ummæli Almenningur er blekktur „Skipun nefndarinnar end-f urspeglar sýndarlýðræði af verstu tegund, þar sem almenningur er blekktur með ; göfugu markmiði | en fyrirfram er búið að ákveða J niðurstöðuna." Guðjón A. Krist- jánsson alþingis- maður, um nefnd sem endur- skoðar lög um fiskveiðar, í Morgunblaðinu. Ráðherra að kenna „Ráðherrann (landbúnaðar) er maðurinn sem heldur uppi óeðlilega háu verði á grænmet- ismarkaðnum vegna þess að við getum ekki flutt inn græn- meti á eðlilegu verði. Ofurtoll- , amir standa þar í vegi.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastj. Bónuss, ÍDV. Hálft og fullt „Maður kaupir jógúrtdollu og hún er hálf. Maður er alltaf að kaupa háift af öliu á fullu verði. Það er allt hálft héma nema hvað íslendingar sjáifír eru alltaf fullir." Sverrir Stormsker, | í Fókusi. Dauður eða lifandi „Samkvæmt ástandi mínu í dag, miðað við útreikninga lík- amsræktarstöðva sem vilja manni allt hið besta fyrir hæfi- lega þóknun, ætti ég að vera dauður fyrir löngu. En þrátt fyrir alla útreikninga sérfræð- inga líkamsræktarstöðva- heimsins er almennt álit á mínu heimifi að ég sé lifandi." Benedikt Axelsson skóla- safnskennari, í DV. Úrelt stofnun „Sú viðleitni forsvarsmanna RÚV að setja á fót sjónvarps- rás í samkeppni við einkaaöila er sorglegt dæmi um hvernig menn leitast við að flnna úreltum stofnunum nýtt hlutverk og ný verkefni." Brynjólfur Þór Guðmunds- son, form. Sambands ungra jafnaðarmanna, í DV. Ekkert Mikka mús- verð fyrir Hermann „Þetta er ekki Disneyland og hér eru engin Mikka músar- verð í gangi.“ Ron Noads, knattspyrnu- stjóri Brentford, um tilboð í Hermann Hreiðarsson, í Morgunblaðinu. 4 Hrafnhildur Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Jurtagulls í Keflavík: Ég læt draumana rætast DV, Suðurnesjum: „Ég gekk með hugmyndina að fyrir- tækinu i átta ár þangað til ég ákvað að fara út í þessa framleiðslu," segir Hrafnhildur Njálsdóttir, fram- kvæmdastjóri og eigandi fyrirtækis- ins Jurtagulls í Keflavík. Fyrirtækið Jurtagull sérhæfir sig í hársnyrtivörum og sápum úr íslensk- um jurtum og nú hefur hol- lenskt heildsölufyrirtæki ákveðið að selja vörur þess. Hrafnhildur, sem er lærður hárskeri og rak í fjölda ára eigin stofu, var að vinna við iðnina í Dan- mörku þegar hugmyndin kviknaði fyrir alvöru. „Á stofunni þar sem ég starfaði var keypt inn mikið af hár- snyrtivörum frá ýmsum seljendum og þegar ég komst að því að bestu vör- urnar sem við seldum voru frá hár- skera sem hafði þróað og framleitt vörumar heima hjá sér þá sá ég að ég gæti þetta örugglega eins og hann. Það fyrsta sem ég gerði síðan eftir heimkomuna var að undirbúa fyrir- tækið sem byijaði framleiðslu sína fyrir fjórum árum.“ Hrafnhildur segir fyrirtækið vera í stöðugri þróun og nú stendur til að selja vöruna úr landi. „Þetta kom þannig til að ég fékk upphringingu frá ungri hollenskri konu sem er lista- verkasali og var stödd á Hótel Loft- leiðum. Hún sagðist hafa keypt hár- næringu frá Jurtagulli og varð svona yfir sig hrifin að hún hafði uppi á mér og bað mig að selja sér heilan kassa til að fara með til Hollands, sem og ég og gerði. Síðan fór hún að hringja í mig reglulega. Hún kynnti vöruna síðan fyrir stóru heildsölufyrirtæki sem rekur fimmtíu heilsuvöruverslanir í Hollandi og nú stendur til að fara að eiga viðskipti við það. Forsvarsmenn þessa hol- lenska fýrirtækis sendu vörurnar frá Jurtagulli í ítarlega rannsókn og þær komu mjög vel út. Þetta krefst mikils undirbúnings við að fara í gegnum reglugerðir og við höfum t.d. undan- farið verið að láta þýða alla miðana yfir á hollensku." Hrafhhildur segist nota frístundim- ar með fjölskyldunni. „Svo hef ég áhuga á öllum mannbætandi málefn- um, ferðalögum og listum. Það er gamall draumur hjá mér að læra inn- anhússarkitektúr og er það ætlun mín að sækja um skólavist í mjög virtum skóla í Kaupmannahöfn fyrir næsta skólaár. Það er mjög erfitt að komast þar inn svo nú er bara að vona það besta. Þar sem þetta er fimm ára nám mun margt breytast hjá okkur í fjöl- skyldunni ef ég fæ inn- göngu í skólann. Ég hef það móttó í lífinu að láta drauma mína rætast og ég vil ekki verða gömul og segja að ég hefði átt að gera þetta eða hitt sem ég framkvæmdi aldrei." Hrafnhild- Hrafnhildur Njálsdóttir. DV-mynd Arnheiður Maður dagsins ur er fædd og uppalin í Keflavík og hefur búið þar utan áranna í Dan- mörku. „Siðan var ég eitt ár skiptinemi í Ohio-ríki í Bandaríkjun- um og ég lifi enn á því. Ég var aðeins sextán ára gömul en það er eitt það besta sem fyrir mig hefur komið og ég er mjög náin fólkinu sem ég bjó hjá þetta yndislega ár.“ Hrafnhildur segir sig langa til að sérmennta sig í því að setja upp sýn- ingar. Þær eru henni sérstakt áhuga- mál og hún hefur unnið til verðlauna fyrir sýningarbása sem hún hefur sett upp, nú síðast á handverkssýningunni í Laugardalshöll. „Ég vona að það geti nýst mér í arkitektanáminu að hafa tekið þátt í öllum þessum sýningum." Eiginmaður Hrafnhild- ar er Gunn- ar Már Eð- varðsson bygginga- fræðingur og eiga þau tvö böm. -A.G. Ein mynda Magdalenu á sýningu hennar á Blönduósi. Réttamyndir Opnuð hefur verið ljós- myndasýning Magdalenu M. Hermannsdóttur í Kaffi- ■Jhúsinu Við árhakkann, Blönduósi. Myndimar á sýningunni eru teknar í réttum í Austur-Húnavatns- sýslu. Magdalena er fædd 1958 á Blönduósi. Hún stundaði stúdíóljósmyndun við Academie voor Fo- tografie í Hollandi 1993-1995. Magdalena hefur tekið þátt í ýms- um samsýning- um í Hollandi, meðal annars Fotofestival í Naarden og Den Haag. Árið 1996 sýndi hún, ásamt eigin- manni sínum, ívari Törak, í Gallerí Hom- inu og í Amsterdam. Ári síðar var hún með sína fyrstu einkasýningu í Gall- erí Horninu og í júlí síðast- Sýningar liðnum sýndi hún portrett- myndir og myndir af skart- gripum í Listhúsi Ófeigs í Reykjavík. Sýningin stend- ur til 24. október. Myndgátan Kveður hvorki kóng né prest Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal stýra námsstefnunni. Breytingaskeið kvenna Námsstefna um breytingaskeið kvenna verður haldin í kvöld kl. 20 í fyrirlestrasal Norræna húss- ins. Verður einkum fjallað um: Hvað gerist sálrænt og líkamlega á þessum tíma? Hvaða upplýsing- ar getur kvensjúkdómalæknirinn gefið konum? Hefur það sérstaka þýðingu fyrir einkalíf og starf að vera á miðj-------------- um aidri? Samkoifiur Er þorf a________________ endurmati og breytingum til aö njóta sín betur? Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal sem stýra námsstefnunni era sérfræð- ingar í klínískri sálfræði og hafa um áratuga skeið veitt konum sál- fræðimeðferð. Þriðji leiðbeinand- inn á ráðstefnunni er Anna Inger Eydal, sérfræðingur i kvensjúk- dómum. Viðskipti, verslun og markaður í hádeginu á morgun flytur Helgi Þorláksson, prófessor við sagnfræðiskor Háskóla íslands, fyrirlestur sem hann nefnir: Við- skipti, verslun og markaður. Fundurinn er haldinn í Þjóðar- bókhlöðu á 2. hæð kl. 12.05-13.00 og er hluti af fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags íslands sem nefnd hefur verið: Hvað er hagsaga? Þróun heimsmála í ljósi Biblíunnar Á námskeiði sem Biblíuskólinn heldur í kvöld kl. 20-22 og næstu mánudaga verður þróun heims- mála í ljósi Biblíunnar skoðuð. Kennari er Skúli Svavarsson. Bridge Danir hafa um árabil átt sterkt kvennalandslið í bridge og byggja það á mörgum sterkum pörum. Ein af stjömunum í dönskum kvenna- bridge er Susanne Thomsen sem er núverandi Danmerkurmeistari kvenna í tvímenningi. Hún sat hér við stjómvölinn í fjórum hjörtum á suðurhendina og var fljót að sjá möguleikann til vinnings í spilinu. Vömin gætti ekki að sér, enda ekki beint sjálfsagt að finna leiðina. Út- spil vesturs var hjartaþristur: f 653 » D654 * ÁKD * 875 * KG10 * 83 •f G87642 * ÁD f Á4 * ÁKG92 •f 953 * G106 Sagnhafi á ekki nema 9 slagi og fjórir tapslagir hlöstu við. Eina von- in fólst í því að fá hjálp frá vörn- inni. Thomsen drap tíu austurs á ás- inn og spilaði snarlega spaðaás og meiri spaða. Vest- im fékk slaginn á gosann og austur missti af tækifær- inu þegar hann setti lítið spil. Vestur ákvað að spila spaðakóngn- um hlutlaust til baka en þar með vora dagar vamarinnar taldir. Thomsen trompaði heima, tok tromp einu sinni til viðbótar og alla slagina í tígli. Síðan var laufi spilað úr blindum. Vestur fékk á drottn- inguna, gat tekið á ásinn en varð síðan að spila upp í tvöfalda eyðu í tígullitnum. Það hefði dugað vestri lítt að drepa á ásinn og spila drottn- ingunni, því austur hefur augljós- lega ekki efni á að yfirdrepa á kóng- inn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.