Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 30
y 42 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Afmæli Björn Kristjánsson Björn Kristjánsson veitingamað- ur, Efstalandi, Ölfusi, er sextugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist i Meltungu í Kópa- vogi og ólst þar upp og í Kleppsholt- inu í Reykjavík og Snóksdal í Döl- um. Á unglingsárunum stundaði Björn verkamannavinnu og vann á búi foður síns. Hann festi kaup á vörubifreið 1963 og stundaði síðan vömbifreiðarakstur til 1995. Jafn- framt breytti hann fjósi og hlöðunni að Efstalandi í veitingastað en hann hefur starfrækt þar veitingastaðinn Básinn frá 1989. Haustið 1998 opnaði hann svo Ingólfsskála á sama stað. Fjölskylda Björn kvæntist 13.7. 1963 Sigríði Svövu Gunn- arsdóttur, f. 12.4. 1942, fyrrv. bankastarfsmanni. Hún er dóttir séra Gunn- ars Jóhannessonar, f. 7.6. 1904, d. 14.2. 1965, prests að Skarði í Gnúpverja- hreppi, og k.h., Áslaugar Gunnlaugsdóttur, f. 2.8. 1900, kennara. Börn Björns og Svövu era Gunnar Björnsson, f. 28.1. 1963, kvæntur Kristínu Hauksdóttur, f. 18.5. 1963, og eru börn þeirra Andri Már, f. 19.8. 1982, og Svava Björk, f. 26.8. 1989; Hrafnkell Björnsson, f. 7.10. 1969, en unnusta hans er Sigurlín Garð- arsdóttir, f. 16.9. 1974; Áslaug Björnsdóttir, f. 21.11. 1974, en dóttir hennar er Kristín Lára, f. 2.5. 1998. Systkini Björns eru Kristinn Jón Kristjáns- son, f. 1941, fræðslu- stjóri Kópavogs, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Valgerði Kristínu Gunnarsdóttur; Ásgeir Jónas, f. 1943, leigubifreiðarstjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sig- ríði Magnúsdóttur; Loftveig Krist- ín Kristjánsdóttir, f. 1946, húsmóð- ir í Reykjavík, en maður hennar er Gunnar Þórisson; Gestur Krist- jánsson, f. 1952, starfsmaður hjá Jörva, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Svava Björk Bene- diktsdóttir; Friðrik Kristjánsson, f. 1959, bóndi í Stóra-Saurbæ í Ölfusi, en kona hans er Ólína Sigurðar- dóttir. Foreldrar Bjöms voru Kristján Eysteinsson, f. 29.7. 1910, d. 16.2. 1967, bóndi að Hjarðarbóli, og Hall- dóra Þórðardóttir, f. 10.6. 1918, d. 21.1. 1994, húsfreyja. Seinni maður Halldóru var Ólaf- ur Guðmundsson. Björn verður að heiman á af- mælisdaginn. Björn Kristjánsson. Fréttir Lokað fyrir rafmagn hjá sjúklingum 1 afvötnun: Bærinn beinlínis óvinveittur segir forstööumaöur Byrgisins og kvartar til bæjaryfirvalda í Hafnarfiröi Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, hefur tekið að sér heilsugæsiustörf fyr- ir Byrgið og hér er hann ásamt Georg H. Eyjólfssyni ráðgjafa og Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni í Byrginu, í Hafnarfirði í gær. DV-mynd ÞÖK. Lokað var fyrirvaralaust fyrir raf- magn á afvötnunardeild Byrgisins, kristilegs liknarfélags, að Hvaleyrar- braut 23 í Hafnarfirði á þriðjudaginn var. Þar vora fimm áfengissjúkling- ar í afvötnun. Lokunarmaður gerði ekki vart við sig á skrifstofu á efri hæð, að sögn Guðmundar Jónssonar forstöðumanns, heldur gekk hann \ rakleiðis inn í húsið og innsiglaði rafmagnstöflu eftir að hafa átt óskemmtilegan orðastað við einn sjúklinginn á staðnum. Afvötnunar- deildin er hins vegar lokuð deild og óviðkomandi ekki heimill aðgangur. „Skuldastaða Byrgisins hjá Raf- veitu Hafnarfjaröar getur tæplega talist svo ógnvekjandi að slíkar að- gerðir sem þessar séu réttmætar og löglegar," segir Guðmundur Jóns- son sem hefur sent bæjaryfirvöld- um kvörtunarbréf út af þessu og ýmsu öðru sem á hefur gengið í samskiptum við bæinn. Þolinmæði gagnvart sjúkra- húsum brestur „Við förum ekki í manngreinará- lit í þessu efni,“ sagði Jónas Guð- laugsson, rafveitustjóri í Hafnar- firði. „Það þarf líka talsvert til að gripið sé til lokunar. En jafnvel þol- inmæði okkar gagnvart sjúkrahús- um getur þrotið," sagði Jónas. Hann sagði að flöldi viðvarana hefði verið sendur Byrginu. „Okkur sýnist að bæjarfyrirvöld hafi það helst fyrir stafni að tefja og hindra starfsemi okkar með ýmiss konar íhlutun og afskiptasemi. Ný- verið hefur mikil vinna verið lögð í að mála gular línur á allar gang- stéttarbrúnir meðfram Vesturgötu 18 til þess að hindra