Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 13 Borgartún 22 105 Reykjavik sími: 551 1414 fax: 551 1479 Útvegum nýja og notaða bíla á mjög góðu verði Fréttir Fjallakrá í 160 ára norsku stokkahúsi B í Grand Cherokee LTD árg. '97, ek. 39 þús. km, grænn/gullsans. 4,0, 6 cyl., topplúga, CD og kassetta. Einn með öllu. Verð 2.980.000, einnig 8 cyl. Plymouth Voyager árg. '97, rauður, ek. 47 þús. km, 5 dyra, ssk., central o.fl. Verð 1.640.000. Nýr Dodge Ram árg. 2000, 2500 4x4, SLT Laramie QUAD-SAB 4 dyrameð öllu, leðurrafdrifin sæti, ABS - öll hjól, CD, 5 hátalar, fjarst. samlæsingar, dráttarbeisli, þokuljós.Verð 3.930.000 Sýningarbílar á staðnum. Jón Friðriksson hrossakaupmaður og Árdis Björnsdóttir f Fjallakránni. L A R - með gistingu fyrir átta í lokrekkjum en þröngt mega sáttir sofa DV, Skagafirði: „Það var óskaplega gaman að opna á svona stórri helgi og ánægjulegt hvað komu margir gestir til okkar, og alveg sérstaklega hvað Skagfirðingar voru duglegir að líta inn. Okkur þykir mjög gaman að taka á móti fólki og reynum að sýna góða þjónustulund," segir Árdís Bjömsdóttir á Vatnsleysu sem um helg- ina opnaði formlega ásamt manni sín- um, Jóni Friðrikssyni, glæsilegt veit- ingahús, svokailaða Fjallakrá, sem stendur við rætur Viðvíkurfjails, ofan Vatnsleysubæjarins. Þau Árdís og Jón segja að það sé gjör- samlega ómögulegt að segja hvað gest- imir vora margir um helgina, þar sem sumir stoppuðu stutt og mikið rennirí var á fólki, en það hafi skipt hundruð- um. Á fóstudagskvöld, þegar húsið var formlega opnað, komu fjölmargir og síð- an á réttardegi Laufskálaréttar á laugar- dag var stanslaus umíerð, frá kl. 10 um morguninn fram á þriðja tímann um nóttina. Og mörgum fannst gott að fá kjötsúpuna sem Dísa bauð upp á þegar fólkið kom úr réttunum. Úr skarkala upp í fjöllin „Já, það má segja að þetta hafi verið draumur okkar að koma upp sveitakrá eins og gerist sums staðar erlendis. Svo fólk geti rifið sig úr skarkalanum og fært sig nær fjöllunum í kyrrðina og átt þar rólega og góða kvöldstund á notaleg- um stað,“ segir Jón og Árdís tekur und- ir það, en hún hefur til margra ára unn- ið að matseld, bæði í mötuneytum og á hótelum. - En ætlið þið að hafa fjailakrána opna reglulega á ársgrundvelli, Dísa? „Nei, við ætlum ekki að fara af stað með neinu offorsi. Við tökum á móti pöntunum og verðum með veisluþjón- ustu og ýmislegt sem óskað er eftir. Við teljum íjallakrána henta vel fyrir veisl- ur og fundi og þegar fyrirtæki bjóða starfsfólki sínu og gestum út að borða.“ Keypti norskt fornhýsi Fjallakráin er norskt timburhús, um 200 fermetrar að gólffleti þegar ívera i risi er meðtalin, en þar er gisting i lokrekkjum fyrir átta manns að minnsta kosti, „en þröngt mega sáttir sofa“ eins og Jón á Vatnsleysu vitnaði í. Það var í ferð til Noregs íyrir nokkrum árum, tengdri hestaviðskiptum eins og fleiri ferðir Jóns á Vatnsleysu, sem hann rakst á þetta 160 ára gamla „stokkahús" eins og þau em kölluð. En Norska stokkahúsið tekur sig einstaklega vel út undir Viðvíkurfjallinu, 160 ára gamalt og komið austan um haf frá Noregi. DV-myndir Þórhallur viðh' þess eru felldir saman með hand- verkfærum, allir lásar og fóls handunn- in. „í sumum ferðum kaupir maður meira en í upphafl ferðar var ráðgert," segir Jón en tekur fram að hann ætli nú ekki að fara að tíunda það hvemig hann eignaðist húsið. Það var síðan sumarið 1993 sem Vatnsleysufjölskyldan fór til Innfjörden sem stendur við vestur- strönd Noregs til að taka niður húsið og koma því i flutning heim til íslands. Um haustið 1994 hófust síðan framkvæmdir við grunn þess, og var þetta gæluverk- efhi þar til á þessu ári að unnið hefur verið af kappi til að ljúka byggingu þess. Þau Jón og Árdis þakka sérstaklega aðstoðina Þorsteini Kára- syni, byggingarmeistara á Sauðárkróki, sem með snjöllu handbragði sínu hafl þama lagt gjörva hönd að verki. Þá á Tengill heiðurinn af lýsingunni. Gísli Sigurðsson hannaði lýsingu sem vakið hefur athygli. „Stjörnuljós," seg- ir Dísa, „sem er hægt aö dempa að vild og stilla í samræmi við norðurljós og sól- og tunglskin undir íjallinu." Aðspurður sagði Jón að fljótlega hefði verið hugsað til þess að húsið mundi tengjast viðskiptum og gesta- komum, en kannski ekki verið í mynd- inni sem vertshús strax í upphafl. „Það má segja að öll mín viðskipti hafi tengst hrossum og auðvitað hugsaði maður til þess að það gæti verið gaman að taka á móti fólki í svona glæsilegu húsi, bæði útlendum og innlendum geshun. En þetta þróaðist svo upp í þetta og við erum ákaflega ánægð með hvemig til hefur tekist," segir Jón á Vatnsleysu. -ÞÁ EV-Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 'l sími 564-5000 Lyftu upp tilverunni Lyftidýnurnar frá Húsgagnahöllinni eru góð lausn til að fullkomna hvíldina. Þær aðlaga sig að þínum þörfum. Þú getur stillt höfða- og fótalag að eigin ósk, þannig að líkaminn hvílist og endurnærist. Njóttu lífsins útsofin og hvíld. Bíldshöfði þegarþú viitjtofarel ykjavík Sími 510 8000 12 Raykjavík Sí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.