Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
Fréttir
Milljónaviðskipti á AustQörðum:
Sigurjón Sighvatsson
vill kaupa heilan fjörð
- trillukarlar í Neskaupstað setja strik í reikninginn
Sigurjón Sighvatsson, kvik-
myndaframleiðandi í Los Angeles,
hefur gert tilboð í og vill kaupa
Hellisíjörð sem er næsti fjörður suð-
ur af Norðfirði. Hellisfjörður er
eyðifjörður og þangað er ekki fært
öðrum en fót-
gangandi á landi.
Eigandi Hellis-
ijarðar er Sigurð-
ur Karlsson, erf-
ingi Karls heit-
ins Lúðvikssonar
sem var lyfsali í
Austurbæjarapó-
teki. Það stendur
þó í vegi fyrir Sigurður
undirritun kaup- Karlsson
samnings á mifli “ vil1 seiía'
Sigurðar Karlssonar og Sigurjóns
Sighvatssonar að Félag smábátaeig-
enda á Norðfirði er eigandi að
sumarbústað í
firðinum og neit-
ar að selja:
„Ég og faðir
minn reistum
þennan sumar-
bústað 1972 en
gáfum hann síð-
an Nökkva, Fé-
lagi smábátaeig-
enda í Neskaup-
stað, vegna þess
að við áttum
erfitt með að
sinna viðhaldi á honum og öðru. Nú
bregður hins vegar svo við að
trillukarlarnir vilja ekki selja mér
bústaðinn aftur en það er skilyrði
þess að ég geti selt Hellisfjörö.
Væntanlegur kaupandi vill ekki
kaupa en þriðji aðili á sumarhús í
firðinum eins og gefur að skilja,“
segir Sigurður Karlsson sem hefur
boðið Félagi smábátaeigenda hálfa
aðra milljón fyrir bústaðinn í sam-
ræmi við mat fasteignasala á staðn-
um.
Sigurjón
Sighvatsson
- vill kaupa.
leskaupstaBur
Hellisfjörður - náttúruperla sunnan Norðfjarðar.
Hjörtur Arnfmnsson var foringi
trillukarla í Neskaupstað um miðj-
an níunda áratuginn þegar Karl
heitinn Lúðvíksson færði þeim sum-
arbústaðinn að gjöf: „Karl vildi að
við ættum bústaðinn og ég sé engin
haldbær rök fyrir því að við fórum
að skila gjöfina frá honum. Þó vil ég
taka fram að engin ákvörðun hefur
enn verið tekin í þessu máli,“ sagði
Hjörtur Arnfinnsson.
Hellisfjörður liggur á milli Við-
fjarðar og Noröfjarðar og þangað er
siglt með ferðamenn á sumrin. Eng-
inn vegur liggur í fjörðinn en
tveggja og hálfs tíma gangur er
þangað í skriðum og fyrir fjall ef
lagt er upp frá Grænanesi i Norð-
firði. Hellisfjörður hefur löngum
verið talinn ein landmesta jörðin í
fjórðungnum. Áhugi Sigurjóns Sig-
hvatssonar á Hellisfirði mun helg-
ast af því að móðir hans, Sigurborg
Sigurjónsdóttir, var uppalin í Norð-
firði og þar voru hennar æskuslóð-
ir. -EIR
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga:
Stuðningur vegna campylo
„Menn voru að lýsa yfir stuðningi
við öll störf nefndarinnar sem snúa
að þessu máli,“ sagði Þorvaröur
Hjaltason, framkvæmdastjóri Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga, um
stuðningsyfirlýsingu stjómar sam-
takanna við heilbrigðisnefnd Suður-
lands. í yfirlýsingunni segir að á
fundi stjómar SASS, sem haldinn
var 6. október sl., hafi verið fjallað
um deilu- og álitamál sem komið
hafi upp vegna campylobactersýk-
inga sem rekja megi til kjúklinga-
eldisstöðva og hlut Heilbrigðis-
nefndar Suðurlands í þeim. „Af
þessu tilefni lýsti stjóm SASS ein-
dregnum stuðningi við nefndina og
formann hennar," segir í tilkynn-
ingunni.
Þorvarður sagði að mikil deilu-
mál hefðu verið uppi og ágreiningur
milli ýmissa aðila vegna málsins.
Að nokkru leyti ætti þetta við heil-
brigðisnefnd Suðurlands og Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands. Að öðru
leyti kvaðst Þorvaður ekki vilja
„sundurgreina" það. Samþykktin
tæki til alls málsins.
Aðspurður hvort eitthvert sér-
stakt tilefni hefði verið til þessarar
stuðningsyfirlýsingar nú sagði Þor-
varður að heilbrigðiseftirlitið starf-
aöi á vegum SASS og fundargerðir
nefndarinnar væru lagðar fyrir
stjórn samtakanna. Mönnum hefði
fúndist ástæða til að taka þetta fram
meðfram því að fundargerðirnar
vom lagðar fram.
