Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 19
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 19 DV Fréttir' Sauðárkrókur: Loðskinn á lokasprettinum DV, Akureyri: Skinnaiðnaðarfyrirtækið Loðskinn hf. á Sauðárkróki verður nær örugglega tekið til gjaldþrota- skipta á næstunni. Fyrirtækið hefur átt í geysilegum erfiðleikum undan- farin ár og stærstu eignaraðilarnir hafa ausið i það fjármagni til að halda því gangandi, en án árangurs. Loðskinn hefur ekki farið var- hluta af þeirri lægð sem markaðir fyrir skinnavörur hafa verið í á undanfornum árum, og má segja að eigendur fyrirtækisins hafi róið líf- róður til bjargar fyrirtækinu sem er um 25 ára gamalt. Þegar starfsmenn voru flestir hjá Loðskinni voru þeir á bilinu 60-70 en þeim hefur farið fækkandi hægt og bítandi og þar hefur að undanförnu ekki starfað nema rétt á annan tug manns. Sauðárkróksbær og síðan sveitarfélagið Skagafjörður eftir sam- einingu sveitarfélag- anna í Skagafirði er stærsti eigandi Loð- skinns ásamt Búnaðar- bankanum, en hvor þessara aðila á um Úr vinnslusal Loðskinns hf. á Sauðárkróki. þriðjung hlutafjár í fyr- irtækinu. Sveitarfélag- ið hefur nú ákveðið að leggja ekki frekara fjár- magn í fyrirtækið og tilkynnti það á aðal- fundi þess fyrir skömmu. Það þýðir ein- faldlega það að Búnað- arbankinn mun fara sömu leið, og fyrirtæk- isins bíður ekkert ann- að en gjaldþrot á næst- unni. Sem fyrr sagði hefur starfsmönnum fyrir- tækisins fækkað hægt og bítandi á síðustu misserum og árum. Það hefur þýtt að vinnumark- aðurinn hefur ekki fengið skellinn allan í einu eins og gerst hefði hefði fyrirtækinu verið lokað skyndilega þegar starfsemi þar var í meiri blóma og um fór að þrengjast á mörkuðum fyrir framleiðsluvörur þess. Sveitarfélagið hefur þegar óbeint afskrifað eign sína í Loðskinni, en til björgunaraðgerða þess hafa bæði sveitarfélagið og Búnaðarbankinn varið hundruðum milljóna króna á undanförnum árum, sennilega allt að hálfum milljarði. -gk Fyrirspurnir eru þegar farnar að berast á vef lögreglunnar: logreglan.is og police.is. Einnig eru ýmsar vel þegnar ábendingar farnar að berast lögregluembættunum víða um land. Að sögn Jónmundar Kjartanssonar hjá ríkislög- reglustjóra er þess óskað að almenningur beini erindum sínum beint á viðkomandi embætti - ekki einungis til ríkis- lögreglustjóra eins og talsvert hefur borið á. Að öðru leyti rfkir bjartsýni á hvernig til tekst með vefinn. í framtíðinni er m.a. stefnt að því að hægt verði að leggja fram kærur og annað á vefnum - þó þannig að kærandi mæti síðar sjálf- ur til að staðfesta. Öðrum erindum verður einnig hægt að sinna á vefnum. DV-mynd S Norðurlandameistaramótið / Karate The Nordic Open Karate Championship 1999 Danmörk Finnland Noregur ísland Svípjóð Eistland N-írland Skotland Þórshöfn: Kúfiskvinnslan senn í gang DV, Akureyri: „Það hefur verið undirrituð vilja- yfirlýsing um samruna fyrirtækj- anna og það er unnið samkvæmt þeirri yfirlýsingu," segir Jóhann A. Jónsson, forstjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, um samruna Skelfisks ehf. á Flateyri og kúfiskdeildar hraðfrystistöðvarinnar á Þórshöfn. Jóhann segir að reiknað sé með að kúfiskveiðar við norðaustur- hornið og vinnsla á Þórshöfn hefj- ist væntanlega á næstu vikum en við veiðamar verður til að byrja með notast við skip Skelfisks sem stundað hefur þessar veiðar vestra. Þar er ástandið hins vegar Tengist ekki Slysavarnaskóla Vegna fréttar í DV um björgunar- sveitarmann sem slasaðist við æf- ingar þar sem hann stökk frá borði Sæbjargar sem hýsir Slysavarna- skóla sjómanna vill Hilmar Snorra- son skólastjóri taka fram að málið tengist með engum hætti skólanum eða námskeiðum hans. orðið þannig að skelfiskurinn virð- ist uppurinn en við norðaustur- hornið er mikið af honum og lítið hefur verið veitt. Reiknað er með að stór hluti starfsfólks Skelfisks ehf. muni flytja sig austur til Þórshafnar en Jóhann A. Jónsson segir að þegar kúfiskvinnslan hefst þar verði hægt að bæta við þeim mannskap að vestan sem vill koma austur en starfsmenn Skelfisks á Flateyri voru að meginhluta til útlending- ar. Jóhann segir að e.t.v. verði ein- hver húsnæðisvandræði en það sé þá mál sem taka verði á þegar þar að kemur. Hraðfrystistöð Þórshafnar er nú með í smíðum í Kína fullkomið skel- fiskveiðiskip sem reiknað e'r með að komi til landsins í apríl á næsta ári. Á Þórshöfn var fyrir nokkrum árum byggð fullkomin skelfisk- vinnsla í nýbyggingu við frystihús- ið en byrjunarerfiðleikar sem upp komu í vinnslunni þar og síðan það að skelfiskveiðiskip fyrirtækisins sökk hefur orðið til þess að húsnæð- ið hefur lítið verið nýtt. Nú stendur það til bóta og hjólin fara væntan- lega að snúast í kúfiskvinnslunni á Þórshöfn á næstunni. -gk tyttufara vel umiþig og þú ncerð betri árangri Hvílir þig þegar mest á reynir. Framlextt í USA Margar tegundir. Verð frá kr. 35.9S0, Áklæði & leður í miklu úrvali. HUSGAGNAHOLLIN VJSA Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000 * %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.