Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 Neytendur Gæöa- og verökönnun á grænmeti: Hagkaup og Fjarðarkaup best - Nýkaup meö dýrasta grænmetið Matvælarannsóknir Keldnaholti, Matra, könnuðu gæði þriggja græn- metistegunda, jöklasalats, tómata og grænnar papriku fyrir Neytenda- samtökin og ASÍ fyrr í mánuðinum. Kannað var ástand grænmetisins í tíu verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Þær eru: Bónus í Grafarvogi, Fjarðarkaup, Hagkaup í Skeifunni, 10-11 í Glæsibæ, Nóatún í Rofabæ, Samkaup í Hafnarfirði, 11-11 í Rofa- bæ, Nýkaup í Grafarvogi, Nettó í Mjódd og Strax i Hófgerði. Útlit og bragð Við mat á gæðum græmetisins var annars vegar tekið tillit til útlits þess og hins vegar bragðs. í útlits- matinu var gefin einkunn fyrir lit og lögun en einnig var leitað eftir göllum eða skemmdum í sýninu. Notaður var skali frá 0-4 þar sem einkunnin fjórir þýddi: „fallegt og algjörlega gallalaust grænmeti", 3 þýddi: „gott“, 2 þýddi: „sæmilegt", 1 þýddi: „slök gæði“ og 0 þýddi: mjög slök gæði. Við bragðmatið voru gefnar ein- kunnir fyrir einstaka bragðþætti, s.s. einkennandi bragð, súrt, sætt og aukabragð. Einkunnir yfir útlit og bragðgæði voru síðan lagðar saman og heildareinkunn gefin. Mismunandi gæði í útlitsmatinu kom fram mestur breytileiki er jöklasalatið var skoð- að. Kom salatið í Nýkaupi og í Fjarðarkaupum mjög vel út útlits- lega séð og fengu þau bæði hæstu einkunn. Sýnið frá Fjarðarkaupum fékk einnig hæstu einkunn fyrir bragð ásamt sýnunum frá Nettó og Samkaupum. f heildina voru jökla- salatsýnin mjög misjöfn að gæðum og virtist ekki vera tengsl á milli gæða og verðs, þ.e. dýrari salötin voru ekki betri. Tölverður munur kom einnig fram á útliti og bragði tómata eftir verslunum. Tekið skal fram að gæta verður þess að draga ekki tómata niður fyrir að vera ekki nógu þroskaðir. Sýnið var þó dregið nið- ur ef tómatar voru mjög mis- þroskaðir innan sýnisins og einnig ef sami tómaturinn var mjög mis- þroska. Tómatsýnin frá 10-11 og Bónus komu best út útlitslega séð. Nokkuð var um það í öðrum versl- unum að tómatarnir væru mjög misþroskaðir þannig að þroskaðir tómatar voru famir að skemmast á sama tíma og aðrir tómatar í sama sýni vora ekki orðnir nægilega þroskað- ir. Bragð tómatana virtist vera í góðu lagi því sex verslanir af tíu fengu hæstu einkunn fyrir bragð og safa í tómötunum. Hæstu heildareinkunn fyrir tómata fengu síðan Hagkaup, Samkaup og Fjarðarkaup. Almennt komu paprikumar vel út bæði útlit og bragð. Átta af tíu verslunum í könnuninni fengu hæstu eða næsthæstu einkunn fyrir útlit og níu af tíu verslunum fengu hæstu eða næsthæstu einkunn fyrir bragð. Ekki er því hægt að segja annað en að paprikumar séu yflrleitt í góðu ástandi. Verð og gæði fara ekki saman Helstu niðurstöður könnun- arinnar eru því þær að Hag- kaup og Fjarðarkaup selja besta grænmetið en lægstu gæðaeinkunnin fær 11-11. Einnig kemur fram að ekki eru endilega tengsl á milli verðs og gæða grænmetisins. Dýrast er grænmetið í Nýkaupi þar sem það kostar samtals 1494 krónur en Nýkaup lendir í 5.