Um þá niðurstöðu umhverfis-
ráðuneytis að heilbrigðiseftirlits-
fulltrúar Suðurlands hefðu ekki
gerst brotlegir við lög kvaðst Þor-
varður ekki hafa neina sérstaka
skoðun á því. -JSS
Átakiö Fegurri sveitir 2000 að fara af stað:
Rífum draslið og málum stafnana
- segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
Guöni Agústsson landbúnaöar-
ráðherra.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra segir að ef til vill þurfi að
koma til opinber fjárstuðningur
við átakið Fegurri sveitir 2000. Um
sé að ræða samstillt átak sveitar-
félaga og ríkisins. „Við vitum ekki
enn hversu stórt peningamál þetta
er, en þaö er líka að skapa metnað-
inn, rífa draslið sem er ónýtt og
mála stafnana,“ segir ráðherra.
Átakið Fegurri sveitir 2000 er
verkefni næsta árs. Landbúnaðar-
ráðherra er að leggja lokahönd á
skipun nefndar samkvæmt tilnefn-
ingum frá Sambandi sveitarfélaga,
Kvenfélagasambandi íslands,
Bændasamtökum íslands og um-
hverfisráðuneytinu. Landbúnaðar-
ráðherra skipar sjálfur formann
nefndarinnar.
Níels Árni Lund í landbúnaðar-
ráðuneytinu, sem vinnur að undir-
búningi málsins, segir að nefndin
muni nú í október fara að setja
niður línur um hvernig hún muni
starfa.Trúlega verði að ráða erind-
reka fyrir verkefnið sem síðan fari
um landið og kynni sér ástandið. í
kjölfarið verði mótaðar tillögur
um hvað gera eigi og hvernig, svo
og að leita eftir samstarfi viö sveit-
arfélögin um móttöku- og urðunar-
staði rusls. Jarðeigendur og um-
sjónarmenn jarða verði hvattir til
dáða. Nefndin muni hugsanlega
leita eftir stuðningi í einhverju
formi, t.d. óska eftir tilboðum frá
málningarverksmiðjum, um flutn-
ing á brotajámi og fleira þess hátt-
ar. -JSS
Komin heim
Meðan Hillary Clinton var
stödd hér á landi, á ráðstefnu
slæðukellinga af æðri stigum,
léku grinkallar lausum hala úti í
Ameríku. Sagan segii-, að þeim
hafi orðið tíðrætt
um for Hillary,
eða Clinton eins
og hinn formfasti
Moggi kallar
hana á sinn
virðulega hátt,
hingað til lands.
Grínkallamir
töluðu ekki
eins virðulega
um forsetafrúna. Þeir sögðu að
litlir kærleikar væra með þeim
hjónum eftir Monikuævintýrið.
Lofthiti færi lítið hækkandi og
næði kulið alla leið inn í helgustu
vistarverm- Clintons. Því væri sá
hluti hjónarúmsins sem tilheyrði
Hillary kallaður „Iceland". Hún
væri því á heimaslóðum hér...
Haltur og blindur
SAS og Flugleiðir ætla að arka
saman í framtíðinni og fréttir um
vissan samruna fyrirtækjanna,
sem hefur legið í
loftinu um árabil,
vakti mikla athygli.
Þykir samvinnan
nokkur sigur fyrir
Sigurð Helgason
forstjóra sem sop-
ið hefur marga
ijöruna í rekstri
Flugleiða. Á dög-
unum vora
nokkrir illkvittnir flugmálamenn
staddir í mat á Hótel Loftleiðum
og þeir létu sér fátt um finnast.
Einum þeirra varð þá að orði:
„Það má segja að það leiði haltm-
blindan á Atlantshafinu þegar
Flugleiðir og SAS fljúga sam-
«
Oreglulegri
Hinn skorinorði Svavar Gests-
son fór mikinn þegar hann opn-
aði heimasíðu sínu undir hinum
firumlega nafni
Hugmynd. Sendi
Svavar út sér-
staka fréttatil-
kynningu og
fékk heljarinnar
viðtal í dagblað-
inu Degi þar
sem hann
sagði eitthvað
á þá leið að hann
væri maður sem væri í takt við
tímann. Það var hins vegar ekki í
nema nokkrar vikur sem Svavar
var í takt við timann því síðasta
tölublað Hugmyndar kom út 18.
febrúar sL en þá hafði Svavar rit-
að nokkur orð um það að útgáfan
yrði nokkuð óréglulegri á næst-
unni. Óreglulegri í augum Svav-
ars er því væntanlega eitt ár...
Jón er nefndur
Hinn sólbrúni og sællegi pró-
fessor Hannes Hólmsteinn
Gissurarson hefur að undan-
fornu farið mik- —
inn í gagnrýni
sinni á fjandvin
sinn Jón Ólafs-
son í Skífunni. ,
Hannes Hólm- i
steinn hefur J
lengur en elstu I
menn vilja m
muna haft sér- ™
stakt dálæti á þessu óska-~~
bami Keflvíkinga og vart hefur
liðið sá dagur að hann hafi ekki í
ræðu eða riti höggvið til Jóns.
Það vakti athygli margra að i
Degi tók hin geðríka prímadonna
Kolbrún Bergþórsdóttir upp
hanskann fyrir Jón. Það er at-
hyglisvert í því ljósi að hún og
prófessorinn þráhyggni eru í sam-
starfi um hina umdeildu sjón-
varpsþætti, Maður er nefndur. Nú
bíður fólk þess i ofvæni að upp
dúkki í þáttaröðinni undir stjórn
Hannesar Hólmsteins: Maður er
nefridur, Jón Ólafsson...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkorn is