Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 7
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 7 x>v___________________________________________________________________________________________________Viðskipti Þetta helst: •••Viðskipti á VÞÍ námu alls 1.745 m.kr. •••Þar af námu viðskipti með hlutabréf 151 m.kr. •••Mest viðskipti með Baug hf., fyrir 72 m.kr. •••Með Össur hf. fyrir 22 m.kr. •••Mest hækkun Hraðfrystihúss Eskifjarðar, um 6% ••• Baugur hækkaði um 4,5% ••• Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,53% og er nú 1.412 stig. Hagfræði- og fjármálakenningar bresta: Verðbólga virðist lítil áhrif hafa á hlutabréf Samkvæmt helstu fjámála- og hagfræðikenningum ætti verð á hluta- og skuldabréfum að lækka þegar verðbólga eykst og þegar vext- ir eru hækkaðir. Svo virðist alls ekki vera raunin hér á landi og sér- fræðingar velta fyrir sér hver ástæðan geti verið. í Markaðsyfirliti Landshankans í gær kemur fram að það veki athygli að þær efnahagsaðstæður sem nú ríkja í hagkerfinu virðist lítil sem engin áhrif hafa haft á hlutabréfa- markaðinn. Veltan hafi aukist stöðugt og hlutabréfaverð hækkað á siðustu mánuðum. Svo virðist sem hlutabréf á íslandi séu hreinlega ónæm fyrir ytri aðstæðum. Á síðustu 3 mánuðum hefur Úr- valsvísitala hlutabréfa hækkað um tæp 15%. Að hluta til mætti að sögn Landsbankans skýra það með al- mennt jákvæðum milliuppgjörum sem birtust í júlí og ágúst en þó hef- ur Úrvalsvísitalan hækkað um tæp 8% frá því að síðustu milliuppgjör birtust. Á sama tíma hefur verð- bólga farið vaxandi og síðustu 3 mánuði hefur verðhólgan verið 8,3%. Seðlabankinn hefur hækkaö vexti í þrígang á árinu nú síðast um miðjan september en þær hækkanir hafa engin merkjanleg áhrif haft á verð hlutabréfa. Bandarísk kaffihúsa- keðja til íslands Bandaríska kafiihúsakeðjan New World Cofiee-Manhattan Bagel Inc. er á leið til íslands en í lok næsta árs er von á að fyrsti staðurinn verði opnaður á Reykjavíkursvæðinu. New World á og rekur kafiibari og „bagels“-bakarí í 28 ríkjum Bandaríkjanna og í löndum víða um heim. Það er Bandaríkjamaðurinn Sean Maravich og islensk athafnakona, Eydis Olsen, sem eru handhafar rekstrarleyfis fyrir New World hérlendis. í frétt frá New World kemur fram að síðustu ár hafi Eydís starfað sem sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Core States/First Union Bank i Bandaríkjunum. „Alþjóðavæðingin styrkir okkar stöðu sem leiðandi seljandi kafíivara," er haft eftir Rocco Fiorentino, varafor- seta þróunarsviðs New World. „Við hlökkum til að kynna margverðlaunaða framleiðslu okkar íslendinguin." New World Cofiee-Manhattan Bagel Inc. (NWCI) er skráð á Nasdaq-hlutabréfa- markaðinum í Bandarikjunum. Erlendis er það vel þekkt að verð- bólga og vaxtahækkanir, eins og einkennt hafa íslenskt hagkerfl að undanfórnu, hafa mjög neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði. Undan- Þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkan- ir eru hlutabréf enn á mikilli siglingu Einar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaskráningar, segir í síðasta Viðskiptablaði að ákveðiö sé að rafræn skráning verð- bréfa muni hefjast fljótlega eftir ára- mót. Það helgast m.a. af því að árið 2000 er i nánd og Fjármálaeftirlitið hefúr mælst til þess að bankar og verðbréfafyrirtæki breyti ekki sín- um kerfum fyrir þau tímamót. Verð- bréfaskráning verður að sögn Ein- ars á meðan í svokölluðu prófunar- umhverfi en búið er að koma á fót tengingum inn í bankana. Einar segir þó að ljóst sé að starf- semi Verðbréfaskráningar hefjist ekki fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt en Fjármálaeft- irlitið hafi raunar mælst til þess að bankar og verðbréfafyrirtæki breyttu ekki kerfum sínum fyrr en að febrúarmánuði loknum sökum vandamála sem gætu skapast vegna hlaupárs. Einar segir þó að Verð- bréfaskráning hafi sóst eftir að farið hafa hlutabréf í Bandaríkjun- um