Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: augtysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasóluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hundeltir fá starfsfrið Starfsmenn Heilbrigöiseftirlits Suðurlands, sem í sumar unnu þjóðþrifaverk með skýrslu um ástandið í og við ali- fuglabú Reykjagarðs að Ásmundarstöðum, eru loks lausir frá þeim undarlega rannsóknarrétti sem settur var eftir að sóðaskapurinn komst í hámæli, sem og sú hætta sem neyt- endum var búin með dreifingu sýktra matvæla. Starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins sendu frá sér greinar- gerð vegna skoðunar á umhverfisþáttum búsins í júlí siðastliðnum. Þar var bent á, með stuðningi ljósmynda af vettvangi, fjölbreytilega möguleika á alls konar sjúkdóma- smiti af völdum skordýra, baktería og veira. Umhverfi bús- ins var sagt með ólíkindum með tilliti til matvælafram- leiðslu og það sagt skapa kjöraðstæður og gróðrarstíur fyr- ir sjúkdómavaldandi bakteríur sem ekki eiga heima í mat- vælum. Niðurstaða heilbrigðiseftirlitsins var að umræða og fræðsla um salmonellu og campylobacter virtist ekki hafa verið tekin alvarlega né valdið umbótum á staðnum. Greinargerðin var send í afriti til Heilbrigðisnefndar Suðurlands, sem yfir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er sett, Hollustuvemdar ríkisins, landbúnaðarráðuneytisins, um- hverfisráðuneytisins, héraðsdýralæknis Rangárvallasýslu, Sláturhúss Reykjagarðs og til Ásmundarstaða. Eftir að greinargerðin um sóðaskapinn í alifuglabúinu og hættuna af sýkingu i afurðum komst í hámæli og til um- fjöllunar hjá öllum fjölmiðlum, svo sem eðlilegt var, varð mikið uppistand á búinu og innan Heilbrigðisnefndar Suð- urlands. í stað þess að Heilbrigðisnefnd Suðurlands gripi þegar til aðgerða gegn kjúklingabúinu og ástandinu þar sneri hún sér að því að að finna aðra sökudólga en búskussana og þá helst í líki undirmanna sinna, heilbrigð- isfulltrúanna sem greindu frá viðbjóðnum í greinargerð sinni. Heilbrigðisnefndin mat það svo að forgangsmál væri að finna þann eða þá sem „láku“ upplýsingunum til fjöl- miðla. Heilbrigðisnefndin hefur síðan eytt tíma sínum, sem og hinna ötulu starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins, auk starfs- manna umhverfisráðuneytisins, lögreglunnar á Hvolsvelli og sýslumannsins á sama stað. Samt lá það fyrir í upphafi, áður en fjölmiðlar sögðu frá málinu, að málið var á vitorði margra innan stofhana og fyrirtækja á Suðurlandi og í Reykjavík, auk ráðuneytanna tveggja. Þar gat því hver sem er flutt tíðindin, sem raunar var bráðnauðsynlegt að koma fyrir almenningssjónir. Niðurstaða umhverfisráðuneytisins er fengin og þar kemur fram að ekki sé sýnt að starfsmenn Heilbrigðiseftir- litsins á Suðurlandi hafi sent fölmiðlum greinargerðina og af þeirri ástæðu geti ráðuneytið ekki fallist á að þeir hafi brotið lög. Þessi niðurstaða gefur þeim því starfsfrið. Um leið ættu yfirmenn þeirra í Heilbrigðisnefnd Suðurlands að hafa meiri tíma til að sinna raunverulegu hlutverki sínu, og því sem skiptir máli, að séð sé til þess að neytend- ur fái boðlega vöru í verslunum. Það hefði nefhdin átt að gera strax í stað þess að skemmta skrattanum með mála- tilbúnaði sínum. Auk þessarar niðurstöðu ráðuneytisins er enn béðið niðurstöðu lögreglurannsóknar á hinum meinta leka. í ár er metár í sýkingum vegna campylobacter, einkum vegna neyslu kjúklinga. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafa varað við campylobacter-sýkingum frá ár- inu 1995. Greinargerð eftirlitsins frá i sumar varð til þess að menn vöknuðu loks til vitundar um ófremdarástandið. Yfirmenn heilbrigðisfulltrúanna, í Heilbrigðisnefnd Suður- lands, hefðu fremur átt að heiðra þá en hundelta. Jónas Haraldsson „Reyndar á það við um forystumenn innan Nató almennt að þeir virðast áhugalitlir um átökin í Tsjetsjeníu og árásir Rússa á óbreytta borgara þar.“ Landamæri samviskunnar anum var í hven;i ís- lenskri stofu meðan átökin þar stóðu sem hæst og vöktu skiljan- lega mikil viðbrögð með okkur ölium því ná- lægðin við vandann var fyrir bragðið mikil. Það verður að segjast eins og er, að hagsmun- ir stórveldanna virðast skipta nokkru máli þeg- ar til fréttaflutnings kemur. Þannig fer minna fyrir því í frétt- um en efni standa til að stöðugt er haldið uppi loftárásum á írak og ekki hefur verið tiund- að sem skyldi að síðan loftárásum Nató á Júgóslavíu lauk hafa um tvö hundruð þúsund Serbar fLúið Kosovo-hérað. „Það er svo aftur umhugsunar- efni fyrir okkur öll að í Stjórnar- ráðinu okkar íslenska virðist skipta máli hver það er sem beit- ir ofbeldi. “ Kjallarinn Ögmundur Jónasson alþingismaður Að undanfórnu hafa borist vofveif- legar fréttir austan úr Kákasusfjöllum. Rússneski herinn hefur haldið uppi loftárásum á Grosní, höfúðborg Tsjetsjeníu og önn- ur byggð ból þar í landi hafa orðið illa úti í árásum rússneska hersins. Eins og stundum áður er hemaður- inn rekinn í nafni baráttu gegn hryðjuverkum. Fómarlömhin eru hins vegar ekki hryðjuverkamenn heldur óbreyttir borgarar og herma fregnir að bæði íbúðahverfl og almenningsfarar- tæki hafa orðið fyrir sprengjuregni vígvélanna. Afleiðingar þess- ara voðaatburða birtast okkur í sí- vaxandi straumi flóttamanna frá þeim svæðum sem verst hafa orðið úti og er ljóst af frétt- um að stríðshrjáð fólkið á um sárt að binda. Fréttaflutningur og stór- veldahagsmunir Fréttaflutningurinn er þó um margt óljós enda má líklegt heita að fjölþjóðlegu fréttastofumar eigi erfiðara um vik í fréttaöflun en í sambærilegum átökum annars staðar. Fólksflóttinn, ofsóknirnar og sprengjuregnið á Balkanskag- í yfirlýsingu sem þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sendi frá sér er á því vakin athygli að átökin i Tsjetsjen- íu eru enn eitt dæmið um yfirgang stórveldis sem leitast við að tryggja eigin hagsmuni í krafti hernaðarlegra yfirburða án tillits til réttinda óbreyttra borgara. Það er svo aftur umhugsunarefni fyrir okkur öfl að í Stjórnarráöinu okkar íslenska virðist skipta máli hver það er sem beitir ofbeldi. Hinir galvösku baráttumenn mannréttinda, oddvitar ríkis- stjómarflokkanna, þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráherra virðast einhverra hluta vegna hafa aðra og fjarrænni afstöðu gagnvart fómarlömbum stríðs- átakanna í Tsjetsjeníu en þeir höföu gagnvart flóttamönnum frá Kosovo. Reyndar á það við um forystu- menn innan Nató