Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 18
» menning ■ '&Ík MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Guðmundur Helgason og Katrín Á. Johnson dansa í verki Ólafar Ingólfsdóttur, Maðurinn er alltaf einn. DV-myndir Teitur Dansveisla PS... Frábærir dómar Sinfóníuhljómsveit íslands lætur ekki sitja við Menningarverðlaun DV heldur sankar að sér frábærum dómum um geisla- diska sína með verkum eftir Jón Leifs og Si- belius. í októberhefti BBC Music Magazine fá upptökur hennar á Si- belius fjórar stjörnur fyrir flutning og hljóm og í Hl- FI News fær flutningurinn fyrstu ein- kunn en upp- takan ekki alveg eins hátt eða A-B. Um flutning hljómsveitarinnar á „Ofviðrinu" eftir Sibelius segir þar: „Tónlistin er fram- úrskarandi vel flutt: skarplega leiknar hendingar og mjög líflegar - hlustið bara á hvemig Sakari endurskapar hvininn í vind- inum í upphafi Stormsins." Umsögnin um geisladiskinn Dettifoss með verkum Jóns Leifs í tímaritinu Classic CD er sérstaklega ánægjuleg fyrir hljóm- sveitina. Diskurinn lendir í sérvali tímarits- ins og fær fyrstu einkunn hæði fyrir hljóm- gæði og fLutning: Fimm stjömur! Fyrirsögnin í Classic CD er „Aldarminn- ing Leifs reynist íslensk skyldukaup", síðan segir: „Jón Leifs (1899 -1968) er meðal virtustu tónskálda íslands. Hann hlaut þjálfun sína í Þýskalandi og hlotnaðist að halda tónleika i hjarta evrópsks tónlistarlífs fyrir stríð ... Eins og viö vitum af fyrri upptökum Naxos er það fátt sem Sinfóníuhljómsveit íslands getm- ekki gert, og Jón Leifs lætur hana gera næstum allt í óviðjafnanlegum orgel- konsert sínum (þar er einleikari Björn Steinar Sólbergsson, innskot umsjm.). Djúp- ir klasar í bassanum, tortímandi drunur í fjórföldum pákmn og gríðarmikill hljóma- gangur sem birtist í samhliða þríhljómum eru erfíð raun fyrir hvaða hljómsveit sem er. Eitt sinn sló verkið í gegn en hefur í raun aldrei fundið sér sess; nú er kjörið tækifæri bjóða aftur velkomið þetta upp- hafha, alvarlega og oft djúphugula tónverk." Undir þetta ritar Simon Trezise. Og við óskum Sinfóníuhljómsveitinni innilega til hamingju. íslenski dansflokkurinn býður nú upp á dans- veislu í Borgarleikhúsinu: þrjú dansverk eftir íslenska danshöfunda við tónlist íslenskra tón- listarmanna. Þessi rammíslenski velgjörningur færir okkur heim sanninn um það hversu frá- bæra danslistamenn við eigum hér á landi (ég tala nú ekki um tónlistarmenn) og hvet ég alla dansunnendur til að sjá sýninguna. Fyrsta verk kvöldsins, NPK, er eftir Katrínu Hali. Verkið er að sögn höfundar „vinna með flæði hreyfinga, mismunandi andrúmsloft, til- fmningar og tengsl milli dansara". Heitið er táknrænt. NPK er nafn á nærandi áburði fyrir plöntur sem getur líka orðið að öflugu sprengiefni og dansverkið ein- kennist af mýkt og hlýju samhliða geysilegum krafti. Sýningin er full af lífí vegna sífelldra 5 breytinga í hraða, formi og styrk. Dúett- arnir í upp- hreyfmgu dansaranna. Þetta fallega samspil birtist einnig í dúett Katrínar Á. Johnson og Chad Adam Bantner; þótt tengslin milli þeirra væru oft ósýnileg voru þau samt sterk. í lok verksins brýtur höfundur algjörlega upp fyrra form. Gamansemin fær aðgang að sviðinu og einn dansarinn byijar að mæla af munni fram. Atriðið er virkilega flott en það er stutt í að textinn hverfi út í tómið og tapi tilgangi sín- um. Tónlistin, sem var sérstaklega samin af Skárr’en ekkert fyrir þetta verk, er mjög áhuga- verð. Einkanlega eru þung vélarhöggin úr Áburðarverksmiðjunni undir fyrsta hluta verks- ins áhrifamikil. Töfrar hins smáa Annar hluti sýningar- Á. * innar er dansverkið Mað- urinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Það er gerólíkt því fyrra og leið mér eins og ég væri mætt í Vesturbæjarlaugina eftir að hafa verið stödd á ströndinni í Strandvörðum þegar ég byrjaði að horfa á það. Maðurinn er alltaf einn er verk hversdagsins. Töfrar þess liggja í hinu smáa sem svo auðvelt er að láta sér sjást yflr. Uppbygging verksins fær mann til að finnast maður sitja á lestarstöð og horfa á mannlífið streyma hjá. Dansaramir birtast og hverfa af sviðinu, algerlega hver í sínum heimi og virðast fátt eiga sameiginlegt. Engin tengsl eru milli þeirra innbyrðis, né þeirra og áhorfandans. En þó að dansararnir virðist í fyrstu að vera hver með sinn stíl má greina hjá þeim sameiginlegt stef sem tengir þá saman. Tónlistin við verkið er mjög einhæf. Það ásamt margbreytileika verksins gerir sýning- una krefjandi fyrir áhorfandann. Tónlistin er samt falleg og eins og dansinn er hún full af lífi þegar vel er að gáð. Fórnarlamb sjóræningja Þriðja verkið, Æsa, ljóð um stríð, er dansleik- verk samið af Láru Stefánsdóttur dansara, Þór Tulinius leikara og tónhöfundinum Guðna Franzsyni. Verkið fjallar um Tyrkjaránið 1627 og lýsir örlögum einnar konu í hópi fórnar- lamba sjóræningjanna. Handritið er á flestan hátt vel unnið en mætti vera hnitmiðaðra, sérstaklega miðkaflinn sem gerist i Alsír. Hlutverk konunn- ar er sérstaklega sterkt; það byggir á ffábærlega vel sömdum hreyfingum sem tjá tilfinningar eins og ást móður á bami snertingu og hafi synmgarmnar eru sérstaklega gríp- andi og var það ekki síst dúeti Camerons Cor- bett og Júlíu Gold sem vakti athygli mína. Það endurspegl- ast einhver óendanleg mýkt og við- kvæmni í sínu, niðurlægingu þrælsins, sársauka fæðandi konu og sálarangist móður sem bam er tekið frá. Hlutverk sjóræningjanna er leikið og mynd- ar skemmtilegt mótvægi við önnur hlutverk sem era túlkuð með dansi. Textinn einkennist af gamansömum orðaleikjum á ensku og íslensku og alvarlegri vangaveltum um „sannleikann" sem má nota til að réttlæta gerðir ræningjanna. Pétur Einarsson leikari og Chad Adam Bantner dansari koma þessum hlutverkum vel til skila. Dans Sesselja G. Magnúsdóttir Hildur Óttarsdóttir dansari sýnir tilþrif í hlutverki hinnar ógæfusömu íslensku konu. Sá galli er þó á túlkun hennar að líkamleg tjáning á hlutverkinu nær ekki til andlitsins. Þannig verður til dæmis sálarangist nýbakaðrar móður sem sér á eftir bami sinu ekki nógu sannfær- andi. Aðrir dansarar stóðu sig reglulega vel. Jó- hann Freyr Björgvinsson sýndi sannfærandi persónusköpun i hlutverki eiganda konunnar, Katrín Ingvadóttir var áhrifamikil í hlutverki bamsins og Cameron Corbett átti góða spretti sem Alsírbúi. Sögusvið Æsu er ýmist ísland eða Alsír og ná tónlist, lýsing, búningar og hreyfmgar að skapa á sterkan hátt stemninguna á hverjum stað. Búningarnir eru einstaklega vel gerðir, fallegir og táknrænir. Tónlist Guðna Franzsonar er virkilega skemmtileg, en í eksótískum dúett Katrínar Ingvadóttur og Cameron Corbett fer hún þó eitthvað út af sporinu. Þar brýt- ur harður og kraftmikill nútíma teknó trommutaktur upp þá austrænu stemningu sem annars einkenndi atriðið. íslenski dansflokkurinn sýnir i Borgar- leikhúsinu: NPK Danshöfundur: Katrín Hall Tónlist: Skárr’en ekkert Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Sviðsmynd: Katrín Hall/Sviðsmyndir ehf. Maðurinn er alltaf einn Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir Tónlist: Hallur Ingólfsson Búningar: Áslaug Leifsdóttir Æsa: Ljóð um stríð Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir í samstarfi við Pars pro toto Leikhöfundur: Þór Tulinius Tónlist: Guðni Franzson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Sviðsmynd: Ragnhildur Stefánsdóttir Lýsing: Elfar Bjarnason Margmiðlunarefni í íslensku Undanfarin ár hafa stúdentaskipti milli landa stóraukist, ekki síst vegna aðildar ís- lenskra háskóla að Nordplus- og Sókrates- áætlununum. Margir erlendu stúdentanna koma ekki hingað til lands til að leggja stimd á íslensku sem erlent tungumál held- ur til að læra ýmsar aðrar greinar. Þeir hafa átt þess lítinn kost að þjálfa sig í ís- lensku til að búa sig undir dvölina hér enda koma þeir oft frá skólum sem bjóða ekki upp á íslenskukennslu. Nú er I sjónmáli nú- tímalegt kennsluefni sem kemur til móts við þennan hóp og reyndar alla sem vilja læra íslensku, hæði á eigin vegum og undir stjóm kennara. Þetta er margmiðlunarefni fyrir byrjend- ur í íslensku, unnið á vegum Stofnmiar Sig- urðar Nordals, þar sem nemendur geta lært undirstöður málsins og kynnst landi og þjóð. Það er hluti af þriggja ára verkefni fimmtán háskólastofnana í Evrópu sem Stofnun Sigurðar Nordals tekur þátt í og hefur að markmiði að búa til margmiðlun- arefni fyrir byrjendur í Norðurlandamál- um, flæmsku, grísku, ítölsku og portú- gölsku. Verkefiiið kallast á ensku „Small is Beautiful - Language Mobility: A Pilot for Multimedia Package for Academic Purpose" og er stjórnað af Háskólan- um í Hull. Menntamála- ráðuneytið og Háskóli íslands hafa styrkt ís- lenska hlutann af verk- efninu og er þess vænst að þeim hluta verði lok- ið á næsta ári, fáist nægjanlegt fjármagn innanlands til verksins. Fyrir skömmu voru hér kvikmyndatöku- menn frá Hull til að taka þann hluta margmiðlunarefnisins sem verð- ur á lifandi myndum. Kvikmyndatökumar fóru fram 1 Háskóla íslands og á ýmsum stöðum í Reykjavík, aðallega í miðborginni og leikararnir Helga Vala Helgadóttir (á mynd) og Valur Freyr Einarsson léku aðal- hlutverkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.