Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Spurningin Ætlarðu í verslunarferð fyrir jólin? Guðlaugur Bragason nemi: Nei. Guðlaugur Tryggvi Karlsson hag- fræðingur: Nei, en ég ætla að reyna að komast upp í hestagirðingu. Ólafur Þorláksson nemi: Já, St. John’s. Inga Maren Rúnarsdóttir nemi: Ég efast um það. Símon Elvar Vilhjálmsson nemi: Nei. Lilja Sigurjónsdóttir vaktstjóri: Nei. Lesendur Skoðanakúgun og tvöfalt siðgæöi RUV „Fjölmargir fréttamenn hafa árum saman unnið hjá Ríkisútvarpinu ásamt því að taka þátt í pólitísku starfi," segir m.a. f bréfinu. - Á fréttastofu Ríkissjón- varpsins. Óskar Óskarsson skrifar: Fyrir skömmu var sagt frá því í dálkaskrifum DV og einnig í Degi að einhverjir fréttamenn á Ríkisút- varpinu hygðust sitja þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna í frí- tíma sínum. Dálkarnir greindu skil- merkilega frá því um hvaða frétta- menn var að ræða og fylgdu málinu frá degi til dags líkt og um stórglæp væri að ræða hjá fréttamönnum að hafa sjálfstæðar stjómmálaskoðan- ir. Fréttastjóri sjónvarps brást strax við og bannaði þeim að sækja þing- ið. - Þessi ákvörðun fréttastjórans er ekkert annað en skoðanakúgun og mismunun hjá RÚV. Fjölmargir fréttamenn hafa árum saman unnið hjá Ríkisútvarpinu ásamt því að taka þátt í pólitísku starfi. Þegar flokksmálgögn vinstri flokkanna, Þjóðviljinn og Alþýðu- blaðið, vom lögð niður voru flestum blaðamönnum smám saman útveg- aðar stöður við fréttamennsku eða dagskrárgerð hjá RÚV. Þeir urðu ekki skoðanalausir við það eitt að skipta um vinnustað og héldu áfram að þjóna flokkunum sínum frá fréttastofum ríkisfjölmiðlanna. Þegar grunur vaknaði hjá göml- um blaðamönnum af Þjóðviijanum og Alþýðublaðinu um að einhverjir nýráðnir vinnufélagar þeirra á Sjónvarpinu hefðu aðrar stjórn- málaskoðanir en þeir heimtuðu þeir aðgerðir. Fréttastjórinn var fljótur að hlýða og banna fréttamönnunum ungu að fara á SUS-þingið. Ekki var talin ástæða til að bregðast svona fljótt við þegar fréttamaður hjá Sjónvarpinu og þekktur framsókn- armaður var í framboði fyrir Fram- sóknarflokkinn á Reykjanesi og gegndi varaþingmennsku þar á sama tíma og hann var fréttamaður hjá RÚV. - Þessi miklu pólitísku af- skipti háðu fréttamanninum ekki meira í starfi en svo að hann fékk stöðu varafréttastjóra fyrir síðustu borgarstj órnarkosningar. En mismunun og tvöfalt siðgæði eru ekki bara ríkjandi á Sjónvarp- inu. í vikunni var sagt frá því i DV að Egill Helgason hefði verið ráðinn pistlahöfundur á Rás 2 og var tekið fram að það hefði ekki komið í veg fyrir ráðninguna að hann ynni jafn- framt á öðrum ljósvakamiðli. Ekki eru hins vegar mörg ár síðan eini hægrisinnaði pistlahöfundurinn á Rás 2, dr. Hannes Hómsteinn Giss- urarson prófessor, var rekinn. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir upp- sögninni voru að það samrýmdist ekki starfi pistlahöfundar að gegna jafnframt störfum fyrh- aðra ljós- vakamiðla. Öraskaður dómur í Hæstarétti - eykur barnaníðingum ásmegin Helgi Sigurðsson skrifar: Ég vil byrja á því að taka undir það sem stóð í bréfi frá Þorbjörgu Páls- dóttur, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru, undir fyrirsögninni „Réttlæti". Þar var Þorbjörg að lýsa hneykslan sinni yfir dómi Hæstarétt- ar, þar sem fimm dómarar réttarins staðfestu áður genginn dóm héraðs- dóms yfir rúmlega sextugum manni í Suður-Þingeyjarsýslu sem beitti tæp- lega 5 ára stúlkubarn kynferðislegu ofbeldi - bam sem hann og kona hans höfðu tekiö við til vistunar frá bama- verndarnefnd Hafnarfjarðar. Ríkis- saksóknari hafði skotið málinu til Hæstaréttar og krafist þess að refsing yrði þyngd. Ég þakka Þorbjörgu fyrir framtak hennar og kjark að ríða á vaðið og lýsa yfir undrun á hinum væga dómi gagnvart kynferðisbroti á ungabörn- um sem og raunar á konum í þessu þjóðfélagi. Giæpir af þessu tagi kom- ast oft ekki upp og það er með ein- dæmum að svona atvik skuli ekki dæmd þyngra en með 15 mánaða refs- ingu, eins og gerðist í ofangreindu til- viki. Ég skora á fjölmiðla að gera könn- un á því hvemig svona dómur geti samrýmst réttarfari nú á dögum. - Jafnvel þótt viðkomandi kynferðisaf- brotamaður „hafi átt flekklausan fer- il“ fram að því er dómur gekk. Hvað segja dómarar t.d. um bamið sem brotið var á? Er réttarkerfinu ekki skylt að taka tillit til þess? Barnið vex úr grasi og það geymir þessa minn- ingu með sér; hún máist ekki úr hug- anum. Dómar af þessu tagi auka barn- aníðingum ásmegin. Spurningin nú er einungis sú, hverjir munu taka af skarið um hert viðurlög á þéssu sviði. í þoku og hálku Kristinn Snæland skrifar: Fyrir skömmu gerðist það í þoku á fjallvegi austur á fjöröum að bilalest nam staðar í kurteisisskyni. Lögreglu- bílar voru þar í bak og fyrir en ekki munu aðvörunarljós hafa logað á öft- ustu bílunum. Bar þá að flutningabíl og lá við slysi. Bíll sá nam staðar þversum á veginum, rúman metra frá aftasta bílnum. Hafa skáldjöfrar og fréttamenn farið mikinn við útlistun atviks þessa og hallar þá mjög á lög- gæslu. Hitt virðast skáldskaparins menn þjónusta allan sólarhringinn H r1 fcÉsfiiP Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Reglan gullvæga: Hver bifreiðarstjóri skal haga akstri sínum með tilliti til ástands vegar, skyggnis, gerðar og búnaðar ökutækis. sjá síður að hver bifreiðarstjóri skal haga akstri sínum með tilliti til ástands vegar, skyggnis, gerðar og búnaðar ökutækis. Á fiallvegi í þoku getur verið bilað- ur bíll og þótt neyðarljós hafi verið tendruð getm hann tímans vegna ver- ið orðinn rafmagnslaus og því torséð- ur í þoku. Ekki hefm heldur spmst út að sauðfé eða hross á Austfjörðum séu búin þvi rafmagni að dugi til neyðarlýs- ingar. Niðurstaðan í þessu umrædda máli er því sú, að minu áliti, að Eiríkur blessaðm ók of hratt miðað við aðstæðm og má því sannar- lega þakka fyrir að ekki kom bíll á móti þegar bíll hans sveigði yfir á rangan vegarhelming. Það gölmiðlafár sem af atviki þessu varð hefði mátt enda á spmningunni: Eiríkur minn, ókstu ekki bara of hratt miðað við aðstæð- m? - Sama spuming er vitanlega einnig viðeigandi varðandi þá bíl- stjóra sem ollu árekstrum á Hellis- heiði nýlega eða óku þar út af þvers og kruss. - Bjáifarnir geta svo spurt: Hvers vegna saltar Vegagerðin ekki