verið að lækka, m.a. vegna áhyggna fjárfesta af yfirvofandi vaxtahækkunum og þenslu. Spyrja má hvað það er í eðli íslenska hluta- bréfamarkaðarins sem virðist gera hann ónæman fyrir aðstæðum í hagkerflnu. Langt í 200 daga meðaitalið Sérfræðingar FBA hafa líka velt þessum undarlegu kringumstæðum fyrir sér. í Morgunkomi FBA í gær er þeirri spurningu velt upp hvers vegna hlutabréfamarkaðurinn hafi ekki gefið eftir vegna vaxtahækk- ana og aukningar á verðbólgu. En þróaðir hlutabréfamarkaðir sýna yf- irleitt mikil viðbrögð við þess hátt- ar breytingum. Sérfræðingar FBA reyna í þessu samhengi að skoða tæknigreiningu, sem er allt annað sjónarhorn á markaðinn. Einn af þeim tæknilegu hefja starfsemi sína í janúar og stefnt sé að því að taka upp raf- ræn viðskipti með ríkisvíxla til að byrja með. Verðbréfa- skráning íslands mun annast raf- ræna eignar- skráningu verð- bréfa. Hlutverk félagsins verður að taka verðbréf samkvæmt ósk útgef- enda og skrá þau rafrænni skrán- ingu inn á reikninga sem sérhver eigandi verðbréfs mun fá í tölvu- kerfi félagsins. Um leið og verðbréf hefur verið skráð rafrænni skrán- ingu verður samsvarandi pappírs- verðbréf ógilt. Framfaraspor Ljóst er að rafræn skráning hluta- mælikvörðum sem notaðir eru við að meta stefnu markaðar er 200 daga meðaltal en það geta verið merki um fallandi markað ef 200 daga meðaltalið er rofið ofan frá. 200 daga meðaltal Aðalvísitölunnar er um 1.174 stig en vísitalan er í dag um 1.340 stig. Hún þyrfti því aö lækka allverulega eða um u.þ.b. 10% til þess að nálgast umrætt með- altal eða sem næmi allri hækkun vísitölunnar frá því í lok júlí. Það virðist alls ekki vera sá gállinn á markaðinum þessa stimdina, heldur þvert á móti. Að undanfómu hafa hækkanir jafnvel breiðst út og náð til fleiri félaga og nú er svo komið að örfá félög á Aðallista sýna lækk- un frá áramótum. Það er ennfremur athyglisvert að í júní var vísitalan við það að brjóta 50 daga meðaltalið ofanfrá, en náði ekki alveg í gegn. Síðan þá hefur markaðurinn verið á uppleið, þótt heldur hafl hægt á í þessari viku. bréfa mun verða stórt spor í fram- faraátt á íslenskum hlutabréfamark- aði og m.a. má í kjölfarið vænta fyllri upplýsinga um viðskipti inn- herja með bréf sín. Tryggvi Pálsson, formaður stjómar VÞÍ, segir í sam- tali við Viðskiptablaðið að e.t.v. verði stundin til þess að breyta regl- unum þar um þegar rafræn verð- bréfaskráning kemur til fram- kvæmda en hún muni hafa í fór með sér að uppgjör fari fram eigi síðar en innan eins dags frá við- skiptum. í Morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að gert sé ráð fyrir að með rafrænni skráningu muni viðskipti aukast, verðmyndun verði raunhæfari og erlendum fjárfestum verði gert auðveldara að eiga hér viðskipti. Rafræn skráning færi VÞÍ nær erlendum mörkuðum og kerfið muni auðvelda tengingu við erlend- ar kauphallir. Rafræn skráning verðbréfa í ársbyrjun - dagar pappírsviöskipta taldir IBM til samstarfs viö Íslandssíma - þróa og markaössetja upplýsingakerfi fyrir simafyrirtæki Fulltrúar Íslandssíma og alþjóð- lega tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæk- isins IBM kynntu í dag samstarf um þróun, markaðssetningu og sölu á upplýsinga- og reikningakerfi fyrir símafyrirtæki. í samstarfinu felst að IBM þróar notendavænt upplýsinga- kerfi fyrir og í samvinnu við ís- landssíma. Samkvæmt upplýsingum frá ís- landssíma byggist kerfið á gagna- grunni IBM en þróún þess byggist á íslensku hugviti og markaðsstarfi. „í þessu felst mikil viðurkenning en Íslandssími fær ágóðahlutdeild í sölu á hugbúnaðinum þegar hann verður fullbúinn og fer í almenna sölu. Forsvarsmenn IBM telja feng að samstarfmu við Íslandssíma sem varð fyrir valinu vegna framsæk- innar starfsemi á íslenska markaðn- um þar sem Intemet- og tölvunotk- un er meiri en gerist annars stað- ar,“ segir í frétt frá Íslandssíma. Þá segir að í samstarfinu felist það nýmæli