Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Utsala 30 - 70 % afsláttur til manaöamota. IIVEUFISGÖTU 11211 Sím 502 2322 IJPllA $ SUZUKI -✓///------ Suzuki Baieno GLX 4x4, skr. 6/96, ek. 78 þús. km, bsk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 4/97, ek. 63 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.220 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 d.Verð 980 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek. 34 þús. km, bsk., 4 d. Verð 1.040 þús. Susuki Vitara 2,0 dísil, skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.800 þús. Susuki Vitara JLX ,skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 1/96, ek. 77 þús. km, bsk„ 3 d. Verð 720 þús. Suzuki Swift GLS.skr. 4/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 d. Verð 680 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 5/99, ek. 18 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. Suzuki Sidekick JX, skr. 9/97, ek. 117 þús. km, ssk„ 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek. 72 þús. km, bsk„ 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Baleno Gl, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk„ 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Jimmy, skr. 3/99, ek. 22 þús. km, bsk„ 3 d. Verð 1.250 þús. Suzuki Swift GLX„ skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk„ 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Swift GLX ,skr. 6/98, ek. 22 þús. km, bsk„ 5 d. Verð 870 þús. Suzuki Swift GX ,skr. 2/97, ek. 55 þús. km, bsk„ 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek. 81 þús. km, bsk„ 5 d. Verð 570 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 4/99, ek. 17 þús. km, bsk„ 5 d. Verð 1.690 þús. SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is RAUTT LJÓS þýöir að stöðva skuli ökutæki skilyrðislaust. UMFERÐAR RÁÐ MUNUM EFTIR LÖGGÆSLU- MYNDAVÉLUNUM Utlönd Musharraf hershöföingi: Áfram á valdastóli Þrátt fyrir viðvaranir frá Evrópu- sambandinu og Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum sagði Pervez Musharraf hershöfðingi ekkert um það í ávarpi sínu í gær hvenær sett yrði á laggirnar borg- araleg stjóm í Pakistan. Stofnanirnar höfðu hótað því að hætta við fjárhags- lega aðstoð segði herfor- ingjastjórnin, sem rændi völdum í síðustu viku, ekki hvenær lýðræði yrði komið á aftur. Pakistanskur stjórnmála- Pervez fræðingur, Shireen Mazari, sagði það gott að Musharraf hefði ekki beygt sig fyrir Vesturlönd- um. „Það voru ekki gefin nein fölsk loforð," sagði Mazari. í ávarpi til pakistönsku þjóðarinn- ar í gær sagði Musharraf að herinn yrði ekki lengur við völd en nauðsyn- legt væri. Hann sagði jafnframt að stofnað yrði þjóðaröryggisráð sem ætti að stýra landinu. Musharraf lagði á það áherslu að hann vildi milda kjarnorkuvopnastefnu Pakist- ans. Hershöfðinginn boðaði einnig fækkun pakist- anskra hermanna við landamæri Indlands. Fækk- un hermannanna nær þó ekki til þeirra sveita sem staðsettar eru meðíram lín- unni sem skiptir Indlandi og Kasmír. Viðbrögð Ind- verja við ávarpi Mus- harrafs í gær voru varkár. Einn leiðtoga stjórnar- andstöðrmnar í Pakistan, Iqbal Haider, sem er þing- maður flokks Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra, lýsti yfir ánægju sinni með loforð Musharrafs um að komið yrði á raunverulegu lýð- ræði. Sagði hannHaider opinn og hreinskiptinn og öðruvísi en þeir hershöfðingjar sem stýrt hefðu Pakistan í áratugi. Musharraf hershöfðingi. Símamynd Reuter Tugir særðust f Minsk f Hvíta-Rússlandi f gær í átökum lögreglu og mótmælenda. Um 20 þúsund manns höfðu safnast saman tll að mótmæla áformum Lukashenkos forseta um að sameina Hvíta-Rússland Rússlandi. Albright og Cook: Sendiráðsárásin ekki gerð að yfirlögðu ráði Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Robin