almennt að þeir virðast áhugalitlir um átökin í Tsjetsjeníu og árásir Rússa á óbreytta borgara þar. Þeir lýsa að vísu áhyggjum en við það láta þeir sitja. Þaö er engu likara en þeir fallist á að stórfelldar loftárásir á borgir og bæi séu lögmæt leið til að stöðva einstaka hryðjuverka- menn eða samtök þeirra. Gagnkvæmur skilningur um afskiptaleysi Auðvitað má hverju bami vera ljóst hvað hér er á seyði. Á milli stórveldanna rikir gagnkvæmur skilingur um afskiptaleysi ef til átaka kemur á yfirráðasvæði hins aðilans. Þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur verið viðtekið um langan aldur. Það er hins vegar ekki gott hlutskipti fyrir eina smáþjóð eins og okkar að vera svo kirfilega bundin á klafa hemaðarstórveldis eins og Bandaríkjanna og hemað- arbandalagsins Nató að hún þurfi alltaf í einu og öllu að laga skoðan- ir sínar að hagsmunum þess. Engu er líkara en markalína hagsmuna- svæöis Nató falli saman við landa- mæri samviskunnar hjá ríkis- stjóm íslands. Ögmundur Jónasson Skoðanir annarra Flugvöllur blívur, fólkiö víkur „Núverandi stefna borgaryfirvalda í skipulagsmálum þýðir í raun, að innan örfárra ára verða nýbyggingar- svæði borgarinnar á Álfsnesi eða ofan Rauðavatns. Byggð svo fjarri miðbænum, sem þrátt fyrir allt er lang- fjölmennasti vinnustaður landsins, kallar á mikinn akstur, fjármuni og ómældan tíma. Flugmálastjóri er að leggja undir sig til framtíðar besta byggingarland borg- arinnar, Vatnsmýrina, og hafnarstjóri það næstbesta, Geldinganes. Reykvíkingum verður í staðinn boðið upp á byggingarland í 15 til 25 km fjarlægð frá miðbænum." Friðrik Hansen Guðmundsson í Mbl. 14. okt. Sigríöi var aldrei hafnaö „I helgarblaði Dags er birt opnuviðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sem var mjög í sviðsljósinu vegna ráðstefnunnar „Konur og lýðræði við árþúsundamót“...Ef eitthvað er endurtekið nógu oft tekur það smám saman á sig ímynd sannleik- ans. Þannig er með síendurteknar fullyrðingar um að konum eins og Sigríði hafi verið haldið niðri vegna þess að aðrar Kvennalistakonur hafi ekki þolað að hún skar- aði fram úr ... Almennt töldu Kvennalistakonur liðsinni Sigríðar mikilvægt bæði fyrr og siðar og lögðu nokkuð á sig til að tryggja það. Henni var aldrei hafnað vegna eiginmanns síns né nokkurs annars. Hún réði sjálf skilnaði sínum við Kvennalistann. Er nú ekki mál að þessu píslarvætti linni og konur láti hver aðra njóta sannmælis?“ Kristín Halldórsdóttir í Degi 14.10. Nýr liösmaöur meö Reykjavíkurfiugvelli „Eitt sinn var ég afar mótfallinn flugvelli í borginni. Nú í hinni heiftúðugu umræðu um Reykavíkurflugvöll hef ég hugsað málið upp á nýtt. Flugtæknin er að breyt- ast, því fylgja hljóðlátari vélar er munu nota styttri brautir. Nýting eldsneytis verður betri og loftmengun verður minni. En hvað gerist ef flugvöllurinn verður lagður niður? - Byggð verða háhýsi á svæðinu. - Gert verður viðamikið gatnakerfi fyrir þá byggð og tenging- ar til allra átta með tilheyrandi umferðartöfum og mengun. - Gerð verða bílastæði fyrir þúsundir bíla. - Vatnsmýrin endanlega þurrkuð upp og villt fuglalíf hrakið brott...“ Björn Finnsson í Mbl. 14.10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.