-6. sæti í gæðamatinu. Ódýr- ast er grænmetið í Bónusi þar sem það kostar samtals 977 krónur en Bónus lendir í þriðja sæti í gæðamatinu. Þaö er því rétt að vera vel á verði þegar grænmetið er keypt og bera saman verð og gæði í hinum mismundi versl- unum. -GLM Könnun Neytendasamtakanna og ASI sýnir að verð og gæði fara ekki alltaf saman þegar grænmeti er keypt. Hagsýni barnanna skera í bita, s.s. appelsínur og epli, henta vel sem ódýrt skólanesti. Skerið ávextina í báta og leggið þá 1 plastpoka svo barnið geti gengið beint að þeim í skólanum. Ódýr bókahilla Hægt er að búa til bókahill- ur úr kommóðuskúffu sem átti að fleygja. Handfangið er skrúfað af henni, kíttað í skrúfu- og skráargöt, bætt inn hillu og allt saman málað í fal- legum lit. Tvískipt barnaherbergi Ef íbúðin er orðin of lítil er ef til vill ekki nauðsynlegt að flytja strax ef hægt er að skipta barnaherberginu í tvennt. Hægt er að skipta her- berginu með bókahillu sem er fest snyrtilega við vegg eða gólf. Hillan skiptir herberginu í tvennt en gefur bömunum hófleg tækifæri til samskipta. Ódýrt lím Hrærðu saman hveiti og vatni og búðu til grautarlím. Það hentar vel til að líma hvers kyns pappír, t.d. þegar fóndrað er með bömunum eða þegar hengja á myndir upp á vegg. Ódýrt leikfang Auðvelt er að búa til litinn vefstól sem er skemmtilegt og ódýrt leikfang handa bömun- um. Best er að nota pappa- spjald eða lok af kassa, t.d skó- kassa. Spjaldið má þó ekki vera mjög stórt því þá stríkk- ar smám saman á vefnum. Klipptu 1 sm djúpar raufar með 1/2 sm millibili í gagn- stæðar brúnir spjaldsins. Síð- an er bómullargami brugðið fram og aftur yfir spjaldið í raufarnar. Gamspottar eða klipptar pjötlur era notuð í ívaflð og þrædd með grófri nál undir og yfir uppistöðuþræð- ina til skiptis. Pjötlumar sem úr þessu fást er hægt að nota sem pottaleppa eða glasamott- ur. Ódýrt brúðuleikhús Börn eru ekki kröfuhörð um búnað þegar þau setja upp brúðuleikhús. Sviðið má út- búa með því að festa teppi í dyr í hæfilegri fjarlægð frá áhorfendunum. Þá geta börn- in leynst á bak við teppið og haldið höndunum fyrir ofan það. Handbrúðurnar má útbúa úr gömlum vettlingum. Hárið er saumað á með smáum og stórum sporam til skiptis til þess að það sýnist hrokkið. Ef til era afgangar af loðskinni eða gerviskinni má nota það í feld og skegg á brúðumar. Tölur era notaðar fyrir augu en búningurinn búinn til úr blúndum, bandi, filti og skinn- pjötlum sem saumuð eru á. Notaðu hugmyndaflugið og láttu bömin hjálpa til. Hand- rit er óþarft. Börnin fylgja sjónvarpsþáttum sem þau hafa séð eða ævintýrum sem þau hafa heyrt. Kenndu börn- unum líka að búa til aðgöngu- miða og sýningarskrá. -GLM Hvítir strigaskór halda sjaldan lit sínum lengi á fótum athafna- samra krakka. Þá er ráð að mála skóna með mattri akrýlmáln- ingu. Siðan er strokiö af þeim með vot- um klút þegar þarf að hreinsa þá. rt nesti Ýmiss konar ávextir sem hægt er að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.