Cook, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, vísuðu því á bug í gær- kvöld að NATO hefði að yfírlögðu ráði gert loftárás á sendiráð Kína í Belgrad til að eyðileggja íjarskipta- búnað þar sem Júgóslavar höfðu afnot af. Breska blaðið Observer og danska blaðið Politiken höfðu það í gær eftir heimildarmanni innan NATO, sem ekki vildi láta nafns sins getið, að þegar ráðist var á bústað Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta 23. april síðast- liðinn hefðu fjarskipti hætt í sólar- hring. Þegar merkjasendingar náð- ust á ný komu þær frá kínverska sendiráðinu, að þvi er haft er eftir heimildannanninum. Þann 7. mai síðastliðinn var skotið þremur stýriflaugum á sendiráðið. Þrír Kínverjar létu lífið í árásinni og 27 særðust. Stjórnir Bandaríkjanna og NATO fullyrtu síðastliðið vor að árásin á sendiráöið hefði verið gerð vegna mistaka. Opinber skýr- ing Bandaríkjanna var sú að kort- in, sem notuð hefðu verið, hefðu verið úrelt. Blaðið Observer veltir því fyrir sér hvort Kínverjar hafi boðist til að hjálpa Milosevic meðal annars til þess að fá upplýsingar um tæknibúnað I bandarísku Stealth- flugvélinni sem skotin var niður í Kosovostríðinu. Stuttar fréttir dv Leynileg kjarnorkustöö íbúar í Derby á Englandi eru í uppnámi eftir að í ljós kom að Rolls-Royce samsteypan hafi um árabil framleitt kjarnorkuelds- neyti fyrir kafbáta í bænum án vitundar þeirra. Búa sig undir írenu íbúar 1 N-Karólinu í Bandaríkj- unum bjuggu sig í gær undir komu fellibylsins írenu sem vald- ið hefur miklum usla í Karíbahafi undanfarna daga. Gegn drottningu Repúblikanar i Ástralíu hófu í gær opinbera herferð sína fyrir því að Elísabet Englands- drottning verði ekki lengur þjóðhöfðingi þeirra. Við þjóðaratkvæða- greiðslu 6. nóv- ember næst- komandi taka 11 milljónir kjósenda afstöðu til þess hvort þeir vilji að Ástralía verði lýðveldi með kjömum þjóð- höfðingja. Lögmaöurinn bjartsýnn Högni Hoydal, lögmaður Fær- eyja,_segir að stefht sé að því að viðræðum Færeyinga og Dana um framtíðarsamskipti þeirra ljúki fyrir áramót. Högni kveöst bjartsýnn á að Færeyingar segi já í vor í þjóðaratkvæðagreiðslu um aukið sjálfstæði. Svíar vilja í NATO Háttsettir sænskir herforingjar krefjast þess nú að Svíþjóð gangi í NATO þar sem Svíar geti ekki sjálfir varið sig. Sprengjutilræði Leiðtogi Lýðræðisflokksins í Valjevo í Serbiu slapp í gær ómeiddur úr sprengjuárás á heimili hans. Leiðtoginn, Nebojsa Andric, hafði ítrekað gagnrýnt Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseta. Mótmæli við hús Baraks Þúsundir ísraelskra landnema efndu í gær til mótmæla við heim- ili Ehuds Baraks, forsæt- isráðherra ísra- els. Landnem- arnir em æfir yfir því að hluti þeirra þarf að yfirgefa landsvæðið __________ sem þeir reistu sér heimili á án leyfis yfirvalda og fyrir friðarvið- ræður ísraela og Palestínumanna. Grýtt til bana íranskur dómstóll hefur úr- skurðað að grýta eigi konu til bana vegna hjúskaparbrots. Elsk- hugi hennar var dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið eigin- mann konunnar. Stórfundur um Glistrup Ráðgert er að halda stórfund í danska Framfaraflokknum um stefnu flokksins í kjölfar yfirlýs- ingar Mogens Glistmps um að fleygja eigi núverandi stefnu í ruslatunnuna. Gefast ekki upp Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjeníu, sagði í gær að her sinn myndi ekki gefast upp fyrir rússneskum hermönnum. Tekinn af lífi Saddam Hussein íraksforseti hefur látið taka af lífi yfirmann öryggisþjón- ustu sinnai', að því er vest- rænir stjórn- arerindrekar og stjórnar- andstæðingar greina frá. Saddam sak- aði yfirmanninn, Rafeh Dahham Majoul Takriti, um að hafa lekið upplýsingum um leynilegan vopnasamning við Rússa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.