tímanlega? DV Þungir orku- reikningar Jakob hringdi: Ég er áreiöanlega ekki einn um að finnast orkureikningarnir farnir að þyngjast óþægilega mik- ið. Og að borga þessa reikninga á tveggja mánaða fresti getm tekið freklega í veskið hjá manni, nú eða greiðslukortið, hafi maðm þann háttinn á greiðslufyrir- komulagi. Þótt notkun sé áætluð yfir árið og upphæð greiðslunnar á tveggja mánaða fresti sé miðuð við það er satt að segja óþægilegt að greiða þessar háu upphæðir. Mun betra væri að geta greitt þessa reikninga mánaðarlega, þá yrði um minni upphæðir að ræða í senn. Auk þess sem maðm er þó meira og minna kvitt við orkufyr- irtækin eftir mánaðaruppgjörið. Ég hvet Rafveitu og Hitaveitu til að skipta yfir í mánaðaráætlanir. Konurí atvinnurekstri Hildur skrifar: í siðasta tölubl. Viðskiptablaðs- ins las ég grein um 10 áhrifa- mestu konumar í atvinnmekstri hér á landi. Þær voru taldar upp og eiga allar það sameiginlegt utan ein að stjórna eða vera í for- svari fyrir fyrirtækjum í einka- rekstri. Þessi eina kona sem ekki getur talist vera i atvinnurekstri en er sett þarna á blað er borgar- stjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Það er ekki at- vinnurekstm, hvað þá sjálfstæð- m, að reka borgarapparatið, sem sækir peninga til okkar skatt- greiðenda. Það er lítill vandi að reka fyrirtæki og geta sótt rekstr- arféð til almennings. Ég skil ekki hvernig Viðskiptablaðið flokkar „áhrifamiklar konur í atvinnu- rekstri". En það þýðir ekki að bjóða mér svona flokkun, hún stenst ekki. Bónusfeðgar seint á ferð Guðjón Jónsson skrifar: Þeir Bónus-feðgar segja í frétta- viðtali að minnsti granm um við- skipti fyrirtækis þeirra við aðila sem átt hafi aðild að slíku við- bjóðsmáli sem svokallað Stóra fikniefnamálið er komi í veg fyrir viðskipti við kjötiðnaðarfyritækið Rimax sem staðsett er í Eldshöfð- anum, í sama húsi og birgðastöð Bónus-verslana. Mér finnst þetta vel mælt hjá þeim Bónus-feðgum. Ég hefði þó alveg haldið áfram að kaupa þetta Rimaxkjöt eða „tann- læknakjöt" eins og gárungamir kalla það. Hins vegar finnst mér Bónus-feðgar vera seint á ferð að fjarlægja kjötbirgðir Rimax-kjöts- ins úr hillum verslana sinna, því um miðjan september bárast fréttir um að Rimax kæmi við sögu í fikniefnamálinu og bíll merktur fyrirtækinu var gerður upptækur af lögreglunni - og þar starfaði einmitt einn hinna hand- teknu. Nú verða Bónusmenn bara að finna annan kjötheildsala sem býður svo gott verð að við höldum okkur við kjötkaupin í Bónusi. Kjúklingar í Hagkaupi Sigríður Stefánsdóttir hringdi: Ég versla gjarnan í Hagkaupi sem ekki er í frásögur færandi. Þar er vöruúrval gott og verð í skárra lagi eftir því sem neyt- endakannanir segja okkur. Eitt finnst mér þó að þeir Hagkaups- menn mættu gera fyrir kúnn- ann. Þeir mættu hafa kjúklinga frá fleiri en einum framleiðanda á boðstólum. Vegna þeirrar um- ræðu sem verið hefur í gangi vill fólk gjaman fá að velja hvaðan það kaupir sína kjúklinga. Nú er bara hægt að kaupa frá einum ffamleiðanda. - Bætið úr þessu, Hagkaupsmenn, og þá verða all- ir ánægðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.