að alþjóðlegur hugbún- aðarrisi þrói, í samvinnu við is- lenskt símafyrirtæki, hugbúnað sem nýta á í starfsemi þess. „Til þessa hafa íslensk símafyrirtæki varið hundruðum og jafhvel millj- örðum króna til samsvarandi hug- búnaðargerðar. Af þessu má sjá að ekki sparast einungis verulegir fjár- munir heldur skilar þetta umtals- verðum tekjumöguleikum fyrir ís- landssíma og íslenskan hugbúnað- ariðnað. Víðtæk samvinna Samstarfið kveður á um sam- vinnu sérfræðinga Íslandssíma og IBM í hugbúnaðarþróun. Við hug- búnaðarþróunina verður notað San Francisco-þróunarkerfi IBM, sem og annar hugbúnaður IBM SecureWay, WebSphere, VisualAge og DB2. Upplýsingakerfið auðyeldar þeim sem nota sér þjónustu Íslandssíma til muna að fylgjast með viðskiptum sínum. I fyrstu útgáfu af hugbúnað- inum verður á vefsíðu hægt að fá ít- arlegt greiðslu- og notkunaryfirlit. Á sama stað verður hægt að fá að- gang að allri þjónustu Íslandssíma og í sumum tilfellum geta notendur afgreitt sig sjálfir. Þá verður þjón- ustuver Íslandssíma tengt upplýs- ingakerfinu. Á vefsíðunni verður hægt að fylgjast með vandamálum sem upp kunna að koma, stöðu þeirra og fletta upp lausnum. Baugur lækkað um 14,4% frá skráningu Gengi á hlutabréfum í Baugi lækkaði um 5%_í gær og er gengið nú aðeins 8,7. Útboðsgengi í apríl var 9,95 og hafa þau því lækkað um 14,4% frá skráningu. Mjög margir fjárfestu þá og miklar vænt- ingar voru gerðar. Frá þeim tíma sem útboðið fór fram er gengistap þeirra sem fjárfestu nokkuð mikið. Hins vegar má segja sem svo að langtímahorfur séu góðar og fjár- festing góð til langs tíma litið en framtíðin mun ein leiða það í ljós hvort markaðurinn sé sama sinnis. Hraðfrystihúsið-Gunnvör með 4,4% í SH Eignarhlutur og atkvæðisréttur Hraðfrystihússins-Gmmvarar hf. í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. er kominn niður í 4,4% eða kr. 66.683.427 en var 126.683.427 eða 8,5%. Seld hafa verið hlutabréf að nafnvirði kr. 60.000.000. Aukinn útflutningur frá Kína Útflutningur frá Kína jókst um 2,1%, ef miöað er við heilt ár, fyrstu fimm mánuði þessa árs. Það sem verra er að innflutningur jókst mun meira, eða um 19,3% sem þýð- ir að viðskiptaafgangur fer minnk- andi. Verðbólguskot í Svíþjóð Það er ekki bara á Islandi þar sem vísitala neysluverðs hækkar mikið. í Svíþjóð hækkaði vísitalan um 0,7% í september sem þykir nokkuð mikið þar á bæ. Hins vegar er ekkert sem bendir til annars en að um árstíðabundna hækkun hafi verið að ræða og verðbólga yfir árið verði ekki nema 1,5-1,8% sem er mun minna en á íslandi. Þrátt fyrir lága verðbólgu á árinu er talið líklegt að Seðlabanki Svíþjóðar muni bregðast við þessum fregnum með vaxtahækkun fljótlega. BT og Microsoft í samstarf British Telecommunications og bandariski hugbúnaðarrisinn Microsoft tilkynntu í gær ætlun þeirra að hefja víð- tækt samstarf um að framleiða og þróa búnað til þráðlausra inter- netsamskipta. Sir Peter Bonfield, for- sfjóri BT, sagði að samstarf þessara fyrirtækja myndi þjóna viðskiptavinum um allan heim með fyrsta flokks vörur og auka enn á hraðann í þróun á þráð- lausum internetsamskiptum. Samrunaviðræður í Japan Sumitomo Bank og Sakura Bank, tveir af stærstu bönkum Japans, tilkynntu í gær að þeir ættu í við- ræðum um hugsanlega samein- ingu. Ef af verður þá yrði sameigin- legur banki næststærsti banki i heimi með sameiginlegar eignir upp á 925 milljarða dollara eða sem svarar til 66 þúsund milljarða ís- lenskra króna. Fréttir af þessu styrktu hlutabréfamarkaði í Japan og hækkaði nikkei-vísitalan nokk- uð við þessar fregnir. í síðasta mánuði sameinuðust þrír aðrir stórir bankar í Japan, Industrial Bank of Japan, Dai-Ichi Kangyo Bank og Fuji Bank, en sá samruni er minni en þessi. Þessar breyting- ar í japanska bankakerfinu er tald- ar styrkja veikar stoðir efnahags- kerfisins í Japan. Erlendar fréttir frá Financial Times.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.