að menn leggi bílum þar og fleira má nefna þessu líkt,“ segir Guðmundur. Hann segir að svona hafi það gengið til í þrjú ár í Firðinum. Engu sé líkara en bæj- aryfirvöld séu Byrginu beinlínis óvinveitt. Þar komi við sögu Raf- veitan, Félagsmálastofnun, bygging- arfulltrúi og fleiri. „Byrgið hefur sýnt sig að vera góð starfsémi. Þar hefur náðst ár- angur, mörgum hefur verið bjargað sem aðrir hafa gefist upp á,“ sagði Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi í samtali við DV í gær. Ekki náðist í Magnús Gunnars- son bæjarstjóra og Þorsteinn Njáls- son var erlendis. Vottorð landlæknis ekki gild „Margir skjólstæðingar Félags- málastofnunar Hafnarfjarðar hafa verið í meðferð hjá Byrginu. í sam- skiptum við stofnunina hefur borið á svo augljósri óvild og stífni starfs- manna stofnunarinnar að ekkert hefur farið á milli mála að hér er í gangi ógeðfellt ferli sem lýsir sér m:a. í ófaglegum vinnubrögðum sem einkennast af hroka, yfirgangi og óvirðingu starfsmanna gagnvart Byrginu og skjólstæðingum þess,“ segir Guðmundur Jónsson. „En mér var öllum lokið þegar starfsmaður Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar sagði að læknisvott- orð, útgefin af Ólafi Ólafssyni, fyrr- verandi landlækni, væru ekki tekin gild þegar verið væri að meta að- stoðarhæfni skjólstæðinga," sagði Guðmundur Jónsson. -JBP 7 Langar þig... að lyfta þér upp eitt kvöld í viku ... í örugglega skemmtilegasta og undarlegasta skólanum í bœnum, ogfrœðast um allt sem vitað er um dulrcen mál og samband við framliðna og hvar og hvernig þessir handanheimar líklegast eru fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 900 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans sl. 9 ár. -Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. -Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknar- skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19. Kynningarfundir verða í skólanum í kvöld kl. 20.30.Allir velkomnir. Sálarrannsóknarskólinn - Skemmtilegasti skólinn í bænum - Sióumúla 31 s. 561 9015 & 588 6050 j Sauðburður í sláturtíðinni DV, Vesturlandi: Þegar heimilisfólkið á Kverná hugðist reka fé til slátrunar í síð- ustu viku brá því heldur en ekki í brún er ljóst var að fjölgað hafði um einn í fjárhópnum. Um nótt- ina leit óvænt dagsins ljós mynd- arlegur hrútur. Móðirin er vetur- gömul ær sem nefnd hefur verið. Óvon, en faðernið er ekki hægt að ábyrgjast. Ljóst er þó að einhvern álitlegan hrútinn hefur ærin hitt í maí. -DVÓ / SHG Skagaströnd óskar eftir að ráða umboðsmann. ► | Upplýsíngar gefur Kristín Leifsdóttir í síma 452-2703 Afgreiðsla Reykjavík, símar 550 5741 / 550 5742 Til hamingju með afmælið 18. október 80 ára Björn Sigurðsson, Hrófá 2, Hólmavík. Þórey Kristín Guðmundsdóttir, Hrísmóum 4, Garðabæ. 70 ára Friðný Friðriksdóttir, Hamarsstíg 30, Akureyri. Haukur Eyþórsson, Leirubakka 10, Reykjavík. Hrefna Kristin Gísladóttir, Vallartröð 1, Kópavogi. Matthildur Ólafsdóttir, Fannarfelli 10, Reykjavík. Sigríður Helgadóttir, Kleppsvegi 20, Reykjavík. Sigurrós Gísladóttir, Vallargerði 27, Kópavogi. 60 ára Guðrún Kristjánsdóttir, Breiðuvík 11, Reykjavík. 50 ára Brynhildur A Ragnarsdóttir, Dalhúsum 76, Reykjavik. Ingiríður Karen Jónsdóttir, Logafold 59, Reykjavík. Ólafur Ragnarsson, Miðengi 18, Selfossi. 40 ára Auður Kristín Matthíasdóttir, Lyngholti 5, ísafirði. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson útgerðarstjóri. Aðalheiður B. Einarsdóttir, Hjalla, Mosfellsbæ. Baldur Ámi Björnsson, Múlakoti, Borgarfirði. Barbro Elísabet Glad, Laugarbraut 12, Akranesi. HaHa Sveinsdóttir, Kotárgerði 28, Akureyri. Hákon Gunnarsson, Laugarásvegi 13, Reykjavík. Hrafnhildur Njálsdóttir, Skólavegi 16, Keflavík. Jóhanna Guðný Scheving, Skeiðarvogi 19, Reykjavík. Jón Ágúst Pétursson, Hálsaseli 26, Reykjavík. Kristján Kristjánsson, Bergstaðastræti 43, Reykjavík. Ólafur Unnar Jóhannsson, Nökkvavogi 36, Reykjavík. Sigrún Jónsdóttir, Stekkjarflöt 4, Garðabæ. Skúli Helgason, Árkvörn 2b, Reykjavík. Trausti Leifsson, Goðalandi 9, Reykjavík. Vilhelmína S. Kristinsdóttir, Laufásvegi 10, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.